Alþýðublaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1939 WBt GAMLA BIO Adólf sem Framúrskarandi fjörug og fyndin sænsk söng- og gamanmynd, gerð undir stjórn hin’s vinsæla og brá'ðskcmmtilega Svía ADOLF JAHR, er sjálfur leikur aðalhlut- verkið óviðjafnanlega. ST. FRÖN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Ýms mál. — Hagskrá: a) Próf. Guð- brandur Jónsson: erindi. b) Guðmundur Kr. Guðmundsson ikaupm.: upplestur. c) ? — AÖ loknum fundi verður dans stig- inn og leikur hljómsveit undir dansinum. — Félagar, fjöl- mennið og mætið annað kvöld kl. 8 stundvíslega. Laghent ung stúlka óskast. Sparta, Laugavegi 10. ÁVARP FORSÆTISRÁÐHERA Frh. af 1. síðu. lausustu þjóð veraldarinnar, er sýnt hefði drengilegt hlutleysi. Af þessum ástæðum verður hver íslendingur að hafa það í huga, að hlutleysið er fjöregg þjóðarinnar, sem skylt er að varðveita og standa vörð um eítir megni að aðrir grandi ekki. Með því að gera það, er hlut- leysi okkur sterkari vörn en jafnvel hervarnir eru öðrum þjóðum. En þótt við sleppum við hinar sáru ógnir ófriðarins, hlýtur heimsstyrjöldin að baka þjóðinni margs konar óþægindi, sem sumpart eru fyrirsjáanleg, en einnig ófyrirsjáanleg. Aðal erf- iðleikarnir munu verða í sam- bandi við siglingateppu og hömlun á vöruflutningum til landsins. Enn er ekkert um það vitað, hve stórfelld siglinga- teppan kann að verða, en fyrir íslenzku þjóðina er einmitt þetta atriði mjög mikilsvert, vegna þess, hve mikið við þurfum að flytja að og frá landinu,- Það má benda á það 1 þessu sam- bandi, að þótt svo fari, að sigl- ingar til Evrópu stöðvist að verulegu leyti, þá erum við þó betur stödd um siglingar til vesturálfu en í síðasta stríði, og undirbúningur undir verzlunar- viðskipti meiri en þá var vegna þess, sem unnið hefir verið að þeim málum undanfarin ár. Það er þess vegna engin á- stæða tii þess að ætla, að is- lenzka þjóðin geti ekki flutt að sér mestu lífsnauðsynjar meðan á ófriði stendur, en að sjálfsögðu verður þjóðin þó að neita sér um margt, sem áður hefir verið fiutt til landsins og talið nauð- synlegt. En þegar talað er um erlendan varning má á það minna, að við höfum á undanförnum árum not- að hér margs konar erlendan ó- þarfa, sem við höfum eytt í miklu fé, en hefir verið heilsu og velferð þjóðarinnar til ógagns. Við eigum nú að mynda sterk samtök um þaö að neita okkur um margt af þessum varningi, og munum þá komast að raun um það innan skamms, að við söknum ekki neins, en það er bæði fjármunum okkar og heilsu til gagns. Erfiðleikar hafa verið hér og eiu miklir, — en þó ber á það að líta, að nú, þegar ófriðurinn brýzt út, erum við íslendingar á marga lund betur undir það á- stand búnir nú en áður, sem skapast hlýtur. Framleiðsla ýmissa landbúnað- arafurða hefír, vegna hinna stór- stígu framfara í landinu síðast- liðin ár, aukizt, þrátt fyrir fólks- fækkun í sveitunum. Framfarir í garðræktarmálum hafa verið miklar hér á seinni árunr og sennilega aldrei meiri en í ár. Árferði til landsins hefir verið sérstaklega hagstætt í sumar. Allt kemur þetta íslenzku þjóðinni í góðar þarfir. Við höfum nokkra von til þess, þótt ekki sé það vissa, að geta jafnvel þótt styrjöldin yrði all- fangvinn, stundað sjóinn með sömu eða svipuðum tækjum og gert er nú. Og fiskimiðin okkar og íslenzka moldin em mlklir matargjafar. Ýmisskonar iðnaður (þótt sunrt af honum eigi á venjulegum tím- um vafac,aman rétt á sér) hefir b.ómgazt mjfög, og er nú svo la-ngt á veg kominn og svo um- fangs- og afkastamikiil, að hann mun reynast landsmönnum hinn mesti styrkur um styrjaldartím- ann. Ef til vill verður erfitt að afla hráefna til sumra tegunda iðnaðarins, en þær greinar hans, sem eru stærstar og jafnframt nauðsynlegastar, svo sem skó- gerð, dúkagerð, prjónavörur o. s. frv-, vinna aðallega úr íslenzk- um hráefnum. En þótt þannig sé háttað mál- um, eru þó margar ráðstafanir, sem gera þarf, og það skiptir miklu máli, að þjóðin starfi að því einhuga að búa sig undir að lifa sem mest af afurðum landsins sjálfs, og að því mún kröftum þjóðarinnar verða ein- beitt. 1 þeim efnurn rísa mörg við- fangsefni, sem nokkuð hafa veriö rannsökuð og eru mörg til at- hugunar. Ég fer ekki inn á þessi viðfangsefni nú f þessum al- mennu orðum, er ég tala til ykk- ai að þessu sinni. Pað er unnið að þeim sleitulaust og verður í b’öðum og útvarpi rætt um þau mál við þjóðina jafnóðum og við sjáum hverju fram vindur, undir- búningi iokið og ákvarðanir teknar. Og þótt þetta styrjaldartímabii, þrátt fyrir það, sem hér er talið, muni snerta okkur meira eða minna óbeint, þá skulum við þó jafnan minnast þess, að óþægindi oikkar eru ekki nema sáralítið bibt af því, sem gengur yfir þær þjóðir, sem berast á banaspjót- um. En við íslendingar þurfum jáfnframt að sýna samheldni í því, og fyrir því mun ríkisstjórn- in beita sér, að eitt gangi yfir okkur öll í þessu iandi. Ög þess vegna skiptir það miklu rnáíí, að aliir islendingar geri sitt ítr- asta til þess að sjá um, að lög- um og fyrirmælum, er stjórnin jgefur út í þessu og öðru skyni, sé framfylgt undandráttarlaust. Ríkisstjórnin væntir þess, að enginn íslendingur sýni þá vönt- un á þegnskap að reyna að safna að sér birgðum af vörum, meðan f e>;if ís endingar kunna að þurfa neita sér um margt. Ög það er lítt skiljanlegt, að nokkur Íslend- ingur uni sér vel í þannig fengn- um allsnægtum. Það má a. m. k. vænta þess, að þeir islendingar Þýzkt stórskip kom í Horpn. Á því eru ÞjAðverjar og Bretar, um fiO manns. IDAG kl. tæplega 10 sást stórt skip vera á leiðinni hingað inn. Virtist sigling þess ekki örugg við innsiglinguna. Hafnsöigumenn fóru um borð í skipið og lögðu því á ytri höfn- ina. Skipið er þýzkt, eign Hamborg- ar-Ameríkulínunnar. Það er 10 þúsund smálestir að stærð og á því eru 60 manns, bæði Þjóðverj- ar og brezkir þegnar. Það heitir „Haram" og var á leiðinni til Ástralíu frá Las Palmas á Kana- rísku eyjununr, þegar það fékk skipun um að leita hlutlausrar hafnar. Skipstjóri mun hafa gengiö á land fyrir hádegi — og mun verða ákveðið í dag, hvort því verður lagt inn á Eiðsvík eins og hinum þýzku skipunum tveimur. Kl. 11,30 í dag sendi norskt skip, senr var statt undan Sand- gerði, beiðni unr leiðsögn þaðan til Reykjavíkur, vegna þess, að það hafði ekkart kort. Pétnr G. Gnðmnndsson sextninr i ðao. IDAG er Pétur G. Guð- mundsson fjölritari sex- tugur. Á fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar átti hann mik- inn þátt í störfum hennar og allt fram til þess er sundrung- in fór að skipta mönnum innan hreyfingarinnar. Hann var rit- stjóri fyrsta Alþýðublaðsins, sem út kom. Pétur G. Guð- mundsson er fróður maður og víðlesinn og hefir áhuga á f jölda mörgum málum. í kvöld halda vinir hans og kunningjar honum samsæti í Oddfellowhúsinu. séu ekki margir, sem þannig eru innrættir. Við islendingar getum einnig á þessum tímum glaðzt yfir því, að hafa fyrir nokkru lagt niður harövítugar innanlandsdeilur og í þess stað hafið samstarf. Það dr mikils virði á þeim tímum, senr nú ganga yfir heiminn, að þjóðin sé einhuga og samhent. Og því má ekki gleyrna, að mál- gögn flokkanna hafa átt mikinn (þátt í því, ekki sízt síðustu vik- urnar, að styðja. að samheldni og eindrægni. Ríkisstjórnin mun gera sér far urn að standa í sem nánustu sambandi við þjóðina um þær ráðstafanir, sem gera þarf á þessum óvenjulegu tím- um, og hún telur sig geta vænzt öruggs stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar í störfum sínum. Állar þjóðir líta á núverandi ástand með bölsýni og kvíða, og það gerum við islendingar vissulega einnig. En ef við stönd- um saman og sýnum gætni og þrautseigju, munuin við, þótt við séum fáir og smáir, geta mætt því, sem koma skal með minni kvíða og bölsýni en margar og jafnvel flestar aðrar þjóðir. Verið þið sæl! I DAG Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951.. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,40 Auglýsingar. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Földesy leik- ur á celló. 20.30 Otvarpssagan. 21,00 Orgelleikur í dómkirkjiunni (Páll isólfsson). 21.30 Tónverk eftir Ravel. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Engin pjóðsíjórn í Danmorku. Vinstri flokkurinnneitaði Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. TAUNING hefir ekki tekizt að mynda þjóðstjórn í Dan- mörku, enda þótt íhaldsflokkur- inn (hægri flokkurinn) væri reiðubúinn til þess að taka sæti í henni. Það hafði verið svo til ætlazt af stjórnarflokkunum, að bæta við í ráðuneytið fjórum ráð- herrum án sérstakrar stjórnar- deildar, tveimur úr hægri flokknum og tveimur úr vinstri flokknum. En vinstri flokkur- inn neitaði að eiga nokkra full- trúa í stjórninni nema því að- eins, að 'þeir fengju ákveðnar stjórnardeildir til umráða. Þýzkir jafnaðarmenn skora á þjóð sina að steypa Hitler. Avarp, sem dreift er i milljónaupplagi úr flug- vélum vfir Þýzkaland. ÝZKI jafnaðarmannaflokk- urinn, sem nú hefir aðal- bækistöð sína í París og stjórn- ar þaðan hinu leynilega flokks- starfi á Þýzkalandi, hefir birt ávarp undirritað af Otto Wels, hinum gamla foringja flokksins, og Hans Vogel, þar sem skorað er á þýzku þjóðina að steypa Hitler og endurreisa þýzka lýð- veldið á fullkomnum lýðræðis- grundvelli, Ávarp þetta hefir vakið mikla eftirtekt um allan heim. Það hefir verið tilkynnt, að því hafi þegar verið dreift í milljóna- upplagi úr flugvélum víðs veg- ar um Þýzkaland. Leiðrétting. í grein Stefáns Jóh. Stefáns- sonar um Johan Nygaardsvoid á þrfðju siðu blaðsins í dag hefir slæðzt inn sú prentvilla, að fyrsti forsætisráðherra Alþýðu- £lokksins í Noregi (árið 1928) er kallaður Hornsund, en átti vitan- lega að vera Hornsrud. Togararnir. Þorfinnur kom í morgun af síldveiðum. Heildsala-Smásala Ný verðlækkun Kaupfélag Borgfirðinga Qími 1^11 BBH NÝJA B§ð S®.- Victerfa nfkla Eng- lanðsdrottnino Söguleg stórmynd, sem er mikilfengleg lýsing á hinni löngu og viðburðaríku stjórnaræfi Victoríu drottningar og jafnframt lýsir hún einhverri aðdá- unarverðustu ástarsögu Veraldarinnar. | Aðalhiutverkin leika: Anna Neagle og Anton Walbrook. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Útbreiðið Alþýðublaðið! Innilegar þakkir mínar, barna minna og annarra aðstandenda fvrir samúð og hluttekningu í tilefni af fráfalli og jarðarför mannsins míns, RAGNARS E. KVARAN, landkynnis. Þórunn Kvaran. kynni frá rikisstjórnimi. Samkvæmt tilkynningu frá brezka aðalkonslat- inu, verður krafist upprunaskírteina, og skír- teina um hverjir hafi hagsmuna að gæta, vegna allra vara, sem fluttar eru til Stóra-Bretlands eða til umskipunar paðan frá öllum hlutlaus- um löndum. Verið er nú að prenta hin nauðsynlegu eyðu- blöð, og verður pessu fyrirkomulagi komið á jafnskjótt og þau erú tilbúin. Forsætisrððnneytið, ntanribismáladeiM, 6. september 1939. lesin upp á þýzku og skyldmehn- Um hermannanna öorin kveðja frá þeim og sagt að óttast ekki um þá. Þýzkir hermenn, klæddir pólsk- um einkennisbúningum, sem kasta sér niður í fallhlífum úr flugvélum, til þess að komast að baki póiska hemura og vinna S'kemmdarverk, eru leiddir fyrir herrétt og skotnir. Frh. af 1. síðu. BANDARÍKIN- arins. Með fyrri tilskipuninni er sala á vopnum og hergögnum bönnuð. Roosevelt lýsti einnig yfir því í gær, að ráðstafanir myndu verða gerðar til þess í Bandaríkj- umum að banna fasistiskan og nazistiskan áróður, og að skip- um, sem flyttu Bandaríkjamenn vestur um haf, myndi ekki fyrst um sinn verða veitt herskipa- vernd. Síldveiðin í Keílavík hefir verið afarmisjöfn undan- farið. Sumir bátar hafa fengið ágælan afla, en aðrir mjög lítinn. FÚ. STRÍÐIÐ 1 PÓLLANDI Frh. af 1. síðu. heilu og höldnu. En þýzka út- varpið ber á móti því, að þessi fregn sé sönn. Miklar orustur standa nð yfir á Pðllanði. Miklar orustur standa yfir í Slesíu, og segjast Þjóðverja. sækja fram til Kraká. F á Þýzkalandi kemur einnig tll- kynning um, að þeir hafi tekið Mlava, rétt við landamæri Austur-Prússlands að sunnan, en Pólverjar segja, að engin stórtíðindi hafi gerzt á þeim vígstöðvum. Samkvæmt þýzkum fréttum hafa Pólverjar nú orðið að yfir- gefa horgina Graudenz við Weichsel. Pólska setuliðið í Gdynia hefir gert skyndiárás inn í Danzig- hérað, tekið fallbyssu, nokkrar vélbyssur og 12 fanga. I pólska útvarpinu er fariö að lesa upp nöfn og heimilisfang þýzkra hermanna, sem Pólverjar hafa tekið til fanga. Eru nöfnin Aðelns 4 sglndagar eftir, HAPPDEKÆTTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.