Alþýðublaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 1
Arás Þióðveria á Pólland Eiefir nú haft í för með sér Evrópustyrpld Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum strið á hendur i gær Frá fréttaritara Aiþyðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. ENGLAND sagði Þýzkalandi stríð á hendur klukkan 10,15 fyrir hádegi í gær, eftir að Hitler hafði neitað að verða við úrslitakostum brezku stjórnarinnar um að stöðva árásina á Pólland og kalla þýzka herinn til baka yfir landamærin. Frakkland gaf Þýzkalandi frezt tii að svara hinum somu úrslitakostum þess til kl. 5 síðd. í gær, en fékk ekkert svar. Franska stjórnin lýsti pá einnig yfir, að Frakkland væri frá þeirri stundu í stríði við Þýzkaland. firlýsing Ghambe . .---------------? „Sorglegasti dagur, sem ég hefi lifað. Ég á aðeins eitt eftirs vonina um að sjá Hitler velta úr sessi, eyðilagðan, og freisi Evrépuríkjanna endurreisi". Þegar fresturinn var útrunninn, sem brezka stjórnin hafði sett þýzku stjórninni til þéss að svara úrslitakostum hennar, var enska þingið kallað á fund klukkan 10 fyrir hádegi í gær. Fimmtán mínútum síðar tók Chamberlain til máls ög sagði: „Það hefir ekkert svar komið frá Adolf Hitlér. Við höfum gert allt, sem í okkar váídi hefir staðið, mánuðum saman, til þess að bjarga friðinum, eri viðleitni okkar hefir engu áorkað gegn ofsóknum, rógi og bakferli þeirra, sem vilja styrjöldina. Og nú hefir Brétland tekið sína afstöðu. Frá þessari stundu er Bretland í styrjold við Þýzkaland. Það hefði verið hægt að komast hjá styrjöldinni, en Adolf Hitler vildi það ekki. ííann ætlaði að ráðast á Pólland, hvernig sem að væri farið. Og nú er ekki til svo ábyrgðarmikið starf eða lítilmótlegt, sem ykkur kann að verða trúað fyrir, að það geti ekki átt sinn þátt í sigri og giftu Bretlands. Það ríður ægilega mikið á því, að hver maður geri nú sitt bezta. Frá og með deginum í dag eru Frakkland og England með öllu afli sínu að uppfylla skuldbindingar sínar og loíorð við Pólland. Og svo blessi guð ykkur öll." Kl. 12 endurtók Chamberlain þessa sömu yfirlýsingu sína í ræðu í lávarðadeildinni, og við það tækifæri sagði hann einnig: „Þetta er sorglegasti dagur, sem ég hefi lifað, og ef til vill sorglegri fyrir mig held- ur en flesta aðra menn, því að allt það, sem ég hefi trúað á, unnið fyrir og lifað fyrir, er nú hrunið í rústir. Ég á aðeins eitt eftir, vonina um að sjá Hitler velta úr sessi, eyðilagðan, og frelsi Evrópuþjóðanna aftur endurreist." ItriAsráðuneytl í London: ihurchlll flotamðlaráðherra HIÐ nýja stríðsráðuneyti á Englandi er nú fullskipað og stutt af öllum aðalflokkum enska þingsins. Alþýðuflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn skoruðust þó undan því að taka sæti í sjálfu ráðuneytinu að svo stöddu. í stjórninni eiga sæti: Chamberlain forsætisráðherra, Churchill flotamálaráðherra, Lord Halifax utanríkismálaráð- herra, Lord Chatfield landvarnamálaráðherra, Hore Belisha her- málaráðherra, Sir Kingsley Wood flugmálaráðherra, Sir John Simon fjármálaráðherra, Sir Samuel Hoare innanríkismálaráð- herra, Anthony Eden samveldismálaráðherra og Lord Hankey, sem er ráðhrra án sérstakrar stjórnardeildar, en hann var aðal- ritari stríðsráðuneytisins í heimsstyjöldinni. Flotamálastjórnin tilkynnti í gærkvöld,i, að framvegis yrð^ tekið upp hið svokallaða „con- voy" kerfi, sem notað var í stríð- inu, þ. e. að öll herskip Breta og herflutningaskip skuli fara um höfin í flokkum og njóta fylgdar herskipa. Tilkynnt var í gærkvöldi, að yfirmaður brezka hersins á víg- stöðvunum yrði Gort lávarður, yfirmaður herforingjaráðsins — Sir Edmund Ironside og heima- hersins Sir Walter Kirk. Forsætisráðherra Ástralíu til- kynnti í útvarpi í gær, að Ástralía stæði 'viið jhlið Bret- lands, og væri nú styrjöld milli Ástralíu og Þýzkalands. Tilkynning frá Nýja-Sjálandi Frk. á 4. stto. Pólska hliðið og Danzig (svarta svæðið), sem Hitler heimtaði og ætlar nú að taka í blóðugri styrjöld við Pólland, England og Frakkland. Hitler sepist sjálfnr fara til austurvígstöðvanna. Mssnesbum heríoringjum fapað i Berlín með Horst Wesselsongnum og internationale! -----------:—^---------------- UTVARPIÐ í BERLÍN birti í gær ávarp frá Hitler til þýzku þjóðarinnar, sem lauk með þessum orðum: „Ég fer sjálfur til vígstöðvanna." í þýzka útvarpinu var í gær einnig birt svar þýzku stjórnar- innar, og segir þar, að Þjóðverjar taki ekki við neinum fyrii-- skipunum frá Bretum, og hverri árás, sem Þýzkaland kunni að verða fyrir, skuli svarað með árás. í tilkynningunni er því haldið fram, að Þýzkaland hafi ekki farið fram á neitt annað en „lag- færingu" á austurlandamærum sínum, og England ásakað um það að eiga sök á stríðinu og hafa hafnað friðartillögum Musso- linis. .'"¦'¦•; Hinn nýi sendiherra Sovét- Rússlands í Berlín, Alexander Schartschev, kom til Berlín síðastliðið laugardagskvöld frá Moskva, í flugvél, sem þýzka stjórnin hafðilátið hon- um í té. í fylgd með honum voru sex herforingjar úr rauða hernum. Var þeim fagnað við F-rk. á 4. siðu. Stórt brozkt f ar- leiasMp skotið 1 í M af Dpkism j í nótt. LONDON í morgun. FÚ. "C* YRSTI stórviðburður- *• inn i styrjöldinni eft- ir að stríði hafði verið lýst á hendur Þýzkalandi a£ hálfu Bretlands og Frakk- lands, gerðist í nött. Vm klukkan 4 barst flotamálaráðuneytinu brezka tilkynning um, að hafskipið „Athinia" hefði orðið fyrir tundurskeyti kafbáts vestan við Hebri- deseyjar (Suðureyjar) hjá Skotlandi. Skipið var á leið vestur um haf með 1400 farþega og 1000 smálestir af vör- um. Farþegarnir voru flestir fólk, sem var á heimleið vegna styrjaldar- innar, þar á meðal 246 ferðamenn frá Kanada og Bandaríkjunum. Björgun- arbáta hafði skipið fyrir 1830 manns. „Athinia" fór frá Liver- pool síðastliðinn föstudag. Síðnstn fréttir: Síðustu fréttir herma, að tekizt hafi að bjarga öllum þeim, sem á enska farþega- skipinu „Athinia" voru, öðr- um en þeim, sem urðu fyrir tundurskeytum hins þýzka kafháts. Enskar flugvélar fíugu inn yfir Þýzkaland í dag, en vörpuðu ekki niður neinum sprengikúlum, heldur á- varpi til þýzku þjóðarinnar með áskorun um að steypa Hitler til að bjarga heims- friðinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.