Alþýðublaðið - 25.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1939, Blaðsíða 1
RÍTSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANÐI: ALÞYÐUFLOKKURINN |XX. ÁR&ANGUR FÖSTUDAGUH 25. ÁGCST 1939 194. TÖLUBLAÐ emlmgiimiiiii kastað á ímmúl Hitlers 09 ýzku herf orlag]anEia i Berlfn í nótt ? --------------» í Berlfn er búlzt vlð pvf, að pýzki berinn farl Inn ytlr landamæri Póllands fyrripartinn í dag. Pýzka stjórnin prátt fyrir allt hikaiidi vegna hinnar ákveðnn af stöðu Englands? Frá fréítariíara Alþýðublaðsins, KHÖFN í morgun. HITLER kom frá Berchtesgaden til Berlín í gærkveldi um sama leyti og Ribbentrop kom þangað frá Moskva, og voru nazistaforingjarnir þegar í stað kallaðir á ráðstefnu ásamt öllum helztu foringjum þýzka hersins. Þessi fundur stóð langt fram á nótt, en það er allra álit, að á honum muni úrslitin hafa fallið um það, hvort Stríð eða friður Verður í Evrópu. Frá Berlín berast þær fréttir, að þar sé búizt við því, að þýzki herinn fari yfir landamæri Póllands fyrripartinn í dag. Og úti um alla Evrópu hafa menn sterkan grun um það, að það sé þegar umsamið mál milli þýzku nazista- stjórnarinnar og rússnesku sovétstjórnarinnar að skipta PóJIandi upp í fjórða sinn í sögu þess. Síðasta vonin, sem menn gera sér um það, að varðveita friðinn, byggist á því, að England skuli þrátt fyrir samn- inginn í Moskva hafa lýst því yfir, að það stæði fast við öll loforð sín við Pólland, og það er talið, að sú yfirlýsing hafi vakið mikil vonbrigði í Berlín, þar sem menn hefðu vænzt þess, að samningurinn myndi verða til þess að beygja bæði England og Frakkland og þá auðvitað einnig Pólland. Ðanzig umkringd afjþýzk-' um og pólskum hermðnnum Senatið hefir rofið stjórnarskrá borgar- innjár og gert Forster að einræðlsherra. Stjórnarskrá Danzig hefir nú raunverulega verið rofin af sjálfu senati borgarinnar með.því, að Forster, leiðtogi nazista í borginni, hefir ver- ið gerður að eins konar lands- stjóra Hitlers þar og fengið alræðisvald í hendur. Það er sama hlutverkið, sem honum er ællað að leika í Danzig, eins og Seyss-Inquart í Aust- urríki. Þessi viðburður hefir aukið viðsjáruar enn um allan helm- ing. Pólverjar hafa stöðvað all- ar járnbrautarferðir til borgar- innar og lýst því yfir, að þeir muni ekki undir neinum kring- umstæ. m láta það viðgangast, að. Danzig verði innlimuð í Þýzkaland og réttindi Pólverja í borginni afnumin. Bœði Þjóðverjar og Pólverjar hafa þegar safnað ógrynni Hðs við landamæri fríríkisins, Þjóð- verjar að austan, í Austur- Prússiandi, en Pólverjar að sunnan og vestan, í póiska hlið- inu. Segja Þjóðverjar, að Pól- verjar hafi fimm herfylki tilbú- in að ráðast inn í borgina, en Pólverjar, að Þjóðverjar hafi 11 herfylki rétt innan við landa. inæri Austur-Prússlands og ALBERT FORSTER, Seyss-Inquart Danzigborgar. auk þess níu herfylki víðs vegar við landamæri pólska hliðsins og landamæri Slóvakíu og Pól- lands. Polverjar teknlr fastlr I Kort af Danzig og umhverfi hennar, pólska hliðinu og Aust- ur-Prússlandi. Fríríkið nær yfir það svæði, sem er svartlitað á myndinni. Hvidbjðrnen skpi- lega kaiiaðnr heim. Skipið íórTTéðan kl. 12 á miðnætti. T"|ANSKA EFTIRLITSSKIPÍÐ •¦-^ „Hvidbjörnen" var skyndi- Iega kvatt henn til Danmerkur í gaarkveldi, og fór það héðan beina leið til Kaupmannahafnar kl. 12 í nótt. Laust fyrir kl. 9 fékk skip- stjórínn á „Hvidbjörnen" skeyti frá Kaupmannaböfn, par sem honum var tilkynnt, að vegna hins alvarlega ástands í beimin- um, skyldi hann sigla til Kaup- mannahafnar þegar í stað- Kom þessi tilkynning öllum mjög á óvart, og voru margir skipverja í lanoa. í Gamla Bió Frh. á á. stöu. LONDOK í morgun. FU. Pólsk blöð birta í gser stór- letraðar fregnir um óhæfilega framkomu Þjóðverja í garð Pól- verja í Danzig. Margir pólskir járnbrautarstarfsmenn hafa verið handteknir þar, og nazist- ar eru farnir að gegna störfum tollvarða á tollaeftirlitsstöðvum Pólverja. Auk þessa hafa marg- ir pólskir járnbrautastarfs- menn verið reknir frá störfum. Þýzka beitiskipið „Schleswig" er væntanlegt til Danzig í dag, en þetta þarf ekki að hafa neina hernaðarlega þýðingu, því að koma þess hafði verið boðuð áð- ur. I Varsjá er tilkynnt, að pólska stjórnin muni taka afstöðu til útnefningar Forsters sem æðsta manns Danzigborgar, þegar ljóst sé orðið, hver tilgangurinn er. Stjórnin endurtekur, að hún muni ekki fallast á sameiningu Þýzkalands og Danzigríkis né sleppa tilkalli til réttinda sinna þar. Látlaus striðsnndlrbdn- 1110111' á Snglandi oo Frakklandi; I Frakklandi hafa nýir árgang- ar verið kvaddir til vopna og herforingjar fengið skipunarbréf -sín. Mikið af flutningatækjum ''hefir verið teldð í þarfir hersins. Ráðstafanir hafa verið gerðar til pess, að allir íbúar Parísarborgar, sem heimangengt eiga, hverfi þaðan. í Englandi hafa barnakennarar veríð kallaðir heim úr sumar- leylum. Eiga þeir að fylgja sfeóla- börnum, ef fyrirsltipaður verður bixittflutningur þeirra af hættu- svæðum borganna. Listasöfwum LUndúnaborgar heíir verið lokað og listaverkin flutt í Örugga geymslu. Frh. á 'A. sföu. Roosevelt reynir á síðusto stundu að stilla tii friðar. ... ¦ » . •-.- Símskeyti til Hitlers, Moscicki Pól- iandsforseta og Victors Emanuels. R LONDON í morgun. FÚ. OOSEVELT Bandaríkjafor- seti hefir símað Hitler rík- isleiðtoga Þýzkalands og Mos- cicki Póllandsforseta og skorað á þá að gera sér allt far um að leiða hin þýzkpólsku deilumál til lykta með friðsamlegu sam- komulagi. Áður hafði Roosevelt símað ítalíukonungi og beðið hann að beita áhrifum sínum í þágu frið- arins. Roosevelt forseti fór þess á leit við Hitler og Moscicki í sím. skeyti sínu,að þeir féllust á aS forðast allt, sem leitt gæti til þess, að til vopnaviðskipta kæmi, meðan reynt væri að leysa deilumálin friðsamlega, annaðhvort fyrir milligöngu annarra, með beinum samkomu- lagsumleitunum eða þannig, að hvor þjóðin um sig tilnefndi fulltrúa frá hlutlausu ríki í Ev- rópu eða einhverju lýðveldinu í Ameríku, er síðan kæmu sam- an og ræddu tillögur til úrlausn- ar. Við slíkar úrlausnartilráunir yrði það skilyrði að vera undir- staðan, að hvor þjóðin lofaði að virða landamæri og sjálfstæði hinnar, hvaða leið sem farin kynni að verða. Roosevelt sagði í skeyti sínu, að hann væri sjálfur og öll am- eríska þjóðin mótfallinn hern- aðarlegum landvinningum og neitaði að viðurkenna, að nokk- ur þjóð hefði rétt til að hafast að hokkuð það, sem leiddi til þess, að milljónum manna yrði steypt út í styrjöld. I skeyti sínu til Victors Ema- nuels segir Roosevelt, að hann trúi því, að ítalíukonungur gæti haf t áhrif í þessari deilu, til þess að hún leystist friðsamlega, og kemst hann þannig að orði: ,,Ég trúi því, óg öll ameríska þjóðin trúir því, að þér gætuð mikið gert í þessu efni." Mussolini liræðdur. Mussoliní ræddi í jnorgMn við Frh. á 4. sföu. Eaonar E. Kvar- m lézt í oær. RAGNAR E. KVARAN RAGNAR E. KVARAN, for- stjóri Ferðaskrifstofu rík- isins, lézt í gærí Landspítalan- um af afleiðingu uppskurðar. Hann var skorinn upp á síðast- liðnu vori við botnlangabólgu, en á þriðjudaginn var hann skorinn upp við magasári, og sá sjúkdómur leiddi hann til bana. Ragnar E. Kvaran var fædd- ur 24. febrúar 1894 og því rúm- léga 45 ára gamall. Þessa ágæta manns verður nánar getið síðar hér i blaðinu. Viðtal við Barða Gnðmandssen. BARÐI GUÐMUNDS- SON þjóðskjalavörð- ur kom heim með Gull- fossi síðast. Alþýðublaðið hefir haft viðtal við þjóð- skjalavörðinn um skoðanir i hans á landnámi íslands og rannsóknir hans á því sviði, sem vakið hafa svo mikla athygli og deilur um öll Norðurlönd, og birtist viðtalið hér í blaðinu á morgun. Mun mörgum leika for- i; vitni á að kynnast skoðun- um Barða nánar en skýrt hefir verið frá í símskeyt- i um, enda hafa þær frá- sagnir að ýmsu leyti verið ófullnægjandi og jafnvel rangar. !: Yfiriýsing Chamberiains; GuðveitaðéDhefigertallt I öess að vartvelta f riðinn Brezkast]órniKB fær einrœðisvald LONDON OREZKA gærkveldi. FÚ. ÞINGIÐ kom saman í gær til þess að heyra greinargerð Chamber- lains f orsætisráðherra og Halifax lávarðar utanríkis- málaráðherra um viðburði síðustu daga og horfur, og til þess að taka til meðferðar lagafrumvarp, sem veitir brezku stjórninni hinar víð- tækustu heimildir til fram- kvæmda, svo að kalla má, að hún f ái raunverulegt einræð- isvald með því. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn Ffh. á á. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.