Alþýðublaðið - 05.09.1939, Page 1

Alþýðublaðið - 05.09.1939, Page 1
ÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1939. 203. TÖLUBLAÐ 59" Fyrsta enska loftárásin i ■■ -4 Margar brezkar flugvélar létu i gærkvðldi sprenglkúlum rlgna yllr Wilhelmshaven og Cuxhaven. ......... " —■■■■■ Herskip Þjóðverja hvað eftir annað hæfð. ♦ -------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KAUPMANNAHÖFN í morgun. T-v YZKALAND fékk í gær fyrstu heimsókn brezka loftflotaiis. Margar brezkar sprengjuflugvélar gerðu klukkan fimm í gærkveldi árás á herskipahöfn Þjóðverja við Norðursjóinn, Wilhelmshaven og hafnarborgina Cuxhaven úti fyrir Hamborg, og létu sprengikúlunum rigna yfir þær. Samkvæmt fregn frá London hæfðu margar sprengikúlur þýzku herskipin og ollu að minnsta kosti miklu tjóni á einu orustuskipi í Wilhelmshaven. í sömu ferð var einnig gerð loftárás á Brunsbiittel við Elbe, rétt fyrir utan Hamborg, og herskip, sem lá við hafnargarð þar, stórskemmt. Hamborg, milljónaborginni sjálfri, var hlíft í þetta sinn. Þjóðverjar skutu á brezku sprengjuflugvélarnar af loftvarnabyssum og sendu upp þýzkar árásarflugvélar til orustu við þær. Samkvæmt fregn frá Berlín voru fimm brezk- ar flugvélar skotnar niður. í fyrrinótt, mörgum klukkustundum áður en þessi fyrsta loft- árás var gerð, flugu brezkar flugvélar í myrkri inn yfir Norður- og Vestur-Þýzkaland, en vörpuðu ekki niður neinum sprengi- kúlum heldur sex milljónum flugmiða með áskorun um að steypa Hitler til að koma aftur á friði. Á flugmiðunum stóð enn- fremur: „England ber ekki neitt hatur til þýzku þjóðarinnar, hún hefir rétt til að heimta frið strax, England er líka reiðubúið til semja við friðsama þýzka stjórn. Þið hafið verið dregnir á tálar. Þið eruð á gjaldþrotsbarmi, en við höfum nóg fé og getum barið ykkur miskunnarlaust, Veljið friðinn.“ zkaland. 1000 af 1490 far- þegnm ð „Athenia“ hefir verið bjargað. Mannfjöldinn í Downing Street í London, þar sem enska stjórnin hefir aðsetur sitt, Til hægri á myndinni Chamberlain, til vinstri Lord Halifax. Bretar hafa lokað Norður- Þýzkalands Allt brezka heimsveldið með Englandi. SAMKVÆMT fregn frá Berlín hafa Bretar nú lokað öllum suðurhluta Norðursjávarins með tundurdufl- um og þar með lagt fyrirvaralaust hafnbann á Hamhorg og allar þýzkar hafnarborgir við Norðursjó. Hafa tundurduflin verið lögð frá norðurströnd Hol- lands og fram hjá Doggerbank að sunnan og austan. Fregnir frá London herma, að allt brezka heimsveldið hafi nú lýst yfir fullu fylgi sínu við móðurlandið, Eftir að Ástralía og Nýja Sjáland sögðu Þýzkalandi stríð á hendur, hefir nú Kanada einnig lýst yfir þeim ásetningi sínum að styðja Bretland til þess ítrasta. Sams konar yfirlýsingar hafa einnig komið frá brezku nýlendunum á Indlandi og í Af- ríku. Aðeins í Suður-Afríku varð alvarlegur ágreiningur um af- stöðuna til ófriðarins. Herzog forsætisráðherra vildi lýsa yfir hlutleysi landsins, en Smuts dómsmálaráðherra krafðist þess fyrir nokkurn minnihluta stjórnarinnar, að stjórnmálasam bandi væri slitið við Þýzltaland, og var það samþykkt á þingi Suður-Afríku í gær, Egyptaland hefir einnig slit- ið stjórnmálasambandi við Þýzkalaud og allir flokkar í landinu, einnig sjálfstæðisflokk- urinn „Wafd,“ heitið Bretum stuðningi, Nánari fregnir eru nú komn- ar af brezka farþegaskipinu „Athenia,“ sem sökkt var af þýzkum kafbáti á Atlantshafi vestur af Suðureyjum við Skot- land klukkan fjögur í fyrrinótt. Skipið var 13 000 smálesta skip og hafði 1400 farþega inn- anborðs, þar af 311 Ameríku- menn, sem voru á heimleið frá Evrópu. Hingað til er ekki vitað, að fleiri en 1000 manns af þessum 1400 hafi verið bjargað, þar af 800 af norska skipinu „Knut Nelson“ og 200 af skemmti- ferðaskipi sænska milljónamær- ingsins Wenner-Gren, „South- ern Cross.“ Churchill sagði í tiaabm í enska 'júnginu í dag, a'ð hann væri viss úm, að „Athenia“ hefði farizt fyrir tundurskeyti frá kafbáti, og að árásin hefði verið gerð með þeim hætti, að engin þjóð, sem Frh. á 4. síðu. Sókn Þjóðverja fer nú stðð- ngt harðnandl á Póllandi. Þýzkar flugvélar vorpuðu f gær dag íkveik|uspreng|um á Varsjá. Ópekkt flugvél varpar spr engikúlutn á Esbjerg ....■»----1— 2 konur drepnar og 10 manns særðust. ♦ T7' LUKKAN tíu mínútur fyrir fjögur síðdegis í gær gerð- •I-V ist sá óvænti atburður, 'að óþekkt sprengjuflugvél varpaði fjórum sprengikúlum yfir dönsku hafnarborgina Es- bjerg á vesturströnd Jótlands. Flugvélin flaug mjög hátt og þrjár af sprengikúlun- um féllu niður í höfnina, án þess að tjón yrði af. En sú fjórða kom niður á hús og gereyðilagði það. Tvær konur í húsinu létu lífið, en tíu manns særðust. Þessi viðburður hefir slegið miklum ótta á íbúana í Esbjerg og fjöldi fólks þorði ekki að haf- ast við í húsum inni í nótt. Marg ar konur og börn voru í gær- kveldi flutt burt úr borginni. Það er helzt litið svo á, að hér muni hafa verið um óvilja- verk að ræða, og ef til vill um Frh. á 4. sföu. O ÓKN Þjóðverja fer nú mjög harðnandi á öll- um vígstöðvum í Póllandi og jafnframt er loftárásunum haldið áfram. Klukkan 5 í gær var ný loftárás gerð á Varsjá og varpað niður íkveikju- sprengjum, með þeim ár- angri, að á nokkrum stöðum kviknaði í horginni. Pólverjar segjast hafa skotiS niður 17 flugvélar fyrir Þjóð- verjum í gær, en misst sjálfir 8. Hitler var viðstaddur, er þýzkar hersveitir fóru yfir Vistulafljót í gær. Hann var þá í Kulm, sem Þjóðverjar tóku í gær. Pófverjar tilkynna, að þeir hafi orðið að hörfa úr tveim borgum syðst í pólsku göngun- um. Pólskt riddaralið hefir sótt inn í Austur-Prússland. Þjóðverjar segjast hafa tekið 15 000 fanga í Slesíu og herða sóknina til Kraká, Pðllandsforseti skorar á Tékka að risa npp. Forseti Póllands hefir sfcorað á Tékka að gera uppneisn gegn hakakrossinum og hefja skemmd- arstarfsemi gegn þýzka herveld- inu, hvar sem því verði við komið. I tékkneska hernum, sem verið er að mynda í Póliandi, eru þeg- ar 25000 menn. Fyrstu hersveitir hans hafa þegar fengið eldskírn- ina á vígstöðvunum. Dðnsku sundnnnm lokað með þýzknm tnndurdnflnm! BERLÍN í gærkveldi. FÚ. Þýzka flotastjórnin birtir eftirfarandi viðvörun til skipa hlutlausra þjóða: Tundurdufl hafa verið lögð á þessum svæðum: Svæði merkt A við suður- mynni Eyrarsunds. Svæði merkt B við suður- mynni Stórabeltis. ;Skip hJutlausra þjóða eru minnt á það í þeirra eigin þágu, að mn svæðið merkt A, er óráðlegt að sigla án leiðsagnar. Um svæðið merkt B, er yfirleitt ekki hægt að sigla án leiðsagn- ar nema með þvx að stofna skip- inu í stórhættu. Danska flotamálaráðuneytið tilkynnir, að dönsku sundunum hafi verið lokað með tundur- duflum. EEnn fremur, að tund- urdufl hafi verið lögð í Konge- dybet, Hollænderdybet og Brog- den. Tvö skip rákust á tundurdufl i gær. KALUNDBORG í gærkv. FÚ. RÍSKA skipið „Kosti“ sprakk á tundurdufli 2 sjómílur fyrir sunnan Falster- bo Rev vitaskip í Eyrarsundi. Ferð BrAarfoss M Khöfn frestað. Eimskipafélagsskipin hreyfaf sip ekki paðan, sem pau eru nú. •• OLL skip Eimskipafé- lags íslands, sem nú eru í höfnum, hafa í dag fengið fyrirskipanir um að hreyfa sig ekki. Brúarfoss, sem átti að leggja af stað frá Kaup- mannahöfn í kvöld, beina leið hingað, hefir fengið skipun um að hreyfa sig ekki. Með skipinu ætlaði að koma heim Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráð- herra. Selfoss er í Leith og Dettifoss x Grimsby. Hvor- ugt skipanna hreyfir sig þaðan. Gullfoss og Goða- foss liggja hér og Lagar- foss er við Austfirði, Skrifstofustjóri Eim- skipafélagsins sagði Al- þýðublaðinu í morgun, að stjórn félagsins hefði þessi mál í dag til athugunar. t Var skipið með timburfarm og sökk því ekki. Áhöfninni bjarg- aði finnska skipið „Poseidon." Fiskikutter, áreiðanlega frá Esbjerg, sprakk á dufli 70 sjó- mílur vestur af Vyle við Norð- ursjávarströnd Jótlands; Seint í gærkveldi strandaði þýzkur tundurspillir úti fyrir Fredericia á austurströnd Jót- lands. TundurspiHirinn er mjög lítill og hafði tvö tundurskeytarör. Á- höfnin var 17 manns.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.