Alþýðublaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 2
ALÞTÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1939. W* t ' T + Svanirnir Hér þekkjum við hvert tré og stein, hérna hlaupa hestarnir um hagann, eins og í gamla daga, hér er föðurland okkar, og loksins höfum við fundið þig, litla systir. Við getum verið hér í tvo daga ennþá, en þá verðum við að fljúga yfir hafið. En eigum við að flytja þig? — Hvernig á ég að fara að því að frelsa ykkur? sagði þeirra. Og þau töluðu um þetta nærri því alla nóttina. Þau sváfu aðeins Lísa vaknaði um morguninn við vængjablakið. Bræður hennar voru aftur orðnir svönunum, og þeir flugu langt í burtu. En einn þeirra, sá yngsti, varð eftir. .Og svanurinn lagði höfuð sitt í kjöltu henn^r, og hún klappaði hvítu vængjunum hans. Um kvöldið komu hinir svanirnir aftur, og þegar sólin hneig í sæ, féll af þeim hamurinn. Drangatrð og sýnir í Hafnarfirði. ÓTT ótrúlegt sé, er það pó satt, a'ð draugatrú er ekki út- dauð á voru landi, þrátt fyrir aukna menntun, meira rannsókn- areðli og fjölmenni kaupstaðar- Íífsins. Draugar nútímans virðast með nákvæmlega sama eðli og upp- runa og draugar þeir, sem iýst er í þjóðsiögum fortíðarinnar, samanber: „Draugurinn í eldivið- arhlaðanum“, sem gekk upp við það, að kylfa var keyrð í höfuð honum, og því meira, sem oftar var barið. Enn fremur sagnirnar um draugana, er gefinn var mat- ur, og lifðu því í hundruð ára. um draugum í Hafnarfirði. og Nú langar mig að lýsa nokkr- segja sögurnar af íramkomu þeirra, eins og þær eru túlkaðar og sagðar á götum og gatna- mótum, en segi um leið, eins og ■kjaf takindurnar: En blessaðir, hafið mig ekki fyrir þeim. Eftir þvi, sem ég kemst næst, rnunu höfuðpaurarnir vera fjórir, þótt í fylgd með þeim sé urmull af alls fconar smá skottum og skrípum, eftir veðurfari og öðr- um ástæðum. Nú er það svo með þessar sagtiir sem aðrar af sama tagi, að erfitt er að segja, hverj- ar sannasiar etu, þegar um marg- ar útgáfur er að. ræða, og tek ég því það, er. sannast sýnist. Aðalhöfuðpaurinn virðist hafa aðsetur sitt á Linnetstígnum; er hann fjölförull og útigangssamur og því mjög ábcrandi, og hvim- lei'ður, hávaðasamur Oig dólgs- legur. Gætir hans mest á undan slæmum veðrum og illum atburð- um. Veldur það siðsömu fólki nokkrum áhyggjum, hve aðsæk- inn hann er ungum stúlkum, þótt í meira lagi sé það hjátrúar- kennt að ætla, að nokkur kyn- blöndun geti átt sér stað milii draugs og dömu. Annar höfuðpaurinn er sagður hingað kominn vestan úr Döium; er hann bæði kyrrstæður og kyn- villtur, illa lyntur og illa liðinn. Er sagt, að hann sé brældur út með brennisteini vegna vonzku og vanskila. Bá þriðjd er að útliti þeirra mennilegastur, bjartur á hár og útlit; er hann sagður arnfirzkur að ætt og síðustu leifar drauga, er orðlagðir voru þar í fornöld. Verstu einkenni hans eru, að hvar sem hann er eða fer þrífst enginn gróður eða gaafa. Sá fjórði og síðasti er sagður hafa aðsetur sitt í Lækjar- hvammi. Er hann þeirra elztur og hrumastur. Hefir hann riðu mikla, og bendir það til, að hann í lifenda lífi hafi lifað á bœnni- víni. Er hann raupsamur og ráp- gjarn og lifir mest af sjálfsáliti og heimsóknum koliega sinna, er til hans sækja ráð og reynslu- þekkingu. . Mjög eru fjórmenningar þessir samrýmdir, fara þeir í hóp- göngum um bæinn, þegar kvölda tékur, oig ráðast að trúgjörnu og ístöðulitlu fólki með alls kon- ar fleðulátum og fagurgala. Á fundum, þar sem lítill er félags- legur þroski, en rifrildi og ósam- Romulag, fylkja þeir liði og hafa iþá í fylgd með sér urmul af alls konar grísilgreyjum, mórum og skottum. Og segja skyggnir irienn, að þeir skoppi yfir og umhverfis ræðumenn í allra kvikinda líki, og að fjöldi manns heyri þá uml og ýlfur um allan sal. Veldur þetta miörgum ó- huggnunar og illra drauma. En þó tók út yfir allt daginn sem vinnustöðvunin var gerð í vor. f aðsigi var vestanst-ormur og h^glél og því beygur í fólki við ískyggilega atburði, enda kom það á daginn. Eitt af skipum bæjarútgerðarinnar var að leggj- ast að bryggjunni til að losa afla sinn á land; fóru því margir fram á bryggju, ýmist í atvinnu- leit eða af forvitni. — En hvað sjá þeir. Allir höfuðpaurarnir hengu ems og grásleppuspyrður (uppi í lyftigálga bryggjiunnar, er notaður er við upphölun fiskjar, og görguðu -eins og krákur og krummar, en umhverfis gálgann steppaði hópur ófrýnilegra grís- ilhvolpa með ærslum og óhljóð- um. "Ekki nóg með það; menn, sem veikgeðj-a voru og kvíðnir, sáu á hv-erjum kamri og í krók, sem o-g í diinmum skotum, fleiri hundruð samkynja sk-offin. Var eigi að undra, þótt ekki ýrði mönnum sv-efnsamt þá nótt. Af- leiðingin varð auðvitað sú, að gálgamiennirnir -og allt þeirra fylgihyski m-agnaðist og kynjað- ist óðfluga næstu daga við krásír otg goðar afíeiðingar. En. svo var þá s-em fyrr, að engin ósköp standa lengi. Mörg hjátrú manna reyndist ósönn og sýnirnar sjónvillur. Hafa því bæjarbúar náð fullri ró og jafn- vægi, og skoða nú allt með heil- brigðri skynsemi. Munu margir þeir, er óttaslegnastir urðu, álíta, að hér hafi verið um mennska menn að ræöa, menn, er annað- ðtblntDn matvælaseðla. Allir íbúar lögsagnarumdæmis Reykjavíkur fá úthlut- að matvælaseðlum dagana 16. og 17. þ. m. (laugard. og sunnud.) samkv. reglugerð ríkisstjórnarinnar frá 9. þ. m. Heimilisfeður og einstaklingar, eða aðrir fyrir þeirra hönd, mæti annan hvorn þessara daga með útfylltar skýrsl- ur um heimilisfólk og vörubirgðir, sem sendar hafa verið í öll hús í bænum. Úthlutað verður í harnaskólunum fjór- um, og skulu menn mæta í skóla þess skólahverfis, er þeir búa í. Skólahverfin takmarkast þannig: Til Laugarnesskólahverfis telst allt fyrir innan Lauga- veg 165. Til Skildinganesskólahverfis telst Grímsstaðaholt og Skildinganeshyggð. Skólahverfi Miðbæjar- og Austurbæjarskóla skiptast um eftirtaldar götur: Klapparstígur, Týsgata, Óðinstorg, Óðinsgata og Urðarstígur. Skólahúsin verða opin frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. Menn eru áminntir um að hafa skýrslurnar greinilega og samvizkusamlega útfylltar. Úttalntonarnefnd Reykjavfkurbæjar. Kartðflnr Á tímabilinu 20. septemher til 31. október kaupum vér vel verkaðar og flokkaðar kartöflur á kr. 19,00 pr. 100 kg., í góðum umbúðum, afhentar við vöruhús vort í Reylcjavík. Þeir, sem kunna að vilja selja oss kartöflur samkvæmt þessu, eru beðnir að tilkynna það sem fyrst, og afla sér upplýsinga um reglur þær, er gilda um verkun, flokkun og afhendingu kartaflanna. GRÆNMETISVERZLUN RÍKISINS. hvort hafi sloppið út af Kleppi, eða að Kleppur' sé þeirra rétta heimkynni. Þrátt fyrir al.lt, sem hér hefir verið lýst, muinu vesalingar þess- ir ganga lausir, eru og álitnir meinlausir og gagnslausir, óg að engin hætta stafi af þeim, svo fremi að þeir séu látnir afskipta- lausir og fyrirlitnir. En fari svo, að einhver veiti þeim áheym eða blekkist á að taka þá alvariega, bið ég góðar vættir að hjálpa bæjarbúum, þá mun draugagang- úrinn taka sig u,pp á ný á kom- anda vetri og í enn ógie'ðslegri mynd. Hafnarfirði, 23-/8. 1939. Gróa á GötunnL Grænmetis-salan við st®inbryggj una s-elur á hv-erjum degi fiá kl. 8—12. Mikið grænmeti. Verzi- ið þar sem «r ódýrast. Útbreiðið Alþýðuhlaðið! CjgARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Boisnty. 70« Karl ísfeld íslenzkaði. — Jú, John Norton, bátsstjóri. Harín smíðaði flekann fyrir Christian. Læknirinn opnaði skúffu í borðinu og tók upp blað. — Hérna hefi ég skrá yfir nöfn þeirra, sem fóru 1 skipsbátinn með Bligh. Tólf þeirra komust lifandi til Englands. Hann renndi augunum yfir skrána og horfði því næst alvar- legur á mig.. — Því miður er Norton ekki meðal hinna lifandi. Samkvæmt þessari skrá drápu villimennirnir á Tofoa hann. Mér þótti fyrir því að frétta lát Nortons, og ég skildi vel, hversu það var óheppilegt fyrir mig að geta ekki notið vitnis- burðar þessa manns. Enn fremur var Nelson látinn. Hann hafði fengið hitasótt, þegar þeir komu til Coupang. Nelson var ekki einasta vinur minn, heldur vissi hann, að ég hafði ætlað mér að komast með Bligh í skipsbátinn. Þegar þessir menn voru báðir horfnir af sjónarsviðinu, voru þess minni vonir, að ég yrði sýknaður. Samt sem áður var Hamilton vonbetri, — Þér megið ekki missa kjarkinn, sagði hann. Vitnisburður Tinklers verður miklu meira virði en vitnisburður Nortons og Nelsons, og þér megið vera viss um, að hann verður látinn bera vitni. Sir Joseph Banks mun áreiðanlega sjá um það, að þér náið rétti yðar. Nei, þér megið treysta orðum mínum. Mál- staður yðar er ekki vonlaus,. Hann var svo stilltur í fasi og framgöngu, að ég varð rólegur, og hætti um tíma að brjóta heilann um það, hvaða örlög biðu mín. Hamilton læknir skýrði mér nú frá því, sem mér lék mest forvitni á að vita. Hann sagði mér hrakningasögu Blighs og félaga hans. Fyrst höfðu þeir farið í land á Tofoa til þess að sækja vatn og vistir. En þegar villimennirnir sáu, að þeír voru vopnlausir, höfðu þeir ráðizt á þá, og það var með naumindum hægt að verjast því að allir féllu. í þetta skipti var Norton eini maðurinn, sem féll. Eftir það lentu þeir 1 hinum mestu mannraunum, og það er áreiðanlegt, að hefði einhver annar en Bligh stjórnað leiðangrinum, hefði enginn hrakningsmanna komizt lifandi heim til Englands. Þann 14. júní, 47 dögum eftir uppreisnina, komu þeir til hol- lenzku nýlendunnar við Coupany flóann á Timor, meir en þrjú þúsund og fimm hundruð mílur frá Tofba. Er þeir höfðu hvílt sig í tvo mánuði hjá hinum vingjarnlegu íbúum Cou- pany, keyptu þeir litla skonnortu og bjuggu hana til ferðar til Batavíu, en þangað komust þeir 1. október 1789. Þar dóu þrír menn: Elphinstone, Lenkletter og Thomas Hall, Ledeward varð eftir í Batavíu, og hinir fengu far heim til sín með hollenzku skipi. Robert Lamb, slátrarmn, dó á leiðinni heim, svo að ekki komust fleirí en tólf menn heim af hinum nítján, sem hraktir voru frá skipinu. — í sögu sjóferða okkar er ferðalag þetta á opnum báti um úfin höf alveg einsdæmi, hélt Hamilton áfram. — Þér getið skilið, að uppi varð fótur og fit í Englandi, þegar Bligh kom. Ég var í London um þær mundir, og vikum saman var ekki rætt um annað þar en uppreisnina á Bounty. Allir hrósuðu Bligh og almenningur hafði mikla samúð með honum. Það er þýðingarlaust að neita staðreyndum, herra Byam. Þeir, sem eftir urðu á Bounty, eru álitnir hinir verstu þorparar. •—- En minntist Bligh ekki einu orði á þá, sem eftir urðu í skipinu gegn vilja sínum? sagði ég. — Ég skil nú, hvers vegna ég er álitinn uppreisnarmaður, en þar voru aðrir, sem hann veit, að eru saklausir. Hann lofaði að láta þá njóta rétt- lætis, ef hann kæmist nokkru sinni til Englands aftur. Stewart og Coleman eru hafðir hér í böndum, eins og þér vitið. Þeir eru jafnsaklausir og þeir, sem fóru með Bligh. — Ég hefi lesið skipanir þær, sem Edwards skipstjóri fékk hjá flotamálaráðuneytinu, svaraði hann. — Þar er skrá yfir nöfn þeirra, sem urðu eftir á Bounty, og þeir eru allir álitnir uppreisnarmenn. Það verður enginn greinarmunum gerður á ykkur, og Edwards skipstjóri hefir verið skipað að gæta ylck- ar svo vel, að ykkur sé ókleift að flýja. — Á þá að halda okkur í þessari fangaholu, þangað til Pandora kemur til Englands? — Ekki ef Edwards skipstjóri fylgir mínum ráðum, Það stendur skýrum orðum í skipunarbréfi hans, að hann eigi að loka ykkur inni, en þar stendur enn fremur, að hann eigi að skila ykkur lifandi. Og um það mál hefi ég töluvert að segja. Og ég vil ekki ábyrgjast líf ykkar, ef þið verðið látnir hýrast mánuðum saman í þessu greni. Ég skal gera það, sem ég get,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.