Alþýðublaðið - 19.09.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.09.1939, Qupperneq 1
Fimður Allfðnflokksfélags ins í AlþýðnhAsim í kvðld kl. 8,30. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 1939. 215. TÖLUBLAÐ Alþýðuflokks- félagið: Fuodur i kvðld. Hersveitir Rnssa og Þjóðverja hafa nu sameinazt Félski herlnn sem ennpá verst er nú innilokaður á allar hliðar S«vétstjórnin og þýzka stjómin boða í sam eiginlegri yfirlýsingu skiptingu Póllands. ------«------ Frá fréttaritara AlþýSublaðsins. KAUPMANNAHÖFN 1 morgun. |_r ERSVEITIR RÚSSA OG ÞJÓÐVERJA mættust í Brest-Litovsk seint í gærkveldi, og skiptust yfirmenn þeirra á kurteisiskveðjum. Sunnar á vígstöðvunum hefir rauði herinn náð á vald sitt öllu svæðinu meðfram landamærum Rúmeníu og Póllands, þannig að pólska hernum er nú engrar undan- komu auðið yfir þau. í bardögunum, sem þarna urðu, var smábærinn Sniatyn, rétt norðan við landamærin, lagður í rústir af rússneskum sprengjuflugvélum. Norður undir landamærum Lithauens eru hersveitir Rússa komnar til Vilna, og má því heita, að hersveitir Pólverja, sem enn verjast inni í landinu, séu nú umkringdar á allar hliðar af þýzkum og rússneskum her. Jlllt var fyrirfram nmsamið milli Þjóðverja n Rnssa. ------«------ Ránsfengnum verður sennilega skipt á ráðstefnu beggja í Brest-Litovsk. ------$------ Stjórnir Þýzkalands og Rússlands gáfu í gærkveldi út sam- eiginlega yfirlýsingu, þar sem sagt er, að fullkomin samvinna sé með Þjóðverjum og Rússum á Póllandi og ekkert, sem þeir hafi L.ðliafzt þar brjóti á nokkurn hátt í bága við þann samn- ing, sem þeir hefðu verið búnir að gera með sér. Báðar stjórnirnar séu þeirrar skoðunar, segir í yfirlýsing- unni, að þar sem pólska ríkið sé nú komið í rústir, sé nauðsyn- legt að gera nýja skipun á réttarstöðu þeirra þjóðernisminni- liluta, sem hingað til hafi lifað á Póllandi, og koma á friði og reglu í landinu. Almennt eru þessi orð skilin sem boðskapur um það, að Póllandi verði nú, að vopnaviðskiptum loknum, skipt upp á milli sigurvegaranna. Þýzkur kaíbátur kom biugað ð nsorgun með stórslasaðan mann. laðurinn verónr hér eftir, en kafhátnriim fór strax aftur. ÞÝZKUR KAFBÁTUR kom hingað um kl. 8 í morgun og lagðist á ytri höfnina. Fóru tollþjónar um borð í kafbátinn undir eins og hann var lagstur, og kom þá í ljós, að erindi hans hingað var að fá leyfi til að setja hér á land mann, sem hafði slasazt svo af sjógangi, að álitið var, að honum væri að blæða út. Tveir aðrir af skipverjum kafbátsins höfðu slasazt af sömu ástæðum, en ekki hættulega. Samkvæmt alþjóðareglum er herskipum ófriðarþjóða heimilt að leita hlutlausrar hafnar, þegar svona stendur á, og var kafbátnum leyft að setja hinn slasaða mann á land, og var hann þegar fluttur í sjúkrahús. Verður þessi maður að setjast hér að, þar til stríðinu er lokið. Héraðslæknir, sem fór um borð í kafbátinn, mun hafa bundið um sár hinna særðu mannanna, en kafbáturinn fór að því búnu burtu um hádegi í dag. Að sjálfsögðu fékk hann ekki að taka hér neinar vistir eða annað. Ekkert hefir þó verið látið ^ uppi enn , um það, hvernig landinu verður skipt. En stjórn- málafréttaritari „Daily Tele- graph“ í London tilkynnir eftir rússneskum heimildum, að Rússar ætli að leggja undir sig allt Austur-Pólland og alla Ukraine, en séu tilleiðanlegir til þess að skilja eftir smáskika milli Þýzkalands og Rússlands, sem eigi að heita pólskur og vera til varnar gegn beinum á- rekstrum milli Rússlands og Þýzkalands. Orðrómur gengur um það, að ráðstefna sé fyrirhuguð í Brest-Litovsk milli Rússa og Þjóðverja til þess að ákveða endanlega, hvaða héruð hvor skuli fá af Póllandi. Pólska stjórnia er nú flóin til Rúmeníu. LONDON! í morgun. FO. Moscicki forseti Póllands og pólska stjórnin eru flúin til Rú- meniu, og mun forsetinn og me'ð- limir stjórnarinnar halda þaðan til Frakklands. Þýzki herfnn heldur áfram að sækja austur á bóginn, og er nú barizt við Lublin. Engar fregnir eru frá Varsjá síðdegis í dag, en vitað er, að foringi pólska hers- ins þar hefir staðið í sammingum við Þjóðvérja um það, að full- trúum erlendra rikja yrði leyft að fara úr boiginni. Búizt er við, að pólski herinn haldi v-örn- inni um boigina áfram. Frá stríðinu á Póllandi: Pólskir fangar fluttir burtu af Þjóðverjum. England keldnr stríðinn á- iram, þar til yiir lýknr. ... .»-;- Yflrlýslng brezkn stjórnarlnnar lit af árás Rássa á Pólland. á Varsjá pegar hafin? 1 gærkveldi seint tilkynnti þýzka útvarpið, að engir pólskir sendimenn hefðu komið til þess að semja um uppgjöf Varsjár, og yrði því þegar í stað gripið til hernaðariegra aðgerða. Síðar var tilkynut, að árás væri hafin á borgina, og í pólskri til- kynningu segir: Þjóðverjar hafa gert tólf loftárásir án nokkurs tillits til,. hvort varpað væri sprengikúlum á staði, sem hafa hernaðarlegt gildi eða ekki. LONDON í morgun. FÚ. REZKA STJÓRNIN gaf út yfirlýsingu í gærkveldi ^ varðandi innrás Rússa í Pólland. í tilkynningunni segir, að þessi innrás hafi verið gerð, er Pólverjar, bandamenn Breta, voru að verjast innrásar- her, sem var margfalt betur vígbúinn en pólski herinn, og ekkert af rökum þeim, sem rússneska stjórnin hafi fært innrásinni til réttlætingar, fái staðizt. Það er ekki enn, segir í tilkynningunni, hægt að gera sér grein fyrir því, sem gerzt hefir og er að gerast, en ekk- ert, sem gerast kann, mun draga úr áhuga og ákvörðun brezku stjórnarinnar, með allt Bretaveldi á bak við sig, til þess að standa við allar skuldbindingar gagnvart Pól- landi og halda áfram stríðinu í fullum krafti, þar til settu marki hefir verið náð. Enska blaðið ,,Times“ birti grein um Pólland í gær, og seg- ir þar, að örlög Póllands verði ekki ákveðin innan landamæra landsins, heldur á öðrum vett- vangi. Ennþá er ekki kominn tími til að tala um sigur, ósigur eða samkomulag'. Styrjöldinni verður ekki hætt, fyrr en Hitler hefir verið steypt. Heimsblöðin gagnrýna liar'ð- lega innrás Rússa í Pólland. Það vekur mikla athygli, að öll spönsku blöðin láta í ljós samúð með bandamönnum, og blöðin í Bandaríkjunum eru afar harðorð út af atferli Rússa. Biaðið „New York Times“ seg- ir um ínnrásina, að þetta sé að líkindum það, sem Stalin hafi bo'ðizt til að gera til þess að svíkja Bretland og Frakkland. „The New York Herald Tribune“ segir, að það, sem gerast kunni í nánustu framtíð, muni ef til víll verða þess eðlis, að Bandaríkin verði að beita valdi sínu gegu því. Frh. á 4. síðu. Brezbu flugvéla- möðurskipi var sokkt í gær af þýzkum kafbáti. LONDON. í niorgun. FU. BREZKA flotamálaráðuneytið tilkynnti í gær, að „H. M. S. Courageous“, sem er eitt af flug- vélamóðurskipum brezka flotans, hafi verið sökkt af kafbáti. Þegar í stað var ráðizt á kafbátinn, og er ætiað, að honum hafi verið sökkt. Fjögur hundruð menn af flug- vélamóðurskipinu voru settir á land í gærkveldi af brezkum tundurspilli. Meðal þeirra vom 40 yfirmenn. Margir fleiri skip- brotsmenn eru á leiðinni i tund- urspillum og flutnmgaskipum, m. a. hollenzku eimskipi. Frh. á 4. síðu. Síld veiðist enn i reknet. ----------- Salfsfildarafllnn er iini 80 þás- nnd funnum minni en í fyrra. SÍLDVEIÐUNUM mun nú að mestu vera lokið, og er bæði bræðslusíldaraflinn og saltsíldaraflinn töluvert minni en í fyrra. Þó hefir nokkur reknetaveiði verið á Siglufirði síðastliðna sólarhringa. Á Þistilfirði hefir verið góð reknetaveiði undan- farna sólarhringa, og voru salt- aðar síðastliðinn laugardag og sunnudag á Raufarhöfn 273 tunnur af reknetasíld. Eru rek- netaskip á Siglufirði að búa sig þangað austur. í fyrradag voru saltaoar- á Ólafsfirði 70 tunnur af rekneta- síld. Aflaði einn báturinn 50 tunnur. * Heildarafli í bræðslu á öllu landinu nemur nú 1159998 hl. Á sama tíma í fyrra var hann 1523704 hl. og í hitt eð fyrra 2165640 hl. í ár er heildarsöltunin orðin 243927 tunnur. Á sama tíma í fyrra var saltsíldaraflinn 325337 tn. og í hitt eð fyrra 206147 tn. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig á verksmiðjurnar, mældur í hektólítrum, fyrri tal- an er aflinn í ár, seinni talan er aflinn í fyrra. Hesteyri 49490 Djúpavík 133628 204319 Sólbakki 3935 8359 Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.