Alþýðublaðið - 24.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.08.1939, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐI& Dönsku blaðamennlrnir f ara héðan heimleiðis i kvðld. mun hjéða fleiri erlendum bingað á næstu árum. Kvenmaðurinn hér á myndinni vakti nýlega mikla athygli á giiíu í London, þar sem hún var á gangi með leoparða í bandi. En flestir kusu að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þessum óvenjulega förunaut hennar. 4 Englendingar leita hér n og arnarhreiðrnm Þeir sáu alls 30 uppkomna erni og 9 hreiður, sem orpið var í í sumar. FIMMTUDAGUR 24. ágúst 1939. ♦—------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AF®REI»SLA: ALPÝÐUHÚSIN U (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 49@@: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4992: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). !4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝBUPRENTSMIÐJAN ♦ -----—-------------------* Lofsðngur um svikin. 1 rmmmmmm EF k-ommúnistar úti um heim og hér h-eima hjá okkur hef'ðu n-okkurn snefil af sómatii- finningu, þá væru þeir sannar- lega brjóstumkennanlegir í dag, þegar átrúnaðargoð þeirra -og yf- jrboðari austur í Moskva, Stalin, er með vináttusamningi sínum við Hitler að svíkja öll þau fögru I-oforð, sem þeir hafa lifað á síð- ustu árin, um að verja friðinn og frelsið fyrir fasismanum. En hjá leiguþýjum Moskva- stjórnarinnar er bersýnilega engri sómatilfinningu lengur fyrir að fara. Þjóðviljinn lýsir því yfir í gær í sa-mbandi við samning Hitlers og Stalins, og ber fyrir því franskan kommúnistaforingja, að „hver sannur friðarvin-ur gleðjist við tilkynninguna um, að Sovét-Rússland og Þýzkalan-d liafi í hyggju að gera með sér ekkiárásarsáttmála“! Rýtings- stunga Stalins í bak lýðræðisríkj- anna, sem eru að berjast fyrir því að stöðva yfirgang þýzka nazismans og varðv-eita friðinn, er túlkuð fyrir lese-n-dum k-omm- únistablaðsins sem stórkostlegt af œk í þágu friðarins! Öðru vísi mér áður brá. Fyrir Öf'fáum mánuðum g-erði smáríkið Dánmörk hlutleysissamning við Þýzkaland. Þá ætlaði Þjóðviljinn af göflunum að ganga, sagði að hún hefði svikið lýðræðisrxkin og malstað friðarins, gengið Hitler á hönd og væri vel á veg komin dte'ð að flækja ísland með sér ihn í „andbrezka afstöðu“! En nú, þegar Sovét-Rússlan-d, eitt sttérsta herveldi heimsins, gerir hiutleysissamning við Þýzkaland og rýfur þar með fylkingu þeirra stÓrvelda, s-ern vænta mátti að stæði sameinuð gegn yfirgangi -og -ofbeldi nazismans, þá kallar Þjóðviljinn það „gleðiefni öllum, þeim, sem óska friðar og frelsis þjó'ðunum til handa“! Hvað eiga menn yfirleitt að hugsa um sv-o vitfirrtan málflutn- ing? öllum mönnum með heil- brigða skynsemi er það fullk-om- lega Ijóst, að hin litla og varnar- lausa Danmörk getur engin á-hrif Iiaft á það, hvort Evrópustríð hrýzt út eða ekki, ehda hefir hún aldrei ætlað sér þá dul, aö verja aðrar þjóðir gegn yfirgangi nazismans- Hlutleysissamningur hennar við Þýzkaland hafði því og hefir alls enga þýðingu aðra en þá, að fá hlutleysi sitt opin- herlega víðurkennt af hættuleg- um nágranna, sem engin von er til, að hún geti varizt stundinni lengur, ef á hana er ráðizt. Allt öðru máli er að gegna um hlutleysissamning Sovét-Rúss- lands við Þýzkaland. Það hefir milljónaher á að skipa og hefir hundrað sinnum lýst því hátíð- l-ega yfir, að það skuli á stund hættunnar standa í fylk- ingarhrjósti til varnar friðnum, T\Í3NSKU blaðamennirnir fara heimleiðis í dag með Lyru. Þeir hafa nú dval- ið 10 daga hér á landi og kynnzt landinu og þjóðinni eins vel og frekast er unnt á jafn skömmum tíma fyrir er- lenda gesti. Það er áreiðan- legt, að Blaðamannafélagi ís- lands hefir tekizt mjög vel að skipuleggja þessa heimsókn, enda hafa allir gestirnir lát- ið í ljós undrun sína yfir því, hve vel öllu hefir verið fyrir- komið. í upphafi voru settar fastar reglur fyrir dvöl gest- anna hér, og þeim reglum hefir verið fylgt í hvívetna. Þessi heimsókn er á- reiðanlga ákaflega þýðing- armikil fyrir land okkar og þjóð. Ég hefi haft tækifæri til að kynnast öllum gestunum, og ég verð að segja það, að ef öll danska þjóðin ber jafn hlýjan hug til íslands og þessir gestir, þá þurfum við ís- lendingar ekkert að óttast úr þeirri átt. Ég er sannfærður um, að það voru ekki nein tilbúin kurteisisorð sem Gunnar Niel- sen, stjórnmálaritstjóri Politi- ken, sagði á mánudaginn, að framvegis hefði ísland ekki einn sendiherra í Danmörku heldur 10. Blaðamannafélagi íslands gékk ekki það til með heimboði þessara manna, að þeir skrifuðu langar ferðasögur í blöð sín, heldur var tilgangurinn sá, að ísland eignaðist fulltrúa við öll helztu blöðin og fréttastofurnar, menn sem þekktu ísland og ís- lenzku þjóðina. Það er miklu frelsinu og v-erkalýðshreyfingunni g-egn yfirgangi fasismans. Ogþað var augljóst, að friðurinn var fyrst og frernst undir því kominn, að Sovét-Rússland skærist ekki úr leik, heldur léti Þýzkaland vita það, að því væri að mæta ásamt Englandi og Frakklandi, ef friöurinn væri rofinn. En hvað skéður? Á stund hættunnar gerir S-ovét-Rússland hlutl-eysissamning við Þýzkaland og lætur Hitler vita, að ha-nn hafi ekkert af því að óttast, þótt hann innlimi Dan- zig og st-eypi allri álfunni utan Rússlands út í blóðbað og hörni- ungár nýrrar stórveldastyrjaldar! Pegar kommúnistar úti um h-eim fagna svo smánarlegum svikum s-ovétstjómarinnar sem „gleðiefni“ og tala gleiðgosalega um það, að Spvét-Rússland hafi með hlutleysissamningnum við Hitler „hrakið til baka allar á- rásir fasistaríkjanna", eins og Þjóðviljinn hefir eftir hinum franska kommúnistaforingja í gær, j)á veit maður sannarlega ekki hvað maður á að undrast meira: virðingarleysi þeirra fyrir sjálfum sér, eða fyrirlitningu þeirra fyrir lesendunum, sem þeir bjóöa upp á sv-o aumkunarvert yfirklór yfir knéfall Moskva- kommúnismans fyrir þýzka naz- ismanum. Öllu ömiurlegri endalok gátu útibúin frá Moskva ekki fengið en þessi: að vera nú eftir allt, sem þau áður hafa verið látin segja, brúkuð til þess að lof- syngja svikin og vináttusamning Stalins við Hitler, hinn blóðuga böðul verkalýðshreyfingarinnar á Þýzkalandi. þýðingarmeira en langar ferða- sögur, því að við þekkjum það íslendingar, að oft hafa rangar frásagnir um landið og þjóðina birzt í blöðunum og ástæðan hefir verið sú, að blöðin hafa keypt framboðnar greinar, án þess að nokkur maður við blað- ið hefði góða þekkingu á því, ivort greinarnar væru sannar og réttar í því, sem mestu máli skipti. Það er líka áreiðanlegt, að í þessum 9 fulltrúum dönsku blaðamannastéttarinnar hafa ís- lendingar eignazt sanna vini, menn sem hafa áhuga á mál- efnum íslands og verða vak- andi yfir öllu því, sem dönsk blöð segja um land vort í fram- tíðinni. Islenzkir blaðamenn hafa lítið samstarf haft með sér. í hita hinnar pólitísku baráttu hefir verið erfitt að koma slíku sam- starfi á, og þó getur einmitt gott samstarf blaðamanna haft geysi- lega þýðingu fyi-ir alla þjóðina. Það eru fjölda mörg mál, sem blaðamenmi'nir geta unnið sam- an að, þó að þeir vinni við blöð, sem berjast fyrir ólíkum póli- tískum skoðunum. Með góðu samstarfi um önnur mál, mál sem ekki þurfa að skipta mönn- um í flokka, geta blaðamennirn- ir unnið stórvirki. Fyrsti árang- urinn af samstarfi Blaðamanna- félagsins er heimsókn hinna dönsku blaðamanna, og má segja, að hann sé þeg- ar orðinn góður. Það er ætlan Blaðamannafélagsins að halda áfram þessum. heim- boðum á næstu árum. Fyrst verður boðið heim Svíum, Norð- mönnum og Finnum, og síðar Englendingum. Þetta mun þó varla verða gert á hverju ári, því að það myndi verða í of mik- ið ráðizt fyrir Blaðamannafélag- ið, en félagið mun ræða nánar um þessar fyrirætlanir og hrinda þeim í framkvæmd á heppilegan hátt. Blaðamannafélagið þurfti að leita til margra manna og stofn- ana um aðstoð við þessar mót- tökur, og það verður að segja, - að allir hafa verið boðnir og búnir til þess að hjálpa til að gera þessar móttökur sem veg- legastar, ríkisstjórnin, bæjar- stjói'nir Reykjavíkur, Akureyr- ar og Siglufjarðar, stjórn Síld- ai’verksmiðja ríkisins, SÍF og SÍS, h.f. Brennisteins, Verzl- unarráðs íslands, Sameinaða gufuskipafélagið, Steindór Ein- arsson að ógleymdum öllum þeim mörgu gistihúsum og greiðasölustöðum, sem blaða- mennirnir heimsóttu. Hjá þeim síðast töldu var bókstaflega allt gert til þess að taka vel á móti hinum erlendu gestum. Því bezta sem til var, var alls staðar tjaldað og í stórum dráttum má segja, að móttökurnar á hverj- um stað, hefðu varla getað verið betri, og var þó oft erfitt að gera okkur íslenzku blaðamönn- unum til hæfis, en við gerðum auðvitað alls staðar kröfurnar fyrir hönd gesta okkar. Blaðamannafélagið þakkar öllum hinum mörgu, sem hafa stutt að því, að þessi heimsókn gæti tekizt vel. FJÓRIR. enskir hásk-ólamenn, Mr. Rob-ert Langley B. A., Mr. Cedric Mallabey, Mr. Peter Maclaren og Mr. Lawrence Arn- old, sem dvö-ldust hér í tv-o mán- luði í sumar á Vestur- og Norð- vesturlandi og athuguðu erni mjög gaumgæfil-ega, hafa sent ríkisútvarpinu eftirfarandi frá- sögn: Örninn er fugl, sem hver mað- ur á íslandi veit deili á, jafnvel þótt hann hafi aldrei séð hann, Að svaninum einum undanskikl- um er örninn stærstur íslenzkra fugla og á fyllilega skilið at- hygli og vernd sérhvers Islend- ings, því að það eitt að sjá hann á flugi í þessu fagra landi, er hverjum manni ógleymanleg sjón. Vér komum til íslands nú í sumar í þeirri v-on að geta ljós- rnyndað érni í hreiðri þeirra og í þeirri v-on að fá vitneskju um það, hve mörg arnarhjón væru í landinu. V-orum vér sv-o lánsamir að geta ljósmyndað kvenfuglinn, — en hann einn stundar hreiður arnarins. Þetta tókst, þegar hann var að færa ungum sínum fæðu og mata þá. Myndirnar v-oru teknar frá litlu byrgi, er var hlaðið úr grjóti og þakið viðar- greinum og stóð á kletti í nánd við hreiðrið. Síðan fórum vér með sjó frarn um allan vestur- kjálkann, Breiðafjörð og Suð- vesturland, spurðumst fyrir á bæjunum og leituðum að fuglum og hreiðrum. Árangurinn var sá, að vér sáum sjálfir 30 uppkomna erni og fundum 9 hreiður, er torpið var í á þessu sumri -og 12 ungar flugu frá. Samt seiu áður er vissa fyrir því, að oss hefir sézt yfir einhver hreiður í þeim landshlutum, er vér könnuðum. Að því er vér bezt vitum, sjást ernir nú aðeins á v-esturströncl landsins, og þess vegna er ser- hver vitneskja urn erni eða arnar- hreiður í öðram landshlutum nxjög kærkomin, til þess að yfir- En það þakkar ekki síður hin- um dönsku blaðamönnum, sem heimsóttu okkur. Dagarnir með þeim hafa verið ógleymanlegir. VSV. lit urn grni á Islandi v-erði full- komið, og hefir fréttastofa út- varpsins lofað að koma slíkum gögnunx til réttra hiutaðeigenda. Örninn var fyrrunx algengur á Islandi, i Noregi -og á Br-et- landseyjum. I Sh-etlandseyjum hvarf síðasti fuglinn fyrir 30 ár- um, og bæði í N-oregi og á Is- landi hafði v-erið gengið svo rnjög a stofninn með skötum og eitri, að fuglinn var orðinn rnjög fágætur. Síðan hefir örniim verið friðaður með lögum frá alþingi: eitrun er bönnuð, fuglinn rná ekki skjóta og ekki taka egg hans. Enda þótt örninn verpi næst- um ávallt tveimur eggjum, er annað eggið m-un yngra og klekst síðar út. Þess vegna er annar unginn stærri og afétur þann minni, ræðst stun-dum á hann og verður honum oft að bana. Þann tíma, er vér athuguðum ernina frá byrgi v-oru, urðum vér þess aldrei varir, að móðirin gerði tilraun til þ-ess að m-ata yngri ungann eða vernda hann gegn árásum þess eldri. örninn verpir sennilega ekki fyrr en 'hann er fimm ára gamall. Hefir hann þá fengið drifhvítt stél, en fram að þeim tíma er það brúnt. Ungínn er lengi 1 hreiðrinu og yfirgefur það ekki að fullu fyrr én í byrjun ágústmánaðar. Vér gerðum skrá yfir aliar þær matarleifar, er lágu við þau hr-eiður, er konxizt varð að. Hr-ognkelsi voru þar yfirgnæf- andi, -og lá mikið af þurrum hveljum umhverfis hreiðrin. Sil- ungur var þar og fleiri smáfiskar, lundi, lómur, t-oppönd, rjúpa, æðarfugl og aðrir fuglar voru þar einnig. Andúö bænda gegn þessum stóra fú-gli kenxur af ótta við það, að hann hremmi ung- lomb og geri usla í æðarvarpi að y-orinu, en vér fundum leifar aí aðeins einu lambi við öli þau hreiður, er vér sáum, og hugsazt getur, að örninn hafi t-ekið það Uautt í haganum. Refir og hrafn- ar eru sennilega sekari um lambadráp en ernir. Og þó að örninn kunni að valda lítils hátt- ar tjóni endrum og sinnum, þá komast menn ef til vill að raun úm, að það miixni vega lítið á móti því aukna gildi, s-em tilver.i þessa fágæta fugls gefur landinu. Þ-ess v-egna v-onumst vér ti.1 þess, að íslenzka þjóðin gæti þess að vernda þennan dásamlega fugl, sem nú er oröinn sv-o fágætur, að þjóðin má vera stolt af að eiga hann í landi sínu. AÖ lokurn er -oss ljúft að þakka öllurn þeirn bændum, sem veriö hafa oss hjálplegir í þessari f-erð. Leiðbeiningar þ-eirra urðu oss til mikillar hjálpar, og hvar s-em vér fórum var oss tekið vingjarnlega og með mikilli gestrisni, enda h-efir ferðalag v-ort rneðal þessa elskulega og ágæta fólks orðið oss til mikillar áneegju. FÚ. Útbreiðið Alþýðublaðið! Minar vinsæln hraðferðir Steindórs til Akureyrar um Akranes eru Frá Reykjavik: Alla mánudaga raiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla raánudaga, firatudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif- reiðastðð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjélelðina. Nýjar upphifaðar bifreiðar með útvarpi. AMar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.