Alþýðublaðið - 02.09.1939, Side 1

Alþýðublaðið - 02.09.1939, Side 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1939 201. TÖLUBLAÐ triðsrðlunejti myndafl i Englandi i dag. Chamberlain sagðl af sér í morgun, en myndar tafarlaust nýja stjérn með pátttðku Churehills, Edens, Greenwoods og Arehibald Slnclairs. Bretar og Frakkar settu Þjóðverjum úrslitakosti i gæi> kveldi, en höfðu ekkert svar fengið um hádegi í dag. Frá féttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn um hádegi í dag. p HAMBERLAIN baðst lausnar fyrir sig og allt ráðuneyti sitt í morgun, að undan- ^ genginni ráSstefnu við Lord Halifax utanríkismálaráðherra, Sir Samuel Hoare inn- anríkisráðherra og Arthur Greenwood leiðtoga jafnaðarmanna á þingi. Talið er víst, að ný stjórn verði mynduð strax í dag undir forsæti Cham- berlains, og verði hún skipuð fulltrúum íhaldsflokksins, Alþýóuflokksins og frjáls- lynda flokksins. Fullyrt er, aö Winston Churchill, Anthony Eden, Arthur Greenwood og Sir ArcRibald Sinclair taki sæti í hinni nýju stjórn, sem á að hafa forystuna á Englandi í stríði. Sendiherrar Breta og Frakka í Berlín, Henderson og Coulondre, afhentu þýzku stjórninni seint í gærkveldi úrslitakosti Englands og Frakkíands. Krefjast bæói ríkin þess, að Þjóðverjar stöðvi tafarlaust árásina á Pólland og fari með her sinn til baka yffir landamærin. AÖ öðrum kosti muni þau slíta öllu stjórnmálasambandi við Pýzkaland og kalla sendiherra sína í Berlín heim. Ribbentrop, sem tók við úrslitakostum Breta og Frakka, bað umfresttil þess aö tala viÖ Hitler, en svar var ókomið til London og París um hádegi í dag. Enska þingið, sem kom saman í gærkveldi, samþykkti 500 milljón sterlingspunda fjárveitingu til hernaöarþarfa og ný herskyldulög, sem skylda alla Breta á aldrinum frá 18 til 41 árs til herþjónustu. Franska þingið kemur saman klukkan þrjú í dag (efftir íslenzkum tima), og mun Daladier forsætisráöherra þá gefa yfirlýsingu um afstööu frönsku stjórnarinnar tll ástandsins í Evrópu. ,. Greenwood. Chamberlain. Churchill. Eden. Ræða Chamberlains_i gær: Btskis friðar að vænta við nazistastjðrn ð Þýzkalandi ¥ið deilum ekki á þýzku þjóðina fyrir neitt, nema að láta nazista stjórna sér. LONDON í gærkveldi. FÚ. REZKA þingið kom saman kl. 6 í gærkveldi, og tók Chamberlain forsætis- ráðhqrra til máls í neðri mál- stoíunni fimm mínútum »íð- ar. Hann kvaðst ekki ætla sér að vera langorður. Nú er kominn tími athafna, en ekki orða, sagði hann. Hann vék aS því, að hann Prh. á 4. nfita. Þýzkl innrásarherhm mætir öflugrl mótspyrnu Pólverja. —•.......— Þýzki herinn brauzt yfir landamæri PóIIands í gær á mörg- um stöðum, inn í pólska hliðið bæði að vestan og frá Austur- Prússlandi, og inn í pólska hlutann af Efri-Schlesíu bæði frá Þýzkalandi og Slóvakíu. Þjóðverjar sækja einnig frá Austur-Prússlandi í suðurátt, áleiðis til Varsjá, og að vestan í áttina til Lodz. En þeir hafa mætt harðvítugri mótspyrnu pólska hersins og hingað til hvergi komizt nema örstutt inn fyrir landamærin. Samkvæmt þýzkum fréttum hefir Þjóðverjum orðið mest á- gengt í pólska hliðinu. I Efri-Schiesíu hafa þeir náð Königs- hiitte á sitt vald, sem er fast við landamærin. En Kattowitz, aðaliðnaðarborgin þar, er enn á valdi Pólverja. Þjóðverjar halda áfram Ioftárásum á pólskar borgir, án þess að kunnugt sé um, hvert tjón hefir af þeim orðið. Sextán þýzkar sprengjuflugélar voru skotnar niður í gær, þar af fjórar yfir Gdy- nia og sjö yfir Kraká. það á þessa leið: „Ég þakka yður hjartanlega þá hjálp, sem þér hafið að und- anförnu veitt Þýzkalandi. Ég er þess fullviss, að mér muni takasít með ,hjálp Þýzkalands að rækja hlutverk það, sem vér höfum verið kallaðir til að leysa af hendi. Ég tel því ekki, að ég þurfi á hjálp ítalíu að halda. Ég þakka yður einnig fyrir það, sem þér eigið eftir að vinna fyrir öxul fasismans og nazism- Fréttaritari United Press í Varsjá segir, að fólkið í borg- inni sé mjög rólegt að kvöldi fyrsta styrjaldardagsins. Eftir því, sem næst verður komizt, muni þýzkar árásarflugvélar alls hafa gert 94 loftárásir og tilraunir til loftárása í gær á pólskar borgir og bæi. Margt manna hefir særzt, en miklu færra farizt en ætla mætti af fjölda árásanna. Svo virðist sem Þjóðverjum gangi aliógreiðlega sóknin í Póllandi og verjist Pólverjar vonum fremur. Lipsky, sendiherra Pólverja í Berlín, er farinn þaðan heim- leiðis, og hefir sænska sendi- ráðinu í svipinn verið falin af- greiðsla pólskra málefna. Hitler pyMst einfær án MussoMs. ítalska Stefanifréttastofan birtir í dag símskeyti, sem Hitl- er hefir sent Mussolini. Hljóðar ans ] Hlntlejfsisyfirlýs- iflff íslaods. RÍKISSTJÓRNÍS- L A N D S hefir í sam- ræmi við áðurgefna yfir- lýsingu um ævarandi hlut- leysi ákveðið að gæta full- komins hlutleysis á meðan stendur yfir ófriður sá, seni nú er kominn milii Þýzka- lands og Póllands. Um hlutleysi íslands skulu gilda ákvæði þau, sem sett hafa verið með konunglegri tilskipim, 14. júní 1938, í sambandi við yfirlýsingu milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Nor egs og Svíþjóðar frá 27. maí 1938 um ákveðin hlut- leysisákvæði. Aliiance-togararnir eru að bætta veiðam AUs hefnr verið saltað i 214 Mts. tununr 4 landinu C KRIFSTOFA AllLance sagði ^ Alþýðublaðtniu I morgun, að togarar félagsins væru að búa sig undir heimferð. Prk. i 4. slðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.