Alþýðublaðið - 11.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.09.1939, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 11. SEPT. 1939. ALÞÍÐUBLAÐIÐ Svanimir. Nú var litla stúlkan komin fram að hafinu, en ekkert skip sást. Og hvernig átti hún að komast burtu? Hún horfði á smásteinana á ströndinni. Þeir voru allir sæbarðir. Tæru bylgjur, sagði hún. Einhvern tíma berið þið mig til bræðra minna. í þanginu lágu ellefu hvitar svanafjaðrir. Hún safnaði þeim saman, og þær voru votar. En hún gat ekki séð, hvort það voru tár eða dögg. Mngvallaferðir í september Elis f©r® á dag. Frá Reykjavík kl. 11 árd. — Frá Þingvöllum kl. 6 síðd. Aukaferðir Íaugardaga og sunnudaga. Steindór. Sögur nefnist bók, sem kemur á marka'ðinn í dag. Eru það smá- sögur eftir Þóri Bergsson, en það er rithöfundarnaín Þorsteins Jónssonar bankagjaldkera. Hafa oft birzt sögur eftir þennan höf- ixnd í tímaritum og aflað honum vinsælda. Póstferöir 12. sept. 1939. Frá Reykjavik: Mosfellssveitar- Kjalarness-, Kjósar-, Ölfuss- og FJóa-póstar,. Þingvellir, Laugar- vatn, Þrastaiundur, Hafnarfjiörð- ur, Borgarness-, Akraness-, Norð- anpóstar,. Ðalasýsiupóstur, Barða- strandarpóstur, Smæfellsnesspóst- ur, Meðallands- og Kirkjubæjar- íklausturspóstar, Grímsness- og Biskupstúngnapóstar. — Til Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Öifuss- og Flóa-póstar, Þingvell- ir, Laugarvatn, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Borgarness-, Akraness-, Norðan- póstar, Stykkishólmspóstur. DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3049. Eftir umferðarvikuna: Nokkrar ráðstafanir til béta enningana. Eftir Þér Sandholt arkitekt. VIÐ ATHUGUN á umferðar- slysum, sem orðið hafa, kem- ur í ljós, að mikill hluti þeirra hefir orsakazt af þvi, að settar reglur hafa verið brotnar. Þetta stafar oft af kunnáttuleysi við- komandi manna, enda þótt kæru- leysi og óaðgætni komi einnig afar- mikið við sögu. Sá flokkur vegfarenda, sem virð- ist vera einna verst að sér í um- ferðarreglum, er fótgangandi fólk, enda er sá hópur lang fjölmennast- ur. Væri e. t. v. ekki úr vegi að nefna hér nokkuð af því, sem fót- gangendur í Reykjavík ættu að venja sig af að gera: 1) Gangið ekki á akbrautinni, þegar gangstétt er fyrir hendi. 2) Gangið aldrei út á akbrautina án þess að gefa umferðinni fyrst nánar gætur, bæði til hægri og vinstri. 3) Farið beint (þvert) yfir ak- brautina, en ekki á ská, ef þess er nokkur kostur. 4) Sýnið sérstaka gætni, ef þér þurfið að fara yfir akbrautina rétt fyrir framan eða aftan kyrrstöðubíl eða annað, sem hindrar útsýni yfir umferðina. 5) Þar, sem gangbrautir liggja yfir akbrautir skuluð þér ekki fara yfir þær á öðrum stöðum, ef mögulegt er. 6) Munið, að það tekur alltaf dá- lítinn tíma að stöðva bifreið eða önnur ökutæki, gangið því ekki í veg fyrir ökutæki, sem er á ferð. 7) Stígið aldrei af gangstétt nema þér séuð sannfærður um, að það sé óhætt, og síðast en ekki sízt: 8) Standið ekki á gatnamótum eða gangstéttum, þar sem þér glepj- ið útsjón ökumanna og stöðvið umferð á gangstéttunum. Þetta seinasta er Reykvíkingum mjög hætt við að gera, og er leitt, hversu bágt þeir eiga með að venja sig af því. Þó að umferðarreglur séu bæði þarfar og mjög nauðsynlegar, þá er ýmislegt fleira, sem kemur við og getur miðað að fækkun umferðarslysa. Sérstaklega má gera margs konar ráðstafanir við- víkjandi gatnakerfinu og skipulagi umferðar um það — og vildi ég ræða hér nokkuð ráðstafanir, sem til bóta mættu verða. Dmferðarmago ptoaooa. Þá er 'fyrst að nefna flokkun gatna eftir umferðarmagni. Ég tel engan vafa á því að koma mættí í veg fyrir afar mörg umferðarslys og sérstaklega þó komast hjá mörg- um smásköðum og truflunum á umferð með því að koma slíkri gatnaflokkun á hér í Reykjavík, og getur hver sem vill séð óþægindin, sem hægt væri að komast hjá með þessu, ef hann athugar t. d. umferð við einhver gatnamót við Lauga- veginn stundarkorn, þegar umferð er nokkur að ráði. Með flokkun gatna eftir umferð- armagni er meint: Að þeim götum, sem mesta umferðina hafa, verði skipað í sérflokk og að hvers konar farartæki, sem ferðast eftir götum í þeim flokki, njóti hærri umferðarréttar, heldur en umferð í lægri flokks gotum. Með þessu móti mundi t. d. öku- tæki, sem kemur niður Frakkastíg og ætlar inn á (eða yfir) Laugaveg- inn, verða að sæta lagi með að fara inn á veginn þannig, að umferð þar verði ekki fyrir truflun. Eins og nú er, eiga ökutæki, sem koma niður Frakkastíg og ætla yfir Laugaveginn, hinn svokallaða um- ferðarrétt fram yfir umferð, sem kemur vestur Laugaveg, og verður sú umferð, sem í rauninni er miklu meiri, að „víkja“ fyrir umferð frá Frakkastígnum. Bifreiðastö0varnar og bilstæðin. Svo er það þetta með bifreiða- stöðvarnar og bifreiðastæðin. Ef finna mætti auðvelda og fljótlega lausn á þessum vandræðum með bílstæði í miðbænum, kæmust um- ferðarmál Reykjavíkur fljótlega í stórum betra horf, en því miður virðist ætla að verða töf á því, að sú fullkomna lausn finnist og nái fram að ganga. Bent hefir verið á, að mögulegt væri að láta bifreiðastöðvunum við Lækjartorg stæði í té austan Kalk- ofnsvegar norðan við bifreiðastöð- ina „Geysi“, og álít ég þann mögu- leika vel færan. Til þess að koma til móts við þá, sem halda því fram, að við þann flutning mundi stöðvarnar missa mikið af sínum svokallaða gangandi „business", þá mætti leyfa hverri stöð að hafa einn bíl við Lækjartorg sjálft, auk stöðvarinnar sjálfrar. Þegar „heimabíllinn" væri farinn, mætti tilkynna það niðri á stæðinu með símabjöllu eða þess háttar, þannig að næsti bíll í röðinni gæti nú flutt sig heim. Þetta mundi losa Lækjar- torg við megnið af þeirri bílaþvögu, sem þar er að staðaldri. Viðunandi eða jafnvel fyrir- myndar strætisvagnamiðstöð ætti Reykjavík að geta eignazt fljótt — eftir að lokið hefir verið við upp- fyllinguna, sem nú er verið að gera við höfnina, svo framarlega sem vel er haldið á spilunum, þeg- ar þar að kemur, en afar þykir mér það sennilegt, að Reykvíking- ar framtíðarinnar muni álasa okkur fyrir það að hafa ekki notfært okkur þetta einstaka tækifæri til að koma fyrir neðanjarðar bíla- og ökutækjageymslu í einhverjum hluta þessarar uppfyllingar. Ef það opinbera eða jafnvel ein- stakir menn hefðu eitthvað af pen- ingu.m til umráða, þá væri þeim ekki illa varið til þess að koma upp allsherjar geymsluhúsi fyrir ökutæki í miðbænum, þar sem bíl- stjórar og aðrir gætu fengið bif- reiðar sínar geymdar og ef á þyrfti að halda, þvegnar og hirtar að öðru leyti, gegn vægu gjaldi. Þeir, sem taka bifreiðar sínar úr notkun um vetrarmánuðina, og eins þeir, sem þurfa að geyma bíla sína daglangt eða um stundarsakir í bænum, hefðu þá tryggingu fyrir því, að bílar þeirra yllu ekki truflunum á umferð á götum úti og væru auk þess óhultir um öryggi þeirra — bæði vegna árekstra og bíla-hnupl- ara. Enn fremur má geta þess í sam- bandi við bílastæði, að víða í öðr- um löndum er þess krafizt, þegar einhver byggir eða lætur byggja hús eins og t. d. kvikmyndahús, stórar verzlunarbyggingar o. þ. h. — þar sem mikið er um bílaum- ferð, að gert sé ráð fyrir bílastæð- um í sambandi við bygginguna á þann hátt, að bifreiðar, sem skild- ar eru eftir af þeim, sem þangað koma, eða bifreiðar, sem flytja vörur ;til og frá húsunum, trufli á engan hátt umferðina á nærliggj- andi götum. Þetta munu byggingar- yfirvöíd þessa bæjar vonandi líka taka til greina, þegar á ný verður farið að byggja í miðbænum að einhverju ráði, enda þótt ekki hafi borið á slíkri fyrirhyggju til þessa. Þar sem einstefnuakstri hefir verið komið á hér í bænum, og þá sérstaklega í Austurstræti og Hafn- arstræti, þar sem svo ákaflega mik- ið er um að kyrrstöðubílar tefji og trufli umferð, mætti með einu banninu enn bæta mikið úr um- ferðarvandræðunum, en það er með því að banna algerlega að stöðva bifreiðar, nema við aðra hlið akbrautarinnar, t. d. vinstra megin. Með þessu yrði tryggt að a. m. k. % hlutar akbrautarinnar væru alltaf opnir fyrir umferð. Til þess að gera verzlunarhúsum beggja megin viðkomandi götu jafnt undir höfði (þ. e. a. s. aðeins ef nauðsyn krefði) mætti hafa ann- aðhvort daglega eða vikulega skipti á hliðum, en þó væri æskilegt áð Frh. á 4. síðu. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 8@» Karl ísfeld ísleiazkaði. til Tahiti, höfðu notfært sér trúgirni fólksins og gefið því í skyn, að konungurinn myndi fyrr eða seinna koma til Tahiti. Við sögðum Teina, að Georg konungur ætti víðlent ríki og hefði því mikið að gera, einkum þegar hann stæði í styrjöldum við nágrannaþjóðirnar, og hefði því ekki tækifæri til þess að takast á hendur löng ferðalög. — En Tuté kemur samt áreiðanlega, sagði Teina af mikilli sannfæringu. (Tuté var nafnið á Cook meðal eyjarskeggja.) — Parai lofaði því, að Tuté skyldi koma. Þetta hlýtur að vera hans skip. Hann hélt áfram að gizka á, hver gæti verið um borð. Hann hélt, að Cook og Bligh mynd nú setjast að á Tahiti. Hann ætlaði að herða á þeim að setjast þar að og ætlaði að gefa þeim stórt land og svo marga þjóna, sem þeir vildu. Með hjálp þeirra ætlaði hann að leggja undir sig alla Tahiti. Þá ætluðum við allir að fara til Eimer og því næst til Raiatea og Bora Bora til þess að leggja undir okkur allar eyjarnar, hverjá af annarri. Hann lofaði því, að við Stewart yrðum gerðir að voldugum höfðingjum, og að börn okkar yrðu ennþá voldugri en við. Það mun hafa verið komið yfir miðnætti, þegar við yfir- gáfum Teina, en engum datt þá í hug að fara að sofa. Þeir, sem komnir voru langt að, höfðu tjaldað við ströndina og í skógarblettunum ofan við ströndiná. Birtan frá bálunum lýsti upp allan flóann. Bátarnir komu unnvörpum, flest voru það litlir bátar með tíu til tólí manns innanborðs. Þeir höfðu með sér afurðir eyjanna til þess að verzla með þær, Þegar við fór- um ofan á ströndina, sáum við stóran bát með að minnsta kosti 50 ræðurum innanborðs koma inn flóann. Ræðararnir sungu, þegar þeir nálguðust bjarmann af bálinu. Það var gam- an að sjá þá róa inn. Báturinn var hafinn upp að aftan og leit út eins og sæskrímsli. Báturinn var drekkhlaðinn og tók niðri langt úti, og stukku allir mennirnir þar fyrir borð og drógu bátinn nær landi. Það hljóta að hafa verið um hundrað menn í bátnum auk kvikfjárins og ávaxtanna. Þegar búið var að tæma bátinn, drógu mennirnir hann á þurrt land. Við gengum til húss Stewarts, sem var rétt hjá One Tree Hill við vestanverðan flóann. Þar voru allir á fótum. Peggy, kona Stewarts, hafði lagt dóttur sína á ábreiðu við hlið sér. Hún var að útbúa gjafir handa vinum manns síns um borð. Hún efaðist ekki um það, að við myndum þekkja alla menn um borð og hafði bersýnilega engan grun um það, hvað koma skipsins gat þýtt fyrir okkur öll. Rétt á eftir fór ég út til þess að finna Tuahu og fleiri vini mína, sem höfðu tjaldað þar nálægt. Brátt lýsti af degi og Tuahu stakk upp á því, að við skyldum taka bát og róa út að skipinu. — Ef þetta er ókunnugt skip, sagði hann, — þá mun skip- stjórinn gleðjast yfir því, að við fylgjum honum inn flóann. Eri ég held, að það sé Parai, sem er að koma aftur til þess tð heimsækja okkur. Við ættum að vera hinir fyrstu til þess að heilsa honum. Ég samþykkti þetta þegar í stað. Við tókum með okkur Paoto, þjón Tuahu, settum bátinn á flot, og eftir örstutta stund vorum við komnir umhverfis Point Venus og út á rúmsjó. Aldrei hafði mér fundizt Tahiti jafn-fögur og þennan morg- un. Stjörnurnar leiftruðu á himinhvolfinu. Smám saman urðu þær daufari. Við rerum í hálftíma, áður en við sáum skipið. Svo lágum við kyrrir stundarkorn og bjuggumst við því, að skipið kæmi til okkar. Byr var lítill, og klukkutíma seinna var skipið ennþá spölkorn frá okkur. Þetta var freigáta með 24 fallbysEum á þilfari, og enda þótt ég hefði áður verið sann- færður um að skipið væri enskt, hoppaði hjartað í mér af gleði, þegar ég sá ensku litina. Ég var svo ákafur að komast af stað, að ég hafði gleymt því, að ég bar búning eyjaskeggja, en var ekki klæddur eins og liðsforingjaefni. Ég átti einn einkennisbúning, og hann hafði orðið fyrir hnjaski á Tantira. Ég hafði ekki farið í hann frá því ég yfirgaf Bounty, en vafið utan um hann klæði. Ég áleit, að búningnum væri eegin hætta búin og leit ekki eftir honum í marga mánuði. En þegar ég fór loks að athuga hann, höfðu rottur étið hann nærri því upp til agna. Þetta kom ekM að neinni sök þá, því að ég hafði fyrir löngu vanið mig á Tahiti búninginn. Það var fjöldi manna úti við borðstokkinn og ég sá skip- stjórann standa í brúnni með kíki, og hópur yfirmanna stóð umhverfis hann. Þegar skipið kom upp að hliðinni á bátnum, rerum við fram með því, og kaðli var kastað til okkar. Ég klifraði um borð og Tuahu kom á eftir mér. Paoto varð eftir í bátnum. Ég var jafnbrúnn og hinir innfæddu, og ég hafði látið tattó- vera mig. Það var því engin furða, þótt ég væri álitinn Ta- hiti-búi. Liðsforingi einn stóð við skipsstigann. Þegar við kom- um upp á þiljur, hópuðust skipverjar umhverfis okkur til þess að sjá þessi furðuverk veraldarinnar. Liðsforinginn brosti og klappaði Tuahu á öxlina. -— Mai tai! Mai tai! (Jæja! Jæja!) sagði hann hvað eftir annað. Það var bersýnilegt, að það var það eina, sem hann kunni í tungu Tahiti-búa. — Þér getið talað við hann á ensku, liðsforingi, sagði ég brosandi, — hann skilur ensku prýðisvel. Ég heiti Roger Byam, fyrrum liðsforigjaefni á skipi Hans Hátignar Bounty. Ef þér óskið, skal ég leiðbeina yður inn á höfnina. Svipur liðsforingjans breyttist snögglega. Án þess að svara mér horfði hann á mig frá hvirfli til ilja. — Liðþjálfi! hrópaði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.