Alþýðublaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1939. 212. TÖLUBLAÐ. ússnesk árás á Pólland Rússnesku blöðin bera Pólverj^ um þjóðerniskúgun á brýn og boða sundurlimun landsins! m 1 m \ U EN ý*' ,mN0 / ^preussénO ^ * i morgun. rússneska Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Kaupmannahöfn MOSKVABLAÐIÐ „PRAVDA,“ aðalblað kommúnistaflokksins, flutti í gær svæsna árásar- grein á Pólland, þar sem Pólverjum er borið á brýn, að þeir beiti þjóðernisminnihlutana í pólska 'Hvíta-Rússlandi og pólsku Ukraine hinni mestu kúgun. Segir blaðið, að full- komin óstjórn ríki nú á Póllandi og þess muni skammt að bíða, að pólska ríkið verði limað sundur og leyst upp. Þá var í mörgum rússneskum blöðum í gær ráðizt heiftarlega á Pólverja fyrir það, að pólskir flugmenn hafi flogið inn yfir rússnesku landamærin, og er það tilkynnt, að nokkrir þeirra hafi verið neyddir til að lenda og teknir fastir. Úti um heim óttast menn, að þessar rússnesku blaðaárásir á Pólverja, sem minna mjög á þýzku blaðaárásirnar á þá undan- farna mánuði, séu fyrirboði þess, að Rússar ráðist fyrr en varir inn í Pólland að austan og leggi undir sig þau héruð, sem talað er um í blöðum þeirra. BROMBERG" POSEN TH0R”\. ♦ GRODNO I ^ BEUWEN ^ '' ^ ,v TAflNOm Kort af Póllandi, Wverlar tóku lipli I gær. Samkvæmt tilkynningu frá þýzku herstjórninni í gær, gafst pólska setuliðið í hafnarborg- inni Gdynia upp í gærmorgun, en það hefir varizt þar fræki- lega síðan í stríðsbyrjun. Þýzku hersveitirnar fóru inn í borgina klukkan rúmlega tíu í gærmorgun, En viðurkennt er í tilkynningu Þjóðverja, að enn sé barizt fyrir norðan borgina. Varsjá er eftir sem áður á valdi Pólverja, en í þýzkum fréttum er því haldið fram, að þýzku hersveitirnar séu í þann veginn að umkringja hana. Þó er viðurkennt, að þær hafi ekki náð saman fyrir austan borg- ina, þar sem 30 km vegalengd sé enn á milli þeirra. Aðalsókn Þjóðverja er enn SamkoHHlag milli sjé manna og ðtgerðar- manna í Noregi er farið át um gðfnr. OSLO í morgun F.Ú. SAMKOMULAG þa'ð, er náð- ist á dögunum milli morskra útgerðarmanna og sjómanna, er þegar fari'ð út um þúfur, vegna þess aö sjómannafélögin álita hættusvæ'ði það, sem tiltekið er ; samkomulaginu, alltof takmark- að, þar sem fleiri sambandsveldi Bretlands séu nú komin í stríðið en þegar samkomulagiö vargert. Fundir hafa verið haldnir hjá sáttasemjara ríkisins, en þeirhafa engan árangurhoriðogerþeim nú slitið. Samkomulaginú frá 7. sept. er því sagt upp frá 20. sept. Einnig hafa stýrimenn og vél- stjórar sagt upp síniúm samning- um. — eins og síðustu dagana, í Suður-Póllandi, þar sem þeir eru nú á næstu grösum við Lub- lin og Lemberg, en hafa þó hvorugri þeirri borg náð, enda þótt þeir héldu því fram í gær, að þeir hefðu þá þegar tekið Lemberg. Tilgangur þýzku sóknarinn- ar á Suður-Póllandi virðist fyrst og fremst vera sá, að loka öllum samgönguleiðum Pól- lands til Rúmeníu. Sókn Þjóðverja suður á Pól- landi gengur öll miklu erfið- legar nú en í vikunni, sem leið, og kenna Þjóðverjar óhag- stæðum veðurskilyrðum um. Það hefir rignt mikið og vegirn- ir eru mjög torfærir yfirferðar. í fréttum blaðamanna að aust- an er sagt, að „leðja hershöfð- ingi“ hafi skorizt í leikinn! Pólska fréttastofan birti í gærkveldi ákveðna tilkynningu um endurtöku Lodz, og segir í tilkynningunni, að Þjóðverjar hafi skilið þar eftir vopn, skot- færi og önnur hernaðartæki. Endurtaka Lodz er sögð hafa haft mjög hvetjandi áhrif á pólska herinn, og Varsjá er var- in endurvöktu kappi og áhuga. í Havas-fregn frá Zúrich segir, að manntjón sé mikið í liði Þjóðverja. Engar tölur hafa verið birtar, en fullyrt er, að sjúkrahús í Berlín og Wien séu full af særðum hermörmum. Frakkar nA á 135 hm. svæðl á öízhri grund. LONDON í morgun. FÚ. í seinustu tilkynningu frönsku hermálastjórnarinnar segir, að haldið sé áfram sókn- inni á Saarvígstöðvunum og hafi Frakkar tekið marga þýzka fanga, í fregnum frá Brússel er get- ið um skyndiárás, sem franskar skriðdrekasveitir gerðu nálægt landamærum Luxemburg. Áð- Frh. á 4. síðu. Þýzku skipin hér vilja fá að leggjast inn i Hvalijörö! Allar verzlanir verða lek- aðar sllan morgandaglnn. ----■ ■ Afhending mafvælaseðla hefst á morfgnn kL 10 fyrir hádegi. ..■■■♦ ■ "—?- Rihísstjðrnin gaf út i gær reglugerð um sðln kola. A' CKIPSTJÓRAR þýzku ^ flutningaskipanna, sem hér liggja nú á ytri höfninni, hafa sótt um leyfi til hafnar- skrifstofunnar að fá að leggja skipum sínum við festar inni í Hvalfirði. Er þessi beiðni skipstjóranna nú í athugun hjá hafnaryfirvöld- unum, og verður tekin ákvörðun unr það nú næstudaga, hvaðgera skuli við skipin. Hefir m. a. verið um það rætt, að þau legð- ust heldur inn í Skerjafjörð, í stað þess að leyfa þeim að leggj- ast inn I Hvalfjörð, því bæði er, að það er erfiðara með allt eftirlit með þeim og eins verður ómögu- legt að hafa nauðsynlegt eftiriit með skipshöfnunum. Einnig hafa skipstjórarnir far- ið fram á, að þeir fengi að kynda undir Öðrum eimkatlinium, og hvort það verður leyft er einnig í athugun. En eitt er þegar víst, að af ytrí höfninni verða skipin að fara, vegina þess a-ð þau eru þar að nokkru leyti í siglingaleið, og inn í sund komast ekki nema þau tvö, sem þar eru nú. Það yrði að teljast að minnsta kosti mjög varhugavert að þau erlendu skip sem hér eru verði flutt á þá staði, þar sem ekki er hægt að hafa fullkomið eftirlit með þeim, en það væri vitanlega ekki hægt að hafa, ef þau væru uppi í Hvaifirðá. I þessu sambandi er rétt að minna á það, að nýlega komu fregnir um það, að Englendingar teldu nokkra hættu á þvi, að Þjóðverjar reyndu að koma sér upp bækistöðvum fyrir kafbáta við strendur hlutlausra landa í Suður- og Mið-Ameríku og það yæri ekki nema eðlilegt, að Eng- lendingar litu það mjög grun- samlegum augum, ef hin þýzku skip, sem hér eru nú með tölu- verðan forða af margs konar vör- ttm fengju að leggjast inn í Hval- fjörð, þar sem ómögulegt er að hafa eftirlit með þeim. Þjóðverjar að senda út njjan hafbátaflota ? Enska blaðið „Daily Ex- press“ þykist hafa heimildír fyrir því, að Þjóðverjar séu nú að senda út annan kafbáta- flota til þess að leysa þá af hólmi, er úti hafa verið síðan styrjÖldin hófst. LLAR verzlanir í Reykja- vík og Hafnarfirði, yfir- leitt allar verzlanir á landinu, verða lokaðar allan daginn á morgun. Er þetta gert vegna birgðatalningar, en verzlanir eiga að gefa skömmtunarskrif- stofu ríkisihs nákvæmar skýrsl- ur yfir birgðir sínar núna um helgina. Mjólkur- og hrauða- búðir og fisk- og lyfjabúðir verða þó opnar, Er fólk aðvarað um að gera innkaup sín í dag, en búðir verða opnar til kl. 8 í kvöld, Á morgun hefst afhending skömmtunarseðla; í öllum barnaskólum borgarinnar, og fer hún einnig fram á sunnu- dag. Er fólk beðið að athuga vandlega auglýsingu hér í blaðinu í dag frá matvæla- skömmtunarnefnd bæjarins um afhendingu seðlanna. Er fólk alvarlega áminnt um að sækja ‘ skömmtunarseðla sína og afhenda birgðaskýrslu. í gærkveldi gaf ríkisstjórnin út reglugerð um kolasölu og kolanotkun. Er reglugerðin svo- hljóðandi: 1. gr. Kolaverzlanir mega ekki selja meira magn af kol- um til húsa (hitunar eða mat- argerðar) en sem svarar til mán aðarnotkunar, og eigi til ann- arra en þeirra, er venjulega skipta við þær. Hafi kolaverzl- unin engin kol handa viðskipta- mönnum sínum, en önnur kola- verzlun er á staðnum, gefur sú fyrrnefnda viðskiptamanni sín- um vottorð um, að hann sé hennar venjulegur viðskipta- Tékfear hafa pegar nqrnd- afl sér ríkisstjérn erlendis. *—— .......-.. Tékkneskur her á að berjast við hlið Breta og Frakka á vesturvígstöðvunum. LONDON í gærkveldi. FÚ. CAMKVÆMT upplýsing- ^ um frá helztu mönnum Tékka í París, hafa ríkis- stjórnir Bretlands og Frakk- lands til íhugunar að viður- kenna bráðabirgða ríkis- stjórn fyriú Tékkóslóvakíu. Útlægir Tékkar hafa þeg- ar valið menn í þessa stjórn, og' er þeirra meðal Benes rík isforseti og Osusky, sendi- herra Tékka í París. Þá er tilkynnt, að tékkneski herinn, sem verið er að mynda í Frakklandi, muni berjast sem viðurkenndur bandamannaher Breta og Frakka, en ekki sem útlendingaherdeild eða sjálf- boðaher. Herinn hefir sína eigin her- foringja og aðalhækistöð, en Lðgreglueftirlit bert um allt JHýzkaland. LONDON í morgun. FÚ. Þýzka lögreglan og S.S.-iiðið svokallaða hefir verið samein- að. Þetta er fyrsta verk Himm- lersj yfirmanns leynilögregl- unnar, sem fulltrúa Fricks inn- anríkismálaráðherra með ótak- mörkuðu umboði. Hann hefir einnig skipt Þýzkalandi í 15 svæði, og er S.S-.maður settur yfir hvert þeirra. maður og tilgreinir mánaðar- notkun hans. Er öðrum kola- verzlunum heimilt að afgreiða kol gegn afhendingu þessa vott- orðs. 2. gr. Einstaklingum og stofn- unum er bannað að kaupa kol nema fyrri birgðir séu þrotn- ar og þá eigi meir en svo, að birgðir séu til eins mánaðar. 3. gr. Allir þeir, er verzla með kol, skulu 16.—17. sept. 1939 senda skömmtunarskrif- stofu ríkisins skýrslu um birgð- ir sínar. 4. gr. Á öllum þeim stöðum, sem verzlað er með kol, skal hlutaðeigandi dómari tilnefna einn mann til þess að vera eft- irlitsmann með kolaverzlunum á staðnum. Getur hann veitt undanþágu frá ákvæðum 1. og 2. gr, reglugerðar þessarar, t. d. þar sem staðhættir eru þannig-, að erfitt er með aðdrætti mán- aðarlega. Eftirlitsmaður skal halda gerðabók, þar sem skráð- ar eru allar þær undanþágur, sem gefnar verða. Áfrýja má ákvörðunum hans til skömmt- unarskrifstofu ríkisins. 5. gr. Hreppsnefndum og bæjarstjórnum er skylt að að- stoða eftirlitsmanninn eftir því, sem þörf gerist um upp- lýsingar um kolaþörf, kola- birgðir o. s. frv. 6. gr. Þóknun eftirlitsmanns- ins ákveður hlutaðeigandi bæj- arstjórn eða sýslunefnd og greiðist hún úr hlutaðeigandi bæjarsjóði eða sýslusjóði. 7. gr. Brot á reglugerð þess- ari varða sektum allt að kr. 10- 000,00, og skal farið með mál út af þeim sem almenn lögreglu- mál. 8. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Benes. yfirstjórn verður í höndum franska yfirherforingjans, Því er neitað í Berlín í dag, að 400 Tékkar hafi verið hand- Frh. á 4. síðu. 20kanpmenn handtebn- Ir I Parls fyrir 'strlðs- okur. LONDON í morgun. FÚ. Um 20 menn hafa verið' handteknir í París fyrir stríðs- okur. Þeir voru allir kaupmenn og eru sakaðir um að hafa hækkað verðlag meira en hóf- legt var. Flestir þeirra höfðu selt gas- grímur og rafmagnsvasaljós og slíkt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.