Alþýðublaðið - 28.08.1939, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.08.1939, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 28. AGCST 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Milgoiio Hitlers og St Franz von Papen, hinn gamli njósnari og lukkuriddari, sem nú er talinn slyngasti samn- ingamaður pýzka nazismans. ÞEGAK HITLER OG STALIN gerðu vináttusamning sinn um daginn, kom það í ljós, að von Papen, fyrrverandi varakanslari í Þýzkalandi og seinna sendiherra Þjóðverja í Vínarborg, hafði dvalið austur í Rússlandi á laun, til þess að undirbúa samninginn af hálfu Þjóðverja. í tilefni af þessu birtir Alþýðublaðið eftirfarándi grein um hann, þar sem glöggt kemur í Ijós, að von Papen liefir átt ærið grugg- uga fortíð, enda er liann í dag eitt af illræmdustu verkfær- um þýzka nazismans í alþjóðaviðskiptum. «------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIBSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5621 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝ©UPRENTSMI©JAN ♦---------------—---------♦ Stríðshættan. AÐ virðist nú svo að styrj- öld verði ekki umflúin, og aðeins tímaspursmál hvenær hún brýzt út. Þó styrjöld yrði afstýrt nú í bili, myndi ekki þar með náð því, sem þarf til þess að framtíðarfriður haldist, því það, sem þarf að verða til þess að varanlegur friður fáist, er að þau stórveldi, sem nú fylgja einræðisstefnunum, nazisma, fasisma og kommúnisma, hverfi frá þeim og taki upp lýðræðis- skipulag. í stað þeirrar tor- tryggni og f jandskapar, sem ein- ræðisöflin skapa milli þjóðanna, þarf að koma sáttfýsi og vin- átta. Einræðisöflin verða tæp- ast brotin á bak aftur nema í styrjöld. Hinar ánauðugu þjóðir megna ekki að leysa sig á annan veg. Við hér á íslandi munum eins og aðrar þjóðir finna afleiðing- ar stríðsins, er það brýzt út. Við munum þá verða að búa meira að því, sem hér er hæg't að framleiða, en verið hefir undanfarið. Að sjálfsögðu er stjórn og þingi skylt að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að birgja landið að nauðsynjavör- um að svo miklu leyti sem unnt er. Að vísu er þar ekki hægt um vik, nema með lántökum, því viðskipti vor eru svo bundin við ákveðin lönd, þ. á m. þau lönd, sem okkur yrði ómögulegt að skipta við, ef ófriður yrði, og frá þeim löndum er ekki unnt að fá þær vörur, sem oss er mest nauðsyn að birgðir séu af í landinu þegar stríð byrjar. Þær vörur, sem mesta nauð- syn ber til að birgja landið af, eru olía, kol og salt, auk mat- væla. Annars staðar á Norður- löndum munu ríkisstjórnirnar nú þegar hafa allt tilbúið til þess að skammta þau matvæli og aðra nauðsynjavöru, sem erfiðast er að fá aðflutta í ó- friði, og hið sama mun ríkis- stjórnin hér vafalaust hafa und- irbúið. Almenningur hér væntir þess, að ríkisstjórnin geri allt, sem unnt er til þess, að tryggja nauðsynjavörur til landsins, og þó ófriðarhættan ef til vill líði nú hjá í svip, má ekki láta það blekkja sig frá því að halda á- fram í þá átt, því styrjöld virð- ist óhjákvæmilg innan skamms, ef hún ekki brýzt út næstu daga. Þó sjálfsagt sé að gera þær kröfur til ríkisstjórnarinnar, að hún geri allt, sem í hennar valdi stendur, er jafn sjálfsagt að gera þær kröfur til borgaranna í landinu, að þeir veiti það lið hver og einn, sem þarf til þess að þær opinberu ráðstafanir, sem gerðar verða, megi sem bezt takast. Ró og stilling eru þeir kostirnir, sem beztir eru þegar NAFN von Papens er tákn- rænt og vekur ömurlegar endurminningar. Hlæjandi og ó- snortinn gengur hann frá einu hneykslinu til annars. ítalir mundu kalla hann „jettatore“, manninn með vonda augnaráðið. Fyrsta skipti, sem nafn hans varð frægt, var það í sambandi viÖ atvik, sem kostaði marga af samstarfsmönnum hans iífið eða frelsið. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út, var hann hernaðarráðunautur þýzku sendisveitarinnar í Was- hTngton, en eftir eitl ár var hann kallaður heim samkvæmt kröfu ameríksku stjórnarinnar, sem þótt- ist hafa nægar sannanir fyrir því, að hann hefði skipulagt fjölda sprengjuárása á amerísk skip, og haft í frammi ýmsa aðra skemmdarstarfsemi, sem hafði mikil áhrif á almenningsálitið i Bandaríkjunum. Skipið, sem von Papen fór með til Þýzkalands, var eign hlutlausrar þjóðar og Ikom við í enskri höfn á leiðinni. í ferðatöskum sínum hafði hann mfkið af skjölum, sem ensku toll- stjórarnir rannsökuðu auðvitað, þegar skipið kom í höfn i Fal- mouth. Meðal annars, sem þeir fundu, var ávisanahefti, sem í voru rituð með mikilli nákvæmni nöfn allra hinna þýzku agenta, sem voru í Bandaríkjunum, og fengu laun hjá sendisyeitinni. Á ýmsum tímum hefir miki'ð verið reynt til þess að krefja von Papin reikningsskapar vegna þessa rnáls, og annars máls, sem kom fyrir árið áður, þegar hann tapaði í járnbrautarlest milli Washington og New York skjala- tösku með mikilsvarðandi hern- aðarleyndarmálum, en honum hef ir alltaf tekizt að hindra máls- sókn. Þegar hann, í heimsstyrjöldinni var yfirmaður 4. tyrkneska hers- ins, kom líkt atvik fyrir hann. Af einskærri ógætni lét hann enskt riddaralið koma sér í opna skjöidu. Hinn þýzki herforingi flýði eins og fætur toguðu og skildi eftir mikilsvarðandi skjöl, sem féllu í hendur Englendinga með þeim afleiðingum, að hinar hernaðarlegu áætlanir Tyrkja urðu að engu. Von Papen og vinir hans. Þegar heimsstyrjöldinni var lok ið, fór von Papen að taka öfl- (igan þátt í pólitíkinni. Hann var mikill vinur Schleichers, Hugen- hættan vofir yfir, og þeir menn vinna illt verk, sem æsa fólk upp og fjandskapast við hverja tilraun til úrbóta. Slikt geta menn leyft sér þegar allt er með felldu, en ekki þegar ófrið- arskýin grúfa yfir þjóðunum. bergs, Brunings og von Blorn- bergs og varð leiðandi maður meðal þessara áhrifamiklu manna Vinátta hans við Hindenburg var mjög sérkennileg. Hinn aldraði heíðurskrýncli herforingi barhin'a mestu virðingu fyrir yfirstéttar- mannínum von Papen og hlust- aði á orð hans eins og hann væri spámaður. Vegna þessa sambands síns við Hindenburg hafði von Papen í raun og veru örlög Þýzkalands í hendi sér í marga mánuði og gat notað þau eins og hann vildi. Til alirar ógæfu hafði hann hugsað sér, að gera Adolf Hit- ler að þeirri ösnu, sem hann héldi innreið sína á í ’liið endurreista Þýzkaland junkaranna. Það var nú samt sem áður ekki, og í sögunni verður von Papens get- ið sem eins af stofnendum þriðja ríkisins gegn vilja sínum. Um leið og von Papen uppgötvaði þessi hræðilegu mistök sín, byrj- aði hann samsærisstarf sitt. Hann kom sér í mjúkinn hjá foringjum ríkisvarnarliðsins, og virðist í byrjun ársins 1934 heppnast að 'sameina íhaldsöflin. Blöðin, sem hann hafði eftirlit með, urðu djarf- ari, og Göbbels var neyddur til að taka þau af honum. Blóðbaðlð 30. Júni. I miðjum júlímánuði 1934 áleit hann sig svo liðssterkan, að hann þorðí áð hefja opinbera baráttu. Þann 18. júní hélt hann Væðu í Marburg, þar sem hann kastaði hanzkanum að æstari arminum i nazistaflokknum, og í þessari ræðu kom hann með eftirtektarverða gagnrýni á sum- Um höfuðkenningum nazismans. Meðal annars skýrði hann frá þvi, að kenningin um það, að það ætti aðeins að vera einn sterkur pólitískur flokkur, væri ekki annað en millibilsástand. Hann hóf bitra árás á Göbbels og sagði, að ekkert gott gæti leitt af því að hefta hið frjálsa orð. Hann fordæmdi trúmála- stefnu þriðja ríkisins með skýrum orðum, og sagði að meðal hinna trúuðu væru kraftar, sem ofbeld- ið réþi ekki við. Hann gerði gys að þeim, sem dáðust að ofbeld- inu, og þeim nazistum, sem væru á móti frelsinu, og gaf í skyn, að sá, sem ógnaði fallöxinni mundi sjálfur lenda undir henni að lokum, en sterkustu orðun- um beindi hann þó aÖ fjármála- póUtik þriðja ríkisins, og þá eink- um þeim mönnum, sem tilheyrðu hinum róttækari armi flokksins. „Það er nú um það aÖ ræða“, hrópaöi von Papen „hvort Þýzkaland hefir gert þjóðernislega byltingu til þess að framkvæma stefnuskrá bolsévíka“. Ræðan gekk út á þaö, að nú eigi í eitt skipti íyrir Franz von Papen. öll, að vera lokið hinuin bylting- arfcenndu breytingum í hinu þýzka þjóðfélagi. Þessi árás á nazistaflokkiim hafði nærri því kostað von Pap- en lífið. Göbbels, sem alltaf hafði hatað hann af logandi ofstæki, neyndi þann 30. júní að ná hon- um á sitt vald, en aðrir, senni- lega menn Görings, urðu íljót- ari til. 1 24 klukkustundir var hinn þýzki varakanzlari einangr- aður. Óvinir von Papens hafa oft lýst honum sem fávita. Ein sönn- un öllum öðrum sönnunum betri, um slægð hans og hæfileika, er sú, að honum heppnaðist undir þessum stórhættulegu kringum- stæðum, ekki einasta að bjarga lífinu, heldur að verða sendiherra l Vínarborg. Þessi staða var auð- vitað nokkrum þrepum neðar en varakanzlarastaðan, en var þó skárri en að leggjast undir græna torfu ásamt nánustu samstarfs- mönnum sinum, Jung og von Bose (sém höfðu samib fyrirhann Marburgræðuna) í byrjun júm- mánaðar 1934. Þeir 24 klukku- tímar, sem hann var einangraður, eru leyndardómsfyllstu atriðin í ævi von Papens, og á hvern hátt honum hefir tekizt að kaupa sér frelsi, veit sennilega enginn, nema hann sjaifur og Adolf Hitler. Starf hans í Anstnrriki. Það var litið á embættisveit- ingu hans í Vínarborg sem eins konar útlegÖ, og það var ekki fyrr en seinna, sem það kom í /jós, að hann átti að sinna þar sérstöku starfi, og Hitler hafði sýnt ennþá einu sinni hina furðu- legu hæfileika sína til þess að setja réttan mann á réttan stað. Hann hafði sérstaka aðstöðu til þess að geta starfað í Austurríki. Samkvæmt trúarbrögðum sinum og vegna ættar sinnar gat hann náð ágætu sambandi við ka- þólska aðalinn. Hann var góður vinur Starhembergs, foringja hins hálffasistiska „heimavarnar- liðs“, og naut mikillar hylli kon- ungssinna. Vegna vináttu sinnar við Paoelli kardínála, núverandi páfa, hafbi hann góð sambönd við Vatíkatiið, en afstaða páfans hefir alltaf haft mikla þýðingu í sambandi við vandamál, sem snerta Austurríki. I upphafi beitti von Papen mik- illi varkárni meðan hann var að ná hinum ýmsu samböndum. Það fyrsta, sent hann lét til sín taka af austurríkskum innanríkis- málum var fall Starhembergs. Þa'ð var árangurinn af samstarfi von Papens og páfans. I lok ársins 1936 lenti yon Papen ennþá einu sinni í erfið- leikum- Andstæðingar hans heima í Þýzkalandi, en Göbbels var þeirra hættulegastur, ákærðu hann fyrir það, að hann ynni fyrir sjálfan sig í Vinarborg verk, sem ekki þyldu dagsljósið, og reyndu að koma af stað málsókn á hendur honum fyrir föðurlands- svik, en Hitler hélt verndarhendi sinni yfir honum — • hann. var ekki ennþá búinn a'ð vinna hlut- verk sitt. Tnnlimun Austurríkis i Þýzka- land, sem ai) miklú leyti var á- rangur af starfi von Papens, var næm' því or'ðin drápshögg á hann persönulega. Yfirmanni þýzku leynilögreglunnar, Himm- ler, sem bar töluverða viröingu fyrir hinum kaþólska hástéttar- manni, heppnaðist að komast yf- ir trúnaðarbréf, sem hinn þýzki sendiherra hafði skrifað austur- ríkskum stjórnmálamönnum, og í þessum bréfum kom fram allt annað en nazistískur hugsunar- háttur. Me'ðal þeirra austurrikskra ríkisskjala, sem heppna'ðist að bjarga yfir til Lundúnaborgar, er eitt skjal, seni sagt er hiðhneyksl anlegasta fyrir von Papen. Enn á ný báru hinir hefni- gjörnu fjandmenn hans fram kröf una um það, að von iPapen skyldi gerður óskaðlegur og aftur hélt Hitler yfir honum verndar- hendi. Menn eiga erfitt með að hugsa sér að nokkur saniúð sé ríkjandi milli „foringjans“ ogvon Papens, en sennilega þarfnast æðsti maður þriðja ríkisins hins fingrafima stjórnmálamanns til annarra myrkraverka. Þessi ógæfa von Papens þurfti þó að kosta eitt mannslíf. Viku eftir að Þýzkaland og Austur- ríki voru sameinuð, fannst hinn trúi einkaritari hans, von Kettler, Idauður 1 Vínarborg. Opinberlega var tilkynnt, að hann hefði fram- ið sjálfsmorð. Eftir innlimun Austurríkis var von Papen gerður að sendiherra suður á Tyrklandi til þess að ná því í net Þýzkalands. En þar brást honum bogalistin. Brezki sendiherrann reyndist slyngari og Tyrkland ger'ði bandalag við Eng land. En þá var von Papen send- ur á laun til Moskva, og hefir þar nú kórónað hinn grugguga og æviritýralega æviferil sinn i:em milligöngumaður Hitlers og Stalins, nazismans og kommún- ismans. FtettræfllllBi, sem varð mllljéBamæringnr. Franz von Papen var liðs- foringi i herfylki í Dússeldorí. Fjölskylda hans var siður en svo fátæk, og líf hins unga liösfor- ingja var'ð snemma mjög viðburð arríkt- Hann fór a'ð, eins og svo margir aðrir liðsforingjar, og fór að draga sig eftir riku konuefni, dóttur iðnaðarkonungsins Boch- Galhaus, Marthe von Boch, og giftist henni svo síðar meir. Við giftinguna komst hann i hóp mill jónamæringa, og hafði því efni á að kaupa sig upp í hærri stöðu innan hersins. Hann hafði orð á' sér fyrir að vera flottasti liðsfor- inginn í þýzka hernum og átti það líka skilið, enda var hann óspar á peninga tengdaföður slns. Engihn gat orðið ósnortinn af tiguleik von Papens, ekki einu s’inni þeir, sem mest höfðu út á líferni hans að setja. Von Papen er mjög góður ræðumaður, og er sagður vera bezti útvarpsræðumaður Þýzka- lands, en svo lengi sem Josef Göbbels lifir og er útbreiðslu- málaráðherra, þá eru ekki mikl- ar likur á því, að Papen komist nálægt þýzka hljóÖnemanum. Einu sinni lýsti Papen sjálfum sér sem „útvarpsprýði11. Ekki má loka augunum fyrir hinni sterku trúhneigÖ þessa furðulega samansetta manns. Hann er páfalegur kammerherra og einn af æðstu mönnum hinnar alþjóðlegu kaþólsku riddarareglu. Eins og áður er sagt, er hann í mkilum kunningsskap við nú- verandi páfa, en aftur á móti hafði Pius XI. mikla andúð á honum, og leit svo á, að hann hefði svikið kirkjuna. í eitt skipti kynokaði páfinn sér meira að segja við því að taka á móti von Papen, þegar hann ferðaðist til Rómaborgar til þess að reyna að miðla málum milli Þýzika- lands og páfaríkisins. Kaupum tusbur og strigapoka. IW Húsgagnavinnuatofan Baldursgötu 30. Sfmi 4166. Kaupið Alþýðublaðið! Hraðfertftir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgárnes. — M.s. Laxfoss annast sgé- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BMieiðastiið Is- lands, sími 1540. BifreiðastHð Akareyrar. Hinar vinsælu hraðferðir Steindérs til 4kureyrar um Akranes erus Frá Reykjavík: Alla mánudafa miivikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Jaugardaga ©g sunnudaga. Afgreiðsln okkur á Akureyri er á bif- reiðastðð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. AMar ©ltkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndór

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.