Alþýðublaðið - 11.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.09.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ *---------------------------■< , ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AF©REI»SíLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *---------------------------4 Ejrðið ekki sumar- kaupiiin í ðfengi! SKIPIN eru nú sem óðast að hætta síldveiðunum ogkoma hieim. Heimilin biða vonglöð eftir heimilisföðurnum, syninum eða dótturinni, sem hafa verið „í síld- f'.nni“ í s'umar. Við atvinnu þessa og afrakstur bennar er tengd vonin um afkomu heimilisins næstu mámiðina. Á hafnarbakk- anum er tekið á móti þeim, sem heim koma, með opnum örmum og glöðu brosi barnanna og ann- arra skyldmenna, sem nú eftir rnargar vikur fá að sjá ástvini sína aftur. En framundan eru kannske margar vikur með atviinnuleysi fyrir þá, sem heim feoma. Næstu dagana verður „gert Upp“ kaupiö eða hluturinn, og það, sern eftir er af afrakstri sumarsins, verður greitt. En yfir öllum þeim, sem neyta áfengis, vofir hætta — störhætta. Hún er sú, að því fé, sem meðal annars skapar gleði konu og barna við heimkomuna, verði eytt til kaupa á áfengi, sem í stað gleðinnar leiðir sorg og ó- gæfu inn á heimilin. Verið því á verði fyrir öllum þeim fneistingum, sem ykkar bíða, er þið stígið hér á land. Munið, að það fé, sem þið fáið, er ekki eingöngu ykkar eigið, það er líka fé konunnar ykkar og barnanna eða móður og ,-syst- kina. Og nú er það enn meiri nauð- syn en nokkru sinni fyrr, aö ver- ið sé á verði á þessu sviði. Nú er hafinn ófriður, sem einnig mun ná til okkar hér á ýmsan liátt, þó að við verðum ekki þátt- tákendur í honum. Möguleikar bæjar og ríkis til hjálpar verða því minni en fyrr, ef út af ber. Hver, sem geymir sér afganginn syo lengi sem hann getur og ver honum eingöngu til nauðsynja fyrir sig og sína, er að vinna þjóðþrifaverk. Sjómenn og síldarfólk! Munið það, að í ekkert verra er hægt að verja því fé, sem þið eiigiö eftir, en áfengiskaup. Munið, að hver flaska, sem keypt er, skapar ékki gleði, heldur sorg, bæði fyr- ir sjálf ykkur og aðra. Munið enn fremur, að hið eina, sem rétt er, er það að reyna að verja sig og sína gegn aðsteðj- andi vandræðum. Hver, sem hafnar áfenginu og metur meira gleði heimilis síns en fánýtar samverustundir með drukknum félögum, hann skapar gleði og von, sem lýsir langt fram í það myrkur óvissunnar, sem nú grúfir yfir allri framtíð okkar. Það er skylda þín við konu þína, böm þín, bæjarfélagið og þjóðfélagið að hafna áfenginu og tryggja þig og þína svo vel fyrir framtíðina sem þú getur. m Sovét-Rússland hreyfinguna og hefir svlkið verkalýðs- lýðræðið nn allan heim. Vináttusamningur Stalins við Hitler er alstaðar fordæmdur af verkamönnum og blöðum þeirra. Þegar vináttusamningur Hitlers og Stalins var undirritaður í Moskva: Frá vinstri: von Ribb- entrop utanríkismálaráðherra Hitlérs, Stalin, von der Schulenburg sendiherra Hitlers í Moskva og Molotov forsætis- og utanríkismálaráðherra sovétstjórnarinnar, sem er að skrifa undir samninginn. ‘17’ INÁTTUSAMNINGUR- * INN milli einræðis- herranna á Þýzkalandi og Rússlandi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alla þá, sem höfðu trúað þeim full- yrðingum kommúnista, að Sovét-Rússland væri „sverð og skjöldur“ friðarins og „verndari verkalýðsins“ um allan heim. Þá hafði sízt ór- að fyrir því, að hið „komm- únistiska“ Rússland myndi gera vináttusamning við hið nazistiska Þýzkaland og lofa því að hafast ekkert að, þótt það réðist á sjálfstætt ná- grannaríki til að leggja það í rústir, og gefa því það heit að taka ekki þátt í neinum samtökum lýðræðisríkjanna gegn nazismanum til þess að hefta yfirgang hans í Evrópu. Vináttusamningiuinn milli Hitl- ers og Stalins er ekki annað en sorgleg staðfesting á skoðimum þeirra sósíalista, sem svartsýnast- ir hafa verið á Sovét-Rússland. Hann sýnir, að Rússland erhorfið frá öllum þeim hugsjónum, sem það boðaði eftir byltinguna og orðið að einveldisríki, sem að stefnu og stjórnarháttum er í engu vemlegu frábrugðið hinu nazistiska Þýzkalandi og hinni fasistisku ítaliu. * Strax eftir að samningurinn varð kunnur, birtu blöð um allan heim stórletraðar greinar um hann. Menn reyndu að skýra hann, en flestir urðu svo undr- andi, að skýringamar lágu ekki greiðar fyrir. Útibú Moskva um alla Evrópu voru sjálf í alger- um vandræðum með skýringarn- ar, og þau gátu ekki annað en beðið — beðið eftir „línu“. For- seti alþjóðasambands kommún- ista, „ljónið frá Leipzig", Georg Dimitrov, en það samband kostar öll einkaskeytin frá Moskva til' kommúnistablaðanna, hefir jafn- vel sjálfur, til að byrja (með, verið í vandræðum. En hérna heima voru kommúnistamir ekki í vandræðum. Einar Olgeirsson gaf skýringarnar af sínu alkunna pólitíska hyggjuviti! Strax dag- inn eftir að samningurinn var undirritaður sagði hann þær frétt íir í bla'ði sínu, að friðurinn væri tryggður, að samningarnir við Breta og Frakka myndu halda áfram og tóks, að Stalin hefði aðeins með slóttugheitum verið að „plata“ Hitler! En Stalin og fulltrúi Hitlers höf'ðu varla tókið við að drekka skál hinnar nýju vináttu, þegar þýzku nazistamir réðust á Pól- verja og og samningamenn lýð- ræðisríkjanna héldu heim frá Moskva og vinahótin fóru vax- andi. Stalin sendi nýjan sendi- herra til Berlín og með honum nokkra hemaðarsérfræðinga, en Þjóðverjar sendu flugvélar á móti þeim til að flytja þá heim í ríki nazismans. Við komu þeirra þangað var þeim fagnað með hakakrossfána og sovétfána, Wesselsöngnum og Intemation- Þle í þakkarskyni fyrir hakakróss- fáruana, sem blöktu við hún í Moskva!! En beimurinn horfði undrandi á þessar aðfarir. Andstyggilegri loddaraleikur hafði aldrei verið leikinn í allri veraldarsögunni. Hér fara á eftir ummæliýmissa manna og blaða um vináttusamn- ing þeirra Hitlers og Stalins. Eru ummælin þýdd úr blaði norskd Alþýðuflokksins, Arbeiderbladet í Oslo, en það hefir safnað þeim • saman: * „Frá London kernur fregn um það, að kommúnistar á Englandi, sem reyna að safna fé til hjálpar hermönnum, sem börðust í borg- arastyrjöldinni á Spáni, ekkna þeirra og barna, fái slæmar við- tökur. Þeir eru beðnir um að skipta sér ekki af þessu málefni, sem Sovét-Rússland hafi svívirt. „Við“, sagði maður nokkur — en bróðir hans hafði fallið á Spáni — „höfum fært fórnir á orustuvöllum Spánjak í baráttunni gegn því ríki, sem kommúnisminn í Moskva tekur nú í faðm sinn“. * Leon Blum, foringi franska Al- þýðuflokksins segir í grein: „Sov ét-Rússiand hefir, með því að gera þennan vafasama samning með brauki og brarnli, einmitt þegar ástandið var hvað alvar- legast, gefið málefnum friðarins hnefahögg. Þetta var því hættu- legra, þar sem Hitler einn ræður því, hvort stríð verður eða frið- ur, og hin minnsta breyting hon- 'uni í hag, hið minnsta merki um óvissu og ráðaieysi hjá hinum lýðræðis&innuðu stjómum og í hinu lýðræðissinnaða almennings- áliti, getur orðið til þess að for- inginn taki hina örlagarikustu á- kvörðun“. * Utanríkismálaritstjóri franska Alþýðuflokksblaðsins „Le Popul- aire“ skrifar: „Af völdum Stal- ins hefir öryggi Frakklands orðið fyrir stórkostlegu áfalli. Hann hefir rétt til þess, hann er Rússi. En þegar hann fullyr'ðir, að hann tali fyrir hönd nokkurs hluta hinnar frönsku verkalýðshieyf- ingar, þá hefir enginn Frakkirétt til þess að verja þennan verknað hans. Og enginn getur blygðun- arlaust lýst hrifningu sinni af þessum vináttusamningi". * Þingmenn franska Alþýðu- ftokksins samþykktu, að undir- skrift þýzk-rússneska samnings- ins, og sú afstaöa, sem komm- únistaflokkurinn tók til hans, gerði það óhugsandi, að hafa nokkra samvinnu framar við þann flokk. * Stjórn Sambands ungra Alþýðu flokksmanna á Frakklandi segir: „Með framkomu sinni hefir Sov- ét-Rússland, eftir tveggja mánaða heilabrot, sett sjálft sig út fyrir fylkingu friðarríkjanna. Það hefir stungið rýtingi í bak þeirra þjóða, sem ætla sér að berjast á móti kröfum „þriðja ríkisins“, og það hefir með samningnum gefið Hitler frjálsar hendur í Austur- Evrópu. Pólland á á hættu að verða leitt á höggstokkinn á morgun. Sovét-Rússland hefir hvatt öxina, sem á að fullnægja dómnum með“. * I Toulouse á Frakklandi réðist fólkið á tvo kommúnista, sem voru að selja blöð. Lögreglan varð að bjarga þeim. Eina nótt- ina var kastað múrsteini inn um gluggann á skrifstofu kommún- ista í verkamannabænum Rou- baix. Á múrsteininn liafði verið letrað skammaryrðið „Boche“, en það skammaryrði notuðu Frakk- ar um Þjóðverja á heimsstyrj- aldarárunum. Einn af aðalforingjum Alþýðu- flokksins í Belgíu, Max Buset, byrjar eina grein sina þannig: „Ég hefi enga löngun til að eiga orðaskipti við handlangara Moskva. Allir vita, að þeir hafa ekki af eigin mætti getað Irnld- ið uppi flokki, gefið út blöð, launað starfsmenn og rekið stöð- ugan undirróður. Allir vita, að skilyrðislaus undirgefni við Stal- inkommúnismann er skilyrðið fyr ir hinni pólitísku tilveru þeirra. Allir vita, a'ð utamíkispólitík Sov- ét-Rússlands er þeirra pólitfk í öllum löndum“. * Einn af þekktustu meðlimum belgiska konunúnistaflokksins, lögfræðingurinn M. R. Beublet, sem \rar efsti maður á lista komm únista vi'ð síðustu kosningar, hef- ir sagt sig úr flokknum. Hann segir í bréfi sínu: „Sovét-Rúss- land hefir svikið málefni lýðræð- isins og þar með málstað hins vinnandi fólks. Stalin hefir á sví- vir'ðilegan hátt svikið þann dýr- mæta arf, sem Lenin og flokkur- inn hafa látið honum í té. Hann hefir verðlaunað árásarseggina. Það er hann, sem gerir stríðið mögulegt. Hann hefir svikið frið- inn. Niður með hann og banda- menn hans! Bandamenn hans eru alþjóðasamband kommúnista og deildir þess, sem eru þrælbund- in verkfæri Stalins og stefnu hans“. * Hin sameiginlega baráttunefnd þýzkra og austurríkskra jafnað- armanna lýsir yfir því, að sátt- málinn hafi ekki dregið úr stríðs- hættunni, þvert á móti, hann sé stónkostlegt áfall, bæði siðferði- lega og stjórnmálalega, fyrir frels isbaráttu þýzku alþýðunnar. Nefndin iordæmir samninginn al~ geriega. * í málgangi austurríkskra jafn- aðarmanna „Der sozialistisdie Kampf“, stendur: „Samningurinn milli Hitlers og Stalins slær því föstu, að rússneska einræðið er orðið þjóðrembingseinræði að það hefir kastað fyrir borð hagsmun- um þeirrar stéttar, sem hefir skap- a'ð það. Samningurinn sýnir einn- ig skilnað Sovét-Rússland við hagsnmni og stefnu hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar11. * Spönsku verkalýðsforingjarn- ir Gonzales Pena og Lamoneda hafa fyrir hönd spánska Alþýðu- ftokksins, sent Leon Blum bréf, þar sem þeir lýsa yfir því, að flokkurinn taki algerlega afstöðu með Frakklandi í því ástandi, ísem nú ríki í heiminum. * Eitt af stærstu blöðum Alþýðu- ftokksins í Sviss Bemer Tage- wacht, (sem Þjóðviljinn þóttist vera að prenta upp úr á laugar- daginn) segir: „Glundroðinn hjá kommúnistaflokkunum i öllum löndum er svo mikill, að ekki eitt einasta kommúnistablað gat gefið lesendum sínum nokkra akýringu fyrstu dagana, sem nokkurt vit var í. Þvæla þeirra vekur aðeins meðaumkvun. Þeg- ar kommúnistabiöðin segja, að Stalin hafi bjargað friðniun, þá er það eins og kjökur í litlu Komintembami, sem yfitgefið er af móðurinni, stendur aleitt á götunni, og veit hvorki í þennan heim né annan. Stalin hefir bjarg að friðnum! Þetta er svo vit- laust, að maður gæti hlegið að því, ef ástandið væri ekki svona ægilega alvariegt. Stalin hefir hjálpað Hitler. Það er sannleikur- inn. * Þegar Ribbentrop fór frá Moskva, eftir að hafa undirritað samningin með Molotov, sagði hann: „Foringlnn og Stalin eru orðnir vln!r“. MAtm fyrir ípróttir eioar. 1 A RIÐ 1929 réðust K- R.-ingai’ í það að kaupa hús fyrir æfingar félagsins. Til að vfnna það verk þurfti bjartsýnia og samtaka félagsmenn. Þá sýndy K. R.-ingar, að hvort tveggja er til innan félagsins. Þau ár, sem liðin eru síðan, hefir K. R.-húsið verið því ti! ómetanlegs gagns. Sérstaklega hefir þaö verið félagslífinu stoð og stytta, enda er það K. R,- ingum liið mesta metna'ðarmál, að félagið hafi sem mest gagn af því. En því miður hefir for- ráðamönnum hússins ekki reynzt kleift að láta nota það eingöngu til íþróttaiðkana. Þeir hafa af fjárliagslegum ástæöum neyðzt til að lána húsið til fundahalda, dansleikja og amiars slíks. Nú hefir verið ákveðið að reyna aðrar leiðir tii að halda fjárhaginum í horfinu. í annað sinn á alvarlega a'ð reyna á þá samheldni og þann sígusrvilja, sem K. R.-ingar sýndu, þegar þeir keyptu húsið. Þeir eiga að borga því þa'ð gagn, sem þa'ð hefir gert þeim, og um leið að vinna að því, að félagið, og þá um leið þeir sjálfir, geti noti'ð þess enn betur i framtiðinni. Er ætlunin að gera það með al- mennri fjársöfnun meðal félags- manna. Fyrirkomulag þessarar fjár- söfnunar á að vera það, að hver félagi gœiði mánaðarlega í 10 mánuði upphæð, sem hann sjálf- ur ákveður, eftfr efnum og á- stæðum. Ekki er ætlazt til, að menn leggi mikið fram. Aðal- áherzlan er heldur lögð á það, að sem flestir séu með. K. R.-ingar eru um 2000 að tölu, svo að þetta ætti að vera framkvæmanliegt, ef einlægur vilji væri fyrir hendi. Nú ríður á samke'dni þeirra manna, sem hafa haldið uppi heiðri K. R. og barizt undir merkjum þess um 40 ára skeið. Marjgir telja þetta vafasanrí fyrirtæki, sem hafið sé á verstu tímum. Það er því metnaðarmál R.-inga að sýna, að sam- heldni og tryggð við gott málefni sé hið bezta vopn í baráttunni við erfiðleikana. Það er metnaður hinna gömlu að gefa æskunni fordæmi og vera henni fyrir- mynd, kenna henni, hvernig hún á að sigra erfiðleikana brosandi. Gangi'ð á undan, gömlu K. R.- ingar! Herðið söfnuninat Svo koma arftakar ykkar, un,gu K. R.- félagamir, og munu reyna, að sameinaðir sigmm vér, en sundr- aðir föllum vér. Félagsmenn! K. R.-húsið ein- göngu fyrir íþróttirnar. K. R.-ingur. fiott verð. Súputajrínur 5,00 Áleggsföt 0.50 Desertdiskar 0,35 Ávaxtadiskar 0,35 Ávaxtaskálar 2.00 Ávaxtastell 6 m. 4,50 Smurbrauðsdiskar 0,50 Vínglös 0,50 fsglös 1,00 Sítrónupressur 0,75 Veggskildir 1,00 Kartöfluföt með toki 2,75 Matskeiðar 0,25 Matgafflar 0,25 K. Eínarssen k Bjðrnssen Bankastræti 11. Auglýsið í Alþýðublaimu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.