Alþýðublaðið - 06.09.1939, Page 1

Alþýðublaðið - 06.09.1939, Page 1
■4-------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KAUPMANNAHÖFN í morgun. T OPINBERRI TILKYNNINGU, sem gefin var út í París í morgun, segir að bardagar séu nú byrjaðir við landamæri Frakklands og Þýzkalands milli Mosel og Rín. Sækir franski herinn þar fram frá Lothringen og hefir, að því er fregnir frá Amer- íku hermdu í morgun, brotizt þar yfir þýzku landamærin á þremur stöðum. Nánari fregnir af vopnaviðskiptunum eru ókomnar. Fregnir frá Sviss herma, að í gær hafi sézt háar eldsúlur og ógurlegt brak heyrzt Þýzkalands megin við Bodenvatn. Það er helzt álitið, að Zeppelinverksmiðjurnar í Fried- richshafen hafi verið að springa í loft upp. albar og Þjóðverjar berjast nn Nosel og fiín Franski taerinn hefir brotizt yfir þýzkn landamærin á þremnr stððnm Daladier forsætis- og hermálaráðherra Frakka og Bonnet utanrík- ismálaráðherra hans á leið út úr franska stjórnarráðinu í París. Hlutleysið er okkur sterkari vörn en hervarnir öðrnm. ------4----- Ávarp Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra til íslenzku þjóðarinnar í gær. ------*----- VJ1 ORSÆTISRÁÐHERRA ávarpaði íslenzku þjóðina í út- varpið í gærkvöldi. Ávarp hans var svohljóðandi: Bretar elta uppi olfl pýzk skip á hðfumútf ------------- TvÖ stór þýzk skip skotin í kaf í gær á Atlantshafi af brezkum herskipum. íBrezka ^lotamálaróðuneyitið tilkynnir, að hrezki flotinn hafi nú byrjað skipulagða leit að öllum þýzkum skipum, sem enn eru á höfum úti, og hægt væri að búa út til sjóhernaðar, sem og kafbátum, sem gert hafa árásir á hrezk kaupför. Tveimur stórum þýzkum skipum var sökkt í gær á Atlants- hafi, skammt frá austurströnd Ameríku. Voru það skipin ,,01inda,“ 4600 smálesta skip, sem brezka beitiskipið „Ajax“ skaut í kaf úti fyrir Brazilíuströnd, og „Karl Fritsche,“ 6000 smálesta skip, sem sökkt var á leiðinni vestur um haf. Skips- höfnum beggja skipanna var bjargað yfir í hin hrezku herskip. Viðurkennt er, að einu hrezku skipi hafi verið sökkt af Þjóðverjum í gær. Var það „Bosnia“, 2600 smólesta skip. Skips höfninni var bjargað af norsku skipi. íslendingar! Undanfarið hefir veröldin beðáð milli 'vonar og ótta. í lengstu lög hafa menn haldið sig að þeirri von, sem þó hefir hangið á veikum þræði, að tak- ast mætti að bjarga friðnum og afstýra ógnum styrjaldar. En nú er þessi von hundruð milljóna manna að engu orðin. Myrkur styrjaldarinnar hefir færzt yfir heiminn með öllum sínum ægi- legu afleiðingum, sem þó verða ekki séðar fyrir nema að litlu -leyti. Við íslendingar, sem búum hér norður við heimskaut og erum svo lánsamir að vera fjarri hildarleik styrjaldarinnar, finnum þó eins og aðrir til sárr- ar hryggðar og vonbrigða yfir því, hvernig komið er. En þótt við séum fjarlæg, verður það ekki umflúið, að ýmsar afleið- ingar styrjaldarinnar snerti þjóðina á marga lund. Það er okkur nauðsyn, að við gerum okkur eftir mætti sem ljósast, hvar við stöndum. Og þótt ekki verði margt um málið sagt á þessu stigi, eru það nokkur atriði nú þegar í byrjun, sem vert er að gera sér grein fyrir. Við íslendingar erum svo sem kunnugt er, vopnlaus þjóð. Hið fyrsta og síðasta, sem við verðum að hafa hugfast nu þeg- ar og alla tíð í þessari styrjöld, er það, að okkar eina vörn er hlutleysið. Það kann sumum ís- lendingum að þykja næsta und- arlegt og jafnvel óþarft, að þjóð, sem hefir engan her, lýsi yfir hlutleysi í styrjöld. En þetta er mikill misskilningur, því að þess er ekki að dyljast, að íslenzkt forráðasvæði, landið og land- helgin, mætti á ýmsan hátt nota styrjaldaraðilum til gagns eða ógagns, án þess að nónar sé út í það farið. Og þess vegna verð- um við íslendingar sjálfir, og þeir útlendingar, sem 1 hér dvelja, að gæta þess fyrst og fremst til hins ítrasta, að fylgja þeim reglum um hlutleysið, sem settar hafa verið, og bendi ég í því sambandi á, að það er strang lega bannað, að gera á íslenzku forráðasvæði nokkrar athuganir í því skyni að veita ófriðarað- ilum upplýsingar um þær. Það er sem betur fer ennþá til í veröldinni sterkt almennings- álit, sem miklu fær áorkað. Við heyrum daglega í útvarpinu, innlenda og erlenda, hve mikið hinar stríðandi þjóðir gera til þess að vinna þetta almennings- álit á sína sveif, og' hve mikil ógn þeim stendur af að það snú- ist gegn þeim. Vörn okkar ís- lendinga byggist á því, að það myndi verða talið níðingsverk að ráðast á eina minnstu og vopn- Frh. á 4- sí&p. Frakkar gerðu fyrstu loftárás sína á Þýzkaland í gær. Flugu franskar flugvélar til Aachen rétt austan við landamæri Belgíu og Þýzkalands og vörp- uðu sprengikúlum yfir borgina. Bonnet utanríkismálaráðherra Frakklands og sendiherra Pól- verja í París hafa undirritað pólsk-franskan aðstoðarsamn- ing, samhljóða þeim, sem Bretar og Pólverjar gerðu í fyrra mán- uði. í sáttmálajnum eru ákvæði um, að hvorugur aðili megi, ef þeir lenda í ófriði, gera samning um vopnahlé eða ófrið, án sam- þykkis hins. Skip trá Lettlandi ferst á tundurdatll I lyrarsunði Skipið „Emanta“ frá Lett- landi, 2000 smál. skip með 20 manna áhöfn, rakst í gærmorg- un á tundurdufl milli Amager og Saltholmen, rétt úti fyrir Kaupmannahöfn og sprakk í loft upp. Öll skipshöfnin fórst. Skotið heflr verið á norska skipið „Björnvig“ fyrir utan Gdynia. Var það skip á leið til Odense með timburfarm. Skipið komst undan, án |>ess að nokk- u'ð manntjón yrði. Norska stríbsvátrygigingin hefir kailað „Bjömvig" heim. Pólska skipið „Batory", sem er 4000 smálestá Atlantshafsfar, er komiÖ til New York frá Gdynia. 10 japönsk skip, sem stödd eru í Evrópu, hafa fgngið fyrirskipua um að fara heim am Pananra- skurðinn. Bnezka stjórnin hefir ákveðið að kaupa alla ullarframleiðslu Ástralíu, það sem eftir er af styrjöldinni. Þýzkar sprengjuflugvélar* hafa flogið yfir Norður-Holland í mikilli hæð. Fregnir frá landa- mærum Suður-Jótlands herma — að áköf loftorusta hafi átt sér stað yfir hafinu suðvestur af Jótlandi og hafi hún staðið yfir frá kl. 5—6 í gær. Margar þýzkar flugvélar sáust leggja af stað, en skyggni var afar slæmt svo að ekki var hægt að sjá hvað gerðist. Bandarikio veita enga herskipavernd i hráð. LONDON í morgun. FO. I gærkveldi undirritaði Roose- velt Bandaríkjaforseti tvær til- skipanir, aðra um það, að hlut- leysislögin skyldu koma til fram- kvæmda, en hina um sérstakar ráðstafanir vegna Panamasku.rð- Frh. á 4. síðu. Gamelin yfirhershöfðingi Frakka, Pðlsk loftárásáBerlío? ..—.— ■ ■ Pólverjar segja, að 30 flugvélar hafi gert loftárás á borgina, en Þjóðverjar neita. jLj1 RÁ Varsjá er símað, að 30 pólskar sprengjuflugvélar hafi í gærkveldi flogið til Berlín, varpað sprengikúlum yfir borg- ina og komizt allar til Póllands, Frh. á 4. síðu. Hrun franska kooun- Anistaflokksins. Af 1250 meðlimum hans í einni verksmiðjnnni i París hafa 850 sagt sig úr honum. ELZTI og þekktasti forvígi*- maður franska kommún- istaflokksins, Marcel Caeliin, hefir nú sagt skilið við flokk- inn fyrir svik hans við málstað friðarins og vörn fyrir vináttu- samning Stalins og Hitlers. Cachin hefir í blaði franska jafnaðarmannaflokksins, „Po- pulaire“, hirt ávarp til sinna fyrri félaga og skorað á þá að sýna Hitler, að hann mæti ein- huga franskri þjóð, Meðlimir franska kommúii- istaflokksins segja sig nú unn- vörpum úr honum. Bara í R«- naultverksmiðjimum í París, þar sem ítök kommúnistaflokks- ins hafa verið lang sterkust þar í borgipni og 1250 verkamenii verið meðlimir flokksins, hafá 850 þegar sagt sig úr honum, Knattspyrnukappleikur fer fram kl. 6 síðdegis í dag milli starfsmanna Sjóvátrygging- adélags íslands og Tryggingar- stofnunar ríkisins. Keppt verður um nýjan, fagran verðlaimagrip, sem stofnanirnar hafa gefið. Þýzku víggirðingarnar við frönjsku landamærin: Þýzkir hermenn spenna net yfir eitt af loft- varnaskýlum víggirðinganna. Síðan er netið þakið torfi til þess að staðurinn sjáist ekki úr lofti,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.