Alþýðublaðið - 19.08.1939, Page 2

Alþýðublaðið - 19.08.1939, Page 2
LAUGARDAGUR 19. ÁG. 1939 ADPTÐUBLAÐIÐ Þeir námu staðar við borgarhliðin. Og þar fengu biðlarnir númer eftir þeirri röð, sem þeir komu, og voru látnir standa í röð- um, sex í hverri röð. Og þeir stóðu svo þétt, að þeir gátu ekki hreyft handleggina, og það var heppilegt, því að annars hefðu þeir barizt. og horfðu upp í gluggana til þess að sjá konungsdótturina taka á móti biðlunum. Állir háttstandandi menn í landinu stóðu um- hverfis höllina Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Blfreiðastðð ákureyrar. Skemmíiferö um öræfi. Hinn 8. þessa mánáðar fóra 12 nf starfsmönnum Kaupfélags Hér aðsbúa skemmtiferð um öræfi tiJ Vatnajökuls. Fararstjóri var Þor- steinn Jónsson kaupfélagsstjóri, og með í förinni var Sveinn Gunnarsson Ijósmyndari. Farið var frá Reyðarfirði Norðurlands- veg tíi Rangalóns, þaðan Jökul- dalsheiði að Brú, þá inn Fiskí- dal til Laugavalla — eyðibýlis um 30 km. frá innsta bæ á Jök- Uldal, en 170 km. frá Reyðarfirði — þar er laug og hlýr hellir notaður af gangnamönnum. Það- an var ekið um 50 km. til Vatna- jökuls eftir sandöldum mjög grei'ðum yfirferðar og numið Hvannalindir, Herðubreið og allt staðar 1 km. frá jöklinum. Síð- an var farið gangandi upp á jökulinn og skoðuð upptök Kreppu. Víðsýni var mikið, og sáust Snæfell, Kverkfjöll og til Mývatnsfjalla. Ferðin tók 3 daga. Veður og færð var hið bezta. Góð heyskapartíð er eystra og heyfengur vel í meðallagi. Fiskafli er sæmilegur en gæftir gtopular. Engin síld veiðist í Reyðarfirði. F.O. Útbreiðið AlþýðublaðttM UMRÆÐUEFNI Skáldin og skáldastyrkirnir. Eftir hvaða reglum hefir al- þingi farið? Fyrirspurn til Halldórs Kiljan Laxness. Lögreglan og áfengisrann- sóknirnar. Það, sem aflaga fer og útlendingarnir. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÉG VAR að hugsa um það einn daginn, hve misskipt væri kjörum íslenzkra rithöfunda. Þjóð vor er fámenn og fátæk, og það er því ekki neitt glæsilegt lífsstarf, sem þeir taka sér fyrir hendur, sem ætla sér að gerast rithöfundar hér heima. Þess vegna hefi ég aldrei getað tekið undir þær raddir, sem hafa áfellzt íslenzka menn, sem gerzt hafa rithöfundar erlendis og skrifað á erlendum málum. Mér hefir skilizt, að í fámenninu hér og fátæktinni hefðu aldrei getað þroskazt þeir hæfileikar, sem náð hafa fullkomnun og viðurkenningu erlendis og aukið hafa hróður þjóð- arinnar út á við, því að alltaf hafa allir íslenzkir rithöfundar, sem setzt hafa að í öðrum löndum og skrifað á öðrum tungum, haldið því á lofti við öll tækifæri, að þeir væru íslendingar og að þeir dáðu land sitt og þjóð. HEFÐU TIL DÆMIS hæfileikar Gunnars Gunnarssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Kambans eða Kristmanns Guðmundssonar notið sín, ef þeir hefðu ekki leitað sér frjós jarðvegar erlendis? Ég efast um það. Hvers vegna þá að áfell- ast þessa menn? Það er sæmra af okkur íslendingum að vera stoltir af þessum mönnum, sem með skáldskap sínum hafa gert íslenzkt landnám í umheiminum. ÞAÐ ER EKKI F¥RR en á allra síðustu árum, sem íslendingar eru farnir að sýna rithöfundum sínum einhverja viðurkenningu, og þó að það sé gert af handahófi og lítilli fyrirhyggju, sem stundum nálgast hið versta óréttlæti, þá er þó hér stigið spor í rétta átt að vissu leyti. Eins og kunnugt er hefir ríkið á- kveðið að styrkja rithöfunda. Sum- um þeirra veitir það raunverulega engan styrk. Það skipar þeim að starfi og greiðir þeim rétt þolan- leg laun fyrir þau störf, aðrir fá stór árslaun án nokkurra skilyrða. ÞAÐ ER EKKI GOTT AÐ SJÁ eftir hvaða reglum alþingi hefir farið í þessu. Óneitanlega virðist svo, að alþingi hafi fyrst metið það, hvort viðkomandi rithöfundur gæti gert nokkuð, þ. e. hefði vinnuþrek eða ekki, og síðan hafi eðli styrksins verið ákveðið eftir þessu. Davíð Stefánsson hefir ort stórfengleg ljóð, sem öll þjóðin syngur. Ilann er grafinn í bóka- DAGSINS. safni norður á Akureyri. Það eru hans rithöfundalaun eða skálda- laun. Guðmundur Gíslason Haga- lín ritar þróttmiklar bækur, sem benda þjóðinni fram á við, brýna fyrir henni karlmennsku og þraut- seigju. Honum er skipað til starfa við bókasafn vestur á ísafirði. Það eru hans rithöfundalaun. Jóhann- es úr Kötlum yrkir þróttmikil ljóð, sem margir dást að, og hann fær lítilfjörlegan styrk. Auk þess eru margir ungir bráðefnilegir rit- höfundar, sem enga viðurkenningu fá. LOKS ER EINN MAÐUR tekinn út úr: Halldór Kiljan Laxness. Honum eru engin störf fengin í hendur. Hann er settur á föst árs- laun, 5 þúsund krónur, án nokk- urra skilyrða. Þó er hann hálauna- maður og áreiðanlegt, að enginn ís- lenzkur rithöfundur, að Gunnari Gunnarssyni undanskildum, kemst nálægt honum í tekjum. Um gildi rita þessa rithöfundar fyrir þjóð- ina þarf ekki að ræða. Þar sýnist sitt hverjum. Maðurinn er lista- maður með pennann, hvað sem því líður, að boðskapur hans sé gildis- mikill fyrir framtíð eða nútíð. Að- alatriðið er það, hvernig alþingi hefir farið að við þessar styrkveit- ingar. ÉG SKRIFA ÞESSI ORÐ vegna lítils bréfs, sem ég fékk nýlega frá „áhugasömum bókamanni". Það er á þessa leið: „Vilt þú ekki beina þeirri fyrirspurn til Halldórs Kilj- an Laxness, núna eftir að hann er kominn á hina grænu grein, hvort hann vilji ekki beita sér fyrir því, að ninn hái rithöfundarstyrkur hans geti á næstu árum skipzt milli hinna efnilegustu yngri rithöfunda, sem engis styrks njóta nú? Mér finnst, að þetta væri mjög sann- gjarnt, og hann getur varla firrzt við, þó að þessi fyrirspurn sé fram borin nú, þegar það er kunnugt, að þessi rithöfundur er orðinn ákaf- lega tekjuhár, en aðrir ungir rit- höfundar verða að lepja dauðann úr krákuskel, þrátt fyrir ótvíræða glæsilega hæfileika." — Ég vísa þessari fyrirspurn til skáldsins og væri gott að fá svolítið svar frá honum, en það verður að vera stutt. „ATHUGULL" skrifar mér á þessa leið: „Þú varst víst ekki á íþróttavellinum um daginn, þegar sumir héldu, að læknir sá, sem gæta átti leikmanna, væri undir áhrif- um vins. Einn áhorfenda kærði lækninn fyrir lögreglunni, en skoð- un á spítala leiddi í ljós, að maður inn væri ekki undir áhrifum víns. — Þótti sumum þetta leiðinleg mis- sýn, en öðrum kynlegt. — Er það ekki annars venjulega þannig er- lendis, að lögreglan annast sjálf slíka rannsókn og hér á sér stað? Væri það náttúrlega heppilegast, að svo væri, eða að sérstakur lækn- ir væri starfandi fyrir lögregluna — lögreglulaeknir. — Þú athugar ef til vill þetta nánar við tæki- færi og aflar þér upplýsinga um þéssi mál, þar sem margir munu hugsa líkt og ég. Lögreglan sjálf þarf að geta haft tæki til að rann- saka slík mál og hér kom fyrir um daginn.“ ENN FREMUR skrifar „Athug- uU“: „Það er einkenni íslendinga, að þeir rjúka venjulega upp til handa og fóta, ef eitthvað þarf að gera til þess að „útlendingar ’ haldi þá meiri menn en þeir eru. Þannig er það einkennandi fyrir ýmsar réttmætar aðfinnslur í blaði þínu og öðrum, að sagt er venju- lega „erlendir ferðamenn taka eft- ir“ o. s. frv. Er þá og sagt að bæta þurfi úr ýmsum göllum vegna þessara erlendu manna, sem hér eru fléstir I einn dag, en sumir í nokkra daga á ári. Ekki er neitt á það minnzt, að betra væri fyrir bæjarbúa, sem hér dvelja árum saman, að bætt væri úr sjálfsögð- um slóðaskap á ýmsum sviðum. Allt er nógu gott fyrir fslendinga sjálfa — og þá náttúrlega fyrst og fremst fyrir bæjarbúa." „ÞESSU TIL SÖNNUNAR skal bent á eftirfarandi: Það er verið að gera við ýmsar götur niðri í mið- bæ — og er það náttúrlega gott og blessað. En hvernig er það með að- albrautina til borgarinnar frá Verzl. Ási og inn að Barónsstíg? Þessa braut koma flestir fslend- ingar í fyrsta skipti til bæjarins landleiðis — þeir sjá þá gang- stéttalausa og illa til hafða mold- argötu, sem er aðalflutningaleið tíl höíuðborgarinnar. Þarna koma fáir útlendingar í fyrsta skipti til borg- arinnar, en fyrir landsmenn sjálfa er allt nógu gott. Slíku og þessu þarf að kippa í lag og það tafar- laust. Það er smán fyrir höfuðborg landsins, að slíkur slóðaskapur er látinn afskiptalaus árum saman. Hverfisgata og Laugavegur frá Barónsstíg og móts við Verzl. Ás þarf skjótra umbóta við, enda þótt útlendingar komi ekki allir þang- að.“ VÍÐA MUN ÞAÐ VERA þann- ig, að lögreglan sjólf taki áfengis- prufur af mönnum og það ætti að vera svo hér. Aðfinnsla þín um tóninn í ýmsum aðfinnslum og til- vísanir til útlendinga er að vísu réttmæt, en þó er það fyrst og fremst skylda okkar, sem finnúm að, að nota okkur hið góða álit ís- lendinga á útlendingum til að knýja fram umbætur. Ég er sann- færður um, að það myndi ganga erfiðlega að fá ýmsar umbætur fram, ef aðeins væri miðað við okkur íslendinga sjálfa. Hannes á horninu. ........9 ....................^ Kaupum fiaskur og strigapaka. MT HÚ99*afnavmRUst»hHi BaMcngiHu 3«. Sfiai 4*«$. NOiaHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 47« Karl ísfeld ísle««kaði. sem í þeirra valdi stóð til þess að safna um sig mönnum og ná skipinu á sitt vald. Jæja, það er komið sem komið er. Nú verð ég að hugsa um þá, sem með mér eru. Það minnsta, sem ég get gert, er að hindra það, að við verðum teknir. — En hvað um okkur hina? — Ég átti von á að þér spyrðuð að því, og þér eigið vissu- lega rétt á því. Ég get ekki ætlazt til þess, að þið sleppið allri von um að komast aftur heim, eins og Young hefir gert. Mín Örlög eru ekki glæsilegri en ykkar. Hann stóð á fætur, gekk út að kýrauganu og horfði á sólar- lagið. Að stundarkorni liðnu snéri hann sér að mér. — Ef ég færi með yður til Tahiti og skildi við ykkur; þar myndi enginn af ykkur þykjast skuldbundinn til þess að þegja um uppreisnina. Sem stendur má ég til með að halda ykkur hér, hversu leitt sem það er. Þetta er allt og sumt, sem ég get sagt og það verðið þér að láta yður lynda. Christian minntist ekkert á ráðagerðir sínar fyrst um sinn, enda þótt hann léti skiljast á sér, að við myndum sjá land eftir tvo daga. Að morgni þess 28. maí, nákvsemlega 4 vikum eftir uppreisnina, sáum við ey á bakborða í um 18 mílufjórð- unga fjarlægð. Við vorum nærri því allan dagin að komast að eynni og lögðumst við akkeri um kvöldið um þrjár mílur frá vesturoddanum. Þegar birta tók af degi fengum við byr og sigldum fram með rifinu nokkuð frá landi. Stewart hafði ágætt minni, þegar um var að ræða lengdar- og breiddar- gráður, og hann mundi enn fremur öll kort, sem hann hafði séð. Hann var yiss um, að þessi eyja héti Tupuai, sem Cook skipstjóri hafði uppgötvað. Okkur, sem höfðum verið á sjón- um í tvo mánuði, virtist eyja þessi lík aldingarðinum Eden. Og hvort sem það voru uppreisnarmenn eða ekki uppreisnar- menn, þá voru allir jafnákveðnir í því að fara þar á land. Margar smáeyjar voru fram með rifinu. Alls staðar sáum við merki þess, að eyjan væri þéttbyggð. Christian skýrði okkur nú frá því, að hann ætlaði að stýra skipinu að landi gegnum sund eitt. Þegar við komum í sund- ið, sáum við þar stóran her. Þar hlutu allir íbúarnir að hafa safnazt saman, Við álitum, að þeir myndu vera um 8 eða 9 hundruð. Þeir voru vopnaðir spjótum, kylfum og grjóti og það var bersýnilegt, að þeir ætluðu að hindra það, að við kæmumst að landi. Þeir sinntu því engu, þótt við værum hinir vingjarnlegustu, heldur hristu spjótin og létu grjóti rigna yfir þilfarið, og margir skipverjar særðust. Við neyddumst til þess að hörfa undan. Sumir uppreisnarmanna stungu upp á því, að við skyldum skjóta nokkrum fallbyssuskotum á hina innfæddu. Hefðum við gert það, þá hefðum við drepið mörg hundruð þeirra og kúgað hina til hlýðni, en Christian vildi ekki heyra það nefnt. Hann var ákveðinn í því að reyna að komast einhvers staðar í land á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmenn héldu nú fund með sér. Við hinir, að und- anteknum Young, vorum sendir fram á skipið, svo að við heyrðum ekki, hvað rætt væri. Eftir fjórðung stundar gengu menn til starfa sinna, svo að auðséð var, að ákvörðun hafði verið tekin, sem allir voru ánægðir með. Skömmu seinná var siglt í norðurátt. Young vildi auðvitað ekki skýra frá því, hvað hefði gerzt, og við vildum ekki spyrja hann að því. Við vissum líka, að fyrst stefnt var í norður, var ekki um aðra ey að ræða en Tahiti. Við Morrison og Stewart hvísluðumst á í káetunni mn kvöldið. Við þorðum -varla að vona, að við yrðum settir á land á Tahiti. Væri nokkur von til þess að skip kæmi til nokk- urrar eyjar í suðurhöfum, þá var það til Tahiti. Það gat að vísu orðið nokkurra ára bið á því, en þangað hlaut skip að koma. Við vorum sammála um það, að ef við kæmumst til Tahiti, skyldum við aldrei fara þaðan aftur, nema heim til Englands. XI. SÍÐUSTU FRÉTTIR AF BOUNTY. Daginn eftir að við höfðum ákveðið að flýja, gerði Christian orð eftír mér. Ég hitti hann inii í káetunni, og var Churchill þar hjá honum. Hann þenti mér að koma inn fyrir, sendi burtu varðmaninn og lokaði dyrunum. Christian var alvar- legur og áhyggjufullur á svipinn. En Churchill stóð við dyrn- ar, krosslagði hendur á brjóstinu og brosti til mín. Hann var hár maður, þreklega vaxinn, miðaldra, bláeygur og hinn karl- mannlegasti. — Ég hefi látið gera orð eftir yður, herra Byam, sagði Chris- tian, — til þess að tiikynna yður ákvörðun þá, sem við höfum tekið gagnvart yður og þeim, sem ekki tóku þátt í uppreisn- inni. Við hötum engan ykkar, en kringumstæðurnar eru þann- ig, að við verðum að taka meira tillit til okkar. Við stefnum nú til Tahiti, þar sem við ætlum að dvelja í vikutíma og útvega okkur birgðir. — Ég ætlaði fyrst, hélt hann áfram, — að setja ykkur á land á Tahiti, en skipverjar vilja það ekki, og því miður hafa þeir víst á réttu að standa. Hann leit á Churchill, sem stóð þarna ennþá með kross- lagðar hendur. Churchill kinkaði kolli: — Nei, herra Byam, sagði hann, — við ræddum þetta mál í káetunni í gærkveldi. Við óskum ykkur alls góðs, en við getum ekki leyft þetta. — Þér hafið á réttu að standa, sagði Christian. Við getum ekki leyft ykkur að stíga fæti á land á Tahiti. Skipverjamir vildu, að haldinn væri vörður um ykkur, maðan við dveljum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.