Alþýðublaðið - 21.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.08.1939, Blaðsíða 3
AHÞYÐUBkASIÐ MÁNUDAGUK 21. ÁG. 1939 «-----------------------4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-----—----------------* Síldarverk- smiðjumálm. SÚ ákvörðun, ,sem banka- ráð Útvegsbankans tók síð- astliðinn fimmtudag, gegn at- kvæði eina Alþýðuflokksfull- trúans, sem þar á sæti, að neita Siglufjarðarbæ um ábyrgð og lán, sem bankinn var áður bú- inn að lofa, til byggingar nýrr- ar síldarverksmiðju, eftir að leyfi atvinnumálaráðherra var loksins fengið til hennar, vekur að vonum mikla furðu manna á meðal. Að vísu vill blað Framsókn- arflokksins, þess flokks, sem bersýnilega fyrst og fremst hef- ir beitt sér fyrir þessari ákvörð- un, ekki viðurkenna, að nokkurt slíkt loforð hafi legið fyrir frá bankans hendi. Tíminn leyfir sér í grein um síldarverksmiðju- málin á laugardaginn að kalla hina hispurslausu og í alla staði sönnu frásögn Alþýðu- blaðsins af þessum furðulegu vinnubrögðum „óhróður um bankaráð Útvegsbankans“ og staðhæfir, ,,að Útvegsbankinn hafi aldrei lofað Siglufjarðarbæ láni né ábyrgð til þessarar verk- smið j ubyggingar.“ En það er tilgangslaust fyrir Tímann að bera á móti þessu, sem viðurkennt er af öllum öðr- um. Það nægir að benda á um- mæli atvinnumálaráðherra um þetta mál við Morgunblaðið sama dag og Tíminn slengdi þessari staðhæfingu sinni fram. Þar segir, að það sé „ljóst af gögnum, sem ráðuneytinu hafa borizt, að í Vor, áður en síld- veiðin hófst, hafði Útvegsbank- inn heitið þessu máli stuðningi, bæði um ábyrgð og lánveitingu.“ Það verða því fleiri en Alþýðu- blaðið, sem Tíminn verður að bera óhróður á brýn, ef hann ætlar sér með því, að breiða yfir sannleikann í þessu máli. Það er yfirleitt engin furða, þótt mönnum séu farin að blöskra þau vinnubrögð, sem beitt hefir verið í síldarverk- smiðjumálunum upp á Síðkastið og spyri, hverju þau sæti, og hvort það sé meining Fram- sóknarflokksins að koma í veg fyrir allar nauðsynlegar við- bætur á síldarverksmiðjunum. Stjórn síldarverksmiðja rík- isins er öll á einu máli um það, að knýjandi nauðsyn beri til þess, sökum hinnar vaxandi þátttöku í síldveiðunum, að auka afkastagetu síldarverk- smiðjanna í landinu um minnst 10 000, en helzt 11 500 mál á sólarhring. Hún er einnig sam- mála um það, sem Tíminn er að reyna að færa fram flokki sínum til varnar í þessu máli, að síldarverksmiðjubygging á Raufarhöfn sé mest aðkallandi. En á hverjum hefir staðið, að sú verksmiðjubygging gæti haf- Hin nýja ævintýrahðll Hitlers. Stendur á tindinum á Kehlstein skammt frá Berchtesgaden i 6000 feta hæð yfir sjávarmáli! HINN frægi fréttaritari enska stórblaðsins „Daily Mail“, G. Ward Price, sem þekkti Hitler ágætlega löngu áð- ur en hann komst til valda, hefir nýlega skrifað bók um hann. Bókin heitir : „Year of rec- koing“, og gefur nákvæma lýs- ingu á æviferli Hitlers. í eftir- j'arandi grein er sagt frá heim- sókn rithöfundarins til Hitlers í hina nýju höll hans skammt frá Serchtesgaden, sem kvisazt hef- ir út um í seinni tíð. — Daginn eftir, skrifar Ward Price — laugardaginn 17. september, var skemmtilegur dagur í Berchtesgaten. Ég hafði aeðið um viðtal við Hitler, og fyrir hádegi fékk ég svar á þá leið, að mér væri boðið til te- drykkju ásamt honum um kvöldið. Mér fannst dálítið leyndar- dómsfullt við þetta heimboð — því að henni fylgdi fyrirspum um það, hvort ég hefði frakka meðferðis. Vegna þess að hlýtt var í veðri og Berghof er að- eins 10 mínútna veg frá gisti- húsinu, fannst mér óþarfi að vera í frakka, en samt sem áð- ur fékk ég mér frakka, því að ég komst að því, að ég átti að heimsækja stað, sem jafnvel Hitler hafði aldrei komið á þá. Það var fyrst á leiðinni til Berghof, rétt eftir tedrykkjuna, sem ég fékk að vita, hvert við ættum að fara. izt, öðrum en ríkisstjórninni? Hefir hún sýnt þann vilja, sem nauðsynlegur var til þess að afla fjár til hennar? Voru menn ekki blekktir með því í Tímanum fyrir nokkru, að fé væri fengið til Raufarhafnarverk- smiðjunnar, enda þótt það sé nú viðurkennt, að það sé alls ekki fyrir hendi? Að sjálfsögðu myndu allir fagna því, ef ríkisstjórnin tæki loksins þá rögg á sig að útvega fé til hinnar nauðsynlegu síldarverksmiðjubyggingar á RaufarhÖfn, sem flestum kem- ur saman um, að þyrfti að ganga fyrir öllum Öðr- um. En meðan allt er í óvissu um hana, er engin furða, þótt mönnum komi það kynlega fyrir sjónir, að bankaráð Útvegs- bankans skuli að undirlagi Framsóknarflokksins neita Siglufjarðarbæ um áður lofað lán og ábyrgð á fáanlegu er- lendu láni til síldarverksmiðju byggingar, sem þó að minnsta kosti var tryggt, að yrði þá komin upp fyrir næstu síldar vertíð eins og nauðsynlegt er talið af öllum með tilliti til hinnar vaxandi þátttöku í síld- veiðunum. Er ekki von að menn spyrji hver meining Framsóknarflokks ins sé, hvort það sé ætlun hans að koma beinlínis í veg fyrir allar nauðsynlegar viðbætur á síldarverksmiðjunum í landinu? Það er engin ástðeða til þess að stöðva framkvæmdir á sviði síldarútvegsins, þótt síldarleys- isár komi, eins og virðist ætla að verða í sumar. Við erum að- eins þeim mun verr undir þau búnir, ef við höfum ekki nægi- legan viðbúnað til þess að taka við síldinni, þegar hún berst að landi. Mér var skýrt frá því, að tindi fjallsins Kehlstein, sem er snarbrattur fjallstindur um 6000 feta hár, hefði foring- inn látið byggja hús, sem væri merkilegt að því leyti, að það væri svo erfitt að komast að því. Það var ómögulegt að fara þangað í vagni, heldur varð maður að fara fótgangandi eftir þröngum klettstíg, sem höggvin hafði verið í bjargið. Eftir að við höfðum drukkið teið á Berghof, var loks lagt af stað til Kehlstein. inn 1 fjallið eina leiðin að hðllinni. Vagnaröðin lagði af stað eftir 5 mílna löngum vegi, sem lagð- ur hefir verið í áttina til þessa hælis „foringjans". Brátt kom- um við auga á bygginguna. Það er lágt hús. sem þekur allan tind inn. Svo fórum við upp eftir fjallshlíðinni, og á ýmsum stöð- um urðu eftir varðmenn úr líf- verði Hitlers. Að lokum þraut veginn á eins konar hillu í berginu. Og hér á hinum nakta klettavegg voru tvö traust byggð hlið úr bronsi 12—15 feta há. Þetta leit út eins og í ævin- týrinu um fjársjóði Ali Baba. Hliðin voru slétt og án skrauts nema handfangið var skreytt með útskornu ljónshöfði. Þar var þrýst á rafmagnshnapp og bronshliðin opnuðust hægt og hljóðlaust — og kom þá í ljós annað hlið, sem opnaðist á sama hátt. Þetta var eins og ævintýri úr Þúsund og einni nótt, því að nú kom í ljós breiður vegur, um 130 metra langur, grafinn 1 gegn um klettinn. Þarna var hátt til lofts og vítt til veggja eins og í járnbrautárgöngum 1 Lundúnaborg, og veggirnir voru klæddir grófum, höggnum — rauðum marmarahellum. Með fárra feta millibili hengu ljós- krónur niður úr loftinu með brons og kristallsskermum. í breiðri röð gengum við eftir hinum ljósskreytta vegi inn í hjarta Kehlsteins. 1 lyftu 400 fet upp 0 fjallstinðinn. Þetta hefði eins vel getað verið stærðar hótel, eins og iður bayersku Alpanna. — Dyrunum var lokað, og nú hófumst við á loft og svifum 400 fet í loft upp. Hvað mundi nú ske, ef lyftan stanzaði? spurði dr. Göbbels hrekkjalegur á svipinn. Þá mundi heimspólitíkin stanza, sagði „foringinn" kulda- lega, og okkur var skýrt frá því, að umhverfis lyftuganginn væru þrep, svo að öllu hefði nú verið gert ráð fyrir. í 3 mín- útur hélt lyftan áfram hljóð- laust. Það var einkennileg til- hugsun, að vera hér ásamt leiðandi mönnum Þýzkalands innan í bayersku fjöllunum á leið til staðar, sém enginn vissi áður að hefði verið til nema verkamennirnir, sem unnu að byggingu hússins. Að lokum nam lyftan staðar fyrir fráman rennihurð úr bronsi, og við gengum beina leið inn í forsal- Hitler í Bayreuth. Myndin var tekin fyrir stuttu, þegar Hitler var viðstaddur hina frægu árlegu Wagner- söngleika í Bayreuth í Bayern, þar sem hann var gestur frú Winifred Wagner, ekkju Sieg- frieds Wagner. inn að þessari himinhöll „for- ingjans“. Húsið var í laginu eins og kastali. Hinir nöktu rauðu veggir úr Nurnbergsandsteini, og á þeim hengu glitsaumsklæði. Húsgögnin voru úr hvítu tré, sem skorið var út á gamlan þýzkan máta. Eftir að við höfð- um gengið í gegn um langan og mjóan borðsal, sem var eik- arþiljaður og rúmaði um 230 manns, komum við inn í dag- stof u himinhallarinnar, sem var byggð úr steini og skreytt glitsaumi. Á hinum bogmynd- uðu veggjum eru 6 stórir glugg- ar, og er þaðan dásamleg útsýn til allra hliða. Þar öjást há fjöll, draumblá vötn og fjarlægar sléttur. Þar er arinn úr rauðum, gljáfægðum marmara með log- andi glóðum. Hitler var hrifinn af höll sinni og sýndi okkur húsið og augu hans ljómuðu af gleði yfir snilld byggingar- meistarans og umhverfinu. Rvað kostaðl allt sam- an, ai hver borpr? Maður hafði það á tilfinning- unni, að heimskreppan væri að- eins óþægilegur draumur eða mara undanfarinnar nætur. — Ég horfði í kring um mig á svöl- unum. Hér var Hitler, Ribben- trop, Göbbels og Himmler, — hinn voldugi „leiðtogi“ þýzku þjóðarinnar ásamt þrem nán- ustu samstarfsmönnum sínum. Þessir menn áttu að ákveða það, hvort styrjöld ætti að skella yfir heiminn innan fárra daga eða ekki. Og samt sem áður nutu þeir þessarar útsýnar á- hyggjulausir, eins og skólapilt- ar í jólaleyfi. — En hvað það hlyti að vera stórkostlegt að horfa á óveður af þessum tindi, sagði ég. — Já, það er einmitt það, sem ég hlakka til að sjá, svar- aði Hitler, — það er að horfa á óveður á milli þessara fjalla, það væri ekki hægt að hugsa sér stórkostlegri sjón. En ég hefði ekki verið Eng- lendingur, ef ég hefði ekki get- að sagt: — Hvað kostar allt þetta — og hvað margir, menn hafa unnið að byggingunni? Hve mörg þúsund tonn af grjóti hefir orðið að sprengja, til þess að búa til lyftugöngin og jafna grunninn undir húsinu? Ég fékk ekki svar við þessum spurningum. Mér var sagt, að ekki væri hægt að mæla þetta í peningum eða starfi. Þetta væri gjöf frá þjóðinni til „foringj- ans“, sem dæmi um dugnað, gáf- ur og smekk Þjóðverja. Slíkt verk væri ómögulegt að fram- kvæma í öðrum löndum, þar sem horfa þyrfti í skildinginn. Hagnýtið berin til neyzln i landinu eöa útflntnings. Áskoruu frá Bánaðarfél. fslands. B ÚNAÐARFÉLAG ÍS- LANDS hefir sent frá sér eftirfarandi áskorun: Landbúnaðarráðherra hefir rætt um það við Búnaðarfélag íslands, hvort ekki mætti með einhverju móti auka áhuga al- mennings fyrir því að hagnýta sér bláber og krækiber, sem gnægð er af í flestum árum hér á landi, en í sumar mun þó vera eitt hið bezta berjaár. Búnaðarfélagið veit, að mikil verðmæti fara árlega forgörðum vegna þess, hve lítið er hirt af berjum, og mætti óefað nota þau til stórra muna meira en gert er. Ber eru talin ágætis fæða. Telja ýmsir þekktir lækn- ar, að það sé einhver hollasta og bezta fæðutegund, sem kostur er á. Geta þau áreiðanlega kom- ið í stað ýmissa þeirra ávaxta, er margir telja nauðsynlegt, að fluttir séu til landsins. í sumum löndum eru ber út- flutningsvara, og kann vel að vera, að við getum síðar meir flutt þau á erlendan markað. Mest nauðsyn er þó að gera berin að almennari neyzluvöru innanlands en þau enn eru. í góðum berjaárum, eins og nú, Enska lingið nnd- ir |að bðið að (ijrtja frá London í stríði. N ÝKOMIN erlend blöð skýra frá því, að Chamberlain hafi tilkynnt enska þinginu, áður en því var frestað til haustsins, að stjórnin hefði gert allar ráðstafanir til þess, að þingið gæti komið saman utan við London á ófriðar- tímum. Ef til slíks kæmi, þá myndi það vera í fyrsta skipti í sögunni, sem enska þingið neyddist til þess að flytja sig burt úr höfuð- borginni. ! ætti hvert heimili í landinu að eiga á haustnóttum forða af berjum, eða vörur gerðar úr berjum, sem nægði til ársins. Mundi það spara innkaup, en jafnframt gera fæðið betra og hollara. Búnaðarfélagið vill þess vegna í samráði við landbúnaðarráð- herra beina eftirfarandi til al- mennings: 1. Félagið skorar á alla lands- menn að safna svo miklu af berjum, sem unnt er nú í sum- ar. Vinnukraftur er að vísu mjög af skornum skammti til þess í sveitum, en þó geta börnin á- orkað ótrúlega miklu í þeim efnum. Fólk í kaupstöðum og kauptúnum ætti að leggja hið mesta kapp á að afla berja, eft- ir því sem ástæður leyfa. Einn- ig væri þess vert fyrir forráða- menn þeirra bæjarfélaga, þar sem um atvinnuleysi er að ræða, að athuga, hvort ekki mætti nota þann vinnukraft til þess- ara hluta. Einkpm þyrfti að skipuleggja það, að börn og ung- lingar úr Reykjavík og öðrum stærri bæjum gætu á ódýran hátt komizt 1 berjamó til berja- tínslu. 2. Félagið beinir því til land- eigenda, sem ekki hafa tök á að nota berjalönd sín sjálfir, að leyfa öðrum að nytja þau, gegn mjög vægu gjaldi, eða helzt engu. 3. Því er beint til kaupmanna og kaupfélaga að taka ber til sölu og greiða sem bezt fyrir heppilegum og góðum viðskipt- um milli þeirra, sem vilja selja ber, og neytendanna. 4. Þá er því beint til verk- smiðja og annarra, sem búa til sultur, saft og aðrar svipaðar vörur að nota ber til þess eftir því sem ástæður leyfa. Skiptafundur verður haldinn í dánarbúi Sigurðar Jónssonar og verzl- unarinnar Hamborg, Lauga- veg 45, þriðjud. 22 þ.m. í Bæjarþingstofunni kl. 10 f. h. og verða þá teknar end- anlegar akvarðanir um sölu áverzluninni Hamborg, vöru birgðum og fleira. 19. ág, 1839. Skiptaráðandinn i Reykjavík. Maðurinn sem Kostar 2 krónur. — Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- höfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin D. Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Fæst í AfgreiSslu Alþýðuhlaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.