Alþýðublaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Svanimir. Þegar hún vaknaði, var sólin komin hátt á loft. En hún gat varla séð sólina fyrir krónum trjánna, en sólargeislarnir léku í laufsölunum. Það var ilmur úr skóginum — og fuglarnir höfðu nærri því setzt á axlir hennar. Hún heyrði gjálfra í vatninu. Þar voru margar lindir, sem allar runnu í eitt vatn. Það voru rurinar kringum vatnið, en hii imir höfðu troðið stíg að vatniiu, sem var svo spegiltært, að laufblöðin spegluðust í því. ■■ ■•■- Þegar hún sá andlit sitt, varð hún mjög hrædd, svo ljót var hún nú orðin. En þegar hún vætti höndina og strauk andlitið, varð hún hrein. Svo fékk hán sér bað 1 vatninu, og fallegri konungsdóttir var ekki til. Brezka ræðismannsskrifstofan tilkynnir, að allir, sem fara héðan til Stóra-Bretlands og eru ekki brezkir þegnar, þurfi framvegis að hafa vegabréf með áritun ræðismannsskrifstofunn- ar. í bíl til Vopnafjarðar. 30. f. m. kom Elías Kristjáns- son símaeftiriitsmaður á bíl frá Möðrudal á Fjölhxm til Vopna- fjaröar, og næsta dag fór hann sörnu leið til Möðrudals, og gekk fer&in ágætlega báðar leiðir- Jón Stefánsson bóndi í Möörud al var með honum í ferðinni. .Þetta er fyrsta bílferðin þennan veg. Tel- ur Elías, að 1—2 þús.,kr. myndi kosta að geia þessa leið mjög vel færa. FO. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 13.-19. ág. (1 svigum töiur næstu viku á undan). Hálsbólga 40 (18). Kvef- sótt 50 (6). Blóðsótt 0 (2). Iðra- kvef 24 (9). Kveflungnabólka 1 (0). Munnangur 0 (1). Hlaupabóia 1 (0). Kossageit 1 (0). Ristill 1 (0). Mannslát 10 (1). Ferðafélag íslands biður þá, sem tóku þátt 1 Mý- vatnsferðinni að koma saman 1 UMRÆÐUEFNI rtAGSINS. DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn Sparta, Laugavegi 10. smekklegum fötum frá Kaupum tuskur og strigapoka. «F Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! -----1-------------------- Oddfellowhúsinu, uppi, kl. 9 á miðvikudagskvöld til að skoða og skiptast á myndum og rabba saman nokkra stund. Stríðið nú og framtíðin. Ó- trúlegir viðburðir. Hitlerfas- isminn og Stalin-kommún- isminn. Herlög í landinu, sem allir verða að hlýða. Einræð- ið og ofbeldið, lýðræðið og friðurinn. ——- I ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. í FRAMTÍÐINNI verða margar bækur ritaðar um atburðina síð- astliðinn laugardag og; sunnudags- morgun. Þessar klukkustundir eru einhverjar þær örlagaríkustu, sem yfir mannkynið hafa gengið. Ég sé í anda milljónirnar bíða á sunnu- dagsmorguninn eftir fregnum frá útvarpsstöðvum Bretaveldis og ég veit, að þó að ég bíði við útvarps- tækið mitt fullur eftirvæntingar, þá hefir eftirvænting annarra manna og annars staðar verið þús- und sinnum meiri, blandin angist og örvæntingu. EINN STÉTTARBRÓÐIR MINN sgir nýlega í grein, að það sé varla hægt að trúa sínum eigin eyrum um að stríð sé skollið á, tvær ægi- legar styrjaldir á sama manns- aldri. Og ég verð að segja, að þeg- ar ég stóð upp frá útvarpstækinu mínu á sunnudagsmorguninn, eftir að hafa hlustað á Chamberlain og stríðsyfirlýsingu hans, þá trúði ég varla mínum eigin eyrum. Á laugar dagskvöldið, þegar skyndilega var tilkynnt í brezka útvarpið, að von væri um samkomulag, get ég ekki neitað því, að ég fór að örvænta um að risið yrði gegn ofbeldinu. Ég bjóst við nýrri tilslökun við of- 'beldið. Ég hugsaði um þetta fram á riótt. Ég og allir aðrir vita, að undanfarið hefir ekki verið neinn friður.. Úlfurinn hefir aðeins óá- reittur fengið að sundurtæta lamb- ið, ‘ og ég bjóst við framhaldi af því. Á SUNNUDAGSMORGUNINN klukkan rúmlega 9 hlustaði ég á brezkt útvarp og þar var enn ekk- ert að frétta. Ég hlustaði kl. 10 og þá sagði þulurinn að brezku stjórn- inni hefði enn ekkert svar borizt frá Hitler og eftir 5 mínútur myndi Chamberlain forsætisráðherra ílytja tilkynningu. Ég beið fullur eftirvæntingar. Fimm mínúturnar liðu, en ekkert heyrðist, 10 mín- útur liðu, engin tilkynning. Hafði brezku stjórninni borizt viðunandi svar á síðasta augnabliki? 15 mín- útur liðu og nú varð ég sannfærð- ur um að von væri til samkomu- lags. En skyndilega tilkynnir þul- urinn, að Chamberlain taki til máls. Ræða hans var stríðsyfirlýs- ing á hendur Þjóðverjum. Ný styrjöld, ný ógnaröld fyrir alla Ev- rópu. ALLIR, SEM HAFA LESIÐ stríðsbókmenntirnar, geta gert sér í hugarlund andlegt ástand þjóð- anna nú og á næstu mánuðum, því að þetta stríð getur staðið lengi og það er ekki annað hægt að sjá en að því ljúki annaðhvort með falli brezka heimsveldisins í sinni nú- verandi mynd eða falli þýzka naz- ismans og jafnvel rússneska ein- veldisins. Því að Stalinkommún- isminn og Hitlerfasisminn eiga jafnmikla sök á þessari styrjöld. VIÐ ÍSLENDINGAR höfum sér- stöðu. Okkar stríð er háð við inn- flutnings-. og útflutningsörðug- leika. Það stríð verðum við að vinna, hvað sem það kostar. En því aðeins vinnum við það, að við leggjumst allir á eitt og vinnum saman. Hver einn og einasti ís- lendingur á í dag sæti í ríkisstjórn landsins. Ef einstakir menn vinna gegn þeim ráðstöfunum, sem rík- istjórnin gerir, geta þeir eyðilagt geysimikið, og það verður að vera krafa okkar allra, að sá maður, sem það gerir, verði skoðaður sem vargur. En ég hefi enga ástæðu til að ætla, að svo verði. Þrátt fyrir sína vitfirringslegu einstaklings- hyggju eru íslendingar góðir þegn- ar á hættustundum, það hafa þeir oft sýnt. Aðalatriðið er að þjóðin öll, hver einstaklingur, frá þeim ríkasta og til hins fátækasta, finni það, að eitt gangi yfir alla. VIÐ HEYRUM ÞAÐ úr einni átt, að nota skuli ástandið og hörmung- arnar, sem við heyrum um, til borgarastyrjalda og upphlaupa. Þessar raddir hér, eða raddir skyldar þeim og með sama tón hafa skapað nazismann og hið skefjalausa ofbeldi. Hver einn og einasti íslendingur krefst þess skil- yrðislaust, að engin linkind verði sýnd gegn slíkum hrópum, engin, ekki hin minnsta. Við erum í stríði og hér gilda herlög, ákveðin sterk herlög gegn öllum, og þeir, sem ekki hlýða þeim lögum, verða að þurrkast út úr opinberu lífi. Það veltur á frelsi þjóðarinnar í fram- tíðinni, afkomu hennar og ró, að þessar raddir þagni. mmm mma wmtsi ÞÚSUNDUM HEIMILA er nú sundrað úti í löndum, þúsundum manna er slátrað, þúsundir barna verða föðurlausar, þúsundir manna verða örkumla, ökrum er sundrað, hús sprengd í loft upp, og þó segir flotamálaráðherra Breta í fyrradag um leið og hann tók við starfi sínu: „Bráðum skellur óveðrið á.“ Það er ekki enn skollið á í líkingu við það, sem verða mun. i VIÐ ÍSLENDINGAR búum við elzta lýðræðisfyrirkomulag heims- ins. Þegar er sannað, að einræðið skapar ófriðinp. Ofbeldið fram- kallar vitfirringuna. Þó að stríðið sé ægilegt, getur upp úr brunarúst- unum ef til vill skapast nýr héim- ur. En það er eftir að sjá, hvort sigurvegararnir verði svo vitrir, að þeir kunni það. Hannes á horninu. Hjónaband. í dag verða gefin saman í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn ungfrú Elín Jóhannesdóttir Lynge frá Reykjavík og herra Axel Arnholtz fotograph, Kaup- mannahöfn. Heimili ungu hjón- ; anna verður fyrst um sinn Lundtoftegade 97. Þýzku flutningaskipin, sem ieituðu hafnar hér, liggja nú inni á Eiðsvík. Hlnar vinsælu hraðferðlr Steindórs til Akureyrar um Akranes erus Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á toiff- reiðastöð Oddeyrar, M*s. Fagraues annast sjóleittina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndór. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORIVIAN HALL: Uppreisnin á ESounty. 62*. Karl ísfeld íslenzkaði. og öðrum eyjaskeggjum, sem aðvörun gegn ofmikilli fólks- fjölgun á eyjunni. Ef einhverjum af meðlimum bandalagsins fæddist barn, var það samstundis drepið á þann fljótlegasta og sársaukaminnsta hátt. Ljótasta smánaryrði þeirra var ,,Vahine fanaunau“ — þunguð kona. Hinir innfæddu vissu ekki vel, að það var ekki fínt að eiga stóra fjölskyldu. Svo viðbjóðslegt sem athæfi þetta er, ætti maður ekki að áfellast það án þess að gefa því gaum, að íbúatalan eykst en landrýmið á lítilli eyju vex ekki fyrir það, að sama skapi. Að því er snertir þá mannfórn, var þessi athöfn sjaldan við- höfð. Og þegar slík fórn var færð, var það á altari stríðsguðs- ins. Sá er fórna skyldi, var tekinn án aðvörunar og drepinn hreinlega með rothöggi aftan frá. Hann var undantekningarlaust maður, sem í augum höfðingjans verðskuldaði dauðann, heild- inni til heilla. í þjóðfélagi, sem er án dómara, dómstóla og böðla, héldu möguleikarnir til að verða fórnað stríðsguðunum mörgum frá glæpum gegn þjóðfélaginu. Tahitibúar voru á vissan hátt mjög vel á sig komnir. Tökum til dæmis loftslagið frjósæld eyjarinnar, og þau firn fæðu, sem maður þar getur aflað án mikillar fyrirhafnar. En ef til vill eru þeir heppnari fyrir þá sök, að þeir bera ekki skyn á peninga né nokkurn annan venjulegan gjaldeyri. Grísir, teppi eða barkarlín er oft gefið að launum fyrir að byggja hús, eða fyrir að tatovera ungan höfðingja. En þessir hlutir eru for- gengilegir og voru því skoðaðir sem gjöf fremur en greiðsla. Nízka, hið fyrirlitlegasta af mannlegum brestum, var þar næst- um óþekkt. Og litlar ástæður voru til að vera ágengur. Að verða sakaður um að vera smátækur, var óttast af háum og lágum, því að nirfillinn var álitinn heimskur. Með því að flytja inn járn og kenna þeim grundvallaratriðin um vöruskipti ag verzl- un, er enginn vafi á, að við höfum unnið eyjarskeggjum óbæt- anlegt tjón. Hinn 15. ágúst 1790 fæddist dóttir okkar Helena. Barninu var gefið nafn Tehani og hinn langi titill hennar, sem ég — ef ég á að segja sannleikann, get ekki munað. Helena var yndisleg, með undarleg og fögur augu, dimmblá eins og hafið. Og þar eð hún var frumburður okkar, gaf fæðing hennar til- efni til ýmissa trúar- og annarra opinberra athafna. Stórt svæði hafði verið afgirt á hinni heilögu grund bak við einkamusteri Vahiatua. og innan þessa gerðis voru byggð þrjú smáhýsi. Hið stærsta þeirra var kallað ,,Hús hinna sætu burkna11, þar átti móðirin að fæða barn sitt. Hið annað kall- aðist ,,Hús hinna veiku“, þar áttu móðir og barn að búa í fjórtán daga eftir fæðinguna. Hið þriðja var kallað „Hið al- menna hús“, og var það handa þernum Tehani. í sex daga eftir að Helena litla fæddist ríkti þögn á sjó og landi við Tairapu-ströndina. Allur þorri fólksins hafðist þá við á frí- stöðunum í fjöllunum, þar sem það gat talazt við og haldið öllum háttum sínum, unz þagnarboðunum var aflétt. Á sjöunda degi fékk ég aðgang að „Húsi hinna veiku“, og fékk ég nú að sjá dóttur mína í fyrsta sinn. Vehiatua og ég geng- um saman, því að enginn annar en presíurinn, Taomi, hafði til þessa stigið fæti á hið afgirta svæði. Það var myrkt inni í húsinu, og fyrst í stað gat ég ekki séð Tehani á beði sínum, sem var-af mjúkum brekánum og líni. Ekki sá ég heldur fyrst í stað barnið, sem teygði upp fyrir sig smáu, feitu hendurnar. Barnið var þriggja mánaða gamalt, þegar Stewart og Peggy komu að heimsækja okkur. Þau höfðu sjálf eignazt litla dótt- ur. Það hafði ég frétt skömmu áður. Ungu mæðurnar höfðu óþrjótandi umræðuefni, þar sem voru börn þeirra. Stewart var hjá okkur í viku, og einn þeirra daga er mér minnisstæður. Það var dimmt þenna morgun, er ég klæddist. En þegar ég hafði baðað mig og sté upp úr ánni, byrjuðu fuglarnir ao fljúga frá hreiðrum sínum og bólum í trjánum. Þegar ég stóð á árbakkanum og andaði að mér svölu morgunloftinu í djúpum sogum, fann ég að slegið var létt á öxl mér. og konan mín stóð* við hlið mér. — Þau sofa enn þá, sagci hún. — Þú ættir bara að sjá Helenu og Peggy litlu hlið við hlið! Sjáðu — það er ekki eitt ský að sjá á himninum! Við skulum taka lítinn bát og róa til Fenua Ino, öll fjögur, börnin og Tuahu. Við höfðum oft talað um að verja einum degi á þessum litla hólma, Fenua Ino. — Þangað hafði ég aldrei komið. Ég- vissi að Stewart myndi þykja gaman að slíkri för, svo ég sam- þykkti þetta fúslega. Við völdum lítinn bát og hlóðum hann mat og kókoshnetum. Börnin tvö lögðum við sofandi á mjúk brekán hlið við hlið í stóra kúpu af sæskjaldböku, sem var vel fáguð og með hjálmi, sem gerður var af kókoslaufi, yfir. Tuahu var ungur, hár og sterklegur maður, ári eldri en ég, og einhver viðfeldnasti félagi, sem ég nokkru sinni hafði átt. Hann sat aftur á til að stjórna á milli rifjanna. Stewart og ég vorum fyrir löngu orðnir fullgildir kanomenn, og konur okkar, sterkar, frískar og ungar, fullfærar um að knýja árar móti hvaða karlmanni, sem var. Fjórum mílum fyrir sunnan Tantira er ströndin varin á- gangi sævarins. Þar er stórt rif. Ef til vill er Tahiti hvergi jafn þéttbýl og þar. Það var þessi strönd, sem ég hafði séð, þegar Bounty á sínum tíma nálgaðist ströndina. Þegar rifinu sleppir taka við grænir klettar, sem bylgjur Kyrrahafsins gnauða við. Það er óbyggt og hrjóstrugt land, þar sem eyjar- skeggjar álíta, að illir andar búi. Þar sem rifinu sleppir og klettarnir byrja, lá litla kóraíeyjan. um hálfa mílu vegar frá landi, og þar höfðum við hugsað okkur að eyða deginum. Við breiddum ábreiður okkar í skugga af stóru tré, og Tua- hu sótti morgunverðinn. Stewart hrópaði til konu sinnar:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.