Alþýðublaðið - 28.08.1939, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.08.1939, Qupperneq 4
MÁNtlDAGUE 28. AGÖST 1939. ISiGAMLA BlðS IKrenízer- I sónatan Áhrifaraikil mynd tekin eftir skáldsögu Leos Toistoi. Aðalhlutverkin leika: Lil Dagover, Per Pet- ersen og Albrecht Schoenhals, L O. G. T. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fræði og skemmtiatri'ði annast frú Sig- urjóna Jakobsdóttir frá Akur- eyr.i, hr. Pétur Zophöníasson, og hr. Guðmundur Karlsson. Skýrsla um hina vel heppnu'öu skemmti- og berjaför á sunnu- daginn var. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fundur í kvöld. Inntaka nýrra félaga. Erindi: Ág. Jóhannesson. Upp- lestur: Einar Björnsson. Fjöl- sækið stundvíslega. — Æ.t. Kominn heim Bergsveinn Ólalsson læknfr. Seljum þessa viku kjóla frá kr. 22,00. Peysur frá kr. 9,00. Notið tækifærið. VERZL. GULLFOSS. Austurstræti 1. „Dettifoss“ fer í kvöld kl. 8 um Vest- manneyjar til Grímsby og Hamborgar. ORÐSENDINGAR HITLERS OG DALADIERS. í Frh. af 1 .síðu. einhver frönsk borg, til dæmis Marseille, hefði sömu aðstöðu og Danzig nú, þá veit ég, hvað þér mynduð gera. Ég er Þjóð- verji, og þér vitið einnig, hvað ég mun gera.“ Siðasta viðtai Hitlers og fransBa sendiherrans. Franska hermálaráðuneytið hefir tilkynnt opinberlega, að Hitler hafi enn talað við franska sendiherrann í Berlín í dag og sendiherrann tilkynnt honum, að Frakkar fylgdu þeirri stefnu, sem Daladier hefði gert grein fyrir í útvarpsræðu sinni. Hefði Hitler þá tilkynnt sendiherran- um, að hann gæti ekki fallizt á tillögur Daladiers um beinar samkomulagsumleitanir milli Þjóðverja og Pólverja og ekki lengur þolað það ástand, sem ríkjandi væri á pólsk-þýzku landamærunum. Hann kvaðst harma það, ef afleiðing þess skrefs, sem hann kynni að verða að taka, leiddi til þess, að blóði franskra og þýzkra manna yrði úthellt. BORGARAFUNDUR Á SIGLU- FIRÐI. Frh. af 1 .síðu. hann í IV2 klst. Rakti hann mál- ið frá byrjun til enda og vítti framkomu meirihluta ríkis- stjórnar og meirihluta verk- smiðjustjórnar. Var ræðu hans tekið með dynjandi lófataki. Stjórn síldarverksmiðja rík- isins hafði verið boðið á fund- inn. Mætti stjórnin öll. Þegar Erlendur hafði talað, var lýst til- lögu um, að verksmiðjustjórn- inni yrðu ætlaðar 40 mínútur, og skyldi skipta þessum tíma jafnt milli meiri- og minnihluta stjórnarinnar, en í meirihlutan- um eru Þormóður Eyjólfsson, Sveinn Benediktsson og Þor- steinn M. Jónsson, en þeir Finn- ur Jónsson og Jón Þórðarson í minnihlutanum. Þormóður og Sveinn vildu ekki hlýta þessu, og er það var samþykkt, ruku þeir af fundinum. Til máls tóku á fundinum: Ole Hertervig, Gunnar Jóhanns- son, Finnur Jónsson, Aage Schiöth, Jón Gíslason, Þórodd- ur Guðmundsson og Erlendur Sigurðsson verkamaður úr Rauðku. Var öllum ræðumönn- um tekið fádæma vel. Að umræðum loknum var eft- irfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Almennur borgarafundur, haldinn að tilhlutun bæjar- stjórnar Siglufjarðar sunnudag- inn 27. ágúst 1939, mótmælir eindregið því, hvernig meiri- hluti ríkisstjórnarinnar hefir hindrað endurbyggingu og stækkun síldarverksmiðju Siglufjarðar, „Rauðku“, .þrátt fyrir nauðsynina á afkastaaukn- ingu síldarverksmiðjanna í landinu, og þrátt fyrir það, þótt bærinn væri búinn að fá tilboð um hagstætt lán án ríkisá- byrgðar. Þar sem engar fram- bærilegar ástæður hafa komið fram fyrir þessu óskiljanlega framferði, krefst fundurinn þess, að ríkisstjórnin taki málið til meðferðar á ný og veiti leyfi til að endurbyggja „Rauðku“ með 5 þúsund mála afköstum á sól- arhring og leggi að öðru leyti engan stein í göíu málsins. Enn fremur skorar fundurinn á stjórn Útvegsbankans að standa við áður gefin loforð um ábyrgð á erlenda láninu til endurbygg- ingar Rauðku.“ Þá kom fram ályktun undir- rituð af 24 verkamönnum svo- hljóðandi: „Almennur borgarafundur, haldinn á Siglufirði 27. ágúst 1939, skorar á Þormóð Eyjólfs- son að ieggja niður umboð sitt í bæjarstjórn Siglufjarðar. Lít- ur fundurinn svo á, að hann sé algerlega búinn að fyrirgera rétti sínum sem bæjarfulltrúi með framkomu sinni í Rauðku- málinu og ýmsum fleirum vel- ferðarmálum Siglufjarðar. Fundurinn skorar enn fremur á bæjarstjórn að samþykkja sams konar áskorun.“ Var þessi áskorun samþykkt með öllum atkvæðum fundar- manna gegn einu. Fundurinn fór mjög vel fram, og standa Siglfirðingar sem einn maður 1 þessum málum. Eimskip. Gullfoss kom til Önundarfjarð- gr kl. 9 i morgun, Goðafoss fer í da.g frá Hull áleiðis til Vest- mannaeyja, Lagarfoss er fyrir noröan, Dettifoss fer kl,. 8 í kvöld' Brúarfoss er í Grimsby og Sel- foss í Antverpen. Hitler ávarpaði í gær í kanzl- arabústaðnum þá ríkisþings- rnenn, sem staddir voru 1 Berlín. Ekkert hefir verið tilkynnt um, hvers efnis ræða hans var, nema það eitt, að hann hafi rætt um hinar alvarlegu horfur. Lepisamningar i nm Póliand og EystrasaMin. „Manchesíer Guardian“ um saranmgmn í Moskva. LONDON í fyrrakv. FÚ. ENSKA blaðið „Man- chester Guardian“ segir í dag í hvassyrtri forystugrein, að enginn vafi sé á því, að í sambandi við þýzk-rússneska sátt- málann séu víðtæk undir- mál, sem hafi allt annað inni að halda en orðalag sáttmálans er, og að undir- mál þessi muni vera um það, að þessir aðilar skipti Póllandi á milli sín, ef nauðsyn krefur, og fari þannig fram við Eystra- saltsríkin, sem heppilegí megi þykja án íhlutunar hvors annars. Enska stórblaðið „Daily Express11 tekur í sama streng, að enginn vafi sé á því, að leynileg bókun fylgi sáttmálanum, og nái hún ekki einungis til Pól- lands og Eystrasaltsríkj- anna, heldur einnig til Balkanríkjanna. Frá meistaramótinn í gærdag. ðldunoahlanplð vaktl mikinn fðgnuð. T GÆR fóru fram hátiÖahöld í sambandi viÖ meistaramót tslands. Hófust þau meö þvi, að íþróttamenn gengu undir fánum frá K. R.-húsinu til Alþingishúss- ins. Þar flutti Jakop Möller stutta ræÖu, en eftir það var gengið áfram til íþróttavallarins. Gekk Lúðrasveit Reykjavíkur í broddi fylkingar. Er þangað var komið, hélt Ben. G. Waage, forseti í. S. !., ræðu, en að henni lokinni hófust íþróttimar. Fyrsta keppn- in var í 5x80 m. boðhlaupi stjóma íþróttafélaganna. 1. F. H. 48,2 sek. 2. K. R. 50,3 — 3. Ármann 50,5 — Önnur keppnin var í 5x80 m. öldungahlaupi. 1. Ármann 57,2 sek. 2. K. R. 57,2 — 3. í. R. 57,7 — Af báðum þessum hlaupum höfðu áhoríendur hina mestu á- nægju, sérstaklega þó öldunga- hlaupinu. Síðan hólfst meistara- mótið, og var keppt í þessum sjö greinum: 100 m. hlaup. Sveinn Ingvars- son, K. R. 11,6 sek. Jóhann Bern- hard, K. R. 11,7 sek. Jóhannes Einarsson, F. H. 12,0 sek. 1500 m. hlaup: Sigurgeir Ár- sælsson, Á. 4,11,1 min. (met 4,11,0). Ólafur Símonarson, Á. 4, 19.1 mín. Indriði Jónsson, K. R. 4,26,9. 10000 m. hlaup: Indriði Jóns- son, K. R. 35,45,7 mín. Magnús Guðbjörnsson, K. R. 38,38,0 mín. Jón H. Jónsson, K. R. 41,01,7 mín. 1000 m. boðhlaup: K. R. 2,09,7 mín. Ármann 2,09,8 mín. F. H. 2.15.1 mín. Kúluvarp: Sigurður Finnsson, K. R. 13,14 m. Kristján Vattnes, K. R. 13,05 m. Jens Magnússon, Á. 12,79 m. I DAQ Næturlæknir er Katrín Thor- oldsen, Egilsgötu 12, sími 4561. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki, ÚTVARPIÐ: 19,00 Síldveiðiskýrsla Fiskifé- lagsins. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Sumarþættir. 20,50 Hljómplötur: a) Kvartett í A-dúr, eftir Schumann. b) 21,25 Endurtekin lög. Þjóðvíljinn og friðurinn. 1 síðast liðinni viku sýndi Þióð- viljinn á átakanlegan hátt þær ógöngur, sem hann er komin í vegna samningsmakks vinanna frá Moskva og Berlín, þeirra Stalins og Hitlers. Einn daginn skrifar blaðið á fyrstu síðu um það mikla friðarstarf sem Stalin hafi unnið með samningi sínum við Hitler, en á sömu síðu kemur árangur friðarstarfsins í ljós í grein undir þriggja dálka svo- H'fjóðandi fyrirsögn: „Árás Þjóð- verja á Pólland yfirvofandi“ og í sama blaði er spurt, hvernig ísland sé búið undir hið yfirvof- andi stríð. Þannig hefir friður- inn verið tryggður með samningi Hitlers og Stalins!! Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur minnir á, að skrifstofa félags- Ins er í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu, 6. hæð, og er opin frá kl. 5,15 til 7,15 alla virka daga nema laugardaga. Sérstaklega eru hverfisstjórarnir beðnir að ■setja sig í samband við skrifstof- una og helzt að koma þangað. Sími sRrifstofunnar er 5020. NIRÆÐ KONA SEGIR FRÁ. Frh. af 2. síðu. full af fjöri, og gáfur hennar eru óskertar. Hún hefir nú lifað næst- um því tvo mannsaldra og séð stórfelldustu breytingar, sem yfir þetta land hafa gengið. Þó að hún líti á heiminn sínum gömlu augum, skilur hún hann og við- fangsefni hans. , Fyrir utan gluggann hennar eru litlir pottormar að leika sér að fótbolta. Um leið og hún er kvödd, segir hún brosandi: „Ég hefi oft gaman af þessum snáðum þarna fyrir utan. Þeir eru á hverju kvöldi héma fyrir utan gluggann minn. Stundum em þeir nokkuð uppivöðslusamir, en því gleymi ég nú fljótt. Þetta er svo ungt, og því þykir gaman að leika sér.“ NÝTT ÆVINTÝRI. Frh. af 1. síðu. Svanirnir, og mun það verða vinsælt meðal lesenda, ekki síð- ur en hin ævintýrin. BELGIA OG HOLLAND. Frh. af 1. síðu. hafa sem bezta sambúð við Belgíumenn og Þjóðverjar myndu ekki gera árás á landa- mæri Belgíu, þó að til styrjald- ar kæmi, meðan Belgíumenn gættu strangasta hlutleysis. Sendiherra Þjóðverja í Hol- landi fór á fund Velhelmínu Hollandsdrottningar í dag og mun hafa haft þar svipaðan boðskap að flytja. Sleggjukast: Vilhjálmur Guð- mundsson, K. R. 41,24 m. (nýtt ísl. met). Helgi Guðmundsson, K. R. 32,26. Gísli Sigurðsson, F. H. 29,19 m. Stangarstökk: Hallsteinn Hin- rxksson, F. H. 3,20 m. Þorsteinn Magnússon, K. R. 3,20 m. Sigurð- ur Steinsson, í. R. 3,10 m. Frekari lýsing á keppnunum verður að bíða næstu íþróttasíðu. Kartðflnr, 30 anra kg. Gulrófur, 30 anra kg. Rabarbarí, 35 aara kg. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. U NÝJA BÍQ ÍZ Hvar varst frá i nótt Bráðskemmtileg Wienar- kvikmynd með dillandimús- ík og söngvum eftir hið fræga tízkutónskáld. Robert Stolz. Aðalhlutverkin leika fræg- ustu gamanleikarar Þjóð- verja: Paul Hörbiger, Hatma Weay, Leo Siezak, Hermann Thimig og gamla konan Adele Sandrock. Miðbæjarskólinn. Börn í Miðbæjarskólahverfi, sem stunda eiga nám í skólan- um, komi í skólann eins og hér greinir: Fimmtudaginn 31. ágúst, klukkan 9 árdegis, komi 10 ára börn, fædd 1929; klukkan 10 9 ára börn, fædd 1930; klukkan 1 síðdegis 8 ára börn, fædd 1931, og klukkan 3 komi 7 ára börn, fædd 1932, Héraðslæknir skoðar börnin föstudag 1. september. Koma 10 ára drengir klukkan 8 að morgni x skólahúsið; stúlkur á sama aldri klukkan 9; 8 ára drengir klukkan 10 og stúlkur á sama aldri klukkan 11. Klukkan IV2 eftir hádegi komi 7 ára drengir, stúlkur á sama aldri klukkan 3; 9 ára drengir klukkan 5 og 9 ára stúlkur klukkan 6, Undirriíaður sinnir viðtölum í skólahúsinu klukkan 11 til 12 f. h. og 5 til 6 síðdegis, sími 4862. Kennarafundur verður 1. september, klukkan 5 síðdefia. HALLGRÍMUR JÓNSSON, skölastjóri. SmásSIuverð á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Heller Virginia Shag í 50 gr. pk. kr. 1.25 pr. Goldgulden -50 — 1.30 — Aromatischer Shag .50 — 1.30 — Feinreichender Shag .50 — 1.35 — Blanke Virginia Shag .50 —- 1.30 — Justmans Lichte Shag .50 — 1.20 — Moss Rose .50 1.45 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Tébakseinkasala ríkisins. Nú iim næstu mánaðamét fulla dráttar- vextir á 2. hluta útsvara til hæ|ars|éðs Reykjavíkur 1939. Þeir, sem greiða áí» svarið að fullu um máuaðamétin, verða ekki krafnir um dráttavexti, sem pegar kunu að vera fallnir. SILDIN. Frh. af 1. síðu. Á Siglufirði var saltað í gær og til kl. 12 í nótt 6507 tunnur, og er það, sem saltað var í gær, alls ekki talið með í heildar- íölunni hér að ofan, svo að nú mun söltunin komin upp í um 200 þúsund tunnar alls á land inu. Það sem nú er saltað er aðal lega matjessaltað, og er lögð á- herzla á það af síldarútvegs- nefnd að fá nóg í fyrirframsölur á matjesmarkaði. Barnaheimilið Vorboðinn biður aðstandendur barnanna, sem hafa verið á Flúðum í feium- ar að vitja þeirra í kvöld kl. 7 í Templarasund 3. Súðin var á Seyðisfirði í gærkvöldi. Drottningin er í Kaupmannakhöfn. fc a •*; _"í, '... ,JÍ : v J lí „Hvar varst þú I nótt“, 'heitir kvikmyndin, sem Nýja Bíó sýnir þessa dagana.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.