Alþýðublaðið - 09.09.1939, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1939, Síða 2
LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1939. ^LÞYÐUBLAÐIÐ Og hún leiddi Lísu nokkur skref áfram, og þá komu þau aS ánni, Lísa kvaddi gömlu kon- una og gekk fram með ánni, þar til hún rann út á breiðan sand. — Nei, sagði gamla konan — en í gær sá ég ellefu svani með gullkórónur á höfði synda of- an ána, sem reryiur rétt hjá. Hún gekk fáein skref áfram. Þá mætti hún gamalli konu með berjatínu. Gamla konan gaf henni fáein ber. Lísa spurði hana, hvort hún hefði ekki séð ellefu prinsa ríða um skóginn. Svanimir. Styrkur til íslenzkra samvinnu- manna 1 Svíþjóð. Sænska samvinnusambandið hefir eins og a‘ð undanförnu á- kveðið að veita einum eða tveim- ur ungum, íslenzkum samvinnu- miönnum styrk til vetrardvalar víð lýðháskólann í Jakobsberg. Skólinn hefst 1. nóvember. Um- sóknir ber að - senda beint til skólastjórans og afrit af umsókn- unum til umsagnar til Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Einhuga og sterbur segir Þjóðviljinn í fyrradag, að franski kommúnistaflokkurinn sé! Munu slík hneystiyrði eiga að hugga liðsmennina eftir fréttina um það, að 850 af 1250 meðlim- um franska kommúnistaflokksins í Renaultverksmiðjunum í París Orðsending til kaupenda Munið að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalla. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. hafa sagt sig úr honum í mót- mælaskyni við svik Stalins og samning hans við Hitler. Til þess að sýna „eininguna" og „styrk- inn“ blrtir Þjóðviljinn tveggja eða þriggja ára gamla mynd af .Cachin, Thorez og Duclos við eitt og sama borð, en þeir hafa hing- að til talizt aðalforingjar flokks- ins! UMRÆÐUEFNI Fjöldi erlendra sjómanna hér og landgöngubann þeirra. Það á að loka Áfengisverzl- uninni. Flestir sýna góðan þegnskap, en alltof margir gera það ekki. Reglugerðirn- ar og kröfurnar um, að þeim sé framfylgt. Fréttalítið úr stríðinu? Bréfagátt. Eftirlit í kirkjugarðinum. Berin. — Gamla steinbryggjan. Eng- inn loftskeytaskóli. —o— Athuganir Hannesar á horninu. —o— ÞAÐ ER áreiðanlega ekki með óblandinni ánægju, að við Reyk- víkingar tökum á móti þeim er- lendu skipum, sem hingað leita undan ófriðarbálinu, og þó vitum við vel, að hér leita þau griða- staðar — og okkur er skylt, sem lilutlaustri þjóð, að leyfa þeim höfn og taka vel á móti skipshöfn- um þeirra. En vitanlega æskjum við þess, að þcir menn, sem eru á þessum skipum, misnoti ekki dvöl sína hér. Hingað munu nú vera komnir um 200 erlendir sjómenn eða meira. ENGINN þeirra fékk landgöngu- leyfi. Þó gengu sögur um það, að þeir hefðii verið að flækjast dauða- drukknir hér um göturnar með ó- látum undanfarna daga. Sögur komust á kreik, þó að enginn fótur sé fyrir þeim. ÞAÐ ER ÁREIÐANLEGT, að þó að fjöldi manna hafi sýnt á- gætan aga og þegnskap gagnvart þeim regltigerðum og málaleitun- um, sem ríkisstjórnin hefir gefið út, þá eru þeir ótrúlega margir, sem ekki hafa hugsað um annað en að birgja sig upp, án nokkurs til- lits til annarra. Þetta mun ekki vera algengt hvað matvörurnar snertir, en það eru fleiri nauð- synjar en matur. Undanfarna þrjá daga hafa vörurnar verið rifnar út í vefnaðarvöru- og skóverzlunum, og dæmi eru til þess, að sama kon- an hefir keypt marga kassa af töl- um, tvinna, silkigarni og svo fram- vegis. Þess var vænzt, að verzlanir hefðu eftirlit með þessu, en það hafa ekki allar verzlanir gert — og afleiðingin er sú, að margir fá ekkert. ÞÁ ER SAGT, að ýmsir menn hafi, þrátt fyrir allt, getað birgt sig upp að kolum, en það er að vísu mjög óvarlegt að trúa öllum sögum, sem ganga í þessa átt á svona tímum, því að fólk er nú einu sinni svo gert, að það ætlar hvert öðru allt hið versta. Á FIMMTUDAG gekk í gildi reglugerðin, sem bannaði akstur einkabifreiða. Margir hneyksluðust á því að sjá margar einkabifreiðar aka um göturnar þennan dag. Má vera, að þessar bifreiðar hafi verið að eyða síðasta lekanum úr geym- DAGSINS. inum. En yfirleitt verður að gera þá skýlausu kröfu, að öllum fyrir- mælum sé stranglega fylgt. Ef það er ekki gert, er ómögulegt að sjá fyrir afleiðingarnar fyrir almenna reglu og ró á þessum erfiðu tímum. MARGIR blaðalesendur hafa lát- ið undrun sína í ljósi yfir því, að ekki skuli svo að segja á hverri stundu gerast stórfelldir viðburðir í stríðinu. Þetta kemur hins vegar ekki þeim á óvart, sem þekkja aðstæður. Svo virðist sem Bretar og Frakkar vinni að marki, sem er langt fram undan, og ósigur Póllands fyrir Þjóðvrjum virðist ekki þurfa að hafa neina úrslita- þýðigu um endalok ófriðarins. GÖMUL KONA skrifar mér þetta látlausa bréf: „Hannes minn! Mér, sem þetta skrifar, finnst harla lítið eftirlit með gamla kirkjugarð- inum, því að þar sér maður fólk taka blómin af leiðunum taara með rótum, vefja innan í bréf og fara með í burtu; ég hefi tekið eftir einni stúlku með dreng, sem geng- ur bara á leiðin og tekur upp; ég skil ekki í, að hún hafi ánægju af að eiga þetta í garðinum sínum. Þetta er ljótt — eða hvað finnst þér? Það sést heldur enginn eftir- litsmaður neins staðar. Stúlkan er í svartri kápu með kraga og með dreng á að gizka 5 ára, berhöfðuð, með uppsett hár aftan í hnakkan- um; ég hefi oft séð hana. í dag, 24. ág., tók hún nellikkur af leiði, sem ég á. Ég náði ekki í hana; kannske hún hætti þessu, þegar hún les þetta? OG SVO ER ÞESSI KLAUSA frá henni: „Ég kom líka inn í „Lúllabúð". Þar kostar eitt hár- net 75 aura, sem aldrei hafa kost- að nema 25 aura. Þetta er nokkuð mikil verðhækkun.“ BYGGING AMEISTARI gefur mér þessa ádrepu, og er ég honum sammála: „Þegar ég hefi tíma til, les ég athuganir þínar í Alþýðu- blaðinu. Margar eru þær góðar, en sumar meingallaðar. Eins og t. d. nú nýlega hvatningin um að setja „þverrifu" á hurðir fyrir bréf og blöð. Þetta nýja nafn er óþolandi, enda lánað frá öðrum hlut. Annað nafn er til miklu betra, sem sé bréfagátt. Þú ættir í næsta blaði að hvetja alla til að setja bréfa- gátt á útihurðir sínar.“ — Já, ég geri það hér með. KONA skrifar mér: Góða ófrið- arráðstöfun teldi ég það vera, ef ríkisstjórnin heimilaði fólki að tína ber, hvar sem næst væri hægt að ná í þau, og gerði um leið ógild- ar allar auglýsingar um að banna fólki að tína ber, sem landeigendur hér í nærsveitum hafa verið að birta, og þá um leið, að hentugar og ódýrar ferðir væru á fleiri staði en undanfarið hefir verið.“ Ó. J. skrifar á Þessa leið: „Nú er byrjað að hylja gömlu stein- bryggjuna með leir og möl. Mér íinnst vera svo mikið verðmæti í hinum tilhöggna steini í henni, að það sé nokkuð dýrt að nota höggv- inn stein til uppfyllingar. Bærinn hefir sennilega þörf fyrir höggvið grjót, ef ekki nú þegar, þá síð- ar, og mætti þá geyma það afsíðis. Grjótið mætti t. d. nota til upp- hleðslu á suðvesturbakka Tjarnar- innar, byggja smábátabryggju vest- ur hjá Ánanaustum, svo að eitthvað sé nefnt. En það er því miður ekki hátt gengið hjá okkur í nýtni, sparsemi og yfirleitt hagfræði." Þetta er alveg rétt athugað hjá Ó. J. ÚT AF BRÉFI með fyrirspurn- um, sem ég fékk nýlega, skal það tekið fram, að sem stendur er eng- inn loftskeytaskóli til í landinu og þar með er öllum spurningunum svarað. Hannes á horninu. Friðarfréttir nr ðlfnsi UNNIÐ hefir verið í sumar að framræstingu Foranna í Ölfusi. En það eru sem kunn- ugt er fræg gulstararengi, sem Gljúfurá og Varmá vatna, en liggja svo lágt, að Ölfusá flæðir upp á þær í stórstraums- flóðinu, þ. e. tvisvar í mánuði. Gætir sjávarflóðs upp að Arn- arbæli í Ölfusá, en í Forunum upp á Bakkaengjar eða jafnvel upp á móts við Þóroddsstaði. Tilgangurinn með framræst- ingunni er að þurrka forirnar, sem víða eru lítt vinnandi vegna bleytu, en ætlunin er að gera uppistöðuáveitu síðar með flóð- görðum. Byrjað var á þessu verki í fyrrasumar, og er búið að gera einn aðalskurð, sem komið hefir að miklu haldi í sumar, það sem hann nær. Þessir aðal- skurðir eru gerðir með skurð- gröfu, geysimikilli vél, sem gengur fyrir 36 hestafla mótor, og vinna tveir menn við hana. Eru skurðirnir 7 m. breiðir og 2 m. djúpir, og hefir vélin þegar bezt hefir gengið komizt 35 til 40 m. á dag, en sums staðar er mjög seigt í rót og gengur vél- inni þá lítið, svo að meðalafköst eru ekki nema 20—25 m. á dag. Er hér um hið mesta þarfaverk að ræða, einkum af því, að þetta eru gulstararengi, en ekki mýrarstör eins og víðast hvar er í flóanum. Gulstörin er stór- vaxnari og vex þéttar en mýrar- störin og mun auk þess vera betra fóðurgras. Útbreiðið Alþýðublaðið! CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL; Upprelsnin á Bounty. 65. Karl ísfeld íslenzkaði. koma og heimsækja sig. Við létum skila til hans aftur, að við kæmum. . — Hvað eigum við að gera við konur okkar og börn? spurði Stewart þungur í skapi. — Yður finnst það máske einkenni- legt, Byam, en sannleikurinn er sá, að mér hefir aldrei dottið í hug, að ég þyrfti að flytja héðan í burtu. England er svo langt í burtu, að manni finnst nærri því, að það sé á annarri stjörnu. — Ég skil, hvernig yður líður, og mér líður eins. Hann hristi höfuðið dapur í bragði. Við skulum ekki tala meira um það. Eruð þér viss um, að skipið sé enskt? — Nærri því viss. — Ef svo er, þá er Morrison brjóstumkennanlegur. Hann lagði af stað í skonnortunni fyrir fjórum dögum. Þeir eru komnir töluvert áleiðis. Morrison hafði ekki breytt áætlun sinni. Að undanteknum Skinner höfðu allir uppreisnarmennirnir farið með honum vestur á bóginn. — Þeir tefla allir á tvær hættur, hélt Stewart áfram. — Hugsaðu um Ellison, Hillbrandt, Burkitt, Millward og Sum- mer, sem verða settir í land á einhverri ey. Hamingjan má vita, hvaða örlög bíða þeirra. Þeir hafa skotvopn, og þeir álíta, að þeir geti varið sig, þangað til þeir geta komizt að vin- gjarnlegu samkomulagi við eyjarskegja. En hvað geta fimm menn gert gegn hundruðum villimanna? Við vitum, hvernig villimennirnir eru þarna á eyjunum vestur frá. Ég hygg, að , þeir séu allir dauðir. — Þeir hafa þó að minnsta kosti færi á því að verja sig. Það er betra en að láta flytja sig heim í böndum og láta svo hengja sig. — Já, það var skynsamlegt af þeim að ílýja. Haldið þér, að Morrison geti komizt til Batavíu? Við ræddum lengi um þetta mál. Morrison var ágætur sjó- maður, og fimm manna áhöfn var nægileg til þess að sigla skonnortunni. Þeir höfðu með sér áttavita og eitt af sjókort- um Blighs yfir Endeavour-sundið. En jafnvel þótt maður væri hinn bjartsýnasti, var það mjög vafasamt, að Morrison kæmist nokkurn tíma til Batavíu. Stewart sagði mér, að skonn- ortan hefði fyrst siglt til Papara á Suður-Tahiti til þess að taka þá Mclntosh, Hillbrandt og Millward. Hann áleit, að ekki væri útilokað, að Morrison kynni að vera þar ennþá. Skömmu seinna heyrði ég varðmanninn hrópa hátt. Frei- gátan var nú komin í ljós, hún hafði siglt fyrir nesodda. Skipið var nú fjórar til fimm mílur undan landi, og golan var svo lítil, að við vissum, að skipið myndi ekki komast í höfn, fyrr en dimmt væri orðið. Þetta var skipstjóranum bersýnilega ljóst, því að skömmu seinna beitti hann skipinu upp í vindinn. Nokkrir hinna innfæddu urðu eftir uppi á fjallstindinum, en flestir þeirra fóru með okkur, þegar þeir sáu, að skipið ætlaði ekki að sigla inn á höfnina fyrir kvöldið. Á leiðinni heim til Teina mættum við Skinner og Coleman, sem höfðu verið að skemmta sér uppi á fjöilunum og nú fyrst höfðu frétt um komu skipsins. Coleman varð mjög hrærður, þegar ég sagði honum, að það væri nokkurn veginn víst, að skipið væri enskt. Næst Morrison hafði hann langað mest heim til sín. Hann átti konu og barn í Englandi og hafði engin mök haft við konur á Tahiti. Það komu gleðitár í augu hans, og án þess að bíða eftir meiri upplýsingum flýtti hann sér upp á hæðina til þess að sjá skipið, sem átti að flytja hann heim. Við Stewart höfðum áhyggjur út af Skinner. Hann hafði fyrir löhgu iðrazt þess að hafa tekið þátt í uppreisninni, og í raun og veru var hann sá eini af uppreisnarmönnum, sem hafði iðrazt framkomu sinnar. Sektartilfinning hans var orðin sterkari eftir því sem mánuðurnir liðu. Hann var mjög trú- hneigður maður, hafði iðrað þess mjög að hafa gerzt drottins- svikari, og hann hafði ákveðið það að gefa sig fram við fyrsta tækifæri. En við vissum, að jafnvel þótt iðrun hans væri engin uppgerð, myndi það engin áhrif hafa fyrir her- réttinum. Það var bersýnilegt, að hann yrði sekur fundinn, ef hann gæfi sig á vald dómenda sinna. Og enda þótt enginn vafi léki á Um sekt hans, langaði okkur ekki til þess að sjá vesl- ings manninn lagðan í bönd og fluttan til Englands, þar sem ekkert beið hans annað en hengingarólin. En samt sem áður vildi hann ekki hlusta á okkur, þegar við ráðlögðum honum að fela sig, meðan tími væri til. — Ég ætla mér ekki að flýja refsingu mína. Ég veit, hvað skeður, ef ég gef mig fram, en það ætti þó að minnsta kosti að verða öðrum til varnaðar. Við reyndum lengi að telja um fyrir honum, en það var árangurslaust, svo að við yfirgáfum hann og héldum áfram til Teina. Höfðinginn sat að kvöldverði sínum og bauð okkur að matast með sér. Meðan við mötuðumst, jós hann yfir okkur spurningum um skipið. Hvað skyldi það hafa margar fall- byssur? Ef til vill var Georg konui^gur um borð? Allir Tahiti- búar óskuðu þess heitt og innilega að fá að sjá Georg konung í Englandi. Bæði Bligh og aðrir skipstjórar, s»m komiS hofSu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.