Alþýðublaðið - 28.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.08.1939, Blaðsíða 1
t?\ RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1939. 196. TÖLUBLAÐ, HendersoiTflaug i morgrun til Berlin með svar brezku stjórnarinnar við málaleitun Hitlers. ?—,— Franska stjórnin hefir birt kriifur Hitlerss Hann heimtar Danzig og pólska hllðlð, hotar annars snndnrlimnn Péllands LONDON í morgun. FÚ. SIR NEVILLE HENDERSON lagði af stað til Berlín í morgun, og gengur hann á fund Hitlers síðdegis í dag. Orðsending Hitlers, sem Henderson kom með til London, verður sennilega birt í dag. Brezka þingið mun koma saman á miðvikudag, og ger- ir Chamberlain þá grein fyrir svari brezku stjórnarinnar tií Hitlers og væntanlega fyrir undirtektum Hitlers við svarinu. I París hafa nú verið birtar tilkynningar um það, sem Ðaladier og Hitler hefir farið á milli fyrir meðalgöngu franska sendiherrans í Berlín. 1 síðustu orðsendingu sinni til Daladiers segir Hitler: „Ég þekki hörmungar styrjaldarinnar, og ég harma það, ef blóði Frakka og Þjóðverja verður úthellt, en ég verð að halda til streitu kröfunni um, að Þýzkaland fái Danzig og pólska hliðið. Ég sé enga iriðsamlega leið til þess að ná nú friðsamlegu samkomulagi við Pólland. Ef Þjóðverjar berjast, er það til þess að fá réttlátum kröfum framgengt, en Frakkar til þess að halda í það, sem er. En í slíku stríði, hvernig sem það fer, hlýtur Pólland að líða undir lok í sinni núverandi mynd." Undir Hitler feomið, hvort Japiiila stjftrn- li segir af sér. Enginn gBmln ráðherr- aena í nýju stiorninih friður helzt. i ' - I : -t— Eins og kunnugt er, kvaddi Hitler sendiherra Frakka á fund sinh á föstudag, og gaf sendi- herrann síðan Daladier skýrslu um viðræðurnar. Er Daladier hafði borizt þessi skýrsla,, sendi hahn Hitler svar, þar sem hann segist vera sannfærður um, að það sé undir Hitler komið, hvort f riður helzt. „Énginn franskur stjórnmála maður," segir Daladier, „hefir farið eins langt í því og ég að bæta sambúð Þjóðverja og Frákka, og ég er sannfærður um, að Þjóðverjar og Frakkar vilja búa í sátt og samlyndi hvorir við aðra." Dáladier rekur því næst á- stæður þess, að hann telur öll rök mæla með því að deila Þjóð- verja og Pölverja verði leyst með beinum samkomulagsum- leitunum, og heldur því næst áfram: „Samvizka vor er hrein í þessu máli, og ég trúi því ekki, að nokkur göfuglyndur maður geti mótmælt því, að reynt sé að finna rétta og frið- samlega lausn. Það getur eng- inn skuggi fallið á þjóðarheiður Þýzkalands, ef slík leið er far- in. Við höfum báðir barizt á vígvöllum, þekkjum skotgrafa- lífið og allar hörmungar styrj- aldarinnar, og við megum vita það, að ef Þjóðverjar og Frakk- ar berjast, sigrar hvorug þjóðin, heldur verður það eyðilegging- in, hrottaskapurinn og hörm- ungarnar, sem sigri hrósa". Þéssu svarar Hitler allítar- lega og segir meðal annars, að eftir að Saarhéraðið var samein- að Þýzkalandi hafi hann engar kröfur gert á hendur Frakklandi. Víggirðingarnar, sem Þjóðverj- ar hafi gert við vesturlanda- mærin, sýni, að Þjóðverjar ætl- ist-'til, að landamærin standi óbreytt. Þessu næst segir Hitler: Ég er Þjéðverji, og Hér vltið, hvað ég mnn gera. „Ég h»fi g«rt ítrekaðar til- raunir til þess að knýja fram endurskoðun á Versalasamning- unum og koma því til leiðar, að bætt verði úr mesta óréttlætinu á friðsamlegan hátt. Það hefir ekki borið árangur. Eftir slíkt árangursleysi hefðuð þér í mín- um sporum farið eins að og ég. Ég hef i lagt f yrir Pólland tillög- ur til úrlausnar deilunni, svo vægilegar, að óll þýzka þjóðin hneykslaðist. Það hefði engum nema mér haldizt uppi að bera fram slíkar tillögur. En þeim var hafnað. Ég sannfærðist síð- ar um það, að ef Bretar og Frakkar hefðu sagt Pólverjum að koma sanngjarnlega fram, hefði allt farið öðruvísi, og öll álfan myndi nú njóta öruggs friðar. í þess stað hefir Pólverj- um verið heitið stuðningi, með þeirri afleiðingu, að þeir hafa tekið stefnu gagnvart Þýzka- landi, sem ber vitni um brjál- æðiskenndan ofmetnað og er stórhættuleg. Þér eruð Frakki, herra Dala- dier, og ef nokkur hluti Frakk- lands væri aðskilinn frá hin- um hlutanum og þar að auki Frh. á 4. síöu. Einkennisklæddir nazistar við liðskönnun í Panzig Hatvælaskðmtnn hef ir ver- M fjírirskipuð á Dýzkalandi ---------------------------------------»—¦— Járnbrautarsamgongur eru stððvaðar milli Þýzkalands og Danmerkur. London í gærkveldi. FÚ. ÞEGAR eftir að tilkynnt hafði verið í Berlin, að flokksþingi nazista í Nurnberg yrði frestað, voru birtar aðrar tilkynningar, þess efnis að ýmis matvæli yrði skömmtuð og ekki látin af hendi nemá gegn matvælaseðlum, svo sem kjöt, mjólk, sykur, kaffi o. fl. Er tekið fram, að þetta sé varúðarráðstöfun., Kol verða heldur ekki látin af hendi nema gegn úthlutunarseðlum. Það er tekvð fram, að korhbirgðir séu nægar í landinu til eins árs. Kaupmannahafnarfregnir herma, að hervæðingu sé hraðað i Þýzkalandi og verði þess hvar- Sjð hnndrnð Siglfirðingar á almennum borgarafnndi. ¦ »—¦— Skora á rikisstjórnina að láta undan í Rauðkumálinu og á Þormóð Eyjóifsson að leggja niður umboð sitt í bæjarstjórn. JJEYSIFJÖLMENNUR al- ^^ mennur borgarafundur var haldinn á Siglufirði í gær að tilhlutun bæjarstjórnar. Var fundurinn haldinn í Bíó- húsinu, og var það fullskipað út úr dyrum. Gjallarhornum hafði verið komið fyrir á húsinu, og stóð mikill mann- f jöldi fyrir utan og hlýddi á það, sem fram fór. — Er tal- ið, að um 700 manns hafi ver- ið á fundinum. Bæjarstjóri setti fundinn og tilnefndi fundarstóra Gunnlaug Sigurðsson og til vara Aagé Schiöth. Erlendur Þorsteinsson alþingismaður hafði framsögu um verksmiðjumálið, og talaði Frb. á 4. sföu. vetna vart. Þjóðverjar hafa stöðváð járnbrautarsamgöngur til Danmerkur vegna mikilla flutninga á járnbrautum annars staðar í landinu. Þýzkalandsmegin við landa- mæri Holllands hafa verið sett- ar upp gaddavírsgirðingar og loftvarnabyssur. Ðanir og Svíar lýsa yfir hlntiepi sinu. Sjóliðar og strandvarnastór- skotalið hefir verið kvatt til vopna í Svíþjóð. Per Albin Hansson forsætisráðherra lýsti yfir því í gær, að allar nauð- synlegar ráðstafanir hefðu ver- ið gerðar til þess að vernda hlutleysi Svíþjóðar, og frekari ráðstafanir myndu verða gerð- ar, ef styrjöld brytist út. Dr. Munch, utanríkismála- ráðherra Dana, lýsti yfir því í gær, að Danir myndu gæta hlutleysis í hvívetna og kvaðst vona, að þeir gætu skipt bæði við Breta og Þjóðverja, þótt til styrjaldar kæmi. Danir haf a her og flota, sagði ráðherrann, en vona fástlega, að það þurfi ekki að grípa til vopna til þess að vernda hlutleysi sitt. ÞJzkaiand heitir Beigin og Hoilandi friði. i Franskir terka- menn segja skil- ið við korai^ únista. Fólkið ræðst á skrifstofn fiokksins í Paris. LONDON í gærkveldi. FÚ. m/|ÚGUR manns í Par- ¦*¦ » ís gerði árás á aðal- bækistöð franska koimmm- istaflokksins í gærkveldi, og fólk, sem safnazt hefir saman, er lögreglan hefir gert húsrannsóknir í skrif- stofum kommúnistablað- anna, hefir enga andúð lát- ið í ljós gegn lögreglunni. Verkamenn víða um Frakkland hafa sagt sig úr kommúnistaflokknum vegna óánægju yfir þýzk- rússneska sáttmálanum. LONDON í morgun. FÚ. JAPANSKA stjórnin hefir beðizt Iausnar. Orsökin er sögð sú, að með þýzk-rússneska sáttmálanum hafi skapazt al- gerlega nýtt viðhorf, og þar sem stjórnin hafi nýlega gengið frá stefnuskrá gagnvart Evrópu, sem ekki verði framfylgt, telji hún rétt að biðjast lausnar, og verði það hlutverk nýrrar stjórnar að marka nýja stefnu. Enginn gömlu ráðherranna mun verða í hinni nýju stjórn. Japanir eru farnir að flytja herlið sitt burt frá landamærum Hongkong, og eru átta herflutn- ingaskip komin á vettvang til að annast flutningana. í Washington hefir verið gengið frá tilskipunum um breytingar á framkvæmd hlut- leysislaganna.' Fregnum ber ekki saman um það, hvort þess- ar tilskipanir verði látnar ganga í gildi strax, eða þingið verður kallað saman. Sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi hefir tilkynnt Banda- ríkjamönnum það, að allt far- þegarúm milli Englands og Bandaríkjanna sé upp pantað næstu viku, en reynt verði að fá erlend skipafélög til þess að láta skip sín koma við í Eng- landi og flytja fólk vestur um haf. Mítt ævintfri eftir B. G. Andersenhvrjarámorgnn ¥ DAG er lokið hér í blaðinu ¦"¦ hinu skemmtilega æfintýri H. C. Andersens, Hans klaufi. k morgun hefst annað ævintýri, Frh. á 4. síÖsíu SalísIMaraflinn er nú orð- inn um 200 trósnnd tunnnr. í morgun var sögð góð veiði á Haga- nesvík, enda er veður þar mjög gott. Sendiheerra Þjóðverja 1 Belgíu hefir farið á fund Leo- polds Belgíukonungs og sagt honum, að þýzka stjórnin vildi Frh. á 4. síðu. , ! JÖLDI SÍLDVEIÐA- SKIPA var í morgun á Haganesvík að veiðum, og voru flest þeirra með bátana úti. Sólskin og blíða er nú fyrir Norðurlandi og ágætt veiðiveður. Lítil bræðslusíld hefir komið til verksmiðjanna síðastliðna viku, og hefir magn þeirra frá síðustu helgi því lítið breytzt. Er bræðslusíldaraflinn <orðinn mjög miklu minni en á sama tíma í fyrra. Söltun var á laugardagskvöld- ið orðin 186,727 tunnur, en á sama tíma í fyrra var búiS að salta í 242,260 tunnur, svo að segja má, að við höldum furðan- lega í aflamagnið í fyrra hvað saltsíldina snertir. Frh. á 4- síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.