Alþýðublaðið - 25.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1939, Blaðsíða 2
A'LÞYÐUBLAÐiD FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1939 Hann reið á hafrinum beina leið inn í stofuna. — Hér er nú meiri hitinn, sagði hann. mm — Það er hægt, sagði konungsdóttirin, — en hafið þér nokkuð til þess að steikja hana í, því að ég hefi hvorki pott né pönnu? — Það er af því að við erum að steikja kjúk- linga, sagði konungsdóttirin. — Það var gott, sagði Hans klaufi. — Þá getið þið steikt fyrir mig kráku. — Þá hefi ég ílátið, sagði Hans klaufi. Svo tók hann fram tréskóinn og lét krákuna í hann. -—- Þetta er í heila máltíð, sagði konungsdótt- irin, — en hvar fáum við nú sósuna? Ferðalag iii íááia- hrauQ. RÍR Akureyringar, þeir Ed- vard Sigurgeirsson. ljós- myndari, Stefán Gunnbjörn Egils- son heimavistarstj-óri o,g Ólafur Jónss-on framkvæmdarstj. lögðu iupp í ferð um Ódáðahraun frá Víðikeri í Bárðardal þ-ann 23. fyrra mánaðar. Fóru þeir víða um -og v-oru 10 daga i förinni. Gengu þeir á fj-öll, m. a. Herðu- breið, sv-o sem fyrr er frá sagt, og þótti þeim það mj-ög lær- dómsríkt, því að sömu menn höfðu verið staddir á H-erðubreið- artindi réttu ári áður, eða í júli- iok síðastliðið sumar. Þá var míkill snjór í fjallinu, sv-o að aðeins einstaka grjótrimar -og h-æstu brúnir gígsins stóðu upp úr fönninni, en nú mátti heita, að fjailið væri snjólaust með öllu, -og var því mjög ölikt um að litast. Ólafur Jónss-on g-etur þ-ess einn- ,ig í frásögn sinni urn þ-essa ferð, að sér virtist gróður v-era að auk- ast í Ódáðahrauni. Til dæmis hafi þeir félagar fundið talsverð- an gróðurslæðing sunnan við Thoroddsenstind, í dálítilli kvos, og hafi þ-eir talið þar um 10 tegundir blómjurta, -og inni í Öskju, á litlum bletti skanimí sunnan við Víti, hafi þeir fundið Um 8 tegundir blómjurta. Austan við Upptyppinga fundu þeir í dáiitlum hnúk miTli 20—30 t-eg- undir af blómjurtum, og á leið- inni frá Upptyppingum til Herðu- breiðarlinda sáu þ-eir víða tais- v-erðan slæðing af mel, sem bar mj-ög þi-oskavænleg öx -og hefir því, að því er ferðamennirnir tiöldu, öll skilyrði til þ-ess að sá. sér mikið í sumar. FÚ. Torgsala á morgun við Hótel Heklu og á t-orginu við Njáisgötu og Barónsstíg. Alltaf nýtt og mikið grænmeti. Míkið af tómötum og alls konar græn- meti. Ódýrast á torginu. Útbreiðið Alþýðublaðið! Gunnar M. Magnúss: Saga alpýðuSræðslunn- ar á íslandl RIT þetta var gefið út af Sambandi íslenzkra barna- kennara í tilefni af 50 ára af- mæli kennarasamtakanna, sem minnzt var allrækilega í bl-öðum og útvarpi í vor. Var upphaflega svo til ætlazt, að ritið næði að- eins yfir þau 50 ár, sem kennara- samtökin hafa starfað, en síðar var h-orfið að því ráði, að það fjallaði um s-ögu alþýðufræðsl- unnar, frá því að land byggðist. Af þessu má ráða, að efnið er næsta yfirgripsmikið, og hefir það kostað ærna vinnu að safna því. Verður ekki sagt, að höf- undurinn hafi legið á liði sínu þetta röska ár, sem hann haföi til stefnu til þess að kynna sér heim ii-dir og gera útdrátt úr þeirn. Því miður er erfitt að gefa yf- irlit yfir efni bó-karinnar í fáum orðum, því að þar kennir svo margra grasa, og fyrirsagnir kaflanna eru víða sv-o skáldleg- ar, að þær gefa lítið til kynna, um hvað þ-eir fjalla. Mun ég þó reyna að telja fram ýmislegt af hinu h-elzta, sem bókin hefir að geyma. Þar er t. a. m. skýrt frá rannsóknum, sem fram hafa farið á lestrarkunnáttu og bóka- k-osti þjóðarinnar á ýmsum tím- um, kristindómsfræÖslu og á- Tirifum kirkjiu -og klaustra á m-enningarlífið, m-enningaráhrif- um frá skólasetmm, verndun mó'ðurmálsins fyrir erlendum á- hrifum, deilum um stafsetningu, undirbúningi og setningu: fræðslulaganna, kennaramenntun, kj-ömm kennara, barnaskólum -og starfi þ-eirra frá upphafi vega, s-amtökum kennara, útgáfu tínia- rita um uppeldismál, htutdeild ýmissa h-elztu manna þjóðarinnar í aukningu alþýðufræðslunnar, sk-oðunuín þ-eirra á menntunar- ástandinu og till-ögum þ-eirra til endurbóta. Má þar nefna menn eins -og Jón Árnason biskup, Jón Þorkelss-on skólam-eistara, Jón Sigurðsson, Pál Bri-em amtmann, Einar H. Kvaran, Guðrn. Finn- bogas-on, Jón Þórarinss-on, Bj-örn M. Olsen o. fl. -o. fl. Af þessari upptalningu verður ljóst, að hér eru tekin til með- ferðar mörg málefni, sem mjög varða menntas-ögu þjóðarinnarog hugleikin eru hv-erjum manni, manni, s-em m-enntun ann. Um handbragð h-öfundar má margt gott segja. Það, sem hann hefir gert, er að safna ötullega þessum mikla og merkil-ega fróð- leik og skýra frá honum ljóst og lípurlega. Það þarf engínn að ótt- ast að bókin sé tyrfin af lestrar, þótt hún sé kennd við fræðslu. Hing- að ná kostir h-ennar, en heldur ekki lengra. Tel ég þá yfrið nóga til þ-ess, að bókiri sé þegin með þ-ökkum. Bókin er ekkert vís- indarit. Hún flytur engin ný sjónarmið eða sjálfstæðan skiln- ing á þeim efnum, sem hún fjall- ar. Að sv-o miklu leyti, sem skilningur kemur fram á s-ögu- legum efnum, þá er hann aðeins myndamöt lánað úr ís- landssögu Jóns Aðils eða öðrum kennslubókum í þeirri grein, enda varla hægt að vænta ann- ars, a. m. k. ekki ósanngjarnt. Og heiztu ágallar bókarinnar eru það, þegar h-öfundur fer sjálfur að bollal-eggja um þau efni, s-em hann er að skýra frá, en víðast hvar hefir hann kunnað að stýra fram hjá því sk-eri. Á það hefir verið bent í öðrum ritdómi, að ýmsar missagnirvæm í bókinni, en þær virðast tiltölu- lega meinlausar. En ein öldungis furðuteg „prentvilla" hefir slæðzt inn í textann. Það á að hafa „misprentazt" nafn Sigurj. Á. Ól- afss-onar fyrir nafn Vilm. Jóns- sonar, s-em flutningsmanns að frumvarpi um ríkisútgáfu nárns- bóka. Betur hefði farið á því aö skýra frá því, hvemig á þess- ari skyssu gat staðið, þótt smá- vægileg geti virzt. Vilmundurvar þó • potturinn og pannan í því máli, eins og allir vita. Allur er frágangur bókarinnar kennarasambandinu til sóma, og er hun skreytt myndum af mörg- um brautryðjendum á sviði al- þýðufræðslu og f-orvígismönnum kennarastéttarinnar. Á. H. Kartðflnr, 30 anra kg. Gulrófur, 30 aura kg. Rabarbari, Mt- 35 aura kg« BBEKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Útbreiðið Alþýðublaðið! Hinar vinsæKu braðferðir Steindórs til Akureyrar um Akraues eru Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgrefðsla okkar á Akureyrl er á foif- reiðastðð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjéleilllna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. CHARLES NORDHQFF og JAMES NQRMAN HALL: Uppreisuifii á Boimiy. 52. Karl ísfeld ísleazkaði. mig, sá ég Bounty sigla út með öll segl uppi. ÞaS var suð- austan æsibyr. XII. TEHANI. ■O NDA þótt ég liefði fullkomna ástæðu til þess að óska -*-á sjálfum mér til hamingju með hag minn, eins og honum var nú komið, var ég mjög óhamingjusamur fyrstu vikuna eftir að Bounty fór. Ég fór nú í fyrsta skipti að hugsa um þær trú- fræðikenningar, sem haldið hafði verið að mér í uppvextin- um. Ég fór að velta 'því íyrir mér, hvort drottinn allsherjar skapaði mönnum örlög, eða hvort tilviljun og hending ein réði örlögum mannanna. í barnaskap mínum fór ég að hugsa um það, hvers vegna guð, ef hann væri algóður, hefði leyft manni, í stundarbræði vegna óréttlætis, sem hann hafði verið beittur, að leiða ógæfu yfir svo marga saldausa menn. Margir hraustir, hugprúðir og góðir drengir höfðu farið með Bligh í stóra skipsbátnum. Hvar voru þeir nú? Flestir uppreisnar- menn voru óbrotnir menn, sem höfuð ástæðu til að kvarta. Þeir voru þjáðir undir aga hinna járnhörðu sjóhernaðarlaga og þeir höfðu, nærri því án kvörtunar, þolað þjáningar sínar undir stjórn manns, sem álitinn var hinn mesti böðull jafn- vel á þessum tímum, þegar engin vægð var sýnd. Hefði Bligh ekki þjáð næststjórnanda sinn miklu meira en hægt var að þola, hefði enginn maður á skipinu óskað eftir uppreisn, og ferðin heim hefði gengið friðsamlega. Aðeins stundaræsing hafði breytt örlögum allra. Af öllum þeim, sem eftir urðu í sltipinu, voru aðeins sjö menn, sem ekki höfðu tekið þátt 1 uppreisninni. Og við vorum sannarlega ekki öfundsverðir — innilokaðir um óákveðinn tíma á eyju úti á hjara veraldar. Og um þá af uppreisnarmönnunum, sem óskað höfðu eftir því að setjast að á Tahiti, er það að segja, að ég vissi svo alltof vel, hvaða örlög biðu þeirra. Ég hugsaði oft um þessar mundir um Ellison, sem hafði verið káetuþjónn okkar. Hann hafði enga hugmynd um það, hversu alvarlegt athæfi hann hafði framið. Samt sem áður var mér það ljóst, að ef hann færi ekki burt frá Tahiti, áður en herskipið kæmi, myndi hann ekki komast hjá því að vera dæmdur til dauða. í þungu skapi dvaldi ég í híbýlum Hitihitis þessa dagana. Hina gerði það, sem í hennar valdi stóð til þess að hafa ofan af fyrir mér, hinn gamli og góði taio minn reyndi árangurs- laust að koma mér í gott skap. Á þessu tímabili breyttist ég úr glaðlyndum og áhyggjulausum dreng í fullorðinn, alvöru- gefinn mann. Morrison hafði setzt að hjá Poim, Stewart bjó með Peggy hjá Tipasa við rætur One Free Híll. Þessa dagana fór ég oft að heimsækja þessa tvo vini mína og það varð til þess, að ég blygðaðist mín fyrir dapurleika- minn. Morrison og Millward, sem báðir bjuggu hjá Paíno, höfðu ásamt Ste- wart þá þegar ráðgert að byggja skútu þá, sem þeir og byggðu seinna. Þeir vonuðust eftir því að geta siglt á skútunni tíl Bata- víu, og þaðan bjuggust þeir við að fá.far með skipi til Englands. Stewart hafði gaman af garðrækt og vann daglega í garðinum umhverfis húsið, sem Tipan hafði látið byggja handa honum. Þegar ég skýrði honum frá því, hvernig mér væri innan- brjósts, brosti hann aðeins og sagði: — Það þýðir ekkert að vera að velta fyrir sér því, sem ekki er hægt að breyta. Að lokum varð mér það ljóst, að ekkert gæti stytt mér stundir annað en starf. Ég byrjaði aítur á orðabók minni, og brátt var ég niðursokkinn í vinnuna. Morgun nokkurn, um tíu dögum eftir að Bounty fór, gat ég ekki sofið og gekk því skemmtigöngu fram með ströndinni, sem lá alla leið að Point Venus. Þetta var klukkutíma fyrir birtingu, en stjörnubjart var, og norðanandvarinn frá mið- baug vermdi loftið. Hundur gelti, þegar ég fór fram hjá tjald- stað fiskimanna, sem sváfu undir brekánum á ströndinni. Yzt á oddanum lá bezta smáhöfnin á eyjunni. Þar er sjórinn alltaf lygn og gagnsær, og þar er svo aðdjúpt, að hægt er að leggja stórum skipum fast við ströndina. Á þessum odda undi ég bezt á þessum tíma sólarhringsins, því að útsýnið er þar fagurt, þegar sólin kemur upp. Mér til mikillar ánægju var ekkert skip á höfninni um þessar mund- ir. Ég lagðist og lét fara þægilega um mig á einu sandrifinu og horfði í austur, þar sem bjarmaði fyrir morgunsólinni. í sömu andránni tók ég eftir stórum seglbáti, sem skreið hægt inn sundið og inn á höfnina. Brátt heyrði ég skipunarorð stýrimannsins. Bátnum var rennt að landi og steinakkerinu var kastað út með miklu skvampi. Segl voru undin saman og maður stökk í land til þess að binda skipið við pálmaviðar- stofn. Af stærð bátsins og fjölda farþeganna gat ég ráðið það, að farþegarnir tilheyrðu æðri stéttinni, en hverjir sem það nú voru, þá sváfu þeir ennþá undir litla sólskýlinu í skut bátsins. Margir skipverjanna komu í land og kveiktu bál og matbjuggu. Ég sá, að tveim konum var hjálpað í land. Þær gengu vestur eftir oddanum og hurfu þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.