Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 1939 SGAMLA Bfðaa 5 Lepdardómnr lyklanua s]ð Afar spennandi amerísk leynilögreglumynd eftir skáldsögu Biggers. Aðal- hlutverkið leikur Gene Raymond. Aukamynd: Síðustu æfintýri hins heimsfræga villidýra- veiðimanns Frank Buch í frumskógum Indlands. i Sjómannablaðið fíkinynr kemur út í dag. Sölubörn mæti í Ingólfs- hvoli í dag og á morgun. I. O. O. T. ST. FRÓN nr. 227. Fundur annað kvöld kl. 8Va- Dagskrá: 1. Upp- taka nýrra félaga. 2. Nefnd- arskipanir. 3. Rætt um vetrar- starfi'ð. Félagar fjölmennið og mætið annað kvöld kl. 8Va stundvíslega. Kaupum tuskur og strigapoka. pr Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Siml 4166. „Gullfoss“ fer á föstudagskvöld 25. ágúst til Breiðafjarðar og Yestfjarða. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. KRON skipnlegg- nr berjaferðif. KRON hefir nú ákveðið að skipuleggja berjaferðir, enda sjálfsagt að hirða berin meðan tími vinnst til. Verða gerðar út ferðir að morgni með bílum og komið að kvöldi. Verður lagt af stað frá Hverfisgötu 52 kl. 9 að morgni. KRON sér um að útvega bíl- ana fyrir lægstu flutningsgjöld. Þeir, sem óska, geta borgað fargjöldin í berjum, og enn fremur býðst KRON til að kaupa berin. Fólk verður að muna eftir því að vera vel búið og hafa með sér nesti og ílát undir berin. Enn fremur skipuleggur KRON útilegur yfir lengri tíma við berjatínslu. Mun KRON þá útvega samastað á einhverjum sveitabæ, eða útvega tjöld. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu KRON. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9. r ' » i • ■ í ' Barnaheimilið Vorboðinn vill minna aðstandendur barn- anna að Brautarholti á Skeiðum á, að börnin koma til bæjarins annað kvöld ki. 7, og skulu þau sótt á Liknarstöðina í Templara- sundi. SAMNINGURINN 1 MOSKVA Frh. af 1. síðu. kostleg áhrif á stefnu og að- stöSu Japana, sem hafa verið aðilar að andkommúnistiska bandalaginu, og það vekur sér- staka athygli, að Japanir til- kynntu í gær, að það væri ekki endanlega slitnað upp úr samn- ingunum við Breta. Að svo stöddu verður ekki sagt með neinni vissu um, hvort Japanir verða fráhverfir póli- tískri samvinnu við möndul- veldin og reyna að hallast að Bretum, sínum fyrri banda- mönnum, en það er ekki talið útilokað, og það þótt Japanir yrði að lækka seglin í Kína. Athygli vekur og, að Tass- fréttastofan í Moskva boðaði í gær, að það væri ekki víst, hversu langan tíma tæki að ganga frá samningunum. En víst er, að Þjóðverjar búast við, að það taki mjög skamman tíma, jafnvel, að samningarnir verði undirritaðir í dag. DEILURNAR Á SIGLUFIRÐI Frh. af 1. síðu. Sagt er, að ,hin vonda sam- vizka Þormóðs og Sveins í verksmiðjumálinu láti þá hvorki í friði nótt né dag, og hafi þeir látið í ljós ótta við það, að þeir kynnu að verða fyrir einhverjum árásum. Á Siglufirði er hins vegar allt með kyrum kjörum og hræðsla þeirra Þormóðs og Sveins ekk- ert annað en hugarórar vondr- ar samvizku, sem hefir vaknað enn meira við þá almennu and- úð, sem þeirra eigin flokks- menn hafa sýnt þeim. Það vekur mikla undrun á Siglufirði og andúð, hvern- ig bankaráð Útvegsbank- ans, að undanteknum fulltrúa Alþýðuflokksins, hefir hagað sér í þessu verksmiðjumáli, og menn eiga bágt með að leggja trúnað á þá ótrúlegu sögu, að viðskiptamálaráðherrann hafi beitt sér fyrir því, að bankinn rauf loforð það, sem hann hafði gefið Siglufjarðarbæ. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins munu eiga erfitt með að gefa í næstu kosningum þær skýringar á framkomu sinni í þessu máli, sem Siglfirðingar geta sætt sig við. Athngasemd frá Svelni Benediktssyni. Sveinn Benediktsson hefir beðið blaðið að geta þess fyrir sig, út af róstunum á síldarball- inu á Siglufirði á laugardags- kvöldið, að það sé ekki rétt frá skýrt í Alþýðublaðinu, að marg- ir Sjálfstæðismenn hafi veitzt þar að sér. Þegar hann hafi verið bú- inn að vera í tvær klukkustund- ir á ballinu, hafi einn drukkinn maður ráðizt á sig fyrir marg- ítrekaða áeggjun Jóns Gíslason- ar kaupmanns, sem einn átti sök á því uppistandi, sem varð. Aage Schiöth lyfsali og marg- ir aðrir viðstaddir hefðu gert sitt ítrasta til þess að stilla til friðar og sefa Jón Gíslason og hinn drukkna mann. Ballið hafi farið fram á hótel- inu þar sem Sveinn búi, svo að enginn, hvorki lögregla né aðr- ir, hafi getað fylgt honum heim eins og sagt hafi verið í Alþýðu- blaðinu, enda engin ástæða til þess. Aths. Alþýðublaðsins: Blaðið sér ekki annað en að hér sé í aðalatriðum staðfest það, sem það sagði af þessu sögulega balli á Siglufirði. Súðln var á Drangsnesi kl. 4 í jgæi. Agnar Kofoed- Han- sen ráðinn í Món- ustn Iðgreglnnnar. Hann ð ai pjálfa hana og aga. SAMKVÆMT VIÐTALI, sem birtist í Tímanum í gapr, hefir ríkisstjórnin ráðið Agnar Kofoed-Hansen í þjónustu lög- reglunnar, og mun vera mein- ingin, að hann eigi að kenna aga innan lögreglunnar. Agnar Kofoed-Hansen fór ut- an í vor til að kynna sér þessi mál, og kemur hann heim í byrjun októbermánaðar til að taka við starfi sínu. Skýrir for- sætisráðherra enn fremur frá því, að ef til vill verði í fylgd með honum sænskur maður, sem mun eiga að skipuleggja starf lögreglunnar að nýju og undirbúa starf Agnars Kofoed- Hansen með honum. í viðtalinu gerir forsætisráð- herra enn fremur að umtalsefni þau agabrot, sem átt hafa sér stað innan lögreglunnar, og við- urkennir hann, að þær reglur, sem starfað hefir verið eftir, eftir að lögreglumönnum fjölg- aði, hafi verið úreltar. En hann telur, að síðustu mánuðina hafi agi farið vaxandi innan lögregl- unnar og reglusemi lögreglu- þjóna sé nú meiri en áður. Þá telur hann, að hinum brotlegu lögregluþjónum hafi verið refs- að fyrir agabrot sín eins og tíðk- ist í nágrannalöndunum, en getur þess einnig, að hér kunni að verða að taka upp strangari aga en algengt er annars staðar á Norðurlöndum. Fyrsti kappleiknr ls- lendinga í dag 1 Essen á Dýzkalandi. | ^ YRSTI kappleikur íslenzku knattspyrnumannanna úr Val og Víkingi, sem fóru til Þýzkalands, verður í Essen í dag. Knattspyrnumennirnir komu til Hamborgar í fyrradag. Líklegt er, að lýsingu á síðari hálfleik kappleiksins í dag verði endurvarpað hér ög ef svo verður, þá hefst endurvarp- ið kl. 5,50. ívar Guðmundsson blaðamaður mun lýsa kapp- leiknum. Fjðlnennasta aipjðða skáknótið hefst í dag í Buenes Aires. Jk SUNNUDAGINN var komu íslenzku skák- mennirnir, þeir Ásmundur Ás- geirsson, Baldur Möller, Jón Guðmundson, Guðmundur Arnlaugsson og Einar Þorvalds- son, til Buenos Aires, höfuð- borgar Argentínu, á alþjóða- skákþingið, sem þar hefst í dag. Taka þátt í þessu skákþingi beztu skákmenn 30 þjóða, og er þetta eitt fjölmennasta og merkilegasta skákþing, sem nokkurn tíma hefir verið hald- ið. Hafa öll stórblöðin og frétta- stofnanir fasta fréttaritara á þinginu, og munu fréttir frá því sendast um allan heim, Jafn- framt fylgjast allar þjóðirnar, sem fulltrúa eiga á þinginu, I DA6 Næturlæknir er í nótt Axel Biöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iöunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 17.50 Lýsing á knattspyrnukeppni milli íslendinga og Þjóð- verja; síðari hálfleikur. Endurvarpað frá Essen í Þýzkalandi. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Austræn tón- list- 20.30 Útvarpssagan. 21,00 Útvarpskórinn syngur. 21,25 Hijómpl.: Endurtekin lög. 21.50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. R. E. Kvaran landkynnir gekk undir uppskurð á Land- spíta’anum í gærmorgun og verð- ur því ekki til viðtals á Ferða- skrifstofu ríkisins fyrst um sinn. R. E. K. haföi fyrirhugað fyrir- lestraferð um helztu borgir Nor- egs í boði Ungmennasambands Noregs, en verður að fresta þeirri för um óákveðinn tíma. Hann getur ekki heldur sótt há- tíðahöld þau, sem efnt er til í Noregi fyrstu dagana í septem- ber í tilefni af 40 ára afmæli Þjóðleikhússins í Oslo, en til þeirra hátíðahalda hefir honum nýlega verið boðið, og til þess þá jafnframt að taka þátt í nor- rænni leikhússtefnu, sem fram fer sömu dagana og hátíðahöld þjóð- leikhússins. „Vfldngur“, blað Farmanna- og fiskimanna- sámbandsins, er nýkominn út, og er blaðiÖ allt hið vandaðasta og fjölbreytt að efni. Eru í blað- inu greinar um málefni, er varða sjómenn, svo sem: Síldveiði og síldarverksmiðjur, Sundkunnátta og sundkennsla, Fisksala innan- lands, Af sjó og landi, Mál sjó- manna, Farmanna- og fiskimanna sambandsþingið, Á frivaktinni og auk þess smágreinar og tilkynn- ingar, en á fyrstu síðu blaðsins er kvæði, „Komdu heiil!“ eftir Fr. Halldórsson. Ritstjór} „Vík- lngs“ er Bárður Jakobsson. •,*r- ■ '■ " Eimskip. Gullfoss er í Reykjavík, Goða- foss í Hamborg, Brúarfoss á Norðfirði, Dettifoss á Húsavík, Lagarfoss á Siglufirði og Selfoss er á leið til Rotterdam. W y f~* " Leiðrétting. SENDIHERRA DANA hér hefir beðið blaðið fyrir eft- irfarandi leiðréttingu: „Ég hefi nú símleiðis aflað mér vitneskju um, hvað hæft sé í tilvitnun, sem íslenzk blöð, m. a. Morgunblaðið, birtu 12. þ. mán. í viðtali blaðsins Social-Demokraten við Stau- ning forsætisráðherra 11. þ. m., þar sem sagt var, að Jónas Jóns- son ynni að „fullkomnu sjálf- stæði“. Eins og búast mátti við, bygg- ist orðið „sjálfstæði“ á óná- kvæmni blaðamannsins, og á að skiljast sem „skilnaður“. Þetta skilja menn líka vafalaust, ef þeir lesa ummælin í samhengi.“ með því, hvernig þeirra menn standa sig. Ásmundur Ásgeirsson mun senda Alþýðublaðinu fréttir frá skákþinginu, og þá sérstaklega frá skákum íslendinganna, og að öllum líkindum koma fyrstu fréttirnar á morgun. E.s. Lyra fer héðan fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 7 síðd. til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshávn. Flutningi veitt móttaka til hádegis á fimmtudag. Farseðlar sækist fyrir kl. 6 í kvöld. P. Smith & Go. 89 NÝJA BfÖ B Frjálslynd æska Hrífandi fögur og skemmti leg amerísk kvikmynd frá Columbia Film um glaða og frjálslynda æsku. Aðal- hlutverkin leika: Gary Grant, Katharine Hepburn, Doris Nolan, Lew Ayres. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Útbreiðið Alþýðublaðið! Smásðluverð eftirtöldum tegundum af cigarettum má eigi vera hærra en hér segir: Capstan Navy Cut Medium í 10 stk. pk kr. 1.00 pakkinn Players — — — -10 — 1.00 — — — —. — - 20 — 1.90 — Gold Flake .20 1.85 — May Blossom .20 — 1.70 — Elephant -10 — 0.75 — Commander .20 — 1.50 — Soussa .20 — 1.70 — Melachrino .20 — 1.70 — De Reszke turks .20 — 1.70 — — — Virginia .20 — 1.60 —- Teofani .20 — 1.70 — Westminster Turkish A.A. .20 — 1.70 — Derby -10 — 1.00 — Lucky Strihe .20 — 1.60 — Raleigh -20 — 1.60 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustáðar. Tóbakseinkasala riklsins. Tllkynnlog frð BjrggingarsaHvinnnfélagi Reykjavíknr. Eitt af húsum félagsins er til sölu í haust. Þeir félagsmenn, sem óska að kaupa hús petta gefi sig tram við formann félagsins Guðlaug Rósinkranz eða gjaldkera pess Elías Halldórsson í Útvegsbankanum fyrir 5, sept. Nýkomin sönglög 24 sönglög eftir Friðrik Bjarnason. Kosta 3 krónur. Fjögur sönglög eftir Einar Markan, við kvæði eftir Hannes Hafstein kr. 3.50. Sönglögin fást hjá bóksölum, í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur og Hljóðfærahúsinu . GÖBBELS HÆLIR STALIN Frh. af 1. síðu. trops til Moskva hinn mesta við- burð og segir, að hann muni ræða við ráðstjórnina hinn „póli- tíska skyldleika“ beggja þjóð- anna. Blaðið segir, að einu sinni hafi Þýzkaland og Rússland fylgt stefnu, sem byggðist á gagnkvæmum skilningi, og vin- átta þeirra hefði staðið svo lengi báðum þjóðunum til gagns og ánægju, að hún hefði verið orð- in hefðbundin. Annað þýzkt blað ræðir um hæfileika Rússa til þess að skilja kröfur yfirstand- andi tíma. Frönsk og brezk blöð ræða ekki mikið hinn fyrirhugaða sátt- mála í dag, en franska blaðið „L‘Oeuvre“ getur stuttiega um hann og spyr: „Skyldi nú Sovét-Rússland ger- ast aðili að andkommúnistis.ka sáttmáianum?“ Póiskir stjórnmálamenn í Lon- don og Varsjá se:gja, að þessi tíðindi muni ekki á nokkum hátt breyta stefnu Pólverja, enda hefðu þeir aldrei vænzt neinnar aðstoðar frá Rússum. Leyndardómur lyklanna sjö heitir sakamálamynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún gerð eftir samnefndri sakamála- sögu eftir Earl Derr Biggers. — Aðalhlutverkin leika Gene Ray- mond og Margaret Callohan. Jarðarför Björns Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra og al- þingismanns, fór fram kl. 1 í dag að viðstöddu miklu fjöi- menni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.