Alþýðublaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUl 6. SEPT. 1939 ALÞ?DUBLAÐIÐ «------------------------.* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDBMARSSON. í fjarveru haas: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIBSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inugangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN »------------------------# Italia. ÞAÐ hefir verið óvenju hljótt um einræðisherrann í Rómaborg undanfarnar vik- ur, meðan stéttarbræður hans í Berlín og Moskva voru að gera alvöru úr þeim blóðuga leik, sem hann hefir átt svo veruleg- an þátt í að undirbúa. Nú sjá menn, hvernig á því hefir stað- ið. Mussolini hefir haft vit á því að losa sig við ,,möndulinn“ í tæka tíð, áður en hann væri kominn með hann út í ófæru stríðsins. ítalía situr nú hjá, að minnsta kosti fyrst um sinn. Það kemur mönnum ekki á ó- vart. Þvert á móti vár íengi við því búizt af þeim, sem til þekktu, þrátt fyrir öll hreysti- yrði frá Rómaborg. Mussolini vildi gjarnan hafa gagn af ,,möndlinum“ til þess að hrifsa til sín það, sem hægt væri, án þess að lenda 1 stríði við Eng- land og Frakkland. Og á þann hátt hafði hann Abessiníu og Albaníu upp úr bandalaginu við Hitler og þann vafasama ávinn- ing að koma Franco til valda á Spáni. En því nær, sem þetta glæfraspil ,,möndulsins“ færði hann Evrópustyrjöld, því greini- legra varð hik hans við að halda því áfram. Því að hann vissi og veit betur en nokkur annar, að Ítalía með sínum óverulegu hráefnalindum og sinni löngu og varnarlausu strönd þolir ekkert stríð við hin voldugu her- veldi Miðjarðarhafsins, England og Frakkland. Það er sagan frá 1914, sem endurtekur sig, Þá var ítalía í meira en þrjátíu ár búin að vera í bandalagi við Þýzkaland. En á stund hættunnar kaus hún einn- ig þá heldur að sitja hjá, en að ofurselja sig fallbyssum enska og franska flotans. Og endirinn varð sá, sem Mussolini sjálfur átti ekki óverulegan þátt í, að ít- ölsku vopnunum' var snúið á móti hinum gömlu bandamönn- um, þegar séð var orðið, hverj- um betur myndi veita. Það skal ósagt látið á þessari stundú, hvort einnig sá viðburð- burður á eftir að ske í annað sinn. En engum þyrfti að koma það á óvart, þegar á Þýzkaland færi að halla, 'frekar en hinn skyndilegi friðarvilji Mussolini nú, meðan allt er í óvissu. Hitler hefir að vísu í hjartnæmu skeyti, sem birt var í ítölskum blöðum, þakkað þessum fyrrver- andi bandamanni sínum fyrir alla þá hjálp, sem hann hefir af honum þegið, og jafnframt látið hann vita, að hann þurfi ekki á honum að halda í því stríði, sem nú er hafið. En þar fyrir dettur engum í hug, að hann hafi átt þess nokkurn kost, að fá Musso- lini með. Hér endurtekur sig aðeins sagan um refinn, sem sagði um berin: „Þau eru súr,“ skipað sér í andbnezka afstöðu mieð því að gera tryggðarsátt- mÁla við höfuðóvin Bretlands — þlýtur það ekki aÖ knýja ís- Velæruverðugi herra! Ég las fyrir skömmu grein eft- ir yður í „Þjóðviljanum“. Ekki var það af því, að ég sé daglega lesandi þess blaðs né stuðnings- maður þess (og nefni ég þetta ekki vegna þess, að ég vilji neitt gera til að útbreiða blaðið) held- ur af því, að mér var bent á, að þér, sem einn af æðstu stjórnar- meðlimum þess flokks, sem gef- ur blaðið út, hefðuð skýrt þar frá skoðanaskiptum, sem þér hefðuö nýlega orðið fyrir í hinu svo kallaða sambandsmáli, og lýstuð því nú yfir í grainankomi þessu, að flokkur yðar rnundi taka sams konar sinnaskiptum Þg þér í því nafntogaða vanda- máli. Nú get ég glatt yður með því, að ég er einn af því fólki, sem hefir eytt peningum sínum til að kaupa bækur eftir yður. Hefi' og eins og fleiri talið það nokk- urs konar þegnskyldu, þar sem ég fiefi heyrt, að þér séuð orðinn ákaflega frægur í útlandinu fyrir bækumar. Af þessum orsökum hefi ég fyigzt með öllum skoðana- og sinnaskiptum yðar frá upphafi og þekki yður nærri því eins og skóinn minn sem rithöfund undir öllum nöfnum, sem þér hafið brúkað. Það sé fjarri mér að skjaila yður, en svo mikið get ég sagt, að ég hefi haft sérlega garnan af öllum skoðanaskiptum yðar, og er það ejnkum sá undraverði hæfileiki yðar að fara úr og í skoðanir eins og nærbuxur, sem hefir vakið einlæiga aðdáun mína á yður. Og eins og áður er sagt, var það v-egna þess, að ég fékk páta af, að þér væruð í þessari Þjóðviljagrein að hóta því að hafa alger skoðanaskipti í svo kölluðu sambandsmáli, að ég fékk mér blaðið- Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þó að skoðanaskipti yðar í sam- bandsmálinu séu auðvitað ekkert á borð við það að sjá yður verða rétttrúaðan kaþólikka úr hundheiðnum guðteysingja og aftur hundheibinn guðleysingja úr réttrúuðum kaþólikka, þjóð- rembingssinnaöan ihaldsmann úr þjóðlausum anarkó-kommúnista og síðan rétttrúaðan Moskva- kommúnista úr þjóðrembings- sinnuðum íhaldsmanni, þá verð ég að segja, að ég gef glaður tíeyring fyrir að sjá yður í þriggja dálka grein í litlu blaði gerast eldheitan lýðveldissinna úr „passifum abdikasjónista“. En rnikið vill meira. Þér verðið að forláta, ef ég er dónalegur, en það liggur við að mig langi til að sjá yður g-era þetta aftur, Relzt aftur á bak. Ég hefi svo ó- stjórnlega gaman af að sjá yður hafa skoðanaskipti. Það er nefnilega svo mál með vexti, að ég hefi lúmskan grun um, að þér séuð heima hjá yður í kyrrþey að búa yður undir ný „skipti“, og skal ég nú segja yöur á hv-erju ég byggi þetta. 1 grein yðar um síðustu sk-oð- anaskípti í Þjóðviljanum 6. f. m. segið þér: „Það er frægt orðiÖ, að íor- ráðamenn d-önsku stjórnarflokk- anna h-afa nú fyrir skömmu geng- ið til Berlínar til þess að gera þar fyrir hönd danska ríkisins þegar hann var búinn að ganga úr skugga um það, að hann gæti ekki náð þeim. - - ♦ tryggðasáttmála við þýzka naz- ista“. Þessu næst segið þér: „í augum ó-kunnugra virðist „skuldbinding" af þessu tagi að- eins vera tilraun Dana til að leika fífl fyrir öllum heiminum, en þar sem litið er á hið heims- póiitíska tafl, dylst engu-m, hvað sáttmálinn táknar, hann er að- eíns yfirlýsing þess, að Danmörk s-é opinberlega dregin undir á- hrifasvæði Þýzkalands, dönsk viðskiptapólitík og utanríkisstefna samhæfð heimspólitík möndulríkj anna. — Á úrslitatímum, þegar þj-óðirnar skipta sér í fylkingar til væntanlegra átaka, hefir Dan- mörk tekið sér stöðu“. Og enn fremur segið þér: „Hvort sem það hefir nú verið tilgangur danskra stjómar- f-orkólfa að kaupa sér frið við Þjóðverja með þessum skríjiasátt- mála eða ekki, þá getur sam- hæfing danskrar utanrí-kisstefnu við þýzka ekki táknað annað iaug- um Bretlands en yfirlýsing um andbrezka stefnu“. Að þessu atbuguðu dragið þér þessa skarplegu ályktun: „Sú staðreyn-d, að það ríki, sem hefir k-onung sameiginlegan við okkur fslendinga og lögfestan samning um gagnkvæm þegnrétt- indi skuli á þessum hættutínrum hafa skipað sér í andbrezka af- stöðu, með því að gera tryggða- sáttmála viÖ h-öfuðóvm Bretlands — það hlýtur að knýja ístenzka sambandsvini og passífa abdika- sj-ónista til endurskoðu-nar hinna sv-okö-lluðu sambandsmála“. — „Við hljótum að minnsta kosti að setja skilyrði fyrir áfranr- haidandi samstarfi" — „ög þ-essi skilyrði eru fyrst og fremst þau, að danska stj-órnin fjaríægist stefnu andkommúnistiska sáttnrál ans, þ. e. a. s. utanríkispó'litík möndulríkjanna, sem beint er gegn -o-kkar eðlilega vemdara, Bretlandi". Ég hefi, síðan ég las þ-etta, séð þess getið, að fasistar hafi byrjað h-eimsstyrjöld þá, sem þeir hafa lengi hótað, og heyri flesta kenna það því, að forráðam-enn stjórnarflokksins í Sovétlýðveld- unum hafi gengið til Berlínar til þess að gera þar, fyrir hönd hins kommúnistiska ríkis verka- lýðsins tryggðasáttmála við þýzka fasista. Ég verð að játa, að á yfir- borðinu lítur samningur þessi út eins og ■ skrítla, og að í augum ókunnugra kynni öll þessi samn- ingagerð kommúnistastj-órnarinn- ar i Moskva við aðstanden-dur andkommúnistiska sáttmálans aÖ hljóma eins og tilraun Rússa til að leika fífl fyrir öllum heimin- um, en þar sem litið er á hið feimspólitiska tafl, dylst engum hvaö sáttmálinn táknar, hann er aðeins yfirlýsing þ-ess, að Sovét- lýðveldin séu ó-pmherlega dregin undir áhrifasvæði Þýzkalands, rússnesk viðskiptapólitík og ut- anrikisstefna samhæfð heimspóli- tík möndulrikjanna. Á úrsUtatím- um, þegar þjóðirnar skipa sér í fylkingar til væntanlegra átaka hefir Sovét-Rússland tekið sér stöðu. Nú stendur svo ár að ég hefi litið í stefnuskrá þess fl-okks, í hv-ers stjórn þér eruð starfandi, og lesið þar, að flokkurinn vill, „að reynt sé aÖ fá vinsamleg erlend lýðræðisríki, sem styrk- ur er í o-g líkleg eru til að staoda við skuldbindingar sinar, til að tryggja sjálfstæðl (ís- lenzku) þjóðarinnar gegn erlendri ásælni". Af næstu grein starf- skrár þessa sama flokks v-erður ljóst, að hér. er fyrst og fremst átt við Sovétlýðveldin. Hefirþað og verið játað opinberlega, enda hefi ég séð þetta ákvæöi rök- stutt af flokksins hálfu með þeim ummælum, að þar sem Sovétrík- in séu „sterkasti v-örður lýðræðis og sjálfstæðis smáþjóðanna í heiminum, þá lig-gi í augum upþi, að fl-okkur í-slenzka verkalýðsins, s-em vill stefna að sóíalisma, vernda lýðræðið og vinna gegn fasismanum, hljóti að ta-ka á- kv-eðna afstöðu m-eð Sovétríkj- unum“. Það er alkunna, að menn í yðar flokki, og þar á meðal þér sjálfur, ef ég hefi ekki alger- lega misskilið síðustu skoðanir yðar, vinna að því, í samræmi við starfskrá flokksins, að k-oma okkar litla ríki í sem allra nán- ast samband við Sovétríkin, að vilja, að það samband verði í framtíðinni enn nánar en sam- band okkar við Danm-örku er nú. Nú er mér spurn: Er hér ekki hið ákjósanlegasta tækifæri til skoðanaskipta fyrir inann, sem hefir bæði æfingu og upplag til þeirra hluta? Því að hv-ort s-em það hefir nú verið tilgan,gur rússneskra stjórnarforkólfa að kaupa sérfrið við Þjóðverja með þessum skrípa 'gáttméla í Moskva eða ekki, þá getur samhæfing rússneskrar ut- anríkisstefnu við þýzka ekki tákn -að annað í augum Bretlands en yfirlýsíng um andbrezka stefnu. Og sú staðreynd, að það ríki, sem Sameiningarflokkur alþýðu-Sósíal istaflokkurinn (afsakið -orðið) hef- ir h-elzt viljað fá til þess aö tryggja sjálfstæði þjóðarinnar gegn erlendri ásælni og koma (okkur í sem nánast samband við, skuli á þessum hættutimum hafa IHÖMMELVIK í Þrænda- ■ iögum í Noregi bjó fyrir sextíu árum smábóndi að nafni Anders Nygaardsvold. Hann var fátækur og átti fullt í fangi með að sjá fyrir sér og börn- um sínum. Fyrir réttum 60 ár- um, eða 6. sept. 1879, eignaðist þessi fátæki smábóndi son, sem nú er forsætisráðherra Norð- manna og einn af aðalforystu- mönnum norskra Alþýðuflokks- manna, Johan Nygaardsvold. Hann var alinn upp í fátækt. Strax barn að aldri, eða 12 ára gamall, byrjaði Nygaardsvold að vinna fyrir sér í timbur- og tíg- ulsteinaverksmiðjum. Þessa vinnu stundaði hann í 10 ár, eða fram til ársins 1901. Hann las allt, sem hann gat í tómstund- um sínum, og hneigðist þegar á unga aldri að verkalýðshreyf- ingunni og jafnaðarstefnunni. En fátæktin og örðugleikarnir meinuðu honum að njóta sín. Hann fluttist til Ameríku 1901 og stundaði þar algenga vinnu í 6 ár. En ekki undi hann þar til lengdar. Hann fluttist aftur heim til gamla Noregs og tók upp vinnu á ný í Hommelvik. Hann fór brátt að láta mál lenzka Rússla-ndsvini o(g „sam- einingarmenn" til endursko-ðunar hinna svokölluðu Rússlan-dsmála? Hlj-ótum við ekki að minnsta kosti að setja skilyrði fyrir áframhald- andi samstarfi? Og verða ekki þau skilyrði fyrst og fremst þau, að rússneska stjórnin fjarlægist stefnu andk-ommúnistiska sátt- málans, þ. e. a. s. utanrífeispúli- tík möndulríkjanna, sem beint er gegn -okkar eðlil-ega vem-dara, Bnetuni ? Það sé fjarri mér að vilja setja óþægil-ega rót á samvizku yðar eða vitsmuni yðar i klípu. En þar sem ég hefi gefið yfir hundrað krónur fyrir að v-era vitni að öllum fyrri skoðanaskipt- um yðar -og haft mikið gaman af, þá langar mig satt að segja til að sjá, hvernig þér snúið yður út úr þessu, án fess að hafa skoðanaskipti. Ég hefi þá trú á sjálfstrausti yðar o-g virðingu fyrir rithöfund- arfrægö yöar, að ég er þess full- viss, að þér reynið ekki að skj-óta yður með þögninni undan þ-ess- mn tilmælum eins af yðar trygg- ustu kaupen-da. Og um fram alla muni vænti ég þess, að þér legg- izt ekki svo lágt, að bregða fyr- ir yður einhverri froðuvellu og prðagjálfri í þ-essu máli, eins og t. -d. ómeifeasti og heimskasti taglhnýtingurirm í hinni nýbyrj- uðu skreiðarferð Rússlands og möndulrífejanna, Einar Olgeirs- s-on, gerir nú daglega í blaði ykkar, því að þ-ótt ég sé ekki aljgerlega sammála fl-o-kksbróður yðar, Arnóri Sigurjónssyni, sem einu sinni skrifaði um yður gáfu- tegan ritdóm, þá hefi ég til þessa álitið yður ólífet betur gefinn og merkilegri mann en Einar. Ég kveð yÖur svo og vænti mér hinnar beztu skemmtunar af svari yðar, jafnvel þótt ég geti ekki gert mér v-o-nir um jafn kostuteg skoðunarskipti og ég hefi oft áður haft skemmtun af að horfa upp á. Yðar einlægur fyrrverandi passífur abdikasjón- isti. héraSs síns tjl sín taka og var kosinn í stjórn héraðsins 1913, og var oddviti héraðsstjórnar- innar árin 19201—1922. En það voru ekki eingöngu sveitamálin, sem hann hafði á- huga á. Hann varð einnig brátt áhrifaríkur í landsmálum. Hann var kosinn stórþingsmað- ur 1916, og hefir setið þar síð- an sem fulltrúi norska Alþýðu- flokksins, og komst þar brátt í fremstu raðir flokksmanna sinna. Og þegar Alþýðuflokk- urinn hafði mikið aukið þing- mannahóp sinn 1928, var hann kosinn Stórþingsforseti, og á því sama ári var hann landbun- aðarráðherra í hinni frægu 18 daga stjórn flokksins, undir forsæti Hornsund. Nygaardsvold var kosinn í stjóm norska Alþýðuflokksins 1923 og hefir setið þar síðan. En formaður þingflokksins var hann kjörinn 1932, enda var hann þá af öllum viðurkenndur sem einn hinn áhrifaríkasti, skörulegasti og úrræðabezti þingmaður Norðmanna. Þegar Alþýðuflokkurinn myndaði stjórn í Noregi 20. marz 1935, var Nygaardsvold Johan Nygaards vold sextugor JOHAN NYGAARDSVOLD talinn sjálfkjörinn til forsætis. Og síðan hefir hann verið for- sætisráðherra Norðmanna. En það hefir vissulega ekki verið vandkvæðalaust verk að hafa forystu fyrir minnihluta stjórn í 4 ár. En þar hefir ekki hvað sízt komið í Ijós; hyggni, þol- gæði og áræðni Nygaardsvold. Stjórn hans hefir hrint í fram- kvæmd óteljandi hagsmunamál- um norskrar alþýðu og áunnið sér traust, og vaxandi fylgi. All- ar líkur benda til, að stjórn Ny- gaardsvold sitji næstu árin og haldi áfram endurbótum og um- sköpun í norsku þjóðlífi, í anda jafnaðarstefnunnar. Ég hefi átt því láni að fagna að hitta Nygaardsvold nokkrum sinnum, og nú síðast fyrir rúm- um 2 vikum á fulltrúafundi norrænna jafnaðarmanna í Oslo. Sú viðkynning var mér mikið ánægjuefni. Nygaards- vold er hár maður og þrekiegur og býður af sér hinn bezta þokka. Hann er ímynd hins ró- lega, trausta og úrræðagóða al- þýðuforingja. Hann er prýði- lega máli farinn, og ræður hans eru rökfastar, rólegar og sann- færandi, venjulega alvarlegar og bornar uppi af öruggri sann- færingu, í viðtölum er Ny- gaardsvold kátur og oft gaman- samur. Hann bregður oft fyrir sig græskulausri kýmni, og hlátur hans er léttur og einlæg- ur ■—- og hefir minnt mig mjög á Hlátur dóns Baidvinssonar, Nygaardsvold er hvort tveggja í senn, bæði virtur og dáður af félögum sínum og flokksbræðr- um. Og meðal allra sanngjarnra andstæðinga Nygaardsvold er hann viðurkenndur fyrir stjórn- málahyggindi og skörungskap. Einn úr flokki andstæðinga hans í Noregi, sem framarlega hefir staðið 1 stjórnmálum í mörg ár. hefir látið svo um mælt við mig, að það væri mikið lán fyrir Noreg, aó Alþýðuflokkurinn þar í landi ætti jafn ágætum íor- ystumanni á að skipa eins og Nygaardsvold. Á sextíu ára afmæli Johans Nygaardsvold berast honum einlægar árnaðaróskir hundruð þúsunda norskra alþýðumanna, er þakka honum ágætt starf og óska honum langra lífdaga til áframhaldandi orustu. Og Al- þýðuflokkurinn á íslandi óskar þssum ágæta brautryðjanda og forystumanni norskrar alþýðu allra heilla á þessum tímamót- um í hinu áhrifaríka lífi hans. Stefán Jóh, Stefánsson. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurv-elli í kvöld kl. 9 undir stjóm Alberts Klahn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.