Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 2
Harbig setur heims- met á 400 metrum, 46,0 sek. Þýzki hlauparinn Rudolf Harbig, sem nýskeð setti heimsmet í 800 m., setti laugardaginn 12. þ. m. nýtt heimsmet í 400 m. hlaupi í Franlifurt am Main. Hljóp hapn á 46,0 sek. Fyrra metið átti Williams U. S. A. á 46,1 sek. Lanzi var nr. 2 á 47,2 sek. Hann hljóp af stað með gasalegri ferð og var, þegar hlaupið var hálfnað 5 metrum á undan Þjáóðverjanum. Alþóðamót í Stokkhólmi. Á alþjóðamóti, sem haldið var í Stokkhólmi, náðust margir af- bragðs árangrar: 3000 m.: Kalarne Jonsson, Sví- þjóð 8:16,2 mín. Pekuri, Einnland 8:17,2 mín. L. Nilsson, Sv. 8:20,0 mín. 3000 m. hindranahlaup: Isohollo, Fl. 9:10,6 mín. L. Larsson, Sv. 9:18,3. Hástökk: Ödmark, Sv. 1,96 m. Spjótkast: L. Atterwall, Sv. 72,36 m. Mikkola, Fl. 70,37 m. 880 yards: Mostert, Belgía 1:53,5. mín. B. Andersson, Sv. 1:54.4 mín. 4 enskar mílur: Salminen, Fl. 19:14,8 mín T. Tillman, Sv. 19:16,0 mín. Knattspyrnukeppni fyrirtækja. í dag hefst á íþróttavellinum knattspyrnukeppni, sem þrjú fyrir- tæki hér í bæ hafa komið upp sín á milli. Eru þau þessi: Egill Vil- hjálmsson, Strætisvagnar Reykja- víkur og Vélsmiðjan Héðinn. Er keppt um fagran útskorinn knött, sem nokkrir áhugamenn innan fyr- irtækjanna hafa gefið. Þarf að vinna hann þrisvar í röð eða alls fimm sinnum til eignar. Fyrirkomu lag keppnanna verður þannig, að leiknar verða tvær umferðir í hverri keppni, en ein keppni verð- ur á ári um gripinn. IÞROTTIR í næstu viku sýna íslenzk- ir ípróttamenn getu sína. --------------♦ — Meistaramótið hefst á sunnudag. Hið þrettánda meistaramót ís- lands í frjálsum íþróttum fer fram í næstu viku. Jafnvel þótt mikið sé rætt og ritað um deyfð þá, sem ríkir yfir frjálsum íþróttum, má búast við ágætum áröngrum í fjölda greina. Sérstaklega eru úr- slit ekki eins viss í flestum gréin- unum og áður, meiri keppni og jafnari árangur. Dagskrá mótsins verður þessi: Sunnudaginn 27. ág. Um daginn kl. 2: 100 m. hlaup, kúluvarp, stangarstökk, 1500 m. hlaup. Um kvöldið kl. 8: 1000 m. boðhlaup, sleggjukast, 10 000 m. hlaup, Þriðjudaginn 29. ág.: 4X100 m. boðhlaup, kringlukast, 800 m. hlaup, langstökk, 110 m. grindahlaup. Miðvikudaginn 30. ág.: 200 m. hlaup, hástökk, spjótkast, 5000 m. hlaup. Fimmtudaginn 31. ág.: Þrístökk, 400 m. hlaup, 10 000 m. kappganga. Föstudaginn 1. sept.: Fimmtarþraut. Keppendur verða allir beztu í- þróttamenn Reykjavíkur og ná- grennis, allt frá 14 ára aldri til 39. í sambandi við mótið verður keppt í öldungaboðhlaupi og boð- hlaupi milli stjórna félaganna. Verða mikil hátíðahöld í sam- banai við fyrsta dag mótsins. í- þróttamennirnir eru nú að hrinda af sér silagangsorðinu og ætla nú að láta mótin ganga fljótt og vel j fyrir sig. íþróttaráð Reykjavíkur sér um mótið. Um greinar fyrsta dagsins. í 100 m. hlaupi hefír Sveinn Ingvarsson mesta sigurmöguleika. Þó getur Jóhann Bernhard orðið honum skæður, enda hefir honum farið mikið fram í sumar. í kúlu- varpinu verður afar hörð keppni milli þeirra Kristjáns Vattnes, Sig- urðar Finnssonar og Jens Magn- ússonar. Hafa þeir allir kastað yfir 13 m. á æfingum, svo að kúluvarp- ið er, þegar talin eru með afrek margra annarra, sem keppa í mót- inu, sú grein, sem okkar mönnum hefir farið mest fram í. í stangar- stökki er ómögulegt að segja um það, hver vinnur. Hallsteinn Hin- riksson og Sigurður Sigurðsson hafa unnið sína keppnina hvor í ár, en Þorsteinn Magnússon og Anton B. Björnsson hafa náð áröngrum, sem sýna, að þeir verða eldri mönnunum hættulegir. í 1500 m. hlaupi eru miklir möguleikar á því, að Sigurgeir Ár- sælsson setji met, en þó þarf hann að fá-gott veður til þess og brautin verður að vera góð. Ármann og KR. munu að þessu Finnland — Estland. Finnar byrjuðu árið í ár illa í knattspyrnunni. Þeir töpuðu með töluverðum markamun fyrir Svíum, og Dönum. En í keppni við ítali, sem eru mjög góðir knattspyrnu- menn, komu þeir öllum á óvart með ágætum leik, sem veitti ítöl- um erfitt að ná sigri. Sérstaka at- hygli vakti. markvörður Finna, Sarnola, sem er afbragðsgóður. Finnar hafa nú keppt við Est- lendinga bæði í A- og B-liði. A-lið Finna vann A-lið Esta með 4:2, en B-lið Finná B-lið Esta með 2:0. Heimsmet í hættu. Þjóðverjinn Blask hefir undan- farið oft náð áröngrum mjög nærri heimsmetinu í sleggjukasti. Metið er 59,00 m., en hann kastaði t. d. í Norrköbing nýlega 5 köst yfir 58 m., 58,65 lengst. 5 [íslenzkir íprótta- flokkar hafa farið ut- an í ár. Með Dr. Alexandrine fóru s.l. mánudagskvöld knattspyrnumenn úr 2. fl. KR. Ætla þeir að keppa í Færeyjum. Flokkurinn varð nr. 1 í 2. flokks mótinu, og er það að því leyti betra nesti en hinir flokk- arnir höfðu, að þeir urðu nr. 3 og 4 síðustu mótum, sem þeir tóku þátt í, áður en þeir sigldu. Þetta ár ætlar að verða merkisár í sögu íslenzkra íþróta að því leyti, að fimm íþróttaflokkar hafa farið ut- an. Eru það tveir flokkar fimleika- fólks, Ármann og KR., og þrír flokkar knattspyrnumanna, 1. fl. Fram, Vals og Víkings og 2. fl. KR. Þetta er spor í rétta átt! sinni eiga í harðri baráttu í 1000 m. boðhlaupinu, og getur sigurinn á báða vegi fallið. í sleggjukasti verða þeir Vil- hjálmur Guðmundson, Helgi Guð- mundsson og Garðar S. Gíslason fremstir, og má búast við góðum köstum, sérstaklega af Vilhjálmi. í 10 000 m. hlaupinu berjast þeir Indriði Jónsson og Magnús Guð- björnsson án efa harðri baráttu um sigurinn. Allt þetta sýnir, að von er á mik- illi keppni og góðum áröngrum, ef veður bregzt ekki. Þjóðverjar enn. Hér verða nefndir nokkrir af- bragðs árangrar, sem Þjóðverjar hafa nýlega náð í frjálsíþróttum: í Hagen náði Lampert 52,26 m. í kringlukasti. Er það bezti árang- ur, sem náðst hefir í ár í þessari grein. í Lahr hljóp Scheuring 100 m. á 10,3 sek. í Berlín náði Stöck bezta árangri Evrópu í ár í kúluvarpi með 16,48 m. Þjóðverjinn Schröder hefir ný- lega kastað kringlu 51,95 m. Þýzka íþróttasambandið hefir neitað að staðfesta heimsmet það, sem Oskar Lutz setti í sleggjukasti í vor. Er það gert með þeim for- sendum, að hann háfi hvorki fyrr né síðar kastað nálægt því. Á því Blask heimsmetið enn, 59.00 m. SSS5k ERLENDAR FRÉTTIR Frá Garmisch-Partenkirchen, Þjóðverjar hafa nú tekið að sér vetrarolympíuleikana 1940. Verða þeir haldnir á sama stað og 1936, í Garmisch-Partenkirchen. Er þegar hafinn mikill undirbúningur undir leikana, bæði við endur- bætur leikvanga og bætingu samgangna við staðinn. Meistaramót Belgíu. Belgar hafa nýlega haldið meist- aramót sitt í frjálsum íþróttum. Beztu árangrar urðu: 100 m.: Saelens 10,9 sek. 200 m.: Saelens 22,0 sek. 400 m.: Diamant 49,7 sek. 800 m.: Geeraert 1:56,6 mín. 1500 m.: Mostert 4:00,4 mín. Hástökk: Buxant 1,80 m. Langstökk: Binet 6,76 m. Kúluvarp: Vandevilde 12,90 m. Kringlukast: Masson 39,23 m. Spjótkast: Ninnen 53,70 m. Sally Bauer. Bráðlega ætlar Sally Bauer, sænska þolsundkonan fræga, að reyna sund yfir Ermarsund. Hefir hún fengið þrjú fyrirtæki, þ. á m. Idrottsbladet, til að kosta förina. Áður munu 22 hafa synt yfir sund- ið, en með f jórum þeirra voru ekki ábyggilegir menn, svo að aðeins 18 eru taldir hafa synt þáð réttilega. Mót í London. Bandaríksku íþróttamennirnir, sem eiga að keppa í Evrópu á næstunni eru nú komnir til Eng- lands. Kepptu þeir á White City í London, í fyrsta sinn. Sérstaka athylgi vakti það, að hinn frægi hlaupari, Rideout, var sleginn út í míluhlaupi. Var hann lokaður inni, ef svo má segja, því að fjórir hlauparar hlupu fyrir hann á endasprettinum. Sú aðferð er lög- leg, þótt hún sé mjög svínsleg. — Ameríkanarnir notuðu hana við Wooderson, þegar hann hljóp síð- ast í Ameríku, svo að Bretarnir voru hér að hefna landa síns. Pell vann hlaupið á 4:15,2 mín. Negrinn Watson vann langstökk á 7,48 m. Merch frá Luxemborg stökk 7,42 m. Watson vann einnig kúluvarp á 16,05 m. Svíinn Hákan Lidman sló negrann Bastiste út í 110 m. grindahlaupi á 14,6 sek. Útbreiðið Alþýðublaðið! Schmeling no. 6 Eftir sigur sinn á Adolf Heuser er Schmeling ko'minn í 6. sætið á listá Bandaríkjanna yfir beztu þungavigtar boxarana í heiminum. Listinn lítur þannig út: 1. Joe Louis, 2. Lou Nova, . 3. Bob Pastor, ' i,- 4. Tony Galento, 5. Tommy Farr, 6. Max Schmeling, ; 7. Roscoe Toles, 8. Maurice Strickland, 9. Jonny Paychek, 10. Red Burman. ! i CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnin á Bounty. 50. Karl ísfeld ísle»zkaði. unnusta Youngs. Alexander Smith hafði sínar grunsemdir við- víkjandi fegurð hinna innfæddu meyja á Tupuai, svo að hann hafði talið Balhadi á að fylgjast með. Annars var lítill .vandi að telja hinar innfæddu meyjar á að fylgjast með, því að þær höfðu mjög gaman af ferðalögum og ævintýrum. Löngu eftir að Tahiti var horfin sýnum, kom í ljós, að innanborðs voru ekki færri en 9 karlmenn frá Tahiti, 12 stúlkur og 8 drengir. Fólk þetta hafði allt falið sig í skipinu. í fyrstu var okkur vel tekið á Tupuai, vegna Tahitibúa þeirra, er með okkur voru og skýrðu frá því, að okkur lang- aði til þess að setjast að á eynni. Með ótrúlegum erfiðismunum drógum við skipið á land og byggðum þak yfir það til þess að verja þilfarið gegn sólskini. Því næst byggðum við kast- ala á landræmu, sem við fengum hjá einum höfðingjanum. Þá byggðum við sýki umhverfis kastalann, 20 feta djúpt og 40 feta breitt. Skipverjarnir kvörtuðu mjög vegna þessarar vinnu, en allir tóku þó þátt í henni að Christian meðtöldum, og það kom í ljós, að fyrirhyggja Christians hafði ekki verið að ófyrirsynju. Við höfðum sleppt geitunum okkar til þess að láta þær ná góðum haga. Þær fóru í garða hinna innfæddu og skemmdu þá. Þegar hinir innfæddu gátu ekki náð geit- unum og drepið þær sjálfir, komu þeir til okkar og báðu okkur að skjóta þær. Við neituðum því og útskýrðum fyrir þeim, að geiturnar yrðu hinn mesti búhnykkur í framtíðinni. Eyjarskeggjar ýfðust við okkur út af þessu og loks kom til fulkomins fjandskapar. Þeir lýstu því yfir, að þeir myndu ekki gefast upp, fyrr en þeir hefðu drepið okkur, eða rekið okkur burtu af eynni. Hvað eftir annað réðust þeir af mikilli grimmd á hinn litla kastala okkar, en við rákum þá burtu aftur með skothríð. Er tímar liðu var svo komið, að ekki var hægt að fara út úr kastalanum, nema í stórum hópum og vel vopnaðir. Smám saman varð lífið óbærilegt á þennan hátt. Jafnvel hinir harð- gerðustu urðu þreyttir á hinum stöðugu bardögum. Christian varð það brátt ljóst, að allir voru orðnir hjartanlega leiðir á þessum stað. í byrjun septembermánaðar safnaði hann okkur saman til atkvæðagreiðslu. Allir greiddu atkvæði með því, að við færum frá Tupuai. Sextán manns létu í ljós ósk um það, að vera settir í land á Tahiti. Hinir vildu halda áfram með Bounty til þess að reyna að finna einhvern annan friðsaman stað. Þegar við höfðum skýrt hinum innfæddu frá þessu, sam- þykktu þeir að sýna okkur engan fjandskap, meðan við sett- um fram skipið. Þegar liðin var vika og við höfðum unnið eins og orkan vannst til, komum við Bounty á flot, settum upp segl og fengum vistir um borð. Samt sem áður höfðum við nærri því misst skipið, áður en við lögðum af stað. Nótt- ina áður en við lögðum af stað, brast á stórviðri. Við misst- um varagaffalinn og mikið af varaseglum. Um sólaruppkomu kom austanbyr. Við léttum akkerum og sigldum út úr hinu þrönga sundi, hjartanlega glaðir yfir því að vera lausir við þennan stað, þar sem við höfðum orðið að þola svo margt. Ferðin gekk vel, og fimm dögum seinna lág- um við aftur við akkeri í Matavai-flóanum. Eftirfarandi menn höfðu ákveðið að vera áfram um borð: Fletcher Christian, settur liðsforingi, John Mills, aðstoðarskytta, Edward Young, liðsforingjaefni, William Brown, garðyrkjumaður, Isaac Martin, William McCoy, John Williams, Matthew Quintal og Alex- ander Smith, hásetar. Hinir áf skipshöfninni óskuðu eftir því að setjast að á Ta- hiti. Ég gladdist mjög yfir því, að þetta réðist og eins var um Stewart og Morrison. Hinn gamli vinur. minn, Hitihiti, var meðal þeirra, em fyrst heimsóttu okkur um borð. Þegar ég skýrði honum frá því, að ég ætlaði í land og vonaðist eftir því að fá að búa hjá honum, varð hann mjög glaður við. Hann kom út að skipi í báti, sem var svo stór, að hann gat borið allar föggur mínar í land, svo að ég bað Christian þegar leyfis að mega fara frá borði. Ég hitti hann, þar sem hann var að skipta vopnum á milli manna sinna. — Hamingjan góða, sagði hann og leit upp úr skjölum þeim, sem hann hafði fyrir framan sig. Takið með yður byssu og blý til þess að steypa kúlur úr. Við höfum svo lítið af púðri, að við getum aðeins látið lítið handa hverjum, Þér búið sennilega hjá Hitihiti? — Það hefi ég hugsað mér. — Þá fæ ég að sjá yður í kvöld. Ég vildi gjarnan fá að tala við yður og Stewart. Ég ætla að hitta yður klukkustund eftir sólsetur. Klefanautur minn og hin glaðlynda Tahitistúlka hans hjálp- uðu mér til þess að ná farangri mínum úr káetunni. Eftir að ég hafði horft í kringum mig í síðasta sinn og þrýst hönd Edwards Young, fór ég ofan í bát Hitihitis. Það var eins og að koma heim til sín að hitta Hina og mann hennar. Ég varð ákaflega glaður, þegar barnabörn Hitihitis komu hlaupandi út til þess að bjóða mig velkominn. Ég hafði búið svo lengi hjá þessu vingjarnlega fólki, að mér fannst ég tengdur þeim meir en vináttuböndum. Þegar ég hafði komið fyrir föggum mínum, hópaðist fjöl- skyldan í kringum mig. Allir vildu heyra frásagnir af ævin- týrum okkar. Ég skýrði nákvæmlega frá tilraunum okkar til þess að setjast að á Tupuai og lauk með því að segja, að í raun og veru hefði ég haft samúð með eyjarskeggjum. Þeir hefði ekki gert annað en að vísa burtu fólki, sem þeir álitu að myndi valda þeim tjóni. Hina hristi höfuðið og sagði: — Nei, þú hefir rangt fyrir þér. Ég hefi séð fáeina af þess- um mönnum. Þeir komu hingað fyrir fimm árum. Þeir tru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.