Alþýðublaðið - 18.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1939, Blaðsíða 4
MANUDAGUK 18. SEPT. 1939. ■ GAMLA Blð ■ 14 dagar fi Paradfis. Hrifandi fögur amerísk tal- og söngmynd með hljómlist eftir Liszt, Chopin, Grieg o. fl. Aðalhlutverkin leika hin nýja söngstjarna Olympe Bradna, Lewis Stone og Gene Raymond. DRENGJAFÖT. Klæðið drengian smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi II. Sími 3094, Ekkjan Salome Bárðardóttir frá Isafirði, nú til heimilis hjá syní sínum, Guðmundi Sigurðs- syni, Öldugötu 12, er 80 ára í dag. Salóme er enn vel ern og við góða heilsu. Alþýðublaðið óskar henni til hamingju með af- mælið. Kápubúðin, Laugaveg 35. DHannfrakkai*. í úrvali. Einnig Dðmutðskur. fyrir hálfvirði. Taubútasala. DUmuhálskliltar með niðursettu verði. Seinasti dagup í dag. I. O. O. T. ST. VIKINGUR nr. 104. Fundur I kvöld. Inntaka nýrra félaga. Nefndarskýrslur. Hagnefnd: Er- indi: Hvers vegna gerðist ég bindindismaður? — Fjölsækið stundvíslega. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8- I. Inntaka nýrra félaga. II. Fræði- og skemmtiatriði annast hr. Karl Bjamason og hr. Sigurður Grímsson. — Bezta öryggis- ráðstöfunin á erfiðum tímum, sem pér getið gert, er að ger- ast félagi í Góðtemplararegl- unni. TU sulfinnar. Græskar Asíur Charlottenlaukur Dill Gulrætur Spænskur pipar Heill engifer Vínedik. G^kaupíélaqié VARSJÁ Frh. af 1. síðu. höndum Pólverja, og Þjóöverjar höT'ðu ekki byrjað fallbyssuskot- hríð þá á borgina, sem peir höfðu hótað, ef borgin gæfist ekkí upp. Pólska sendisv.eitin í Bukarest sagði, að setuliðið í Varsjá verðist enn. Kl. 6,20 í gærkveldi sendu Þjóðverjar orðsendingu til for- ingja setuliðsins pess efnis, að þeir byggjust við pólskum samn- ingamanni 'fyrir kl. 10 í gær- kveldi til þess að semja um brott- flutning fólksins úr boiginni. Þjóðverjar útvörpuðu jskilmál- um þessa úrslitaboðs á fimm mínútna fresti í gærkveldi á þýzku og pólsku, en meðan því fór fram, hvatti pólska útvarpið hierinn og borgarana stöðugt til þess að veita Þjóðverjum sem öflugast viðnám. Fregn frá Bukarest hermir, að Beck utanríkismálaráðherra og Moscicki ríkisforseti séu kornnir til Rúmeníu, en hvar aðrir pólskir leiðtogar eru nú, er ekki kunnugt. Sir Howard Kennard, brezki sendiherrann í Póllandi, og franski sendiherrann, Noal, eru komnir til Chearnowitz í Rúme- níu. Pólski sendiherrann í Moskva tilkynnti í gærkveldi, að pólska stjórnin hefði samband við rúss- nesku stjómina og neitaði því, að pólska stjómin ætlaði að segja af sér. Sendiherrann lagði áherzlu á það fyrir hönd stjórn- ar sinnar, að tveir pólskir herir berðust enn, og því væri ríkis- stjórnin enn við Líði. lembero nmbringd af Þjóöperjum. Yfirstjórn þýzka hersins til- kynnir: Þýzki herinn heldur áfram að leggja undir sig Austur-Galizíu. Lemberg er algerlega umkringd. Fyrir norðan mynni árinnar San, þar sem hún fellur í Weichsel- fljót, sækja þýzkar hersveitir fram í áttina til Lublin. Deblin hefir verið tekin og þar eyðilagð- Ör 100 pólskar flugvélar. Orast- urnar umhverfis Kutno halda á- fram, og hefir Kutno sjálf verið tekin. Hringurinn um Varsjá þrengist. Frakkar bemnirSkm. inn yfir Dýzku Iandamærfn. LONDON í gærkv. FÚ. Það er staðfest í franskri til- kynningu, að Þjóðverjar haldi áfram að senda flugher og fót- göngulið frá Póllandi til vest- urvígstöð vanna. Þjóðverjar segja, að Frakkar hafi beðið mikið manntjón við Zweihriicken um 8 km innan við þýzku landamærin. Hafa þeir þar með viðurikennt í fyrsta skipti, að franskt herlið sé komið svo langt inn yfir landamærin á þeim slóðum. Fregn frá Briissel hermir, að í- búum Aachen, norður við landa- Sprenging í aðal- bækistðð finghers-i; ins í Berlín. LONDON í gærkv. FÚ. STÓRKOSTLEG sprenging hefir orð- ið í aðalbækistöð þýzka flughersins í Leipziger- strasse í Berlín, og varð af stórkostlegt tjón. Mikið lögreglulið og slökkvilið var kvatt á vettvang. Út- breiðslumálaráðuneytið viðurkennir, að sprenging- in hafi orðið, en hefir ekki gefið nánari upplýsingar. Það hefir þó vitnazt, að sprengingin olli miklu tjóni á inngangi bygging- \ arinnar, og húsi handan götunnar. Málið er til rannsóknar, og er lögregl- an sögð á hælum þeirra, sem valdir voru að spreng- ingunni. Fréttaritari „Politiken“ segir, að það sé lítill vafi, að sprengja hafi verið skilin eftir í anddyri bygg- ingarinnar. 34571 hafafeng ið matvælaseðla Enn ekki ifthlutað til sjdkrahúsa oo margir ekki komair til bæjarins. ¥ T THLUTUN matvæla- skömmtunarseðla hér í bænum á laugardag og í gær gekk mjög vel og jafn- vel betur en menn höfðu bú- izt við. Hefir fólk sýnt við þetta vandasama starf góða reglusemi. Alls var úthlutað báða dag- ana matvælaseðlum til 34 571 einstaklings, en gert er ráð fyrir, að íbúar bæjarins séu nú um 38 þúsund. Enn hafa ekki skýrslur komið frá sjúkrahús- unum, en þar eru nokkur hlundruð einstaklinga, og held- ur ekki frá ræðismannaskrif- stofum og fleirum stofnunum. í Miðbæjarskólanum var út- hlutað 16 754 seðlum, 1 Aust- urbæjarskólanum 14 577, 1 Laugarnesskólanum 1638 og í Skildinganesskólanum 1602. Þeir einstaklingar, sem enn hafa ekki fengið seðla, til dæm- is þeir, sem ekki eru komnir til bæjarins, eru beðnir um að snúa sér til skömmtunarskrif- stofu bæjarins, en hún er í SR- húsinu við Tryggvagötu. Skrif- stofan er í þann veginn að taka til starfa. mæri Þýzkalands og Hollands, hafi verið sagt að hverfa á brott. Áðeins veikt og hrumt fólk og börn verður flutt í bifreiðum og á járnbrautum, hitt verður að fara fótgangandi, þeirra á meðal börn yfir 12 ára, og mega menn ekki hafa með sér nema 33 pund af farangri. Það hefir verið opinberlega til- jkynnt í Þýzkalandi, að maður að nafni August Dickmann hafi ver- ið tekinn af lífi. Hann var með- limur Alþjóða biblíufélagsins og hafði neitað að gegna herskyldu af samvizkuástæðum. Annar maður, Paul MUller, hefir verið tekfnn af lífi fyrir íkveikjur og hermdarverk. I DA6 - • • - ^ f ■. Næturlæknir er í nótt Kristín ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifteiða: Bifreiða- stöð Reykjavíkur. OTVARPIÐ: 19,00 Síldveiðiskýrsla Fiskifél. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Sumarþættir (V. Þ. G.). 20.50 Hljómplötur: a) Ýms lög. b) 21,20 Pianókvintett í Es-dúr, eftir Schumann. 21.50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. RAFMAGNSNOTKUNIN Frh. af 1. síðu. er geysfmikil. Raftækjaverksmiðj- an í Hafnarfirði sér ekki út úr því, sem húin hefir að gera. Núna liggja fyrir pantanir á um 1000 ofnum og fjöldamörgum rafsuðu- véium. Þetta sýnir, að rafmagnsnotk- unin vex gífurlega, og hún mun vaxa enn störkostlega. Ríkisstjiórnin sendi nýlega út á- skorun til almennings um að spara alla kolanotkun og hvatti hann til að auka rafmagnsnotk- unina. Fólk mun og gera það, en ef nú á enn að fara að hækka rafmagnið, mun draga mikið úr notkun þess, og slík hækkun myndi stöðva fólk, sem annars ætlaði að kaupa raftæki í istórum stíl. Það er hins vegar rangt, að nokkur ákvörðun hafi verið tek- in um að hækka verðið, enda er það von manna, að til þess þurfi ekki að koma. Innanfélagsmót K. R. fyrir drengi yngri en 16 ára, sem var frestað í gærmorgun vegna óveðurs, hefst í kvöld kl. 7, og era K. R.-drengir beðnir að fjölmenna. Nýtt land birti fyrir nokkru grein eftir ritstjórann, Arnór Sigurjónsson, um vináttusamninga einræðis- herranna, þar sem hann leyfði sér að gagnrýna svikin — og sagði m. a., að ef Rússar réðust á Pól- verja, væra það svik við jafn- aðarstefnuna og lýðræðið. — Sið- an era liðnar þrjár vikur — og síðan nefir blaðið ekki komið út! — Þannig eru þeir múlbundnir í „sameiningarflokknum" svo kall- aða, sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en „faðir Stalin“! Haustfenningarbörn ■dómkirkjusafnaðarins geri svo vel að koma til viðtals í dóm- kirkjuna í þessari viku sem hér segir: Miðvikudaginn til séra Friðriks Hallgrímssonar, fimmtu- daginn til séra Garðars Svavars- sonar, föstudaginn til séra Bjarna Jónssonar, alla dagana kl. 5 síð- degis. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Svanfríður Guðjónsdóttir, Hringbraut 32, og Karl Finn- bogason, Njálsgötu 36. Hjóniaband. SíðáStliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssynii ungfrú Sig- ríður Jónasdóttir, Þórsgötu 14, og Þorbjörn Jónsson frá Þúfu í Kjós. Heimili ungu hjónanna verður að Vesturholti í Þjjkkva- bæ. Innflutningiurinn nam 31. ágúst líðastliðinn kr. 40 724 250- Á sama tlma í fyrra nam hann kr. 34880440. Hvitkál lækkað verð. nýkomin. BREKMA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. nýja Bfð m Nýjustn kBevbslissðgnr Amerísk skemmtimynd frá Fox. Aðalhlutverkin leika fjiórir vinsælustu leikarar Ameríku: LORETTA YOUNG, TYRONE POWER, DON AMECHE og skopleikarinn frægi: SLIM SUMMERVILLE*. Útbreiðið Alþýðublaðið! Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Félagsfumdiu* verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 19. þ. m. klukkan 8V2 að kveldi. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Moskva — Berlín: Finnur Jónsson. 3. Styrjaldarráðstafanir hér og erlendis: Stefán Jóh. Stefánsson. 4. Önnur mál. i Félagar! Mætið vel og stundvísleg*. STJÖRNIN. Tilkynn frá átflatningsmefndfimai. Samkvæmt reglugerð uns sitlsi og útfiatn" ing á vörum frá 12. sepf. 19S® er óBieiitillt að bjóða fil sðlu erlendils? selja eða flyfja úr landi íslenzkar vörur, nema að fengnn leyfi átflutningsnefndar, Umsóknir nm átf liatiiingsleyf I skulu send ar útflutningsnefndinni í Meykjavik, og skal par tilgreina vörutegnnd, vornmagn, fil hvaða lands átflytjandi viil selja vörurnar hver er kaupandi og fyrir Mvaða verð. Enn fremur hvenær ráðgert er að flytja vörui*nar úr landi og hvernig fsær verða groiddar. Þeir, sem eiga óútfBuftar vörur, sem samið hefir verið um sölu á áður ©m reglu« gerðln öðlaðlst gildi9 skulu senda ingsnefndinni afrit af sölusamnlngum eða aðrar fullnægjandi upplýsingar um vöru^ magn, sðlnverð og kaupendur varanna. Útflutningsnefndin. Osta hefst á morguEB. Þessa viku verða allskonar ostar frá okkur seldir í öllum matvörubúðum bæjarins fyrir mjög lágt verð í heilum stykkjum. 20 % ostar kosta kr. 1,30 pr. kg. 30 % ~ 45 % - — 1,70 — — 2,20 - Reykvíkingar ? Notið tældfærlH f Byrgið yður upp af þessari ágætu vöru, meðan verðið er lágt Gerið kaup yðar fyrri hluta vikunnar, meðan nóg er til og minni þröng í búðunum en síðar verður, Símið pví eða sendið til verzlunar yðar strax á morgun og biðjið um ÓDÝRU OSTANA MJÚLHURBlj FLÓAMMM. MJÓLKBRSAMLAö EYFIRBINRA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.