Alþýðublaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 19. ÁG. 1939 ALÞYOUBLA0IÐ 0-------------------------'* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDBMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGRBIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Irmgsngur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Ferðamaœnalanð ÞAÐ er með nokkru stoltu, að við birtum nú sumar e£tir sumar tölu þeirra erlendu ferðamanna, sem koma hingað með hinum stóru ensku, þýzku, sænsku og frönsku skemmti- ferðaskipum, og sýnum, hvern- ig þeim fer fjölgandi ár frá ári. I'ví að flestir, að minnsta kosti þeir, sem komnir eru til vits og ára, muna vel þau ár, að erlend- ir ferðamenn til landsins voru ekki taldir í hundruðum, hvað þá heldur þúsundum. í fyrra telzt svo til, að 6176 ferðamenn hafi komið hingað með hinum erlendu skemmti- ferðaskipum. í ár voru þeir nokkru fleiri, eða 6432. En livað er það fyrir land, sem hefir frá náttúrunnar hendi mjög mörg skilyrði til þess að geta orðið glæsilegt ferðamannaland og haft ekki aðeins þúsundir eða tugi þúsunda, heldur hundruð þúsunda og jafnvel milljónir í tekjur af erlendum ferðamönn- um? Þessar fáu þúsundir er- lendra ferðamanna, sem nú koma hingað með erlendum skemmtiferðaskipum á ári hverju, standa ekki einu sinni við hér nema einn eða tvo daga. Aðeins örfáir verða hér eftir um lengri tíma, í fyrra voru þeir 22, í sumar 29. Hinir fara stráx aftur heim með skipun- um eða halda áfram með þeim til annarra framandi l'anda. Meðim við höfum ekki tök á því að halda hinum erlendu ferðamönnum lengur hér á landi, höfum við ekki mikla á- stæðu til að vera stoltir. í ná- grannalöndum okkar, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, dvelja margir þeirra vikum og mánuð- um saman og skila miklum er- lendum gjaldeyri í þjóðarbú hvers þeirra. Þannig gæti það einnig verið og á það einnig að verða hjá okkur í framtíðinni. Þá fyrst getur ísland talizt ferðamannaland og þjóðin haft nokkurn atvinnuveg af ferða- lögum útlendinga hingað. Frá náttúrunnar hendi er ís- land engu síður til þess fallið að laða erlenda ferðamenn að sér til sumardvalar, heldur én nágrannalöndin. Þvert á móti. Hin óvenjulega og sérkennilega fegurð landsins hrífur alla, sem eru hér nægilega lengi til þess að reyna þáð, að eyjan vor er engum köld, er hún brqsa lætur, hennar morgna, hennar kvöld, hennar Ijósu nætur. Við höfum ekki aðeins ennþá fegri fjallasýn en Noregur og Svíþjóð og stórfenglegri fossa. Við höfum líka hveri og laugar, sem ættu að geta orðið eftirsóttir baðstaðir fyrir erlenda gesti, og laxár og veiði- vötn fyrir þá, sem unna veiði- skap í sumarleyfum sínum. ítöluxn stendur mlklll beygur af bandalaginu vlð Þýzkaland. Ferðalög Görings og annarra erindreka Hitlers til Ítalíu verða með mánuði hverjum tíðari og tíðari og Mussolini og ítölum sjálfum að sama skapi óvelkomnari. Hér sést Göring, í skín- andi einkennisbúningi, sem gestur Mussolini í Palazzo Venezia í Rómaborg í síðustu ítalíuför sinni. Lengst til vinstri Mussolini og er fremur súr á svipinn. I EFTIRFARANDI grein skýrir fréttaritari hins heims- fræga Lundúnablaðs „Economist“ í Rómaborg frá al- menningsálitinu á Ítalíu á bandalaginu við Þýzkaland. YNGSTU meðlimir ítalska fasistaflokksins eru á- nægðir með bandalagið við Þýzkaland. Það er þeirra stefna, sem með því hefir sigrað. Heim- speki sú,. sem fasistarnir hafa breitt út og nú hefir fest rætur í skólunum og hinum hernaðar- legu æskulýðsfélögum, hefir steypt af stóli þeirri kristni, sem undanfarin tvö þúsund ár hefir haft ómetanlegt menningargildi fyrir Ítalíu. Fasistar vilja held- ur hverfa aftur til heiðninnar og tilbiðja ofbeldið og hið rudda lega vald, og þeir taka stundar- sigra fram yfir allt annað í líf- inu. Og allt þetta er framkvæmt af miklu meiri krafti og með meiri árangri en hinum megin við Alpafjöllin, í þriðja ríkinu. Hinir ungu fasistar, sem ferð- ast til Þýzkalands, kynnast þar enn betur og á ótvíræðari hátt þeirri heimspeki, sem þeir eru að koma á hjá sér í heimaland- inu. Þess vegna er það, að ítalir hafa á svo skömmum tíma tekið upp skoðanir hinna þýzku naz- ista, sem þeim fyrir nokkrum árum voru með öllu ókunnar (kynþáttakenningarnar. og bar- áttan á móti Gyðingunum eru talandi tákn þess). Og af sömu ástæðu er það, að Ciano greifi og Starace, ritari fasistaflokks- ins, hafa blindandi lagt velferð lands síns í hendur hinum vold- uga granna. En við stöndum að einu leyti mikið verr að vígi frá nátt- úrunnar hendi en nágranna- löndin.. Landið er svo langt frá alfaraleið. Það fer svo langur tími í ferðalögin hingað, meðan við höfum ekki fullkomnari og hraðskreiðari skip og fljótari og fleiri ferðir milli landa. Þess vegna koma hingað nú ekki nema fáar þúsundir erlendra, ferðamanna á ári og standa ekki við nema einn eða tvo daga, af því að þeir eru með erlendum skipum, sem aðeins fara hér fram hjá, ef svo mætti að orði komast, á langferðum sínum. Það er því ekki neinum efa undir orpið, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að ísland geti orðið raunverulegt ferðamannaland er það, að við eignumst sjálfir þann skipakost, sem er við ferðamanna hæfi. Allt annað kemur á efti'r, þegar þörfin fer að gera vart við sig. Dranmnr nngtasista. Svo fylgja þeir Þýzkalandi — eins og góðu börnin, og segjast vera að undirbúa það, sem þeir kalla „skyndistríð.“ Allir út- reikningar ítala eru miðaðir við hraða, enda vitnar lega lands- ins um þörf þess á skjótum ár- angri, ef til ófriðar kæmi. Það, sem aðallega er nú rætt um á Ítalíu, er ,,rothoggið“ á Frakk- land. Það var eingöngu vegna þess að ítalía var hlutlaus, eftir því sem þeir segja nú, að Frakk- land var ekki jafnað við jörðu í orustunni við Marne í heims- styrjöldinni 1914. Nú eiga ít- alskar, þýzkar og spánskar her- sveitir samtímis að ráðast inn á franska grund, og eftir eina viku, eða í mesta lagi tvær, á Frakkland að vera gjörsigrað. Sú hjálp, sem Frakkland kynni að fá frá Englandi og Rússlandi, er af þessum stríðs- æsingamönnum álitin einskis virði eða myndi að minnsta kosti koma of seint. Engl. hefir heldur engan her, segja þeir, og Rússland er svo langt í burtu, að það gæti ekki undir neinum kringumstæðum komið Frakklandi til aðstoðar. Og hverjir vilja fara að berjast fyrir land, sem er gjörsigrað? Eftir þessum útreikningum fas- istaríkjanna, hlýtur stríð gegn Frakklandi að enda með sigri möndulrík j anna. Þjóðverjar fá einir að berjast við Englendinga, segja fasist- arnir. En Frakkland verður her- fang ítala' og friðarskilmálarn- ir, sem þegar er farið að tala um opinberlega, eiga að ræðast á þeim grundvelli, að veldi Frakklands verði þurrkað út á Miðjarðarhafi. Frönsku nýlend- unum í Norður-Afríku á að skipta á milli Ítalíu og Spánar, en Korsika og Savoyen verða eign ítalíu. Með þessu er þó ekki sagt, að allur almenningur hafi svipaðar skoðanir á þessum málum. Það fer fjarri því. Og segja má, að almennt hafi samstarfi möndul- ríkjanna af öllum almenningi á Ítnlíu verið tekið með hinum mesta kvíða. Þjóðverjar og ítal- ir eru, eins og kunnugt er — gamlir óvinir. Ítalía vann sjálf- stæði sitt eftir harðvítuga bar- áttu við þýzka höfðingjavaldið á Norður-Ítalíu. Hversu mikið, sem hinir ungu fasistar unnu þýzka nazisman- um, þá er hann í eðli sínu eng- an veginn í samræmi við hinn ítalska hugsunarhátt. Einnig er óhætt að gera ráð fyrir andstöðu kaþólsku kirkjunnar, enda hefir hinum nýju kynþáttalögum ver- ið kröftuglega mótmælt b»ði af páfanum og biskupunum. Hinir þýzku ferðamenn á ítalíu eru þegar farnir að láta sem Ítalía væri þýzk hjálenda, og margir ítalir virðast þegar vera farnir að sætta sig við það. Einkenni andstöðunnar við Þýzkaland er óttinn. Hinn stöð- ugi ótti allt síðastliðið ár við að lenda í stríði við hlið Þýzka- lands virðist heldur ekki vera ástæðulaus. Allar áætlanir, sem gerðar hafa verið viðvíkjandi komandi stríði, undirbúningur- inn, ófriðarbyrjunin, ófriðurinn og ófriðarlokin — allir þessir útreikningar hafa eingöngu gert Ítalíu enn háðari Þýzkalandi en nokkru sinni áður. Tökum til dæmis stríðsundirbúninginn. — Samvinna hinna þýzku og ít- ölsku herforingja er orðin mjög náin. En það hefir orðið til þess, að þýzku herforingjarnir fá fullkomna vitneskju um öll hernaðarleyndarmál ítalíú. — Þeir hafa þess vegna beztu möguleika á því að kynna sér, á hvaða sviði hernaðarins Ítalía er veikust fyrir, hlunnindi, sem ef til vill geta komið sér vel, þótt síðar verði. Uppivaðsla Þlóðveria. Það atriði þýzk-ítalska afctt- málans, sem fjallar um hinar fjárhagslegu hliðar, kveður svo á, að á ítalíu skuli alltaf vera þýzkir fjármálaráðunautar. Þeir eru þegar komnir þangað. ít- ölsku bankarnir hafa fengið þýzkt starfsfólk, og Þjóðverjar eru nú starfandi í fjármálaráðu- neytinu og öllum helztu fyiMÞ- tækjum landsins. Auk þessara opinberu starfa finnst ítölunum eins og þeirra sé gætt af ein- hverjum öðrum, sem þeir geta ekki fullkomlega gert sér grein fyrir hverjir eru, bréf hverfur — einhver vinur er settur í fangelsi, orðrómur, staðfestar upplýsingar, allt bendir til þess, að Gestapomönnunum fari stöð- ugt fjölgandi á Ítalíu. Allt fram að því, að banda- lagssáttmálinn var birtur, von- uðust ítalir almennt eftir því, að í honum fyndust einhverjar útgöngudyr fyrir þá, svo að þeir gætu forðað sér frá því stríði, sem koma kynni, enda þótt erfitt yrði að halda landinu algjörlega hlutlausu. Þó að fyrstu greinar samningsins séu eingöngu um samkomulag á ýmsum sviðum, þá er 3. grein samningsins öllu óþægilegri. — Hún hljóðar þannig: „Ef það skyldi henda, gegn vilja samningsaðila, að annar hvor þeirra lenti í ófriði við annað eða önnur ríki, skal hinn samningsaðilinn þegar í stað koma hinum fyrrnefnda til hjálpar og styðja hann með öll- um þeim tækjum, sem hann hefir yfir að ráða bæði til lands og sjávar og í lofti.“ Ákveðnara er ekki hægt að komast að orði. ítalirnir hafa verið að hugga sig við þann orðróm, sem gengið hefir um það, að konungurinn hafi hótað því að segja af sér, og neitað að skrifa undir bandalagssátt- málann, nema hann fengi skrif- legt loforð frá Hitler um það, að hann ætlaði sér ekki að ráð- ast á Pólverja. En þessi fregn hefir ekki verið staðfest. Þrátt fyrir bjartsýni yngri mannanna, hafa flestir það á vitundinni, að það muni fara illa fyrir Ítalíu um leið og stríðið skellur á. Það er auðveldara að tala um að ráðast inn í Frakk- land, heldur en að gera það. — Frá ítalíu séð liggja landamær- in þeirra megin við Alpana. Frakkar geta í einni svipan verið komnir inn á sléttur Lang- barðalgnds, og tekið hernaðar- verksmiðjur ítala, sem að mestu Ieyti eru í kring um Milano. En í þessu sambandi gegnir öðru máli með Ítalíu. Þeim meg- in, sem Frakkland er, liggur óræktarland, fjalllendi, gjár og skörð alla leið að Róndalnum. Róndalurinn er ekki heldur lykillinn að Frakklandi. Sam- kvæmt skilningi ítala er það þess vegna mjög sennilegt, að Langbarðaland verði vígvöllur- inn. Striðslðngnn prátt fjrrlr allt. í þessu liggja erfiðleikarnir. Ef ítalir tapa stríðinu, þá hafa þeir ekki haft annað upp úr samvinnu sinni við Þýzkaland en vissuna um það, að þeir verði undir öllum kringumstæðum að kistuleggja áætlanir sínar við- víkjandi Miðjarðarhafinu. En væri betra íyrir þá að vinna stríðið? Þegar tvær þjóðir, þar sem önnur telur 80 milljónir og hin 40 milljónir íbúa, berjást hlið við hlið, verður það áreið- anlega sú þjóðin, sem telur 80 milljónirnar, sem ákveður frið- arkjörin. Ef það er satt, að Þjóð. verjar stefni að því að fá aftur „frumþýzku" héruðin Trentino og Triest (eins og nýlega glopr- aðist út úr stjórnmálamanni við hálfopinberan miðdegisverð), þá fá ítalir áreiðanlega ekki mikið af Dalmatiu, Grikklandi og Tunis. En það er alveg ástæðulaust, að ímynda sér, að þessi almenna óánægja geti haft nokkra þýð- ingu fyrir stríð eða jafnvel í upphafi stríðsins. Stríðsæsingin er nægilega mikil til þess að reka þjóðina út í styrjöld, jafn- vel þótt það sé við hlið Þjóð- verja. En þjóðernistilfinning- in á Frakklandi styrkist nú með degi hverjum. Það væri þess vegna ef til vill hyggilegt, að benda ítölum á það, að jafnvel nú — á hinni elleftu stundu, þegar teningunum hefir nærri því verið kastað, geti þeir unn- ið sér meir í hag með því, að komast að friðsamlegu sam- komulagi við England og Frakk land — heldur en að heyja von- laust stríð með vonlausum bandamanni. Kaupið Alþýðublaðið! Næstu hraðferðhr okkar til og frá Ak« ureyrl, eru á morg« un (sunnudag) og mánudag. Maðurinn — seni hvarf. Þessi óvenjulega skemaatilega skildsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagaa- höfunduiBt Bandaríkjaana, eftir kug- mynd Franklin B Reesevelts Banda- rífejaforseta. Kestar 2 brénur. — Fæst í Afgretðslu AlþýSufelaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.