Alþýðublaðið - 11.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1939, Blaðsíða 1
m RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN KX. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 11. SEPT. 1939. 208. TÖLUBLAÐ. S„ii, DjMieHajMið liiii telí 2 *£•'K Brezka stjórnin miðar allar ráðstafanir sinar vlö, að stríðið standi að minnsta kosti í pr|A ár. Saibomnlag sjö laiina 09 Atgerð armanna. limskipafélagsskipin sifllda á laugardagskvöld O AMKOMULAG komst á ^ milli sjómannafélaganna og útgerðarfélaganna um tryggingu sjómanna og á- hættupeninga þeirra kl. um 11 á laugardagskvöld. Höfðu aðilar þá setið á fundi ásamt ríkisstjórninni frá því kl. um 6 um daginn. Gullfoss beið hér ferðbúinn í eina klukkustund eftir því að samkomulag næðist, og voru allir farþegar komnir um borð. KI. 11,30 sigldi skipið héðan úr höfn. Lagarfoss beið á Fáskrúðs- firoi og sigldi einnig strax og skipshöfnin hafði fengið að vita um samkomulagið. Brúarfoss sigldi hins vegar frá Kaupmannahöfn á laugar- dag, enda höfðu sjómannafélög- in engar hömlur sett á það, að skipin, sem voru í erlendum höfnum, færu af stað heim. Selfoss er á leiðinni frá Eng- lándi, en Dettifoss bíður enn eftir að fá í sig vörur, og munu enn vera einhverjir erfiðleikar á því að fá þær. Samkomulag milli sjómanna Frh. á 4. siðu. Tveir pólskir hermenn á verði við eina af hinum stóru fallbyssum Pólverja við Varsjá. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. SÓKN ÞJÓÐVERJA á Póllandi hefir nú stöðvazt rétt fyrir norðan og vestan Var- sjá. Stöðugar orustur hafa staðið yfir þar síðan á laugardag og hver loftárásin eftir aðra verið gerð á horgina, en árangurslaust. Borgin er öll á valdi pólska hersins. Hins vegar hafa Þjóðverjar síðan á laugardag tekið borgirnar Posen (Poznan) og Lodz, eina mestu iðnaðarhorg landsins, sem báðar eru miklu vestar en Varsjá. Hinar nýju varnarstöðvar pólska hersins liggja meðfram Weichselfljóti, norðan frá Varsjá og suður undir Karpatafjöll. Pólska herstjórnin lýsti því yfir í gær, að hún væri að búa sig undir langa vörn höfuðborgarinnar. Striðsráðuneytið í London hélt fund síðdegis á laugardaginn og samþykkti að miða allar ráð- stafanir sínar við þær líkur, að stríðið muni standa að minnsta kosti í þrjú ár. Þing Kanada hefirnú samþykkt að segja Þýzkalandi stríð á hendur, og er allt brezka heims- veldið þar með komið í stríð við Þýzkaland. Önnur í Reykjavik, hin á Akureyri. ---------------_,—*—«—_ Lelkfðng eOa njésnastððvar? T VÆR LEYNILEGAR útvarpsstöðvar hafa fundizt hér á landi og verið gerðar upptækar síðustu daga. Önnur þeirra fannst hér í Reykjavík, á Nönnugötu 1, og var eigandi hennar Sigurð ur Breiðfjörð Finnbogason rafvirki. Hin f annst á Akur- eyri, og var eigandi hennar Þórhallur Pálsson, sonur Páls Skúlasonar kaupmanns. Grunur leikur á um, að fleiri leynilegar stöðvar séu til hér á landi. Stöðvarnar fundust með út- varpsmiðunum. Stöðvarnar, sem þegar hafa fundizt, hafa verið gerðar upptækar og eigendur þeirra teknir til yfirheyrslu. Þeir gefa þá skýringu, að þeir séu meðlimir í alþjóðlegu „ama- töra"-félagi og að stöðvar þeirra hafi aðeins verið leikfang. Hafa meðlimir þessa félags gert til- raunir til þess að ná sambandi hver við annan víðs vegar um heim, og hefir það tekizt, því að enda þótt stöðvar þeirra séu mjög litlar, eru þær þó lang- drægar og ná nærri því um alla la. Sigurður Finnbogason hefir undanfarið, nærri því mánaðar- lega, fengið kort um pósthúsið frá meðlimum þessa félagsskap- ar víðs vegar um heim, þar sem þeir segja frá því, að þeir haíi heyrt til hans, og er hann á þessum kortum nefndur í sam- bandi við stöð hans. Hann hefir því ekki farið neitt dult með þetta, og heldur því fram, að þessi starfsemi sé leyfileg alls staðar nema hér. Hann jfir starfrækt þessa stöð síha und- anfarin 2 ár. Hafði hann feng- ið áminningu, en ekki skeytt henni. Slíkar stöðvar sem þessar munu alls staðar vera bannað- ar, a. m. k. á ófriðartímum, og hér er starfræksla þeirra brot á einkaleyfislögum útvarpsins. Það iiefir ekki sannazt neitt um það, að hér hafi verið um óleyfilega njósnastarfsemi að ræða, en rniklar sögur hafa gengið hér í bænum síðustu daga um það, að önnur stöðin hafi starfað fyrir nazista og hin fyrir kommúnista. En þessar sögur muííu vera gripnar úr lausu lofti. Þjóðverjar éta of mikið af kjðti, segir Göring. .— ?---------------- Ef þeir borða minna af því, verða þeir bara fallegri á vöxt og þurfa minna í f öt! Brezkt eftirlit með sigl Ingnm talutleusra ppða ?----------------- íslenzk skip verða að koma við i Kirkwali á Shet- laadseyjiM eins og öan nrða að gera í siðasta striði REZKA stjórnin hefir sett á eftirlit með siglingum hlutlausra þjóða til þess að koma í veg fyrir, að þau flytji bannvörur til óvina Stóra-Bretlands. Hefir hrezka stjórnin sent íslenzku ríkisstjórninni tilkynningu um þetta. Þetta hefir þau áhrif, að öll íslenzk skip verða að koma við að líkindum í Kirkwall á Shetlandseyjum (Hjaltlandi), eins og þau urðu að gera í síðasta ófriði. — Eru skipin alvarlega áminnt um að fara eftir þessu. Tilkynningin um þetta, sem ríkisstjórnin hefir gefið út, er svohljóðandi: „Samkvæmt tilkynningu frá danska sendiráðinu í London og Reykjavík, hefir brezka ríkis- stjórnin tilkynnt þá ætlun sína að reyna að tálma sem minnst hlutlausa verzlun í ófriði þeim, sem Stóra-Bretland á nú í, eftir því sem slíkt er samrýmanlegt þeirri ákvörðun hennar að koma í veg fyrir, að ófriðarbann vörur (contraband) komist í hendur óvinum Stóra-Bretlands. Brezka ríkisstjómin telur sig verða að beita að fullu réttind- um sínum sem ófriðaraðili, en jafnframt tjáir hún sig reiðu- búna til þess að taka til vinsam- legrar athugunar tillögur frá ríkisstjórnum hlutlausra landa, sem miðaað því að auðvelda verzlun þeirra, sem gerð er í góðri trú (bona fide). Til þess að ná þessu takmarki sínu hefir brezka ríkisstjórnin Frh. á i. 8Íou. f hernaðartilkynningu frönsku stjómarinnar i gærkveldi er sagt frá því, að Frakkar hafi enn sótt fram á vesturvígstöðv- unum í Saar. Gagnsóknir Þjóð- verja hafi aðallega verið um 45 ikm. fr"á Saarbniicken, nálægt landamærum Luxemburg, en hafi ekki borið árangur. Talið er, að Frakkar séu nú komnir yfir landssvæði það, sem aðskilur Maginotlínuna frönsku og Siegfriedlínuna þýzku^ hafi tekið sér stöðu and- spænis framvirkjum Siegfried- línunnar og séu nú að rannsaka, hvar hún muni vera veikust fyr- ir áhlaupi. Franski f lugherinn, sem vinn- ur í sambandi við her Frakka á vesturvígstöðvunum, hefir tek- ið nákvæmar ljósmyndir úr lofti af Siegfriedlínunni, og tel- ur franska herstjórnin sig nú hafa í höndum ítarlegt yfirlit yfir gerð Siegfriedlínunnar. Rússar draga saman lið að baki Pðiverjnm. LONDON í gærkveldi. FÚ. Rússneskar varaliðssveitir hafa verið kallaðar til þjónustu og sendar fast upp að pólsku landamærunum austanverðum. Tala þessara varaliðsmanna er ekki kunn. f Moskva er verið að taka hesta og bifreiðar í þjónustu hersins, og sala á benzíni hefir verið takmörkuð. í Tyrklandi hafa varaliðs- menn einnig verið kallaðir til þjónustu, og er svo ákveðið á, að það skuli fyrst um sinn aðeins vera til 6 vikna. LONDON í gærkveldi. FÚ. GÖRING marskálkur, flug- málaráðherra Þýzkálands, flutti ræðu í dag í stærstu vopnaverksmiðjunni í Berlín, og var ræðunni endurvarpað um allt Þýzkaland. Réðist hann að- allega á Bretland. Hann sagði meðal annars: „Sigur okkar í Póllandi er miklu stærri en sig- urinn við Tannenberg, og á minna en 4 vikum myndu Þjóð- verjar algerlega geta hreinsað til í Póllandi, og það þýðir það," Danir undirbúa brottflutn- ing fólks úr Kaupmanna^ hofn af ótta við loftárásir ------------------» SkSmmtnB á Sllam helztn nanðsynjnm t afeini. I KHÖFN í gærkveldi. FÚ. DANMÖRKU er verið að ganga frá áætluninni um að flytja 250 000 manns burtu úr Kaupmannahöfn vegna ótta við loftárásir og koma þeim fyrir til bráðabirgða, þar sem árása- hættan er minni. í Danmörku er einnig verið að ganga frá á- ætlunum um skömmtun á brauði, korni, kaffi, sykri, eldi- viði, og hámarksverð verður sett á f jölda vörutegunda. sagði Göring, „að við getum snúið okkur af alvöru til vest- urs og sent þangað til viðbótar ekki minna en 70 herfylki." Hann sagði, að Þýzkaland hefði öll nauðsynleg skilyrði til pess að heyja styrjöldina með sigri. Nóg er af úrvalsfólki og hráefn- ttm, en hins vegar myndu Þj6Ö- verjar verða að neála sér um marga hluti. Hann kvað&t játa að gervivörur væru ekki eins góðar eins og hinar raunverulegu vörur, en ef nauðsynlegt væri, þá myndu Þjóðverjar ganga í baðfötum, ef ekki væru til önn- ur kiæbi, heldur en tapa striðinu. „Brauð", sagði hann, „er nauð- synlegasta fæðan, og af pví er nög til. Hitt er alkunnugt mál, að Þióðverjar éti núkið af kjöti, og ef peir borða minna af því, þá hefir pað ekki aðrar afleiðing- ar en þær, að þeir verða grennri og fallegri á vöxt og þurfa minna jefni í föt, og er það aðeins tíl góðs fyrir þjóðina". Göring hélt því fram, að bœzkt hafnbann gæti ekki orðið Þýzkalandi eins erf- itt nú. eins og það var í síðustu styrjðld vegna þess að svo marg- Enska stjórnin hefir numið l ir af nágrönnum Þýzkalamls úr gildi hömlur þær, sem hingað til hafa gilt um fiskútflutning Dana til Englands, væra hlutlausir. . Þá sagði hann, að ástæðan til frfc i 4. aflki,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.