Alþýðublaðið - 18.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.09.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 18. SEPT. 1930. ALÞYÐUBLABIH ALÞÝÐUBLAÐIÐ RlTSStféRI: F. R. VAL»EMARSS©N. í fjarveru hans: STIFÁN PÉTURSSON. AF#RE»SLA: ALÞÝDUHÚSINU (Iaagaagur frá Hverf isgötu). SlMAR: 4908: AfgreiSsla, áuglýsingar. 4|||: Ritstjérn (innl. fréttir). 4992: Ritstjéri. 4|||: V. S. Vilhjáhns (heima) 4flp: AlJþýSuprentsmiðjan. 4G06: Afgreiðsla. 5éfí Stefán Pétursson (heima). ALÞÝ©UPRENTSMI©JAN Svlkln full~ komnuð. SVIK SOVÉT-RÚSSLANDSvið málstaö friðarins, frelsisins og sósíalismans eru nú fullkomn- uð. Sovétsrjórnin hefir kastað af sér grímu hlutleysisins i þeim hryllilega hildarleik, sem nú er há&ur austur í Póllandi og hún átti með vináttusamningi sínum við Hitler svo verulegan þátt í alð hleypa af stað. Nú sendir hún rauða heriinn inn í Pólland að austan tif þess að ráðast að baki Pélverjum og hirða þau héruð landsins, sem Hitler iofaði Stalin fyrir svikin. Annað hlutverk munu margir, ekki aðeins á Rússlandi, heldur og úti um allan heim, hafa ætlað rauoa hernum en það, að hann yrði látinn a&stoða Hitlér við að bæla niður frelsi og sjálfstæði smáþjáðalnina í Evrópu. En þann- ig hefir það orðið: Fyrir ofurlitla hlutdeild í ránisfengnum er rauði herinn nú sendur inn í Póiland a& austan til þess að vega aftan að frelsishetjuin pólsfcu þjóðar- innar, sem eiga í vök a'ð verjast fyrir ofurefli hins þýzka innrás- arhers að vestan. Það er „vernd- in", sem Sovét-Rússland hefir á undanfömum árum heitið smá- þjóðunum gegn yfirgangi þýzka nazismans! Þa'ð er „friðarstefna Sovét-Rússlands", sem Þjó'ðvilj- inn sagði á dögunum að.hefði „reki'ð aftur allar árásir fasista- ríkjanna"! Þa'ð er „baráttan gegn stríði og fasisma"! Það er nú komið á daginn, sem margan gruna&i um Mosikva- s^mningínn. Hlutleysissamningur- inn, sem birtur var, var aðeins yfirskin. Undir niðri var gerður annar samningur, um sameigin- lega árás á Pólland og sikiptingu ránsfiengsins. Það er endurtekn- ing á einu smánarlegasta ofbeld- isverki og óréttlæti átjándu ald- arinnar, þegar Rússland, Austur- ríki og Prússland komu sér sam- an ura að svifta pólsku þjóðiina sjálfstæði sínu og skipta landi hennar á milli sín. Og verk Sta- lins og Hitlers verður árei&an- lega ekki vinsælla í veraldarsög- unni en fordæmið. Sovét-Rúss- land hefir við svikin unnið nokkr- ar þúsundir ferkilórnetra af nýju landi við landamæri sin að vest- an. En það hefir tapað milljónum af verkamannahjörtum um allan heím. 14 dagar í Paradís heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna.^Er það tal- og söngva mynd með hljómlist eftir Wagn- er, Liszt, Chopin, Grieg og Mosz- kowski. Aðalhlutverkin leika Gene Raymond, Lewis -Stone og 01- ympe Bradna. Fiskbirgðir á öllu landinu nárau 31. agúst síða'stliðinn 25 714 þurrum tónn- um. Á sama tíma í fyrra inámu þær 11764 þurrum tonnum. Víogirðingar Frakka og Pjólverja: Maginotiiaan og Síegfríedlinan HINAR sterku víggirðingar, sem Frakkar og Þjóð- verjar hafa byggt sitt hvorum megin við landamærin, eru auðvitað fyrst og fremst byggðar samkv. reynslunni frá heimsstyrjöldinni. Þess vegna verðum við fyrst og fremst að gera okkur ljóst, hvernig sú reynsla var á þessu sviði. Þýðingarmesta reynslan var áreiðanlega sú, að nauðsynlegt var að dreifa varnarvirkjun- um yfir stór svæði. Um belg- isku vígin, sem Þjóðverjar réð- ust á árið 1914, er það að segja, að þessu grundvallarlögmáli hafði ekki verið fylgt.-Þvert á móti hafði vörnin verið styrkt og dregin saman umhverfis þýðingarmestu virkin, sem voru vel brynjuð, en stóðust þó ekki snúning þýzka stórskota- liðinu, sem var mjög öflugt og gerði gríðarmikinn usla í virkj- unum, sem voru svo stór, að svo að segja hyert einasta skot hlaut að hitta. Enn fremur voru virkin þannig byggð, að hvar sem kúla kom í virkið, hlaut hún að hitta og skemma eða eyðileggja meira eða minna af varnartækjum. Þegar þar við bætist, að virkin reyndust ekki eins.traust og búizt var við og þoldu ekki kúlur þýzka stórskotaliðsins, þá fara að verða skiljanlegar þær afleið- ingar, sem hlutust af því, þegar kúlunum rigndi yfir virkin. í skotgrafastríðinu fékkst sams konar reynsla, Skytturnar vbru í löngum, þéttum röðum, en til varnar voru langar rað- ir skotgrafa. Ef óvinunum heppnaðist með því að ein- beita styrk sínum á einn stað að rjúfa línuna, var leiðin venjulega opin úr því og lítið um varnir, og gátu þeir þá barizt til beggja handa og sótt fram um leið. Það var því mjög lítilfjörleg vörn að. hafa aðeins einfalda skotgrafalínu. Það varð því að bæta úr þessu á einhvern hátt, og var þá tekið til bragðs að grafa margfaldar skotgrafalínur, og á bak við þær haslaði skotliðið sér völl. Auk þess voru byggð virki til hliða og svæðum lok- að, svo að óvinirnir gætu ekki dreift sér, þó að þeim heppnað- ist að brjótast í gegn um víglín- urnar á stöku stað. Yélbyssurnar, sem að vísii vár búið að finna upp í byrj un heimsstyrjaldarinnar, en þó ekki metnar að verðleikum sem morðtól í þá daga, reynd- ust hið skæðasta vopn, þegar um það var að ræða að hrinda á- rás, Þegar framleiðsla þeirra óx að miklum mun, styrktist vörnin stórkostlega í hlutfalli við sóknina. Á síðustu árum heimsstyrjaldarinnar var það eitt af mestu vandamálum á rásarliðsins, hvernig ætti að fara að því að eyðileggja vél- byssur varnarliðsins, þannig að árásarliðið gæti náð árangri. Það kom nefnilega fljótt í ljós, að það var nærri því ógern- ingur að vinna á, þar sem varn- arlið — búið vélbyssum ¦— var fyrir. En fyrir varnarlið var það aftur á-móti mjög þýðing- armikið að geta verndað vél- byssur sínar, þangað til árás- arliðið geystist fram. Ein aðferð- in var sú að koma vélbyssun- um þannig fyrir, að þeir, sem Kort af landamæravíggirðingum Frakka og Þjóðverja: Maginot- línunni og Siegfriedlínunni, fremstir væru í víglínu óvin- anna, sæju þær ekki. Þær voru ekki notaðar í upphafi orustu, en voru látnar senda kúlnaregn á hindranir þær, sem óvinirnir höfðu komið upp til varnar gegn árás. Þær voru ekki not- aðar fyrr en fótgöngulið árás- arliðsins var komið að. fremstu víggirðingu þess. ¦ Það reyndist árangurslaust að réyna að eyðileggja vél- byssurnar með ákafri stór- skotahríð. Auk þess var það svo seinlegt, að óvinirnir gátu dregið saman lið umhverfis vél- byssurnar — og varið þær. Árásarmennirnir urðu því að finna aðrar leiðir til þess að eyðileggja vélbyssur varnarliðs- ins. Þá var stríðsvagninn fund- inn upp, hinn svokallaði skrið- dreki, og háskotabyssur fót- gönguliðsins. Skriðdrekinn er svo þekktur, að óþarfi er að lýsa honum frekar, Hann var svo vel brynjaður, að það var hægt að aka honum alla leið til vél- byssnanna og skjóta niður mennina, sem við þær stórfuðu. Háskotabyssur fótgönguliðsins eru vopn, sem eru svo létt, að árásarliðið getur flutt þær með sér, en gera.mikinn usla, þegar þær eru notaðar. Þær eru þannig útbúnar, að þær geta slöngvað fallbyssukúlunum upp í loftið og látið þær'fara í boga jafnlanga leið og vél- byssurnar draga, en þessar kúlur verka jafn vel og venju- legar fallbyssukúlur, en þær eru vélbyssunum hættulegri vegna þess, að það .er erfitt að verja þær gegn kúlum, sem þannig koma ofan að. í skotgrafastyrjöldinní voru grafnar margar umferðagrafir, — og í gegn um þær var hægt að komast í skjóli alla leið fram í fremstu víglínu. Eftir þessum gröfum voru matvæli flutt, sáraumbúnaður og vopna- birgðir. Enn fr'emur fóru menn eftir þeim, þegar höfð voru vaktaskipti og varalið var sent fram á vígstöðvarnar; •*- Þegar hermennirnir voru ekki frammi í yíglínunni, höfðust þeir við í skotheldum skýlum. I víglínunni voru margs konar hindranir, og voru gaddavírs- girðingar oftast notaðaf. Þær áttu að stöðva árásarmennina, rheðan varnarliðin létu vél- byssuhríðina dynja á þeim.^ . Maginotlínan . og Siegfried- línan eru byggðar á mjö'g líkan hátt og skotgafavíggirðingar frá síðustu árum heimsstyrj- aldarinnar, en hafa verið byggð- ar miklú sterkari og endingar- betri með því að nota mikið af stáli og járnbentri steinsteypu í þær. Vélbyssurnar, óvinir fót- gönguliðs árásarmanna númer eitt, eru hafðar í brynvörðum. skýlum eða steinsteypuklefum, sem hægt er að komast að neðanjarðar. Á þennan hátt eru þær verndaðar gegn skrið- drekum, háskotabyssum og riff- ilskyttum, og fjöldi þeirra veld- ur því, að erfitt er að vinna þær. Sumum þeirra, og þær eru líka brynvarðar, er komið fyrir bak við hóla og hæðir, á þann hátt, að þær styrkja hindranirnar, og komið þannig fyrir, að hægt er að koma þeim við til allra hliða. Til þess, að hindra framrás skriðdrekanna og koma í veg fyrir, að þeir komizt í gegn um vííglínurnar, er bryhvörðum fallbyssum komið fyrir á sama hátt og vélbyssunum, sumum þannig, að hægt er að skjóta úr þeim fram á orustusvæðið á móti skriðdrekunum, sem eru að sækja fram, öðrum er komið þannig fyrir, að þær sjást ekki frá orustusvæðinu. Skriðdrekagirðingarnar eru annaðhvórt búnar til úr jám- brautarteinum eða súlum úr járnbentri steinsteypu. Á bak við þessar víglínur, sem eiga að hindra fótgöngulið og skrið- dreka,. er skotliðinu komið fyr- ir, en mestur hluti þess er þó ékki brynvarinn. í stað gömlu skotgrafanna, hefir nú venið byggt net af neðanjarðargöngum og gröfum, göngum og lyftugöngum ; úr Gríman er fallin. i: Hitler og Stalín berjast saman *-------------- GRÍMAN HEFIR FALLIÐ af Stalinkommúnismanum. Eitt atriðið enn í leynisamningi þeim, sem Stalin gerði við Hitler um leið og þeir gerðu ekkiárásarsamning- inn, er komið í ljós. Rússneski herinn hefir ráðizt á PóÞ verja — og Molotov, málpípa Stalins, hefir gefið sömu ' skýringar á því atferli og Hitler gaf, er þýzki herinn réð- ;| ist inn í landið. Rök kommúnismans og fasismans eru þau sömu. Um leið fellur gríman af íslenzku kommúnistunum. Blekkingar þeirra og lygar falla um sjálfar sig, allar í einni || svipan, og þeir standa eftir naktir og stimplaðir sem banda- menn fasismans, ofbeldisins og kúgunarinnar. Síðastliðinn miðvikudag, 13. september, stóð eftirfar- andi klausa í langri grein í Þjóðviljanum eftir mann, sem lært hefir kommúnistiskar bardagaaðferðir í Moskva. Klausan talar sínu máli — og. þarf ekki skýringa við: „....... En friðarstefna, Sovétríkjanna hefir ekki breytzt. Hún er sú sama og tekin var upp 1917: barátta fyrir friðinum, friður við öll lönd, burt séð frá því, hvaða ;| stjónarfar ræður í þeim, en enga undanlátssemi við þá, ;\ !; sem reyna að særa fram styrjöld og kúga aðrar þjóðir. Þessi ákveðna stefna veldur því einnig, AÐ SOVÉTRÍKIN HYGGJA EKKI Á LANDVINNINGA OG MUNU EKKI HYGGJA Á ÞÁ. Það er því eins fjarri þeim, eins og það væri ósamrýmánlégt hugsunarhætti íslenzkra verkamanna. Ástæðan er einföld: í Sovétríkjunum er verkalýðsstéttin í ráðandi, og hún hefir enga hagsmuni af því AÐ LEGGJA ÖNNUR LÖNÖ UNDIR SIG. Þvert á móti. Hún styður frelsisbaráttu kúgaðra þjoða eins og bezt hefir sýnt sig á Spáni og í Kína. Og þess vegna mun æsingamönnunum !; við Alþýðublaðið ekki verða að von sinni um það, að Sovét- jl; ríkið ráðist á Pólland. Einnig þessi von Skjaldborgarinnar mun bregðast." ' Það var ekki von okkar, að Sovétríkin myndu ráðast á Pólland, heldur töldum við það sennilegt, — Það er nú l komið á daginn. í gærkveldi sagði útvarpið í Moskva: „Rauði herinn er í stríði, hinn mikli, glæsilegi foringi vor, félagi Stalin, hefir falið honum göfugt hlutverk." Það var eins og orðin væru töluð af Göbbels í Berlín. ) I i! járnbentri steinsteypu. í göng- unum eru oft brautarteinar, sem ætlaðir eru fyrir flutninga- vagna. Liðunum er komið fyrir í neðan j arðarhermannaskálum með öllum nýtízku þægindum. Um allt er komið fyrir síma, og allir klefar eru gasheldir. Auðvitað er mikið um loft- varnabyssur á víglínunum, og þeiin aðalléga" ætlað að hindra flugvélar í að fara yfir landa- mærin. Það segir sig sjálft, að með slíkum varnartækjum er hægt að standast árásir óvinahers, þótt margfalt sterkari sé, en auðvitað er ekki hægt að segja, hve mikið sterkara árásarliðið verður að vera til þess að vinna varnarlínuna. Þessar öf lugu varnarlínur gefa möguleika til þess, að við- komandi ríki geti varið landa- mærin með tiltölulega litlu liði, en notað aðallið á öðrum víg- stöðvum. Hitler hef ir þegar látið í ljósi, að hann ætli að beina aðalliði sínu gegn Pólverjum, en láta lítinn hluta þýzka hersins verja vesturlandamærin. Nú er eftir að sjá, hvort vesturríkin ætla að fara eins að á landamærum Frakklands, eða hvort þau ætla að reyna að rjúfa þýzku varnarlínuna. Gott verð. Súputarínur 5,90 Áleggsföt 0,50 Desertdiskar 0,35 Ávaxtadiskar 0,35 Ávaxtaskálar 2.00 Ávaxtastell 6 m. 4,50 Smurbrauðsdiskar 0,50 Vínglös 0,50 ísglös 1,00 Sítrónupressur 0,75 Veggskildir 1,00 Kartöfluföt ra«& lokí 2,75 Matskeiðar 0,25 Matgafflar 0,i§ R. EíHHfsste & Bjðffissði Bankastrasti 11. ¥egna pess að verzlunin er aS hæfta hHMum vlð stórkostlega ÚTSÖLU AUar vórur verzlunarinnar verða seldar með miklum afslætti. Kápur í miklu úrvali með sérstöku tækifærisverði. Kjólar frá kr. 10.00. Kvennsvuntur, Barnafatnaður alls konar, Káputau frá kr. 8,50. Borðdúkadamask, Svuntusilki, Magabelti, Drengjaföt á allan aldur og margt, margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Komið meðan úrvalið er mest. VERZLUNIN LILLA, Laugavegi 30. Hraðferðir Steindórs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Odáeyrar, Steindór * Sfmi 15S0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.