Alþýðublaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1939. AO»YÐUBLAÐflf> Ef svart ský sást á himni, þá var eins og sjórinn segði: Ég ge líka verið svartur, og þá blés vindurinn og bylgjurnar freyddu. En ef skýin voru rauð og vindurinn svaf, þá var hafið eins og rósarblað. Stundum var það grænt, stundum nærri því hvítt. Og það hófst og hneig, eins og barmur sofandi barns. Þegar sólin var að síga, sá Lísa ellefu svani með gullkórónurá höfði, fljúga í átt til landsins. Svanimir. Það var einmanalegt á ströndinni, en hún því að hafið er svo tilbreytingasamt. Frá Akureyri um Akranes n. k. miðvikudag og laugardag. Frá Reykjavík um Akranes sömu daga. Steindór. Frá Háskóla Islands. Kennsla mun hefjast í háskól- ánum í vikunni 17. — 23. sept. eftir nánari tilkynningu frá kenn- urunum, sem festar verða upp í forstofu háskólans. Setningarhá- tíð verður engin að þessu sinni eins og venja hefir verið að und- undanförnu, en háskólahátíð verð ur haldin 1. vetrardag. Nýir háskólaborgarar skulu gefa sig fram í skrifstofu háskólans hið fyrsta og eigi seinna en 30. sept. Þeir stúdentar, sem óska skrá- setningar eftir þann dag, fá ekki tnngöngu í háskóiann, fyrr en í byrjun næsta kennslumisseris, sem hefst 1. febrúar. Stríðsyfirlýsing. Ég er á móti strí'ði, og að gefnu tilefni lýsi ég því yfir, að ég hefi ekki gefið Hitler „handa- merkið“, og hefi aldrei verið með Hitler. Ég er jafnaðarmaður og vil hafa frið og jafnt fyrir alla, ekkert stríð. Ég fór á sunnudag- inn gangandi upp á Kjalames fram og til baka og þótti gam- an að, — Oddur Sigurgeirsson, Sundlaugaveigi hjá Guðm. Sig- urðssyni skipstjóra. Heybruni. Á þriðjudaginn var brann all- mikið af töðu á Möðruvöllum í Hörgárdáí. Talið er, að um 100 hestar hafi brunnið og næstum annað eins skemmzt. Eldsupptök var venjuleg sjálfsíkveikja. Töð- una átti séra Sigurður Stefáns- son á Möðruvöllum. F.Ú. UMRÆÐUEFNI Vöntun á ýmsum smávörum. Síldin og kartöflurnar. Unga stúlkan í útvarpinu og hand- ritin, sem hún fær til lesturs. Útvarp frelsisstöðvar þýzka Alþýðuflokksins. — Hvorir kunna betur að skrökva, Bretar eða Þjóðverjar? — Verzlunarmennirnir, lokun sölubúða og verkamenn. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞEGAR ER FARIN að gera vart við sig vöntun á ýmsum vörum. Það eru helzt smávörur, sem fólk vanhagár um og verzlanir hafa ekki. Þetta stafar af því, að verzl- anir hafa leyft fólki að birgja sig upp af þessum vörum, og það var einmitt þetta, sem ætlazt var til, að ekki yrði gert. Vitanlega var ekki hægt að hafa eftirlit með þessu af hálfu hins opinbera, en verzlanir áttu að gæta þess. NÚ ÆTTU MENN að gera það, sem margsinnis hefir verið brýnt fyrir þeim á haustin, að kaupa sér síldartunnu til vetrarins og spara með því kaup á ýmsum öðrum vörum. Það er óþarft að þessu sinni að fjölyrða um það, hve góð fæðutegund síldin er, því að það hefir svo oft verið gert, en síldin er einhver bezta og ódýrasta fæða, sem hægt er að fá — og menn ættu nú í vetur að éta meira af síld og kartöflum en þeir hafa áður gert. BREZKA STJÓRNIN segir, að hún áætli, að stríðið muni standa í 3 ár eða meira. Við getum alveg gert okkur í hugarlund, hvernig ástandið verður hjá okkur, þegar fram líða stundir. Það verður á- reiðanlega mikill skortur á mörg- um vörum — og þær, sem fást, verða margfalt dýrari en nú. Hver maður ætti að vera svo vitur að búa sig vel undir þetta. MÉR ÞÓTTI unga stúlkan, sem nú er þulur hjá Ríkisútvarpinu lesa svo afkáralega upp tilkynn- ingu ríkisstjórnarinnar um eftirlit með skipum hlutlausra þjóða á sunnudagskvöldið, að ég leitaði upplýsinga um, hvernig á því stæði. Mér var tjáð, að þulan hefði fengið tilkynninguna í skrifuðu handriti 2—3 mínútum áður en hún átti að lesa það upp. Slíkt er ófor- svaranleg ósvífni við þuluna og ó- svífni við hlustendur. Það er ekki hægt að gera kröfu til þess, að nokkur þulur geti lesið langa handskrifaða tilkynningu reiprenn- andi, jafnvel þó að vel sé skrifað — og þulir útvarpsins eiga að neita því afdráttarlaust að lesa upp slík handrit. Annars eyði- leggja þeir alveg álit sitt meðal hlustenda, sem að sjálfsögðu kenna þeim um allt. Þessi umtal- aða tilkynning var svo að segja óskiljanleg í upplestri þulunnar á sunnudagskvöld. DAGSINS. EÍKAST TIL reyna flestir, sem kunna nokkuð útlent mál og hafa útvarpstæki, sem nær til erlendra stöðva, að hlusta á erlendar frétt- ir. Ég var fyrir nokkrum kvöldum að leita á tækinu mínu á lágbylgj- um eftir erlendum stöðvum — og allt í einu heyri ég hrópað: „Acht- ung, Achtung. Hier spricht der deutsche Freiheitssender.“ En það þýðir: „Takið eftir; takið eftir. Hér talar þýzka frelsisútvarpið.“ Ég fór að leggja við hlustirnar — og síðan hlusta ég á þessa stöð á bylgjulengd 29,8 á hverju kvöldi frá kl. 9—10. Það er karlmaður, sem talar. Útvarpið hefst alltaf á ræðu, sem þrungin er andróðri gegn nazismanum og foringjum hans — og endar á fréttum. í fyrra- kvöld svaraði frelsisstöðin ræðu Görings og húðfletti stefnu naz- ista og foringja hans. Stöðin er á Þýzkalandi eða Austurríki og til- heyrir Alþýðuflokknum — Social- demokrötum. Þrjár slíkar sendi- stöðvar munu vera í Þýzkalandi og Austurríki, en ekkert hefir orð- ið vart við sendistöðvar kommún- ista, enda munu þeir úr þessu hafa lítið að segja þýzku þjóðinni, ann- að en það, sem henni er nú dag- lega sagt gegnum hið löglega út- varp. — Eins og menn vita, liggur dauðarefsing við því á Þýzkalandi að hlusta á slíkar stöðvar eins og erlendar stöðvar, hvað þá að starf- rækja þær. ÉG SAGÐI NÝLEGA við mann, sem er mjög kunnur á Þýzkalandi, að maður mætti nú vara sig á því að trúa öllum stríðsfregnum, því að báðir myndu ljúga jafnt, um eigin sigra og hver um ávirðingar hinna. „Já, það máttu reiða þig á“, svaraði hann. „En það gerir ekkert til með þýzku lygarnar, Þjóðverjar ljúga skrattan ráðalausan, en þeir ljúga svo ótrúlega, að það sjá all- ir.“ Ekki veit ég, hvort þetta er satt, en þegar ég heyrði Berlínar- fregnina um, að Pólverjar hefðu sjálfir kveikt í Varsjá með fallbyss- um sínum, þá komu mér í hug ummæli kunningja míns. „Bretar kunna hins vegar að skrökva,1' sagði sami kunningi minn. i ÞJÓÐVERJAR hafa undirbúið útbreiðslustarfsemi sína í þessu stríði, enda hefir Hitler sagt, að Þjóðverjar hafi tapað síðasta stríði vegna þess, að þeir hafi ekki kunnað að reka undirróður. Nú hefir blaðamönnum verið falið að stjórna þéssari starfsemi, og eru meðal þeirra generalar, leutenant- ar, óbreyttir hermenn og yfirleitt. öll stig. VERZLUNARMAÐUR skrifar mér eftirfarandi um lokun sölu- búða: „Út af hinni fyrirhuguðu breytingu um lokun sölubúða yfir vetrarmánuðina vildi ég biðja þig góðfúslega fyrir athugasemd við grein þá, sem birtist í pistli þín- um þ. 2. sept. um þetta mál. Ég skrifaði um þetta í Morgunblaðið snemma í sumar og þóttist þar færa full rök fyrir því, að algjör- lega óþarft sé að hafa verzlanir opnar til kl. 8 ó föstudögum yfir vettarmánuðina vildi ég biðja þig þú munir verða mér sammála, þeg- ar þú athugar þetta.“ „ f GREIN þinni getur þú um, að slík ráðstöfun muni hafa í för með sér óþægindi fyrir verkamenn. — Þetta álít ég dálítinn misskilning, því að eins og við vitum, þá hættir meginþorri allra verkamanna í bænum vinnu um og eftir hádegi á laugardögum allan ársins hring, svo að þá daga vetrarmánuðina hafa þeir nægan tíma til að vei’zla, því að þá eru verzlanir opnar til kl. 6.“ „ÉG HYGG einnig, að aðrir verkamenn, bæði þeir, sem vinna við höfnina og eins hinir, sem vinna hjá bænum hafi styttri vinnutíma á laugardögum en aðra daga. Þó er ég ekki því máli gjör- kunnugur. — Sem sé, allflestir verkamenn, skrifstofufólk ofl. hafa stuttan vinnutíma á laugardögum allt árið, það er aðeins ein stétt — og hún er stór — sem vinnur við verzlanir, sem verður að vinna fullan vinnutíma og meira til á tímabilinu frá 15. sept. til 15. maí.“ „Ég' HEFI ÁTT TAL við fjölda verzlunarmanna og kaupmanna um þetta mál — og álit allra þeirra hefir verið það sama, að óþarft sé að hafa verzlanir opnar til klukkan 8 á föstudagskvöldum þann tíma, sem þeim er lokað kl. 6 á laugardögum. Aftur á móti'á tímabilinu frá 15. maí til 15. sept. er allt öðru máli að gegna, og finnst öllum sjálfsagt að hafa opið til kl. 8 á föstudögum, því að þá hætta búðarþjónar einnig störfum á sama tíma og aðrar stéttir þjóðfélags- ins.“ Hannes á horninu. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Unrinn Kostar 2 krónur. sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skálásaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- höfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin B. Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Fæst í Afgreiðslu Alþýðuhlaðsins. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. Ö7. Karl Isfeld ísleiszkaði. Liðþjálfinn kom fram og heilsaði. —• Fáið yður varðmann og takið þennan mann fastan. Mér til mikillar undrunar komu nú fjórir vopnaðir menn fram. Þeir umkringdu mig og fóru með mig til skipstjórans, sem beið mín í brúnni. Liðsforinginn gekk á undan: — Hér er einn af sjóræningjunum, skipstjóri, sagði hann. — Ég er ekki sjóræningi, svaraði ég, — ekki fremur en þér. —- Þegið þér! hrópaði skipstjórinn. Hann horfði á mig kulda- lega, en ég var svo reiður þessari ásökun, að ég gat ekki þagað. — Leyfið mér að tala, skipstjóri, sagði ég. — Ég er ekki uppreisnarmaður. Ég heiti . . . — Heyrðuð þér, hvað ég sagði, fyrirlitlegi þorpari? Ég sagði yður að þegja. Ég var orðinn rjóður í kinnum af reiði, en hafði þó það vald á mér, að ég lét undan. Ég var þess fullviss, að misskilningur þessi yrði brátt leiðréttur. Ég sá, að Tuahu horfði á mig undr- andi. Ég fékk ekki að tala við hann. En þetta var ekki nema forleikurinn að niðurlægingu minni. Það voru gerð orð eftir ryðmeistaranum, og stundarkorni seinna voru sett á mig handjárn og varðmenn fóru með mig ofan í káetu skipstjórans. Tveir klukkutímar liðu og á meðan mátti.ég bíða við dyrnar. Ég sá engan annan en varðmanninn, sem neitaði að tala við mig. Nú var skipinu lagt inn í Mata- vai-flóann og akkerum varpað á sama stað og Bounty hafði legið nærri því þrem árum áður. Ég sá út um kýraugað, að fólkið stóð í hópum niðri á ströndinni og fjölda báta var róið út að skipinu. í einum af fyrstu bátunum sá ég Coleman og Stewart. Stewart var í einkennisbúningi sínum, og Coleman var 1 gömlum fötum, sem voru orðin stagbætt. Það var allt og sumt, sem eftir var af Evrópubúningunum. Bátarnir komu upp að skipshliðinni og ég sá ekki meira til þeirra að sinni. Freigátan hét Pandora, og skipstjórinn hét Edwards. Það var hár maður vexti, grannur, með kuldaleg, blá augu, hvítar, stórbeinóttar hendur og fölur í andliti. Um leið og skipið hafði lagzt við akkeri, kom hann til káetu sinnar, og í fylgd með honum var liðsforingi, sem hét Parkin. Hann settist við borð- ið og skipaði mér að koma fram fyrir sig. Stundarkorn horfði hann á mig eins og ég væri eitt af furðuverkum veraldarinn- ar. Þegar hann hafði rannsakað mig frá hvirfli til ilja, horfði hann hvasst í augun á mér. — Hvað heitið þér? — Roger Byam. — Þér voruð liðsforingjaefni á skipi Hans Hátignar, Bounty? — Já, skipstjóri. — Hve margir af skipshöfninni á Bounty dvelja nú á Ta- hiti? — Þrír, að ég hygg, auk mín. — Hverjir eru það? — Ég nefndi nöfn þeirra. — Hvar er Fletcher Christian, og hvar er Bounty? Ég skýrði honum frá því, að Christian hefði farið brott ásamt átta uppreisnarmönnum. Enn fremur skýrði ég honum frá viðburðum þeim, sem skeð hefðu á Tahiti síðan. Ég skýrði honum frá skonnortunni, sem Morrison hafði byggt, og að Morrison hefði haft í hyggju að reyna að komast á henni til Batavíu, en þar vonaðist hann eftir því að komast um borð í Evrópuskip, sem færi til Englands. — Mjög sennileg saga, sagði hann og glotti háðslega. — Og hvers vegna fóruð þér svo ekki með honum? — Vegna þess, að mér leizt ekki þannig á skonnortuna, að hægt væri að sigla henni langar leiðir. Ég áleit, að betra væri að bíða eftir ensku skipi. — Sem þér áttuð víst ekki von á að sjá. Þér munuð verða undrandi á þeirri frétt, að Bligh skipstjóri og mennirnir, sem hraktir voru frá skipinu ásamt honum, komust til Englands. — Það gleður mig mjög að heyra það, skipstjóri. — Og þér munuð sennilega líka undrast það, að nákvæm skýrsla hefir verið gefin um uppreisnina og þar er getið um þorparaskap yðar. — Þorparaskap minn? Ég er jafnsaklaus af þátttöku í þessari uppreisn og þér. — Þorið þér að neita því, að þér hafið tekið þátt í ráða- bruggi Christians um uppreisnina? — í sannleika sagt, herra skipstjóri, þá hljótið þér að vita, að nokkrir þeirra, sem urðu eftir á Bounty, voru eftir af því að þeir voru neyddir til þess vegna þess, að ekki var nóg rými í skipsbátnum. Við vorum níu um borð, sem ekki tókum þátt í uppreisninni. Skipsbáturinn var orðinn svo hlaðinn, að Bligh óskaði sjálfur eftir því, að ekki væru fleiri settir í bátinn. Hann lofaði því, að láta okkur njóta réttlætis, ef hann kæmi nokkru sinni til Englands aftur. Og hvers vegna er þá farið með mig eins og ég sé sjóræningi? Ef Bligh skipstjóri væri hér ... Edwards greip fram í fyrir mér. — Þetta er nóg, sagði hann. — Þér munuð hitta Bligh á sínum tíma, þegar þér komið til Englands til þe«B að þola r@fs-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.