Alþýðublaðið - 18.09.1939, Side 2

Alþýðublaðið - 18.09.1939, Side 2
MÍNUDAGBH 18. SEPT. 1S39. atÞTBUBEADB Þau voru komin langt frá landi, þegar Lísa vaknaði. Við hlið hennar lá grein, hlaðin ilmsætum berjum. Yngsti bróðirinn hafði náð í þessa grein og lagt niður hjá henni. Hún brosti til hans, því að hún þóttist þekkja, að það væri hann, sem flaug yfir henni og skýldi henni með vængjum sínum. — Þeir flugu svo hátt, að fyrsta skipið, sem þau sáu, virtist eins og lítill máfur. Stórt ský var á bak við þau, og þar sá Lísa spegilmynd af sér og hinum ellefu svönum. Síðastliðið miðvikudagskvöld, var fimleika flokkum Ármanns, þeim semfóru á Lingiaden, haldiö samsæti í Oddfellowhúsinu. Forseti í. S. í. Ben. G. Waage þakkaði Ármanni og þátttakendum fyrir hina á- gætu för og afhenti þeim I. S. I. merki til minja um hana. For- maður Ármanns þakkaði kennara félagsins og fimleikaflokkunum fyrir félagsins hönd, og færði hverjum einum áletraðan bikar til minja um þessa ágætu för, enn fremur færði hann þeim stúlkum og kennara sem tóku þátt í Noregs föiárini í fyrra fag- urlega gerða smá platta. Þá töl- uðu Jón Þorsteinsson íþrótta- kennari, Guðm. Kr. Guðmunds- son og Sigurður Nordahl, og var gerður góður rómur að ræð- um þeirra. Að samsætinu loknu var stiginn dans til kl. H/g. Guðmundur Kamban rithöfundur hefir lokið við að semja nýtt leikrit, og hefir það þegar verið tekið upp til leiks á konungalega leikhúsinu í Kaup mannahöfn. Leikritið heitir á dönsku „De tUsind Mil“. Leikrih ið gerist í einni af höfuðborgum Norðurlandanna. F.O. Póstferðir á morgun, Frá Heykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Þrasta- Iundur, Hafnarfjörður, Borgarnes, ;Akranes, Norðanpóstur, Dala- sýslupóstur, Barðastrandapóstur, I Meðallands- og Kirkjubæjar'- klausturspóstar, Grímsness- og Biskupstungnapóstar, Til Reykja- víkur; Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, ölf- uss- og Flóapóstar, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Borgarnes, Akra- nes, Norðanpóstar, Stykkishólms- póstur. Ræðismannsskrifstofa Dana í Danzig ráðleggur dönskUm og íslenzkum verzlunarhúsum, sem eiga ógreiddar vörur, sem þegar hafa verið sendar til Gdynia, að skýra ræðismannsskrifstofunni í Danzig sem fyrst frá öllum mála- vöxtum- F.O. Útbreiðið Alþýðublaðið! 55 Karl ísfeld: lo sðgnr Dórls Bergssonar .-. UNDANFARNA tvo áratugi hefir maður í dularklæðum við og við kveðið sér hljóðs á rithöfundaþingi þjóðarinnar. — Hann er mjög yfirlætislaus, sem sézt bezt á því, að lengi fram eftir var það á aðeins mjög fárra manna vitorði, hver maðurinn rar í iraun og veru. Hann skrifaði smásögur í tímarit undir dul- nefninu Þórir Bergsson, en nú er svo komið, að margir íslenzkir bókalesendur vita, að x hinni litlu borgaralegu veröld Reykjavíkur heitir höfundurinn Þorsteinn Jónsson og sést á hverjum virk- þm jdegi í sölum Landsbankans, þar sem hann raiknar vexti af lánum óhamingjusamra víxil- skuldara. Þórir Bergsson, aiías Þorsteinn Jónsson, hefir nú safnað saman sögum sínum í eina heild og birt almenningi og látið fljóta með sögur, sem ekki hafa áður birzt. Isafoldarprentsmiðja hefir gefið bókina út af venjulegum smekk og myndarskap. Það er ekki að öllu leyti rétt- nefni að kalla þessa bók Sögur, því að sumar „sögurnar“ eru niiklu fremur ritgerðir, essays, og sumar ritgerðar-sögur, essay- stories. En auðvitað þurfa þær ekki að vera verri bókmenntir fyrir það. Fá fyrirbæri tilverunnar era svo lhilfjörleg, að Þórir Beigs- son sjái þar ékki efni í frásögu, og er það strax einkenni góðs rit- böfundar, sem er glöggskyggni nauðsynleg. Þess bera vott sög- urnar Brosið, Fífillirm og Menn- irnir og steinninn. Ef til vill skilja sumar sögurnar ekki mikið eftir hjá lesandanum, en það mun sennilega oftar vera Iesand- anum að kenna en höfundinum. Lesandinn verður nefnilega strax að gera sér það ljóst, að Þórir Bergsson hvíslar, en hrópar ekki, og verður því lesandinn að leggja hlustir við. Sumar sögurn- ar skilja eftir hjá manni ugg- vænan hroll, svo sem sagan Sigga-Gunna. Þær eru þrungnar siðferðilegri alvöru. Þórir Bergs- son hlær sjaldan, en þegar hann hlær, þá er það dimmur hlátur. St'ökkið er óvenju vel samin saga, gerð eftir flestum ströng- ustu 'kröfum, sem gerðar eru um byggingu smásögu. Það er við- burður, sem sést í andartaks- leiftri, með fáum, skýrt roörkuð- um, ljóslifandi persónum, hver þeirra segir aðeins örfáar setn- ingar, en nóg til þess, að lesand- inn sér inn í innsta hugskot ihverrar persónu, sviðið þröngt, eins og bezt þykir fara í smá- sögu, aðeins baðstofa og bæjar- dyr og lesandanum gefinn granur um, hvað gerist utan sviðsins, í nfstandi bálviðrisógn íslenzkrar skammdegisnætur. Svo nemur. maður staðar við söguna Slys í Giljareitum og les hana aftur. Því að allt í einu er Þórir Bergsson farinn að láta stóra at- burði gerast í sögu. Og ennþá hefir hann lag á því að þjappa efninu saman, teikna heilsteypta mynd með örfáum strikum. Bréf úr myrkri er ritgerðarsaga, vel stiluð. Paradís er ritgerð, og að lokum er gamansöm alvörasaga, eða alvarleg gamansaga, sem heitir Þjóðhetja. Sú sa,ga gerist í Skotlandi og pr því í rauninni Skotasaga, ein áf þeim fáu, sem eru ekki á kostnað Skota. Hún minnir mig án þess að hún sé svo sérlega lík, á aðra Skotasögu, sem ekki er heldur á kostnað Skota: Ame- ríkumaður ætlar að komast að farmiðasölu og kaupa farmiða með járnbrautarlest. Hann vill láta allt ganga með amerískum hraða, en á undan honum er Skoti og er lengi að prútta um verðið við farmiðasalann. Loks gefst Skotinn upp, víkur sér til hliðar og fer að telja aurána, sem hann fékk til baka. Þá segir Ameríkumaðurinn: — Mikið eruð þið svifaseinir, ' Skotarnir. Það tekur lengri tíma að afgreiða einn Skota en þrjá Ameríkumenn. — Sama sögðu Þjóðverjar í heimstyrjöldinni, svaraÖi Skot- inn og hélt áfram að telja aurana sína. Líkt fór um Jonna Allison, Skozku þjóðhetjuna í sögu Þóris Bergssonar, Þjóðverjum gekk illa að afgreiða hann, en þeim tókst það nú samt. Jonni Allison var hinn mesti hrakfallabálkur og olnbogabarn, en hann gat samt dáið fyrir heimsmenning- una, enda þótt hann hefði valbrá og kartnögl á tveim fingrum. Þórir Bergsson virðist skrifa af innri þörf; hann virðist eiga í ríkum mæli þann lífstrega, sem öll sönn list er sprottin af. En hann pr stundum of viðkvæmur. Hann virðist lækna andlegar þjáningar sínar með því að skrifa um þær, skrifa þær frá sér. Á þann hátt verða til góðir höf- undar, en afburðahöfundar eru þeir einir, sem hafa farið í gegn um hreinsunareld allra mann- legra þjáninga og koma þaðan sem skir og harður málmur. Karl tsfel'd. Hvað segja aerskir verkamenn nm vin- áttnHitiersogStalins l^JÓÐVILJINN var fyrir ** nokkru að vitna í Arbeiderbladet, aðalmálgagn norska Alþýðuflokksins, til fram- dráttar vináttusáttmálanum milli HUlers og Stalins. I Arbeiderblað inu 2. sept. 1939, 3. síðu fyrsta tlálki í leiðara stendur eftirfar- andi: • „Sú afstaða, sem Sovétríkin hafa tekið er ekki einu sinni hlut- leysi. Sovétríkin hafa gert ekki- árásar- og vináttusamning við Hitler. Ef það hefði, eftir hinn neikvæða árangur af samkomu- lagstilraununum við Vesturveld- in, dregið sig til baka og verið hlutlaust, hefði þa'ð verið skilj- anlegt- En það er þetta jákvæða s'por Stalins, að hann á þessurn erfi'ðu tímum og á þessari sögu- legu stundu, tekur afstöðu með órásarmanninurn, með Hitler, sern er bæði það sorglega og ámælis- ýerða. Strax eftir undirskrift þýzk-rússneska samningsins kom árásin á Pólland. Án þessarar tryggingar og bakhjarls er ótrú- legt að Hitler og hans nánustu samstarfsmenn hefðu þorað að teggja út í styrjöld". Skilafðtin Ir Fatabððinni. eHABfelS NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnin á Bounty. 72o Karl ísfeld ísle»zkaði. London, 2. apríl 1790. „Heiðraða frú! Ég hefi í dag móttekið bréf yðar og hefi mikla samúð með yður, þar eð ég skil vel hinn beizka harm yðar vegna fram, komu sonar yðar, Rogers Byam, Þorparaskapur hans er fyrir neðan allar hellur, en enda þótt böl yðar sé mikið, vona ég, að þér látið ekki glöp hans fá of mikið á yður. Ég hygg, að hann haíi, ásamt uppreisnarmönnunum, farið til Otaheiti. Virðingarfyllst, William Bligh.“ Ég fór aftur til hins dimma klefa í öðru skapi en þegar ég var sóttur þangað. Þegar ég gekk um miðþiljurnar, leit ég út um glugga, sá Matawai-flóann og bátana. Þá gat ég vel skilið, hvers virði frelsið var. Ég reyndi ekki að gera neina áætlun um það, hversu langt yrði, þangað til ég fengið frelsið. XVI. FANGAKLEFINN Á PANDORA. Morguninn eftir var komið með tvö ljós í viðbót, og klef- inn var þveginn í fyrsta skipti, frá því við komum. Það var komið með fötu fulla af sjó inn til okkar og við fengum að þvo okkur í framan og um hendurnar. Við vorum orðnir hræðilega óhreinir, og við spurðum bátsmanninn, hvort við gætum ekki fengið að baða okkur. — Ég hefi fengið skipun um að láta ykkur fá eina fötu af vatni og ekki meira, sagði hann. — Flýtið ykkur, þvi að bráðum kemur skipstjórinn. Við höfðum aðeins fengið tíma til að skola framan úr okk- ur það mesta, þegar Edwards skipstjóri kom og í fylgd með honum var Parkins liðsforingi. Bátsmaðurinn hrópaði: Fang- ar, standið rétt! Við stóðum á fætur, og Edwards horfði í kringum sig í klefanum og leit því næst á okkur fangana. Óþefurinn var hræðilegur þarna niðri, og við vorum kóf- sveittir og óhreinir. Á útliti hinna fanganna sá ég, hvernig ég myndi líta út sjálfur. Ég hafði ætlað mér að mótmæla því, að við værum læstir inni í þessum daunilla klefa, en þar sem ég hélt, að Edwards myndi sjá, hvernig umhorfs var, hætti ég við það. Edwards sneri sér að bátsmanninum. — Skipið þeim að rétta fram hendurnar, sagði hann. — Fangar, réttið fram hendurnar! Við hlýddum, og Edwards rannsakaði hlekkina á höndum okkar og fótum. Það vildi svo til, að hlekkirnir sátu laust á höndum Stewarts. Edwards tók eftir þessu. — Herra Parkins! Sjáið um, að ryðmeistarinn rannsaki þessa hlekki, sagði hann. — Ég læt hann ábyrgjast, að fang- arnir sleppi ekki. — Ég skal sjá um þetta, skipstjóri, svaraði Parkins. Edwards stóð kyrr og horfði á stundarkorn. — Segið föngunum, að eftirleiðis megi þeir tala saman. En eitt verða þeir að athuga. Þeir mega aðeins tala ensku. Ef þeir segja eitt einasta orð á máli Tahitibúa, fá þeir ekki fram- ar að tala saman. Allan tímann vorum við undir eftirliti Parkins. Ég hafði mikla andúð á manninum. Hann var lágur maður vexti, þrek- inn og kafloðinn. Hann var sambrýndur og mjög þungur á brúnina. Drættirnir í andliti hans voru mjög grimmdarlegir, og við vorum ekki lengi að kynnast skapgerð þess manns, sem hafði okkur fullkomlega á valdi sínu. Hingað til hafði grimmd hans komið fram í ýmsum smámunum, en nú hafði Edwards skipstjóri gefið honum umboð til þess að herða eftir- litið. Skipstjórinn var ekki fyrr farinn en Parkins fór sjálf- ur að athuga hlekkina. Hann byrjaði á Stewart, skipaði hon- um að leggjast á bakið og rétta fram hendurnar. Hann greip í hlekkina, sem festir voru við handjárnin, steig ofan á brjóst- ið á Stewart og togaði af öllum kröftum, þar til honum loks heppnaðist að ná handjárnunum af honum. Meðan á þessu stóð svipti hann húðinni af höndunum á Stewart. Þegar hand- járnin skruppu fram of höndunum, var Parkins ngerri því dottinn á bakið. í bræði sinni gleymdi Stewart umhverfi sínu. Hann stökk á fætur, og ef Parkins hefði verið í höggfæri við hann, hefði Stewart án efa slegið hann niður. — Fyrirlitlegi þorpari hvæsti hann út úr sér. — Og þér kallið yður yfirmann. Parkins hafði háa, mjúka rödd, sem var nærri því kvenleg og var í fullkominni mótsögn við vöxt hans. — Hvað sögðuð þér? spurði hann. — Segið það einu sinni enn. —i Ég kallaði yður fyrirlitlegan þorpara, sagði Stewart, —- og það er það, sem þér eruð. Hann stóð svo nálægt Parkins sem hann gat fyrir járnun- um. Liðsforinginn gætti þess að koma ekki í höggfæri við hann. — Þessa skuluð þér iðrast. Ég lofa yður því, að þér skuluð iðrast þessara orða, áður en þér verðið hengdur. Ég veit ekki, hvort hann hefir hugsað sér að reyna járnin á okkur hinum á sama hátt. En ég var ákveðinn í því að láta hann ekki reyna járnin á mér á þennan hátt, en í sama bili kom ryðmeistarinn og Parkins skipaði honum að rann-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.