Alþýðublaðið - 26.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.08.1939, Blaðsíða 3
r-1 LAtlGARDAGUR 26. ágúst 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STBFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (I*n*angur frá Hverfisgötu). SIMAR: 4989: Afgreiðsla, auglýsingar. 4961: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4906: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝ»UPRENTSMI©JAN Skipbrot Noskva bonimnnisniaBS. ÞAÐ er ekkert ástand til svo alvarlegt, að það hafi ekki einnig sína broslegu hlið. Þessa síðust'u, örlagaríku daga, þegar ékki er annað sjáanlegt, en að svik Sovét-Rússlands við málstað friðarins og vináttusamningur þess við Hitler-Þýzkaland sé í þann veginn að steypa heiminum út í hörmungar nýrrar styrjaldar, erþað hið neyðarlega hjálparleysi kommúnista, sem hlegið er að. Árum saman hefir varla liðið svo da;gur, að þessi ginningarfífl sovétstjórnarinnar og alþjóða- sámbands kommúnista ætluðu ekki að rifna af grobbi yfir þeirri baráttu, sem Sovét-Rússland berðist gegn þýzka nazismanum fyrir friðinn, lýðræðið, verka- lýðshreyHnguna og smáþjóðimar í Evrópu. Hver sá, sem efaðist um sannleiksgildi þessa grobbs, leyfði sér að gagnrýna eitt eða ■annað í framkomu sovétstjórnar- innar eða neitaði að taka „skil- . yrðislausa afstoðu með Sovét- Rússiandi sem landi sósíalism- ans“, eins og kommúnistar orð- uðu aðalkröfu sína alls staðar í heiminum, var stimplaður sem trotzkisti og agent þýzka naz- ismans. Öllum þjóðum var ráð- la,gt að gera bandalag við Sovét- Rússland eða leita verndar þess. Þá þyrftu þær ekkert framar að óttast. Það myndi, undir forystu Stalins, „göfugasta hugsjóna- mannsins, sem lifað hefir,“ eins og Þjóðviljinn komst að orði, verja þær, ef á þær væri ráðist af Hitler. Þannig hefir lofsöngur komm- únista um Sovét-Rússland og Stalin haldið áfram dag eftir dag og ár eftir ár. Og svo er endir- inn þetta: Þegar á herðir, gerir Stalin, hinn „göfugi hugsjóna- maður“, vináttusamning við Hit- Jer og heitir honum hlutleysi, meðan hann sé að undiroka lýð- ræðisþ|óðimar og verkalýðs- hreyfinguna í Vestur-Evrópu! Hvenær í veraldarsögunni hefir andstyggilegri loddaraleikur ver- ið leikinn? Það er sannarlega engin furða, þótt kommúnistar úti um heim eigi nokkuð erfitt með að skýra svo furðulega rás viðburðanna fyrir fylgismönnum sínum, enda er það sannast orða, að broslegra fálm en skýringar konnnúnista- bláðsins hér hjá okkur, á hinu nýja bræðralagi Hitlers og Sta- lins, mun vart verða fundið. Það eru ekki liðnir nema þrir dagar, síðan fréttin um vináttu- samning þeirra barst út um heim- inrí. En engu að síður er Þjóð viljinn á þeim thna búinn að gefa þrjár skýringar á honum, sem hver er upp á móti annari. Á miðvikudaginn sagði hann, að samningurinn væri aðeins her- bragð til þess að knýja England og Frakkland ti! samningsgerðar Áttu Danir aðalpáttlnn fi land- námi tslands og mðtun hinnar fornu þjððfi élagsskipunar hér? —--» - BarOI Ouðmundsson skýrir AlþýAublað* Inu frá hlnum nýju skoðunum sínum. EINS OG skýrt var frá hér í blaðinu í gær, kom Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður heim frá Danmörku með Gullfossi síðast, en þar sat hann norrænt sagnfræð- ingamót, og flutti hann þar fyrirlestur sinn um „þátttöku Austur-Skandinava í landnámi íslands“. Þessi fyrirlestur og niðurstöður Barða vöktu feikna athygli um öll Norður- lönd og víða deilur, sem einnig hafa náð hingað. Alþýðublaðið sneri sér til Barða þegar eftir heimkomuna og hafði tal af honum. Fer sam- talið hér á eftir: Upphat rannsókna minna — Er langt síðan þú hófst rannsóknir þínar á landnáms- sögu íslands? „Já, það eru mörg ár síðan, en aðallega tók ég að sökkva mér niður í þær, þegar ég fyrir þremur árum var beðinn af stjórn Norræna félagsins hér að skrifa álitsskjal um sögu- kennslubækur Norðmanna. í bókum þessum gætti áberandi áróðurs gagnvart íslandi, það er að segja, að hinir norsku sögu- bókahöfundar virðast margir hverjir telja það norskt, sem mest hefir orðið þjóð vorri til sóma, og á það er jafnan lögð hin ríkasta áherzla, að íslenzka þjóðin sé næstum af hreinrækt- uðum norskum uppruna. í einni af kennslubókunum var kveðið svo að orði, að hinir fornu íslendingar hafi verið norskari en Norðmennirnir sjálfir. Það, sem liggur á bak við þetta einkennilega orðalag, er sú staðreynd, að menningar- og þjóðfélagshættir íslendinga voru mjög frábrugðnir því, sem títt var hjá Norðmönnum. Einmitt þessi setning kom við Sovét-Rússland. Á fimmtu- daginn sagði Einar Olgeirsson í Jéiðara, sem hann, aldrei þessu vant, ekki kom sér að, að setja stafi sína uitdir, að samningurinn væri hefnd fyrir svik Chamber- lains. Og á föstudaginn segir blaðið að endingu, að hann sé gerður til þess að bjarga Kína og brjóta „öxulinn“! Hvort. fjórða ékýringin kemu|r í dag skal ósagt látið, en ekki er það ótrúlegt, að lesendum kommúnistablaðsins finnist þeir vera litlu nær, þótt þeir hafi nú þegar fengið þessar þrjár skýringar á svo óvæntu bræðralagi þeirra manna og flokka, Hitlers og Stalins, naz- ismans og kommúnismans, sem þeim hefir hingað til verið talin trú um, að væru höfuðandstæð- [urnar í heiminUm. Kommúnistar úti um allan heim standa nú „línulausir“ og ráðþrota, eftir að Stalin hefir svikið þá og tryggt sjálfum sér frið í náðarfaðmi nazismans. Og þótt hjálparleysi þeirra þyki hlægilegt, þá er það raunvera- lega sldpbrot Moskvakommún- ismans úti um heim, sem við er- Um sjónarvottar að. En hvað gera skipbrotsmennirnir sjálfir? Hafa þeir enn manndóm í sér til þess að læra af svo beizkri reynslu og snúa aftur yfir í her- búöir verkalýðshreyfingarinnar ? Eða ætla þeir, eins og Stalin, að krjúpa að hakakrossinum og fá „linuna“ framwegis frá Berlín via Moskva? mér til að hugsa um það, hvort sú gamla skoðun væri í raun og veru rétt, að íslendingar væru af norsku þjóðerni, og við þær athuganir, sem ég gerði þá og skrifaði um i ritinu „Nordens læreböker“, fékk ég sterkan grun um það, að danskra áhrifa og þátttöku hefði gætt mjög við landnámið. Ég leyfi mér að benda sér- staklega á þetta atriði vegna þess, að 1 einu af íslenzku blöð- unum hafa verið settar fram ný_ lega ósvífnar dylgjur um það, að fyrirlestur minn standi í sambandi við komu Staunings forsætisráðherra Dana og ann- arra merkra danskra stjórn- málamanna til landsins nú í sumar(!). Jafnframt vil ég nota tækifærið til þess að lýsa því yfir, að eftirfarandi ummæli sama blaðs, sem hljóða svo: „Hann (Barði) fullyrðir. að söguheimildir þær, sem íslend- ingar hafa hingað til litið á sem óhreyfanlegt hellubjarg, séu markleysa og ósannindi,“ eru tilhæfulaus uppspuni og þvætt- ingur.“ fireint frá aðalrðkun. — í hverju eru rök þín fyrir hinni dönsku þátttöku í land- námi íslands aðallega fólgin? „í stuttu máli er auðvitað erf- itt að gera grein fyrir svo yfir- gripsmiklu máli. En ég skal þó skýra þér frá nokkrum höfuð- atriðum. Ég minntist á, að mikill mun- ur hefði verið á þjóðfélagshátt- um og menningarlífi íslendinga og Norðmanna frá fyrstu tíð, og það er staðreynd, sem allir geta verið sammála um. Og þessi munur er að mínu áliti svo stór- felldur, að út af fyrir sig eru engar líkur fyrir því, að íslend- ingarnir séu fyrst og fremst af norskum uppruna. . Til dæmis óðalsrétturinn var eitt af höfuðsérkennunum í þjóðfélagsskipun Norðmanna og íslendingarnir eiga einmitt fyrst og fremst að hafa verið af ætt- um hinna óðalsbornu norsku höfðingja. En samt sem áður var óðalsréttur ekki innleiddur á íslandi. Þó voru allsherjarlög íslands fyrst sett, er ýms höfuð- ból hér voru búin að ganga í sömu ætt í allt að því hálfa öld. En samkvæmt fornlögum Nor- egs var hægt að öðlast óðalsrétt á skemmri tíma en þessum. í Danmörku þekktist ekki óðals- réttur frekar en á íslandi. Á fslandi nutu allir frjáls- bornir menn sama réttar. í Nor- egi horfði þetta mál allt öðru vísi við, og yrði of langt mál hér að greina frá hinni norsku til- högun. í Danmörku voru allir frjálsbornir menn jafnir fyrir lögunum. Samkvæmt elztu stjórnskip- unarlögum vorum voru þjóðfé- Barði Guðmundsson. lagsvöldin fyrst og fremst lögð í hendur goðastéttarinnar, en eins og kunnugt er voru goð- arnir í senn andlegir leiðtogar fólksins sem hofprestar og vers- legir höfðingjar. Það má full- yrða, að slík þjóðfélagsstétt hef- ir ekki verið til í Noregi. í Dan- mörku voru goðar um það bil sem ísland hyggðist, það sanna gamlar rúnaristur. Mikllvægastu rðbin. En mikilvægustu atriðin eru þó ótalin. Fornfræðingarnir hafa sann- að með rannsóknum sínum á legstöðum frá víkingaöldinni, að líkbrennsla hefir verið mjög algeng í Nöregi á þeim tírna, sem ísland byggðist, og að sá útfararsiður hefir aldrei tíðkazt á íslandi. En aftur á móti er það jafnvíst, að danska þjóðin var hætt við líkbrennslu löngu áð- ur en ísland var numið. Hvernig er nú hægt að koma því heim og saman, ef íslenzka þjóðin er af norskum uppruna, að land- námsmennirnir á siglingunni yfir hafið hafi kastað fyrir borð hinum rótgrónustu og hjart- fólgnustu trúarhugmyndum og trúarsiðum sínum? Það geta all- ir heilvita menn séð, að svona hefir það ekki verið. íslenzku landnámsmennirnir halda fast við siði feðra sinna og forn- minjafræðingarnir hafa sannað, að á víkingaöldinni tíðkuðust bálfarir um öll Norðurlönd, nema á dönsku eyjunum og á íslandi. Að lokum vil ég svo bæta því við, að frá fyrstu tímum köll- uðu íslendingarnir sjálfir mál sitt danska tungu, en ekki nor- rænu. Halda menn, að norskir menn, sem voru komnir beint frá föðurlandi sínu, Noregi, hefðu fundið upp á því að kenna mál sitt við Dani?“ Daoir komu frð Horepl. — En hvernig má það nú vera, að danskir menn komi frá Noregi til íslands? íslendinga- bók Ara og Landnáma sýna þó, að ísland sé aðallega byggt frá Noregi? „Þessari spurningu er auð- svarað. Við vitum það með ó- yggjandi vissu, að Danir voru búnir að leggja undir sig mik- inn hluta af Suður-Noregi árið 813. Frásögn um þetta finnst í áreiðanlegri samtímisheimild. Á næstu áratugum færðust Danir stöðugt í aukana með landvinn- inga sína, Þegar ísland fannst, var svo komið, að þeir höfðu iagt undir sig næstum allt Eng- land og setzt að hér og hvar á ströndum meginlands Vestur- Evrópu. Á þessum tíma var Noregur skiptur í 20—30 smá- ríki, og það er alveg sjálfgefið, að þessi norsku smáríki hafi ekki getað haft neitt verulegt mótstöðuaíl eða varnartæki gegn ásókn hins volduga danska herveldis. Og þar sem við vit- um, að hinir dönsku víkinga- skarar þessara tíma reyndu hvarvetna að tryggja sér yfir- ráðin yfir siglinga og verzlun- arleiðum, þá getur hver maður séð, hvort þeir muni hafa for- smáð yfirráðin á hinni mikil- vægu siglingaleið norður með vesturströnd Noregs til hinna auðugu skreiðar- og skinna- markaða Norður-Noregs. Það er fyrst þegar Noregur á þjóðleg- um grundvelli sameinast í eitt ríki í tíð Haralds hárfagra, að yfirráðum Dananna í Noregi er lokið, og einmitt á þessum tíma er það, sem ísland byggist, Nú skiljum við, hvernig því víkur við, að íslendingarnir tóku ekki upp norskan óðalsrétt, grófu sína framliðnu að dönskum sið og kölluðu mál sitt danska tungu.“ — Já, en er það þá ekki merkilegt. að engar minningar skyldu lifa um það hér, að Danir hafi átt allverulegan þátt í landnáminu? „Nei, það er sannarlega ekk- ert merkilegt við það. Við verð- um að gæta þess, að Danir eru farnir að leggja undir sig Nor- eg allt að því þremur manns- öldrum áður en útflutningurinn til íslands hefst fyrir alvöru. Við verðum því að gera ráð fyr- ir því, að allmargar af þeim dönsku ættum, sem fluttu út til íslands frá Noregi, hafi verið búnar að hafa þar bólsetu í tvo til þrjá ættliði. Þessir menn hafa kannske ekki sjálfir talið sig danska, þótt þeir vitanlega fylgdu trúlega erfðavenjum feðra sinna, svo sem fyrr var frá greint. Enn fremur vil ég taka það fram, að hinir fornu íslenzku sagnaritarar hafa enga sanna hugmynd um hin sögulegu við- horf níundu aldarinnar. Sjálfur Ari fróði rekur ætt sína ramm- skakkt þegar þangað kemur, og Snorri Sturluson lætur víkínga» konunginn Þorgeir í írlandi, sem andaðist 846, vera son Har alds hárfagra, sem talinn er fæddur 849!“ — Hyggur þú þá, að ísland sé í upphafi að mestu leyti byggt af Dönum? „Það vil ég ekki segja, meðal innflytjendanna hafa áreiðan- lega verið margir Svíar, Keltar og einnig eitthvað af Norð- mönnum. Sérstaklega verður að gera ráð fyrir því, að hinar dönsku og sænsku ættir, sem fluttu hingað frá Noregi, hafi margar verið tengdar Norð- mönnum. Og undir öllum kring- umstæðum er það fjarri lagi að kalla ísland að fornu „norska nýlendu“, svo sem gert l.efi verið.“ Oplnberir (yrirlestnr mn málið. — Býstu við miklum umræð • um um þessar rannsóknir þínar og niðurstöður? „Já, flestum nýjum vísinda- kenningum er tekið með mikl- um kulda af fræðimönnum. Mörgum finnst, eins og dr. Helgi Péturss komst að orði einu sinni, að eitthvað sé verið að taka frá þeim, ef nýjar athuganir eru gerðar. — En hitt er víst, að er- lendir vísindamenn eru yfirleitt svo siðaðir, að þeir fara ekki að ráðast á skoðanir manna, fyrr en þeir hafa kynnt sér þau rök, sem liggja til grundvallar fyrir þeim. Hin aðferðin tíðkast varla hjá öðrum mönnum en ritstjóra Storms og Jónasi Jónssyni.“ — Ætlarðu að flytja fyrir- lestra um þetta efni? „Já, það hefir komið til tals milli mín og útvarpsráðs, að ég tali í útvarpið um þessi mál þann 5. september næstkom- andi. — Eftir það mun ég leggja þeta mál á hilluna um tveggja mánaða skeið, meðan ég er að liúka við rit mitt um höfund Njálu.“ Kreutzersónatan heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Er hún tekin eftir hinni frægu skáldsögu með sama nafni eftir Leo Tolstoi. Aðalhlutverkin leika Lil Dagover, Peter Petersen og Albx*echt Schoenhals. Jafnvel ungt félk : eykur vellíðan sína með því að nota Siárvétn og tbnvétn. Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið 1 smásðlu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og era nokkur merki þegar komin á markaðinn. — Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þegar þær þurfa á þessum vörum að halda. Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunar- dropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti ár réttum efnum. — Fást alls staðar. Átenglsverzlon ríklslns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.