Alþýðublaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1939. BBH GAMLA BfÓ §|§i Sðngor móðnrinnar. Áhrifamikil og hrífandi fög- ur söngmynd. Aðalhlutverkin leika og syngja: Banjamino Gigli og Maria Cebotari. Grænmetissalan við Hótel Heklu er flutt á torgið við Stein bryggjuna. Þetta eru viðskipta- vinir mínir beðnir að athuga. Selt frá kl. 8—12 dag hvern. I. O. G. T. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. 8V2. Inntaka nýliða. Berjaförin næsta sunnudag. Hagskrárat- riði annast Guðný Guðmunds- dóttir, hr. Sigurður Ólafsson og hr. Runólfur Pétursson. Fé- lagar fjölmennið með nýliða. Æðstitemplar. BARNASTÚKAN Jólagjöfin nr. 107. Berjaför að Ljósafossi, sunnudaginn 3. sept. Lagt af stað af Lækjartorgi kl. 8V2 árd. Utanfélagsfólki heimil þátttaka. Fargjald fyrir fullorðna 5 kr. báðar feiðir, 2 kr. fyrir börn. Farmiðar afhentir í kvöld frá kl. 7—10, Skólavörðustíg 10, sími 1944 og Reykjavíkurvegi 11, simi 1272. Notið pessi kosta 'kjör. Gæzlumaður. Þjóðstjörn í Dan- Rauðhólar. DANSLEIKUR verður haldinn í Rauðhólum sunnu- daginn 3. september — og hefst kl. 8. Ferðir með strætisvögnum frá Lækjartorgi strax eftir klukkan 7 síðd. — Dansað verður á yfirtjölduðum palli. — Veitingar í Rauðhólaskála. ÁGÆT HARMÓNÍKUHLJÓMSVEIT. Nýtt Naitakjðt Nýtt Kjöt & Fiskur Símar 3828 og 4764. Nýtt tríppakjðt í buff og gullasch. Nýreykt hestakjöt. Nýtt lambakjöt. Bögglasmjör. Harðfiskur. Reyktur rauðmagi. Kartöflur og gulrófur frá Stokkseyri. Egg. Laukur. Ostar 0. fl. o. fl. KJötbúðin Njilsyötu 23 Sími 5265. M$. Ðronnino Alexandrine fer mánudaginn 4. sept. kl. 6 síðd. til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi á morgun. Fylgibréf yfir vörur komi fyrir hádegi á morgun. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Nýslátrað Diikðkiot Nýslátrað Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar KHÖFN í morgun. FÚ. C TERKUR orðrómur geng- ^ ur um það í Danmörku, að stjórn Staunings sé að at- huga möguleika á því, að taka fulltrúa úr stjórnarand- stöðunni inn í ríkisstjórnina. Fundi utanríkismálaráöherra Nor'ðurlandanna er lokið í Osló. Ræddu þeir um ástandið í al- þjóðamálum o,g voru fullkomlega sammála um að gera allt, sem auðið væri til þess að varðveita hlutleysi Norðurlanda og efla Tjárhagslega og viðskiptalega sam vinnu þeirra, ef til styrjaldar kæmi, svo að ætla mætti, að Norðurlöndin einangruðust frá því, sem nú er. Ráðstefna hófst í Kaupmanna- höfn um það, hversu hagkvæm- ast yrði að haga verndarstarfi fyrir almenning, ef til styrjaldar kæmi. St. Jóh. Stefánsson félags- málaráðherra situr ráðstefnuna. Franska stlörnin svarar sviknm kommlnista. LONDON 1 gærkveldi. FÚ. Franska stjórnin heldur á- fram að bæla niður starfsemi kommúnista. í Signufylki hafa 30 kommúnistar verið hand- teknir. Tveir menn hafa verið hand- teknir fyrir að dreifa út áróð- ursbæklingum. Bannaður hefir verið útflutn- ingur landabréfa, sem fjand- mönnum Frakklands gætu kom- ið að gagni. Drottningin fer væntanlega frá Vestmanna- eyjum í nótt. Þýzkt flutningasklp stððvað á hðfninni. 15 Hollendingar, sem eru á skipinu, neita að fara áfram til Þýzkalands. ÞÝZKT vöruflutningaskip kom hingað fyrir fáum dögum. Hafði skipstjórinn feng- ið skipun um að taka höfn í hlutlausu landi. Á skipinu voru auk þýzkra yfirmanna 15 Hollendingar, og undir eins og skipið kom hing- að í höfnina, neituðu þeir allir að vinna frekar á skipinu. Kvörtuðu þeir undan því, að þeir væru af yfirmönnum skips- ins leyndir því, hvað væri að fara fram í heiminum. að þeir fengju ekki að hlusta á útvarp o. s. frv. Óttuðust Hollending- arnir, að skipið færi til Þýzka- lands og að þeir myndu ekki komast þaðan. Skipstjórinn gekk á land, er hingað kom, en neitaði Hollendingunum um landgönguleyfi. Það varð þó úr, að tveir Hollendinganna fengu að fara 1 land, ásamt stýrimanni skipsins. Þessir menn sneru sér til hol- lenzka konsúlsins og höfðu tal af honum. Þeir neituðu síðan að fara aftur um borð, og í gær- kveldi fóru þeir héðan á dönsku skipi, sem ætlaði til Kanada. Enn eru um borð í skipinu 13 Hollendingar, sem allir neita að vinna nokkur störf og heimta að fá að fara í land, en auðvit- að hafa þeir hér ekkert dvalar- leyfi og auk þess ber þeim skylda til, samkvæmt ráðning- arsamningi sínum, að fylgja skipinu. Skipstjóri mun hins vegar sjá, að hann hefir lítið gagn af þeim, þar sem þeir neita að vinna. Skipstjóri mun hafa gert tilraunir til að fá íslenzka sjómenn til að ráða sig á skip- ið. Hefir hann látið í veðri vaka að skipinu verði ef til vill að- eins siglt til Noregs, en þó geti verið, að farið verði með það til Þýzkalands. Enn hefir ekki tekizt að fá neina íslendinga til að ráða sig á skipið. Sjómannafélagið neit- aði að stuðla á nokkurn hátt til þess. ttANNES Á HORNINU. Frh. af 2. síðu. nauðsynlegt. En fjöldi bifreiða- stjóra virðir ekki þennan rétt fót- gangandi manna og koma þjótandi á hroöaferð yfir þessar friðhelgu ræmur. Þegar lögreglan okkar vaknar, ætti hún að hafa hendur í hári þessara bifreiðarstjóra, sem mér íinnst verstir frá einni stöð.“ Hannes á horninu. I DAG Næturlæknir er Ófeigur Ófeigs- son, Skólavörðustíg 21A, sími 2907. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttír. 20,10 Veðurfregnir. 20.20 Híjómplötur: Göngulög- 20.30 íþróttaþáttur. 20,40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21,00 Húsmæðraþáttur: Hagnýt- ing berja (frú Guðbjörg Birkis). 21.20 Hljómplötur: a) Þjóðlög, sungin. b) Harmoníkulög. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok- Kartöflnr, 30 anra kg. Gulrófur, 30 aura kg. Rabarbari, 35 aura kg. BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. RSBI NÝJA Blð S Tviíarmn Dr. Clitterhouse Óvenju spennandi og sér- kennileg sakamálamynd frá Warner Bros. Aðalhlutverkin leika: Edward G. Robtnson, Claire Trevor, Humphrey Bogart o.'fl. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Útbreiðið Alþýðublaðið! 3 MILLJÓNIR FLUTTAR BURT. Frh. af 1. síðu. eftirtöldum borgum: London, Liverpool, Manchester, New- castle, Bradford, Edinburgh, Glasgow og fleiri iðnaðarborg- um, Samtals verða fluttar burtu 3 milljónir manna frá þessum borgum. í nánari tilkynningu um brottflutning fólks frá London segir, að þaðan verði flutt í milljón og 300 þúsund manns. Eru það skólabörn, börn undir skólaskyldualdri ásamt mæðr- um þeirra, barnshafandi kon- ur, blint fólk, krypplað og svo framvegis. Búizt er við, að hinn fyrir- skipaði brottflutningur frá London taki fjóra daga, en frá öðrum borgum sólarhring. Brezka stjórnin hefir keypt 5 milljónir skeppa af hveiti af stjórninni í Kanada, og er tals- vert af hveitinu af þessa árs uppskeru. Einnig hafa Bretar keypt ógrynni af fleski, umfram venjulegan kvóta, af Dönum, og er ráðgert, að afhending þess fari fram í næstu viku. iEnginn má kaupa meira en viku forða af matvælum í einu, og ekki hafa í einu meira en vikuforða. Þetta er ekki gert vegna matvælaskorts, heldur til þess að koma í veg fyrir, að menn byrgi sig upp að nauð- synjalausu. Talsímasambandið við meginlandið hefir verið slit- ið. — Mikil fundahöld voru 1 forsætisráðherrabústaðnum fram eftir nóttu. ÚRSLITAKOSTIR HITLERS. Frh. af 1. síðu. ræði að þeim. 9. Fái Pólverjar hliðið, skulu teknir upp samningar um skipti þ j óðernisminnihluta. 10. Pólverjar njóti sömu rétt- inda í Danzig og Þjóðverjar í Gdynina. 11. Danzig og Gdynia skulu teljast viðskiptamiðstöðvar að eins og vera óvíggirtar. 12. Kvartanir hvors deiluaðila um sig skulu lagðar undir úr- skurð alþjóðanefndarinnar. 13. Bætur skulu greiddar af hvorum aðila um sig, Pólverj- um og Þjóðverjum, fyrir við- skiptalegt tjón, sem þjóðernis- minnihlutar þeirra hafa orðið fyrir síðan 1918. 14. Þjóðernisminnihlutarnir skulu undanþegnir skyldu og njóta menningarlegs og félags- legs frelsis í hvívetna. 15. Náist samkomulag, shal herlið það, er Pólverjar og Þjóð- verjar hafa kvatt til vopna, sent heim. 16. Allt annað, sem ekki er tekið fram í tillögunum og á- greiningi kann að valda, skal leysa með samkomulagi eða úr- skurði alþjóðanefndarinnar. SKEMMTIKLUBBURINN REYKVIKINGUR heldur DANSLEIK í Iðnó laugardaginn 2. sept. 1939, hefst klukkan 10 síðd. HLJÓMSVEIT HÓTEL ÍSLANDS LEIKUR. j Aðgöngumiðar í Iðnó frá kl. 4 í dag. — Sími: 3191. — Tryggið yður aðgöngumiða í tíma. — Húsinu lokað klukkan IIV2. — Yður mundi aldrei dreyma um að íæra íslenzku hjá Englendingi, eða að nota íslenzkar kennslubækur, sem skrifaðar væru af útlendingi. ENSKUKENNSLA. HOWARD LITTLE. TVÆR BÆKUR. „English For Iceland“ and „Forty Stories“ eftir Howard Little. Fást í öllum bókabúðum. Klæðið drenginn smekkleg- um fötum. ♦ Lítið inn til okkar áður en þér gerið kaup annars staðar. ♦ Gerum einnig við slysagöt á alls konar fatnaði (Kunst- stopning). Sparta Laugavgi 10. — Sími 3094. SÍLDIN. Frh. af 1. sí'ðu. og Djúpuvík eru að fyllast: Á Siglufirði var saltað í gær í 4112 tunnur, á Akureyri-í 134 og í Ólafsfirði í 180 tunnur. Meðal skipanna, sem lönduðu í nótt á Siglufirði, voru þessi: Arinbjörn hersir 600, Dóra 600, Gylfi 350, Haraldur 500, Hilmir 400, Gautur 400, Sæunn 400, Björgvin 500, Skúli fógeti 450, Olivetts 450, Þorgeir goði 500, Sleipnir 700, Vébjörn 550, Dagný 1350, Höskuldur 450 og Sæfari 800. Ágætt veður er fyrir öllu Norðurlandi og gott veiðiveður. Síldin er langsótt, en hún er geysimikil og væn. Reynt hefir verið að salta ofan af síldinni, en vegna þess hve langa leið skipin verða að fara með afl- ann, er ekki hægt að salta mik- ið af honum, heldur fer mestur hluti hans í bræðslu. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Brúarfoss er nú 3 dögum á eftir áætlun, og fer hann frá Kaupmannahöfn þann 5. þ. m. í sta'ð 2. Gullfoss pr í Reykjavík, Go'ðafoss kemur til Vestmannaeyja í dag, Detíi- •foss. er_á Slgiufiröi, Selfoss er í Englandi. Jaröarför Ragnars E. Kvarans landkynn- is fer fram á morgun kl. 2 e. h. frá dómkirkjunni. Mæðrafélagið ( fer í berjaferö kl. 1 á morgun, ef næg þáttíaka fæst. Konur mega hafa með sér börn eldri en 6 ára. Þáttíakendur gefi sig fram á vörubílastöðinni Þrótíi í dag 0g í fyrramáliö. Listasafn Einars Jónssonar verður frá 1. sept. n. k. a'ðeins opið miðviku- daga og sunnudaga frá kl. 1—3 sí'ðdegis. 3. flokks-mótið. Seinni umferð hófst í gær. Valur vann Víkiirg nie'ö 2:0 og K. R. Fram með 7:1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.