Alþýðublaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ •---------------------------» RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSjL A: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN #-------------------—-------* Histleysið eies og Vlslr ¥iil hafa það. ISLAND hefir 1 samræmi við fyrri yfirlýsingu um ævar- andi hlutleysi í ófriði lýst því yfir, að það ætli sér að vera stranglega hlutlaust í því stríði, sem nú er hafið í Evrópu. Þar með er sagt, að hið íslenzka ríki sem slíkt muni láta stríðið af- skiptalaust og hvorugan aðila þess styðja, en vænti líka í þess stað, að fá sjálft að vera í friði fyrir báðum. Öllum hugsandi mönnum hér á landi kemur saman um, að fyrir vopnlaust og varnarlaust land eins og ísland geti engin önnur afstaða komið til greina. Og allir eru á einu máli um það, að það sé ekki óhamingja, held- ur hamingja þjóðarinnar á þess- ari stundu, að hún skuli hafa öll skilyrði til þess að fá að vera hlutlaus í þeim hroðalega hild- arleik, sem nú er háður á meg- inlandi Evrópu. Milli blaðanna hér á landi hefir, að minnsta kosti ef Þjóð- viljinn, blað þeirra fávita, sem hér kalla sig kommúnista, er undan skilinn, ekki heldur kom- ið fram neinn ágreiningur um það, að landið ætti um fram allt að gæta hlutleysis í átökum stórveldanna. Og ekkert blað hefir brýnt nauðsyn þess eins oft fyrir lesendum sínum eins og' einmitt Alþýðublaðið. En þegar Vísir reynir í gær í tilefni af einni ritstjórnargrein í Alþýðublaðinu um stríðið, að túlka hlutleysi landsins á þann hátt, að blöð og einstaklingar hafi ekki leyfi til þess að segja álit sitt hér innanlands á stríð- inu og þeim mönnum, sem þar eiga hlut að máli, þá er það ekkert annað en fölsun á hug- taki hlutleysisins, hvort held- ur sem blaðið gerir það af hel- berri heimsku, undirlægjuskap við erlend ríki eða í þeim til- gangi að reyna að hindra, að hér á landi fái að koma fram þær skoðanir og skapast það al- menningsálit, sem því sjálfu er ekki geðfellt. Ef menn hætta að tala og skrifa hér innanlands, hvort heldur um innlenda eða erlenda viðburði, eins og þeim býr í brjósti og lög leyfa, til þess eins að þóknast einu eða öðru er- lendu ríki eða einum eða öðrum erlendum stjórnmálamanni, þá er það ekki hlutleysi, heldur undirlægjuskapur. Og þegar Vísir segir að „við höfum feng- ið endurteknar sannanir fyrir því, að þótt við séum afskekkt- ir og fámennir, láti stórþjóðirn- ar ekki það umtal, sem hér verður um þær, fara fram hjá sér“, þá er því til að svara, að hér er prentfrelsi, og ef eitt- hvert ríki ætlar sér að hafa á- hrif á það, hvað hér er skrifað, hvort heldur af blöðum eða ein- M er algerlega éiísí enn, hvort hitaveitan stððvast. -----——s----- Langvad verkfræðingur og bæjarverk- fræðingurinn fara i kvöid tii Khafnar. ------—------— MENN hafa mjög spurt að því undanfarna daga, hvort ófriðarástandið myndi ekki meðal annars hafa það í för með sér fyrir okkur íslendinga, að hitaveitan eða fram- kvæmd hennar myndi stöðvast um ófyrirsjáanlegan tíma. Hraðlerðlr B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss aanast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BMreiðastðð ís- lands, sími 1540. BifreiHastðð ikureyrar. Jafnvel ungt fðlk eykur vellíðan sína með því að nota hárvðtn og iftmvðtn. > Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn. — Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því { til okkar, þegar þær þurfa á þessum vörum að halda. Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunar- dropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttiun hætti úr réttum efnum. — Fást alls staðar. Áfengisverzlum rfkisins. Þetta er eðlilegt, því að hitaveitumálið er margfalt hagsmunamál Reykvíkinga, og ekki aðeins þeirra, heldur og allra ladsmanna. í fyrsta lagi skapar framkvæmd hennar mikla atvinnu fyrir verkamenn, og í öðru lagi á hún stórkostlega að spara okkur kolakaup, þegar hún er að fullu framkvæmd og heita vatnið er farið að staklingum, þá hefir ísland ekki gert sig sekt um neitt brot á hlutleysi sínu, heldur hið er- lenda ríki um íhlutun, sem bæði sjálfstæði okkar og hlutleysi út- heimtir, að sé vísað á bug. Og það verður að teljast furðulegt, að íslenzkt blað skuli reyna að koma hér inn þeirri skoðun, að okkur beri nokkur hlutleysis- skylda til þess að beygja okkur fyrir slíkri ágengni. Alþýðublaðið hefir aldrei dregið neina dul á skoðanir sín- ar á þýzka nazismanum, forvíg- ismönnum hans og undirróðri úti um heim og sér enga á- stæðu til þess að gera þáð frek- ar nú en endranær hema síður sé. En ef til vill finnst Vísi það höggva eitthvað nærri sér, að sannleikurinn sé sagður um þá stefnu. Það er í öllu falli trú- legri skýring á tilraun hans til þess að takmarka hér ritfrelsið undir yfirskini hlutleysisins, heldur en hitt, að hann misskilji hlutleysið svo herfilega, að halda, að við megum nú ekki lengur ta”la og rita hér innan- lands um stríðið og upphafs- menn þess eins og okkur býr í brjósti og íslenzk lög leyfa. streyma um íbúðarhúsin í bænum. Alþýðublaðið sneri sér í fyrradag .til Langvads verk- fræðings, fulltrúa Höjgaard & Schults, og spurði hann um þetta atriði. Langvad svaraði, að hann gæti alls ekki gefið neinar upplýsingar þessn við- víkjandi, það væri algerlega á huldu, hvort tafir yrðu á fram- kvæmdinni eða hvort hún stöðv- aðist alveg um tíma vegna ó- friðarástandsins. Eins og menn vita, er minnst af efninu, sem á að fara til hitaveitunnar, komið hingað, og hefir einmitt staðið á því, svo að hægt yrði að fjölga verkamönnum við vinnuna. Eins og kunnugt er eru sementspípurnar, sem nota á í aðalleiðsluna, gerðar í Dan- mörku. Þá hefir verið leitað til- boða í stálpípurnar, meðal ann- ars til Ameríku, og þau tilboð ekki einu sinni komin. Þá snéri Alþýðublaðið sér í gær til Valgeirs Björnssonar bæjarverkfræðings og spurði hann um skoðun hans á því, hvort hitaveitan myndi stöðv- ast. Hann svaraði á líka lund og Langvad verkfræðingur. „Við vonum þó, að til þess komi ekki, og vitanlega verður allt gert, sem mögulegt er, til þess að engin frestun verði á verkinu. Það verður hins vegar að gera ráð fyrir því, að ýmsir erfiðleikar verði á því að fá efni hingað heim.“ Langvad verk- fræðingur og Valgeir Björnsson fara báðir í kvöld með Lyru á- leiðis til Noregs og þaðan tii Kaupmannahafnar. Er erindi þeirra að athuga framkomin til- boð í efni og hluti til hitaveit,- unnar. Telur bæjarverkfræð- ingur, að þeir verði um mánað- artíma í þessu ferðalagi. Þá sagði bæjarverkfræðingur, að gera yrði ráð fyrir því, að kostnaður við hitaveituna yrði nokkru meiri en gert var ráð fyrir í upphafi, meðal annars vegna stórhækkaðra flutnings- gjalda. En hann sagði einnig, að alltaf hefði verið gert ráð fyrir þessum möguleika. Um þessar mundir vinna um 80 verkamenn að hitaveitunni, bæði við að grafa í götur innan bæjarins og eins við skurðgröft utan við bæinn. Vonir manna um atvinnu í vetur eru bundnar við hitaveit- una. Það er áreiðanlegt, að allt verður gert, sem mögulegt er, til að halda verkinu áfram. En það verður að segjast, að enn ætlar það að sýna sig, hve dýrkeypt það var okkur Reyk- víkingum og raunar landinu í heild allt það sleifarlag, sem ríkti í undirbúningi þessa stór- kostlega nauðsynjamáls. Tónllstartélaglð sjrnlr ðperettn. Teimányi fiðlnleikari heidur hijðmleika á vepm félagsins [ ÓNLISTARFÉLAGIÐ er um þessar mundir að hef ja vetrarstarfsemi sína, sem að þessu sinni verður mjög marg- háttuð. Hefir nýlega komið hingað mjög frægur fiðlusnill- ingur, Emil Telmányi, og mun hann á vegum Tónlistarfélags- ins halda hér hljómleika innan skamms. Þá mun karlakórinn „Kátir félagar“ aðstoða félagið við 3 hljómleika og einnig við óper- ettu, sem Dr. Urbantschitsch og Haraldur Björnsson munu stjórna. Óperettan, sem félagið ætlar að sýna heitir „Brosandi land,“ og verða aðalleikarar í henni Sigrún Magnúsdóttir, Pét- ur Jónsson og Lárus Ingólfsson. Tónlistarskólinn verður starf- ræktur með svipuðu sniði og verið hefir og kennarar flestir þeir sömu, nema Björn Ólafs- son fiðluleikari mun kenna í stað Hans Stephaneck, sem ver- ið hefir kennari skólans undan- farna vetur, en komst ekki nú vegna ófriðarins. í fyrravetur voru nemendur Tónlistarskólans milli 70 og 80 og gera forráðamenn skólans ráð fyrir, að þeir verði heldur fleiri í vetur. Tónlistarskólinn verður sett- ur 15. þ. m. Útbreiðið Alþýðublaðið! DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3049. Lítill bæklingur er nýlega kominn út eftir Stein Dofra ættfræðing. Bækl- ingurinn er sérprentun úr Blöndu, og fjallar um rannsókn- ir eldri ætta. Karl ísfeld: Knut Bamsnn áttræðnr. HINN 4. ágúst siðastliöinn var dagblöðunum á Norður- löndum tíðrætt um Norðmann einn, sem mikla athygli hefir vakið í- bókmenntaheiminum síð- ustu áratugi. Það var Nobels- ve r ö 1 aun a r i t höfu n d u r i n n Knut Hamsun, sem þá varð áttræður, frægari en nokkur annar rithöf- undur á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Þegar Knut Hamsun leggur upp úr þessum áfanga ævi sinn- ar, væri ekki úr vegi, að maður rifjaði upp fyrir sér þær bækur hans, sem maður hefir lesið meö hvað mestum fjálgleik og undr- I azt yfir og dáðst að í senn: Sult, Viktoria, Pan, Under höst- stjernen, En vandrer spiller med sordin, Segelfossby, August, Mysterier, Markens gröde, Ringen sluttet og hvað þær nú heita allar sanian, og þá fer ekki hjá því, að upp af blaðsíðum þessara bóka stígi gamlir kunningjar, einkennilegir félagar, skemmtileg- [ir i öllum sínum sérkennileik, og maður hvíslar nöfn þeirra og sér þá Ijóslifandi fyrir hugskotssjón- um sínuni: Johannes, Thomas Glahn, Conrad Nagel, August, Vendt munkur, Benoni, Didrik og Iselin, Isak, Edevard, Abei, og jafnvel hundarnir hans koma að knjám manns og dilla rófunni vingjarnlega: Esóp og Kóra. * Áhrifa Knut Hamsuns hefir ekki svo lítið gætt í ísiepzkum bókmenntum hin síðustu ár, enda þótt ekki séu til á islenzku nema tvær af bókum hans, auk nokk- urra smásagna. Og það er engin furða og ekkert óeðliiegt, þótt íslenzkir höfundar verði fyrir erlendum áhrifum. Og menn þurfa eljþ að áiíta, að erlendra áhrifa gæti einungis í íslenzkri bókmienntasögu liðins tíma, að það séu t. d. einungis íslenzk skáid, sem uppi voru á tíma Gests Pálssonar, sem urðu fyrir áhrifum frá Kielland og Mau- passant. Auk þess, sem hins sér- kennilega stíls Hamsuns hefir (gætt í nútímabókmenntum okkar, hafa sumar persónur hans gengið þar aftur ljósum logum. Nægir þar að benda á August, sem á ísienzku heitir Steinþór Steinsson. Það er maðurinn, sem fer á hinni féttu stund, ferðast um hin fjar- lægustu lönd, kernur aftur á hinni réttu stundu og segir frá hinum fáráníegustu ævintýrum, sem hann hafi lent í, bardaga við blámenn og berserki o. s. frv. Og þá ekki síður ísak, sem á íslenzku hefir hlotið hið skáldiega nafn Bjartur í Sumarhúsum, það er „jámmaðurinn“, sem brýtur ó- numið land og byggir sér bæ, með þeirri breytingu þó, að ísak gerist bændahöfðingi, en Bjartur flosnar upp. Sá íslenzkra rithöfunda, sem hefir orðið fyrir sterkustum á- hrifum frá Knut Hamsun, ritaði um hann eftirfarandi klausu fyrir nokkrum árum: „Knut Hamsun hefir komizt upp á lag með að segja alÞhlá- legar sögur, þrátt fyrir þótt hann sé ilimenni hið mesta og léleg auðvaldsbulla ofan í (kaUpfö . .“ H. K. Laxness: Alþýðubókin 1929. Þessi sleggjudómur, sem í sjálfu sér er ekki laus vi'ð að vera dálítið hamsunskur, mun vera sprottinn af því, aÖ hinn annars svo ágæti rithöfundur, mun hafa verið farinn að fá ó- ljósan grun um, að hann, þrátt fyrir hatrama baráttu fyrir því að verða sjálfstæður í Hst sinni, væri orðinn háðari Hamsun, en hann kærði sig um, og mun það hafa verið ekki fjarri sanni, „þótt óþarfa yfirlætis feenni í oröfærinu og inikils samúðarleysis gagn- vart sál, sem horft hefir“, með a. m. k. ekki minni alvöru en H. K. Laxness framan í „hiÖ tvíræða andlit sphinxins“. * TSinhver brellinn náungi sendi pósthúsi einu hér á landi í fyrravetur gríðarstórt um- slag. Þegar það var opnað, kom í ljó's annað umslag. Þegar það \mr ojmað, kom enn eitt umslag í ljós. Þannig gekk koll af kolli, þar til eftir var örlítið mnslag. Þegar það var opnað var inn- an í því svolítið blað og var skrifað á það: „Þetta borgaði sig ekki“. Á svipaðan hátt fer Knut Ham- sun með sumar persónur sínar. Þær geta veri'ð míklar fyrírferðar og glæsilegar við fyrstu sýn. En svo sviptir hann af þeim einni grímunni af annarri, einu umslag- inu á fætur öðru og að lokum verður ekkert eftir, m. Ö. o. „þetta borgaði sig ekki“. Og þessa af- hjúpun framkvæmir hann með töfrandi stílsnilld og tækni. Hann Igetur í einni setningu einkennt persónur, sýnt viðburði e'ða um- hverfi, ytri form eða innri vérð- maeti. Annars er Hamsun ekki skáid stórra viðburða. Hann sér hið stóra í hinu smáa og honum verður það að óþrjótandi efni. í sumum bókum hans erti persón- ur og umhverfi eins og maurabú, sem hann borfir á og glottir yfir því, hve allt sé þar smátt, soiigir persónanna og áhyggjur smáar og gleði þedrra lítilfjörleg. En stundum leiðir hann fram á sviðið aumkvunarverðar persón ur að ytri sýn, afhrök mannfé- lagsins, olnbogaböm, en þ-egar komið er inn að kjarnanum, finn- ur niaður ef til vill ofurlítinu siipaðan gimstein. * Knut Hamsun hefir aldrei tek- ið til meðferðar í bókurn sínum þau vandamál, sem samtíð hans hefir krafið úrlausnar og boðskap ur hans er oft æriÖ kyndugur. hann gerir jafnan gys a'ð þeirn persónum sínum, sem viija fram- farir á einhverju sviöi og gerir þær annaðhvort að fíflum eða misendismönnum. Og allar fram- farir finnst honum i senn hlægi- legar og heimskulegar. Það er heimskulegt a'ð framleiða niður- suðuvömr, byggja verksmiðjur eða rafstöðvar. Lýðræðið er hon- urn eitur í beinum og hamingju- samasti ma'ðurinn í heiminum er sá, sem ekki kann stafrófiö og á ekki utan á sig skyrtuna. Og að lokum kemst hann að jmirri niðurstöðu, í Ringen sluttet, að bezt sé að gera aldrei neitt. taka sér aldrei neitt fyrir hendur, því a'ð ailt sé hégórni undir sólinni, eins og Prédikarinn segir. Og loks hafnaði hann í nazismanum. En sem bókmenntaiegum pré* irh. á á. síðy.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.