Alþýðublaðið - 26.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.08.1939, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 26. ígúst 1939 t'-ö' ci Hans Maoli. — Sósuna hefi ég í vasanum, sagði Hans klaufi. — Og ég hefi svo mikið, að ekkert sakar, þótt eitthvað fari til spill- is. Svo hellti hann leðju úr vasa sínum. — Þetta líkar mér, sagði konungsdóttirin. — En veiztu, að hvert orð, sem þú segir, er — Þú kannt að svara fyrir þig, og þig vil skrifað niður og kemur á morgun í blaðinu? ég eiga. Við hvern glugga eru þrír skrifarar og einn dómari. —- Og’ dómarinn er sá allra versti, því að Og allir skrifararnir hlógu og slettu bleki hann skilur ekkert. Og þetta sagði hún til á gólfið. þess að gera hann hræddan. Minar vinsæln hraðVerðir fll Akureyrar una iikranes eru Frá Eeykjavík: Alla mánudaga miðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Jaugardaga og sunnudaga. Mgrelðsla okkar á Akareyri er á blf" relðasfoð ðddeyrar, M.s. Fagraues annast sjéleiðlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. telndór. Eaglaaðskaaki hækkar forvexti úr 2°|« upp i 4% OSLO í gærkveldi. FB. Englandsbanki hefir hækkað forvexti úr 2°/o upp í 4°/o» 'Og er tilkynnt, að þetta sé nauðsynleg ráðstöfun vegna núverandi á- stands og horfna. Enn fremur hefir ríkisstjórnin ráðlagt fólki að flytja ekki fé úr landi. For- vextir Englandsbanka hafa verið óbreyttir þar til nú frá þvi 1932. NRP. Kaupum tuskur og strigapoka Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI DAGSINS. Dansplöturnar Á ríkisútvarpið í útvarpinu. ekki nenía 20—30 plötur? Bréf frá Kristjáni Bergssyni um á- ætlunarferðir bifreiðanna. Verkefni fyrir sérleyfis- nefndina. Hitaveitan og vinnan við hana. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ ERU ALLIR að skammast út úr dansplötunum í útvarpinu. Það er engin nýjung. Ég féltk bréf nýlega frá S. G., þar sem hann eða hún gerir fyrirspurn um það, hvort útvarpið eigi ekki nema 20—30 dansplötur, þær séu alltaf spilaðar og allir séu orðnir hund- leiðir á þeim. Ég hlusta sjaldan á danslögin, en þar sem danslögin eiga að vera nokkurs konar sæl- gæti fyrir útvarpshlustendur, þá væri æskilegt, að í þeim væri höfð dálítil fjölbreytni. KRISTJÁN BERGSSON, forseti Fiskifélags íslands, skrifar mér á þessa leið fyrir nokkru: ,,Um leið og ég þakka yður fyrir margar þarflegar athugasemdir, sem þér hafið gert í dálkinn yðar, og flestallar hafa verið réttmætar, þá vildi ég biðja yður að upplýsa mig um, hvernig stendur á margs kon- ar óreglu í sambandi við ferðir sérleyfisbílanna á ýmsum stöðum á landinu.“ „í MÖRGUM TILFELLUM haga þeir ferðum sínum eins og þeir, sem eru alveg sjálfráðir með þær, fara aukaferðir úr leið, bíða eftir fólki og leggja oft litla áherzlu á að komast á áætlunarstað á réttum tíma, og er slíkt einkum bagalegt, þegar þarf að nota þá í sambandi við ferðir annarra sérleyfishafa, sem eru stundvísari og þá ef til vill farnir. Enn fremur styttir þetta dvalartíma manna á þeim stöðum, sem þeir ætla til, ef þeir hafa ekki yfir miklum tíma að ráða.“ „VERST AF ÖLLU er, þegar bíl- arnir taka upp á því að fara mörg- um tímum á undan áætlun, án þess að það sé vel auglýst og al- menningi tilkynnt breytingin, eins og t. d. er með ferðirnar úr Stykk- ishólmi í Borgawaeg, Samkvæmt prentaðri áætlun eiga bílarnir að fara þaðan kl. 15, en nú fara þeir suma daga kl. 9, án þess að það sé tilkynnt eða á nokkurn hátt aug- lýst, að breyting hafi verið gerð.“ „SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG t. d. (fyrra fimmtudag) fór bíll- inn frá Stykkishólmi kl. 9 (átti að fara kl. 15), kom til Borgarness kl. 12, þrátt fyrir töf vegna ben- zínleysis, og varði sérleyfishafi sig með því, að breytingin væri gerð vegna breytingu á áætlun m/s. „Laxfoss", en samkvæmt á- ætlun skipsins þann dag mátti það ekki fara fyrr en kl. 18. Þeir 6 tímar, sem ranglega voru teknir af dvalartíma farþeganna í Stykkis- hólmi, voru þeim gefnir í Borgar- nesi.“ „EIGA SÉRLEYFISHAFAR að ráða því, hvar farþegarnir eru sett- ir niður? Eða er ástæðan sú, sem einn farþeginn gat sér til: að Borg- nesingar væru orðnir leiðir á ,,að lifa hver á öðrum“, og væru far- þegarnir því nokkurs konar fóður- bætir fyrir plássið?" ÉG ER HRÆDDUR UM, að ég geti litlar upplýsingar gefið um á stæðurnar fyrir þessari óreglu. Sér- leyfin . eru veitt með því sltilyrði, að öllum fyrirframákveðnum á- ætlunum sé stranglega framfylgt. Ég tel alveg sjálfsagt af sérleyfa- nefndinni að taka þetta mál til at hugunar. „EINN AF ÞEIM, sem staðið hefir fyrir framan stóra skrifborð- ið og fengið loðin svör“, skrifar mér á þessa leið: „Aðeins örfáar línur viðkomandi hitaveitunni. Það er undarlegt, hvað hljótt er yfir því mikla atvinnufyrirtæki. Maður veit ekkert hvað gerist þar, blöðin nefna það varla, maður heyrir við og við frá þeim, sem maður hittir á götunni, að nú vinni 40, að nú vinni 50 o. s. frv. Svo spyr maður: Hvenær á að fjölga? Ekkert svar, enginn veit neitt. Það er sagt, að það séu gefnar upplýs- ingar um vinnu við hitaveituna Vi tíma einu sinni í viku, en það hefst ekki mikið upp úr því að fara þangað. Þar situr maður við stórt skrifborð svo sorglegur á svipinn, að maður gæti trúað því að hann bæri mikinn hluta af vonbrigðum alls heimsins. Svo fer maður að spyrja eftir, hvort hægt sé að fá vinnu og þá hvenær. — Hann svarar engu beint, annaðhvort veit hann ekkert eða hann gerir sig svo merkilegan, að ekkert ér upp úr því að hafa, sem hann segir. Svör hans eru vanalegast eitthvað á þessa leið: „Jú, ég hugsa það, ætli það ekki, líkast til, býst við því,“ o. s. frv.“ „ÞAÐ ER EKKI mikið á slíkum svörum að græða. Væri það til of mikils mælzt, að þessir háu herrar, sem hafa tekið að sér að koma á hitaveitunni, hefðu á skrifstofunni mann, sem væri það hressilegur, að hann gæti að minnsta kosti sagt, að hann vissi ekki nokkurn skap- aðan hlut, og væri ekki aðeins látinn hanga þarna til þess að segja ekki nokkuð það, sem neitt væri hægt að byggja á, hvorki um atvinnu eða atvinnuvonir? Það má náttúrlega bjóða atvinnulausum mönnum allt, sem standa fúsir til að vinna, ef nokkurt handtak fæst. en að bjóða þeim að fá engin svör við sínum spurningum, að láta þá ekkert fá út á sínar vonir og sínar þrár, það er að gefa steina fyrir brauð,“ „ÞAR SEM það er nú auðséð á skrifum þínum, Hannes, að þú ert með þitt stóra nef niðri í hverri kirnu og hverjum kopp, þá vildi ég nú allra þegnsamiegast biðja þig að reyna nú að fara að komast eitthvað eftir því, hvernig starfs- tilhögun á að vera við hitaveituna, Á að taka marga menn til vinnu í sumar og næsta vetur, eða á að dóla með nokkra menn, og vinna svo aðalverkið næsta sumar. og taka þá eins marga menn og hægt er að fá og taka ekki neitt tillit til þess, þó að þeir verði teknir frá íðrum atvinnugreinum í landinu Þetta og margt fleira þessu við- komandi vona ég, að þú fræðir okkur um í næsta blaði.“ ÉG HELD, að enginn viti eigin- lega neitt um þetta, sem þú þráir svo mjög af skiljanlegum ástæðum að fá að vita um. Alþýðublaðið hef- ir nýlega spurt verkfræðingana frá Höjgaard & Schultz um þetta, og’ þeir hafa ekki gefið ákveðin svör, ekki getað það, að eigin sögn. Það mun allt vera komið undir því, hvernig gengur með efnið til hita- veitunnar. Hins vegar verður að líta svo á, að aðalkrafturinn í fram- kvæmdunum verði næsta sumar og þá verði allur sá fjöldi við vinnu, sem hægt er að koma að. Hannes á horninu. Póstfcrðir á mánudaginn. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Laug- arvatn, Þrastalundur, Hafnarfjörö ur, Austanpóstur, Akranes, Nor'ð- anpóstar, Dettifoss til Grimsby og Hamborgar. Til Reykjavíkur: Mosfellssveeitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóapóst- ar, Þingvellir, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Grímsness- og Bisk- iipstungnapöstar, Norðanpóstur. Skrlftarkennsla. Námskeið byrjar bráðlega. Tækifæri fyrir skólafólk að fá kennslu áður en skólar byrja. Guðrún Oeirsdóttir Sími 3680. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mðnudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjé- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Btfreiðastki í«- lands, sími 1540. Eifreiðastði Aknreyrar. •BH9 CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. 53. Karl ísfeld ísleKKkaði. Þegar rönd af sólinni gægðist upp fyrir sjóndeildarhring- inn, var orðið albjart. Þá stóð ég á fætur, og án þess að ferða- fólkið tæki eftir mér gekk ég vestur yfir tangann í áttina að stóru ánni, sem rann í sjóinn á vesturhluta tangans. Rétt við árósinn var djúpt, tært vatn, þar sem gott var að synda — það var friðsæll og fallegur staður, langt frá bústöðum eyj- arskeggja; Það voru rúmir tuttugu metrar þvert yfir vatnið, og svo djúpt, að stór bátur gat farið nokkur hundruð metra upp eftir ánni. Stór, gömul tré lutu út yfir vatnið og hinar kræklóttu ræt- ur þeirra mynduðu ágæt sæti fram með baðstaðnum. Ég hafði fyrir löngu valið mér sæti hátt yfir vatns- fletinum, dálítinn spöl frá vatninu. Oft sat ég þarna einn eða tvo klukkutíma eftir hádegi á daginn og hlustaði á þytinn í skóginum og horfði á litlu ferskvatnsfiskana vaka í poll- inum og gleypa flugurnar. Ég hafði nefnt þennan stað Withy- combe eftir heimili mínu í Englandi. Þetta landslag var svo líkt ensku landslagi, að þegar ég sat þar, lét ég mig dreyma, að ég sæti við einhvern silungapollinn heima í Englandi í rökkrinu. Ég ,kom nú tiL Withycombí til þess að fá mér morgunbað. Ég fleygði kápunni og spennti af mér kyrtlinum. í sömu and- ránni steypti ég mér út í svalandi vatnið og synti hægt niður eftir og lét strauminn bera mig, Hátt uppi yfir mér sat fugl á kvisti og söng sín sólarljóð. Það var omaomao, sem syngur fegur en næturgali. Allt í einu kom ég auga á unga stúlku, sem var fögur eins og hafmeyja, sitja á rótum eins trésins. Ég hefi sennilega buslað í vatninu, því að hún hrökk við lítils háttar, vék höfð- inu við og kom auga á mig. Ég þekkti hana þegar í stað, það var Tehani, sem ég hafði séð löngu áður á Tetiaroa. Það sást ekki á henni, að henni félli að neinu leyti illa nærvera mín, því að stúlkur á Tahiti þurftu ekkert að óttast á þeim tímum, hvort sem þær voru einsamlar eða 1 fylgd með öðrum. Ef einhver hefði móðgað hana, hefði sá hinn sami verið myrtur þegar í stað. ' — Megir þú lengi lifa, sagði ég að sið Tahitibúa og synti upp að árbakkanum. — Þú líka, svaraði Tehani og brosti. — Ég veit, hver þú ert, þú ert Byam, taio Hitihitis. — Það er rétt, sagði ég og vildi halda áfram samtalinu. — Á ég að segja þér, hver þú ert? Þú ert Tehani, frænka Painos! Ég sá þig á Tetiaroa, þegar þú dansaðir þar. Tehani hló hátt: — Sástu mig? Dansaði ég' vel? — Þú dansaðir svo vel, að ég hefi aldrei gleymt þessu kvöldi. — Arero mona! hrópaði hún, því að hinir innfæddu kalla þann, sem slær gullhamra, „sæta tungu“. — Þú varst svo falleg, hélt ég áfram, — að ég sagði við Hitihiti: — Hver er þessi stúlka, sem er fallegri en allar aðpar stúlkur, sem ég hefi séð á Tahiti, og gjarnan gæti verið gyðja dansins? — Arero mona, sagði hún aftur, en ég sá, að hún roðnaði. Hún var nýkomin upp úr vatninu, og ég sá, að hár hennar hrundi vott niður um axlirnar. — Komdu, við skulum vita, hvort okkar getur verið lengur 1 kafi. Tehani stakk sér svo fimlega, að yfirborð vatnsins gáraðist naumast. Ég hélt mér í rótina, sem hún hafði setið á, og beið. Það leið langur tími. Bugða var á ánni um 50 metrum fyrir neðan mig. Loks heyrði ég rödd Tehanis, en hún var í hvarfi bak við bugðuna. — Komdu, hrópaði hún glaðlega, — nú ert þú næstur! Ég stakk mér og synti um faðmi undir yfirborði vatnsins. Vatnið var tært, eins og loítið. Ég sá torfur af smáfiskum fyrir framan mig, Þeir urðu hræddir og földu sig bak við stóra steina niður við botninn. Ég synti áfram ákveðinn í því að láta engan kvenmann í heiminum sigra mig í kafsundí, Straumurinn bar mig hratt áfram. Að lokum þoldi ég ekki meira. Ég var viss um, að ég hefði unnið. Ég kom upp og dró djúpt andann. Ég heyrði glaðan hlátur og þegar ég gat opnað augun, sá ég hana sitja á rót við vatnið um tíu metrum neðar. % .. , ■\ — Komstu þarna upp? sagði ég dapur í bragði. — Ég hafði engin brögð í frammi, sagði hún. — - Við skulum hvíla okkur ofurlítið og reyna svo aftur. Tehani lagði höndina á rótina við hlið sér og sagði; — Kpmdu og setztu hérna, sagði hún.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.