Alþýðublaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 2
IÞROTTIR Færeyjaför K.R.-inga. 11 rn! r — ÞANN 21. þ. m. fór 2. flokkur K.R. til Færeyja. Komu þeir aftur s.l. mánudag' með Dronning Alexandrine og létu með afbrigð- um vel yfir ferðinni og móttökum Færeyinga. Hersteinn Pálsson blaðamaður var fararstjóri flokks- ins; einnig var með í förinni þjálf- ari K.R., Sigurður Halldórsson. Flokkurinn lagði af stað frá Reykjavík þann 21. f. m. eins og fyrr getur. í Færeyjum léku þeir fimm leiki, einn við 2. ílokk, þrjá við 2. flokk styrkta af 1. flokks- mönnum — og einn við hreinan fyrsta flokk. Fyrsti leikurinn var við.annan flokk Havnar Boltfélags, og unnu KR-ingar með 3:0. Daginn eftir var keppt í Klaks- vik, sem er 3 tíma sjóferð frá Þórs- höfn. Var lið Klaksvíkinga styrkt 2. flokks lið — og vann það með 2:0. í Klaksvik fékk flokkurinn mjög góðar viðtökur af öllum nema náttúrunni, því að rigning mikil hafði verið og var það ekki til að bæta völlinn, sem er mjög lélegur. Var það einnig hér eins og annars staðar, þar sem lélegir vellir eru, að því verri sem þeir eru, því betur standa knattspyrnumennirnir að vígi gegn aðkomuliðum. Þetta var erfiðasti kappleikur- inn, sem flokkurinn keppti, því að þeir réðu ekkert við hinn mikla flýti heimamannanna. Það var oft engu líkara en að K.R. væri að leika „gangandi knattspyrnu" í samanburði við flýti Klakksvíkur- piltanna. Þriðji kappleikurinn var í Þórs- höfn gegn styrktu 2. flokks liði úr H.B. og vann K.R. með 9—2. Fjórða leikinn kepptu þeir svo við 1. flokk úr H.B. og vann H.B. með 3:1. Þetta var spennandi leik- ur þrátt fyrir aldursmuninn. K.R.- ingar gerðu fyrsta markið, en Fær- eyingar svöruðu með tveimur strax á eftir. Fimmta og síðasta leikinn keptu þeir í Trangisvog, sem er um 4 -tíma sjóferð frá Thorshavn. Var það við styrkt 2, flokks lið úr T.B., félaginu, sem var hér í sumar. Þarna sáu K.R.-ingarnir það, að sinn er siður í landi hverju, því að dómarinn framlengdi leikinn um fimm mínútur, þegar réttur tími var liðinn — og K.R.-ingar höfðu 1 mark yfir. Var það vegna útaf- sparka K.R.-inga, sem þó voru alls meiri en í fyrrihálfleik hjá T.B., og rétt í meðallagi við það, sem tíðltast hér heima. Á þessum fimm mínútum skoraði T.B. mark og þar með var leikurinn orðinn jafntefli 1:1!! Að lengja leik, sem þennan, er gengur jafn óhindrað er ragnt, en ef dómaranum hefði fundizt einhverjir gera mikið að því að sparka út af, þá átti hann að á- minna þá og víkja svo úr leik, ef þeir tækju það ekki til greina. Þá hefði hann dæmt að lögum — og þannig mæla að minnsta kosti hin dönsku lög, sem hann dæmdi eftir. Sigurður Halldórsson. Heildarúrslit leikjanna urðu því þau, að K.R. skoraði 14 mörk á móti 8 — og fékk 5 stig á móti 5. Þetta er í fyrsta skipti, sem II. flokkur knattspyrnumanna fer til útlanda, og vonandi verður þetta til þess, að ungu drengirnir fá meira að sjá sig um og læra. Hefir K.R. góðar vonir með að geta sent II. flokk til Noregs og Danmerk- ur næsta sumar, því þeir hafa mjög hagstætt boð um það, ef alheimshorfurnar gera það ekki ó- framkvæmanlegt. K.R.-ingarnir segjast ekki nógsamlega geta þakk- að hinar góðu og vinalegu móttök- ur Færeyinganna, því að þeir hafi lagt svo mikið á sig til að geta gert allt fyrir þá. Einnig eru þeir mjög þakklátir Margeiri Sigurjónssyni og frú hans, sem greiddu götu þeirra á alla lund. Innanfélagsmót, Innanfélagsmót K.R. og Ár- manns í frjálsíþróttum standa nú yfir. í 100 m. hlaupi náðu beztum árangri Sveinn Ingvarsson 11,6, Jóhann Bernhard 11,8, Sigurður Finnsson 11,9, Haraldur Gíslason 11,9 og Haraldur Guðmundsson 11,9 sek. í kúluvarpi drengja kast- aði Sigurður Finnsson 15,90 m. og í hástökki stukku Kristján Vattnes l, 66 m. og Árni Kjartansson 1,60 m. Frjálsíþróttamenn okkar eru fáir en góðir. — 4---- Margir óvæntir árangr- ar á meistaramótinu. í síðastliðinni viku fór 13. meist- aramót Í.S.f. fram. Mótið sýndi, að frjálsíþróttamenn okkar eru fáir, en góðir. Það bendir til þess, sem margoft hefir verið talað um hér í blaðinu, að þeir þurfa aðstæður, sem skemmtilegt er að iðka íþrótt- ir við — í stað þess, að þær eru nú fráhrindandi léiegar. í síðustu íþróttasíðu var nokkr- um orðum farið um keppnir fyrsta dagsins. Hér fer á eftir lýsing á hinum dögunum. Annar dagur mótgins. Á þriðjudaginn hófst mótið með 110 m. grindahlaupi. Meistari: Sveinn Ingvarsson, KR. 17,2 sek. Jóh. Jóhannesson, Á. 19,1 sek. Sig. Sigurðsson, ÍR. 20,3 sek. Árangur Sveins má heita góður, þar eð hann (og í rauninni hvorug- ur hinna) hefir ekki æft þetta hlaup sérstaklega í sumar. Metið er 17,0 sek. Önnur greinin var langstökk. Meistari:- Jóhann Bernhard, KR. 6,25 m. Oliver Steinn, F.H. 5,95 m. Georg L. Sveinsson, KR. 5,86 m. Sig. Sigurðsson, Í.R. 5,72 m. Guðjón Sigurjónss. FH. 5,67 m. Sig. Finnsson, KR. 5.49 m. Janus Eiríksson, Í.K^ 5.48 m. Stokkið var á móti all sterkum vindi, og eru því stökkin frekar góð, sérstaklega hjá þeim þrem fyrstu. Stökk keppendanna voru þessi: Sig. Sig.: 5,53 — 5,72 — ógilt. Jóhann: 5,95 — 5,88 — 6,06 — 6,09 — 6,25 — ógilt. Oliver: Ógilt. — 5,92 — ógilt — ógilt —- 5,95 — 5,54. Guðjón: Ógilt. — 5,61 — 5,67. Sig. Finnsson: 5,45 — 5,49 — ó- gilt. Janus: 5,42 — 5,48 — 5,33. Georg: 5,42 — 5.86 — 5,69 — ógilt — ógilt. Þriðja grein kvöldsins var 800 m. hlaup: Meistari: Sigurg. Ársælsson, Á. 2:02,3 mín. Ól. Símonarson, Á. 2:05,8 mín. Gunnar Sigurðsson, ÍR. 2:10,8 mín. Sigurg. Ársæls. Indriði Jónsson, KR. 2:14.8 mín. Sigurgeir leiddi hlaupið að vanda og hljóp fyrri 400 m. á 57,0 sek. Ólafur vann töluvert á síð- ustu 300 m. Indriði þarf sýnilega að æfa spretthlaup með — til að fá hraða fyrir þetta hlaup og 1500 m. Metið er 2:02,2 mín. Næstsíðasta keppnin var í kringlukasti. Meistari: Kristján Vattnes, KR. 41,06 m. Jens Magnússon, Á. 35,44 m. Gunnar Huseby, KR. 34.76 m. Sigurður Finnsson, KR. 32,41 m. Gísli Sigurðsson, FH. 29,67 m. Guðjón Sigurjónsson, FH. 25,23 m. Kristján kastaði nokkur auka- köst — og ógnaði metinu illilega, þótt ekki tækist. Metið er 43,46 m. Síðasta greinin var 4X100 m. boðhlaup. Meistarar: A-sveit KR. 47,1 sek. Sveit F.H. 47,6 sek. B-sveit KR. 47,9 sek. Fyrstu tvo sprettina mátti vart á milli sjá, en á tveim síðustu út- kljáðu A-menn KR.-hlaupið. Tími B-sveitarinnar mun sá bezti, sem B-sveit hefir náð. Hlaupararnir voru þessir: A-sveit KR.: Georg L. Sveinsson, Sigurður Finnsson, Jóh. Bernhard, Sveinn Ingvarsson. F.H.: Hallst. Hinriksson, Sveinn Magnússon, Guðjón Sigurjónsson, Jóh. Einarsson. B-sveit KR.: Har. Gíslason, Ant- on Björnsson, Har. Guðmundsson, Þorsteinn Magnússon. Skiftingar voru flestar lélegar og sýnilga illa æfðar. Þriðji dagur mótsins. Dagskrá miðvikudagsins hófst á 200 m. hlaupi. Hlaupið var í þrem riðlum. 1. riðill. Jóhann Bernhard, KR. 24,5 sek., Sveinn Magnússon, FH. 25.0 sek., Ól. Símonarson, Á. 25,1 sek. 2. riðill. Sveinn Ingvarsson, KR. 23,4 sek., Jóhannes Einarsson, FH. 25,2 sek. 3. riðill. Sigurgeir Ársælsson, Á. 24,3 sek., Janus Eiríksson, ÍK. 25,4 sek. Tíminn réði úrslitum, svo að Sveinn varð meistari, Sigurgeir annar og Jóhann þriðji. Önnur greinin var hástökk. Meistari: Sig. Sigurðsson, ÍR. 1,75 m. Kristján Vattnes, KR. 1,65 m. Sig'. Nordahl, Á. 1,65 m. Guðjón Sigurjónss., FH. 1,56 m. Óskar A. Sigurðss., KR. 1.50 m. Sveinn Magnússon, FH. 1,50 m. Oliver Steinn. FH. Kristján fór yfir 1,65 í fyrsta stökki, en Sigurður í öðru stökki, og varð því Kristján á undan. Ol- iver misheppnaðist einkennilega mikið, og felldi hann byrjunarhæð. Síðasta grein dagsins var spjót- kast: Meistari: Ingvar Ólafsson, KR. 47.93 m. Anton B. Björnss., KR. 46,08 m. Gunnar Huseby, KR. 43,31 m. Jóel Sigurðsson, ÍR. 41,48 m. Grímur Thromberg, Á. 40,46 m. Gísli Sigurðsson, FH. 40,00 m. Sig. Nordahl. Á. 38,31 m. Ingvar og Anton komu mönnum á óvart með ágætum köstum og Gunnar og Jóel vöktu einnig at- hygli fyrir köst sín. Eftirtektarvert er það, að af þessum sjö kösturum tilheyra fjórir drengjaflokkunum: Anton, 18 ára, Grímur, 17 ára, Gunnar. 15 ára og Jóel 14 ára. i 1 i ; Fjórði dagur mótsins. Fjórða daginn var aðeins keppt í tveim greinum. 400 m. lilaup. 1. riðill. Sigurgeir Ái-sælsson, Á 53,2 sek. Sveinn Ingvarsson, KR. 52.6 sek. Ólafur Símonarson, Á 54.6 sek. 2. riðill: Guðjón Sigurjónsson, FH 55,8 sek. Gunnar Sigurðsson, ÍR 56,0 sek. Þetta var lang mest spennandi keppni mótsins. Sigurgeir hafði yztu braut, sem er verst vegna þess, að hlauparinn sér ekkert til keppendanna og verður að hlaupa sitt hlaup. Tímarnir ráða úrslitum. Þrístökk: Meistari: Sigurður Sigurðsson, ÍR 12,92 m. Olivr Steinn, FH 12,83 m. Guðjón Sigurjónss., FH 12,50 m. Sig. Norðdahl, Á. 12,33 m. Georg L. Sveinsson, KR 12,21 m. Anton B. Björnss., KR 12,02 m. Sveinn Magnússon, FH 11,88 m. Sigurður Finnsson, KR 11,63 m. Stökkin voru þessi: Oliver: 11,51 — 12,12 — 12,66 — 12,83 — 12,52 — 12,60. Anton: 12,06 — ógilt — 11,46. Georg: 11,96 — 11,87 — 12,21. Nordahl: 11,99 — 12,33 — 12,13. Sig. Sig.: 12,58 — 12,74 — 12,12 — 12,92 — 12,92 — 12,85. Sveinn: Ógilt — ógilt — 11,88. Sig. Finnss.: Ógilt — 11,63 — hætti vegna smá meiðsla. Guðjón: 11,74 — 12,08 — 12,47 — 12,08 — 12,08 — 12,50. Síðasti dagur mótsins. Á föstudaginn var keppt í fimmt- arþraut og 5000 m. hlaupi. 5000 m. hlaup: Meistari: Sigurgeir Ársælss., Á 16:06,4 mín. Ólafur Símonars., Á 17:04,2 mín. Indriði Jónsson, KR 17:08,8 mín. Sigurgeir fór enn geyst af stað, svo að hann og Indriði hlupu hvor sitt hlaup. Ólafur hljóp hins veg- ar á hælum Indriða og fór fram úr honum þegar 100 m. voru í mark. Sigurgeir hljóp fyrstu 200 m. á 35 sek., en síðan hvern hringinn á fætur öðrum á 72 — 62,5 — 75,5 — 75 — 77 — 79 — 80 - 81,5 - 81,5 — 81 og' 73 sek. Hann hljóp fyrstu 800 m. á 2:22,5 mín., 1000 m. á 2:57,5 mín., 1500 m. á 4:31 mín. og 3000 m. á 9:26,0 mín. Ind- riði hljóp 3000 m. á 10:03 mín. Metið, 15:23 mín., setti Jón Kaldal í Khöfn 1922, en bezta tíma *hér- lendan á Guðjón Júlíusson, 16:06,0 mín. Fimmtarþraut: Meistari: Anton B. Björnsson, KR 2374 stig Jóhann Bernhard, KR 1981 stig Anton er miklu jafnari, en Jó- hann á góðar greinar, t. d. lang- stökk og 200 rh. Árangur í ein- stökum greinum: Anton B. Björnsson: Langstökk: 5,58 m. = 463 stig Spjótkast: 44,36 m. = 487 stig 200 m. hlaup: 25,6 sek. = 504 stig Kringlukast: 30,47 m. = 451 stig 1500 m. hl.: 4:51,0 mín. = 469 stig Samtals 2374 stig Jóhann Bernhard: Langstökk: 6,26 m. = 617 stig Spjótkast: 38,64 m. = 392 stig 200 m. hlaup: 24,3 sek. = 619 stig Kringlukast: 20,37 m. = 218 stig 1500 m. hl.: 6:08,6 mín. = 125 stig Samtals 1971 stig Sigurður Finnsson hætti eftir lang'stökkið vegna meiðsla í hné. f mótinu hefir KR hlotið 12 meistarastig, Ármann 4, ÍR 2 og FH 1. Bezíu afrek mótsins. Ef afrek mótsins eru metin eftir finnsku stigatöflunni, verður röðin á þeim beztu þessi: 1. 1500 m. hl.: 4:11,1 = 797 stig 2. 5000 m. hl.: 16:06,4 = 752 stig 3. 800 m. hlaup: 2:02,3 = 748 stig 4. Kringlukast: 41,06 = 743 stig 5. Kúluvarp: 13,14 = 729 stig 6. Hástökk: 1,75 = 727 stig 7. Kúluvarp: 13,05 = 720 stig 8. 1500 m. hl.: 4:19,1 = 717 stig 9. 200 m. hlaup: 23,4 = 711 stig 10. 400 m. hlaup: 53,2 = 706 stig Merkasta nafn mótsins. Sigurgeir Ársælsson er án efa mesta hlaupa-,,stjarna“, sem við höfum átt, sérstaklega hvað fjöl- hæfni snertir. Hann fékk verðlaun allt frá 200 m. að 5000 m., alls staðar á góðum tímum. Þetta er hans bezta mót hingað til, svo að hann er í stöðugum framförum. v........... 1 i Tennismót T. B. R. Þessa dagana fara fram innan- félagsmót Tennis- og Badmintonfó- lags Reykjavíkur. Virðist áhugi á tennisíþróttinni mikill, því að keppt er í mörgum flokkum. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 64. Karl ísfeid ísleazkaði. og það get ég staðfest, að er satt — að í suðurhöfum glati menn tímaskynjuninni, í loftslagi, þar sem alltaf er sumar og einn dagurinn er öðrum líkur, líða dagarnir án þess að maður taki eftir því. Árið 1790 er hamingjusamasta ár, sem ég hefi lifað, og mér finnst það stytzta árið, sem ég hefi lifað. Og árið 1791 byrjaði líka vel. Janúar og febrúar liðu. í miðjum marzmán- uði sigldi Tehani ásamt Vehiatua umhverfis eyjuna til þess að taka þátt 1 helgisiðaathöfninni á ströndinni hinum megin. Mér þóttu þessar helgiathafnir leiðinlegar, og þess vegna varð ég eftir á Tantira ásamt mági mínum. Konan mín hafði verið fjarverandi í vikutíma, þegar skipið kom. Við Tuahua höfðum verið á skemmtun nóttina áður. Við komum seint heim, svo að ég svaf fram yfir sólaruppkomu. Tuahu vakti mig á þann hátt, að hann lagði höndina á öxl mér. — Vaknaðu, sagði hann mjög æstur, — það er komið skip. Ég neri stírurnar úr augunum og gekk með honum ofan til strandarinnar, þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Allir störðu í austurátt í skini morgunsólarinnar. Það var ljúfur byr og langt úti á sjónum sá ég evrópiskt skip. Vegalengdin var of mikil, til þess að hægt væri að greina hverrar þjóðar skipið væri. Eyjarskeggjar voru fullir eftirvæntingar. ■— Ef skipið er spanskt, heyrði ég einhvern segja, — þá kemur það hingað, — Og ef það er franskt, fer það til Hitiaa. •— Brezk skip varpa venjulega akkerum á Matavai, sagði Tuahu og leit á mig til þess að fá staðfestingu orða sinna. — Heldurðu að skipið sé brezkt? spurði Tetuanui, hin g’amla frænka konu minnar. Ég yppti öxlum, og einn hinna innfæddu sagði: — Það er að minnsta kosti ekki spanskt, það siglir svo langt undan landi. Skipið nálgaðist nú land og það var bersýnilegt, að það stefndi ekki að spönsku höfninni við Pueu. Þetta gat verið frönsk freigáta á leið til Bougainville, eða enskt skip á leið til Matavai. Við settumst í grasið. Þegar skipið nálgaðist, þótt- ist ég nærri því viss um, að skipið væri brezkt. Ég stökk á fætur. — Tuahu, sagði ég. — Ég held, að þetta sé enskt skip! Við skulum taka litla bátinn og fara til Matavai! Mágur minn stóð rösklega á fætur. — Verðum nokkrum klukkutímum á undan þeim hrópaði hann. — Það er alltaf beztur byr inni við land. Við rifum í okkur matinn, kalt svínakjöt og yamsrætur, sem við höfðum leift kvöldið áður. Svo hlóðum við bátinn matvælum og drykkjarföngum, fengum mann með okkur og höfðum undið upp segl innan klukkutíma. Eins og Tuahu hafði sagt, var blásandi byr inni við land, en skipið, sem lá 4—5 mílur undan landi, fékk engan byr í seglin. Bátur okkar skreið inn fyrir rifin við Pueu, sigldi fram hjá Hitiaa og Tiarei. Það var orðið áliðið dags þegar við fórum gegnum brimgarðinn fyrir framan hús Hitihitis. Hús hans var autt, því að fregnir höfðu borizt út um komu skipsins og taio minn var, ásamt allri fjölskyldu sinni, farinn til One Tree Hill til þess að horfa á skipið. XIV. „PANDORAV Allan daginn komu eyjarskeggjar hópum saman til Mata- vai. Fram með ströndinni lágu margir bátar. Þegar ég kom upp á One Tree Hill, var þar þéttskipað fólki, sem horfði á skipið. Allir voru fullir eftirvæntingar. Þannig hefir eftir- væntingin verið, þegar Wallis skipstjóri kom fjörutíu árum áður á skipinu ,,Dolphin“, en það var fyrsta Evrópuskipið, sem kom til Tahiti. Manníjöldinn var svo mikill, að mér veittist örðugt að finna Stewart. Að lokum hitti ég hann á- samt nokkrum Matavai-búum rétt hjá hinu gamla, blómstr- andi tré, sem hæðin var heitin eítir. Hann kom til mín þegar í stað. — Ég hefi beðið eftir yður í allan dag, Byam, sagði hann. — Hvað segið þér um skipið? Þér hljótið að hafa séð það, þegar þið komuð fram með ströndinni. — Já, svaraði ég, — ég held, að þetta sé ensk freigáta. — Ég held það líka, svaraði hann dauflega. — Ég ætti senni- lega að vera glaður. Og að sumu leyti er ég líka glaður. En ör lögin hafa reynzt okkur glettin. Það finnst yður sennilega líka. Fyrst þegar ég sá skipið, var ég mjög hamingjusamur. Ég vissi, að nú fékk ég að fara heim. En eftir þessa löngu dvöl mína var Tahiti orðið annað heimili mitt og mér var það ljóst, að bönd þau, sem tengdu mig við eyjuna, voru jafnsterk þeirri taug, sem dró mig til föðurtúna. Mér fannst örðugt að velja milli þess að vera kyrr og fara, en jafnframt vissi ég, að ekki var um neitt val að ræða. Skylda okkar var augljós. Um leið og skipið varpaði akkerum, yrðum við að fara um borð og gefa skýrslu um uppreisnina. Við efuðumst ekki um, að Skipið hefði verið sent út til þess að leita að Bounty. Eyjaskeggjar höfðu auðvitað ekki hug- mynd um þetta. Þeir álitu auðvitað, að skipið tilheyrði Cook skipstjóra, og væri það sent til þess að sækja brauðávaxtatré, og að Bligh skipstjóri væri með skipinu. Meðan við Stewart vorum að tala saman, kom boð frá Teina. Hann bað okkur að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.