Alþýðublaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 2
Lokið íþróttavell- inum fyrir óvið- komandi. í sumar var hér í blaðinu (og einnig í öðru blaði) gert að um umtalsefni, hve bagalegt það væri, að íþróttavöllurinn er opinn hverj- um, sem hafa vill. Þar eð þessi skrif virðast ekki hafa haft nein áhrif, verða þau að nokkru leyti ítrekuð hér. Þessi völlur, sem er talinn afar lélegur, er með núverandi fyrirkomulagi ólíkt verri, en hann þyrfti að vera. Allur sá óviðkomandi skari, sem þarna veður um, gerir svo mikið ógagn bæði á vellinum sjálfum og með því að valda þeim ónæði, sem eru að æfa íþróttir, að menn almennt gera sér ekki grein fyrir því. Ungir drengir eru alls staðar sparkandi knöttum, (en það gætu þeir eins vel gert utan girðingar- innar og innan). Þeir hlaupa og hjóla á hlaupabrautinni, trampa í stúkunni og klifra upp um hana, og að lokum bíða íþróttafélögin árlega tuga króna tjón fyrir áhöld, sem hverfa af vellinum. Ef allir þessir óviðkomandi drengir fengju ekki að vaða þarna um hvenær sem þeir vilja, þá myndu þeir áreiðanlega fá meiri virðingu fyrir vellinum — og betri regla yrði þar, þegar keppnir fara fram. Þá yrði öllu ónæði létt af íþrótta- mönnunum, og þá yrði viðhald vallarins auðveldara og sennilega fengizt betri regla á íþróttamótum. Ef vellinum yrði lokað, yrði ó- hjákvæmilegt að hafa dyravörð, sem hleypti hinum útvöldu inn. Slíkt hefði með sér kostnað, sem ég tel, að eigi að vinna upp með því, að taka smá þóknun af þeim, sem æfa sig á vellinum. Sú tilhög- un er höfð alls staðar erlendis, og una allir vel við. Hví skyldi ekki mega selja inn á völlinn eins og t. d. í Sundhöllina? fþróttamenn skora á vallarstjórnina, að taka þetta til rækilegrar tmeðferðar fyrir næsta sumar, því að það verður að loka vellinum. Zeus. IÞROTTIR Magnús Guðbjörnsson hefir nú keppt í hlaupum í 19 ár. .------- Hann verður fertugur 22. september n. k. Úr Sportmanden: „Úrvalslið Essenborgar hefir sigrað landslið íslands með 4—2. íslendingarnir hafa leikið á nokkr- um öðrum stöðum í Vestur-Þýzka- landi.“ Magnús Guðbjörnsson, hlaupa- garpur, verður fertugur 22. þ. m. Hann hefir um 19 ára skeið verið okkar mesti langhlaupari og jafn- an látið til sín taka, allt fram á þennan dag í öllum löngum hlaupum og víðavangshlaupum. Tíðindamaður blaðsins gerði sér nýlega ferð inn að Kirkjuhvoli við Lauganessveg, þar sem Magn- ús Guðbjörnsson, bréfberi, býr nú. Þegar vér göngum inn í stofu Magnúsar, sést strax, að hér býr mikill íþróttamaður, því að í her- berginu gefur að líta fjölda verðlaunagripa, sem Magnús hefir unnið á sínum langa ferli. —- Hvenær byrjaðir þú að iðka hlaup? _ ■ ,,Ég keppti í fyrsta sinn á gamla vellinum hér í Reykjavík 1920. Hljóp ég þá meðal annars á móti dönskum lyfjafræðingi. Ár- angurinn varð allur annar en glæsi- legur, því að ég varð lang síðastur." — Og næstu árin? „Næstu árin gekk lítið betur. Ég hljóp og hljóp, en árangurinn varð lítill. Fékk ég oft að sjá á hælana á Guðjóni Júlíussyni, Þor- keli Sigurðssyni, Magnúsi Eiríks- syni og fleirum.“ — Starfaðir þú alltaf í K.R.? „Nei,“ segir Magnús og brosir við. „Það er nú saga að segja frá því. Fyrstu árin, 1920, ’21, ’22 og ’23 hljóp ég fyrir Ármann. En svo vor'ið 1924 sendi Ármann ekki sveit í Víðavangshlaupið. K.R. hugðist aftur á móti að senda — og fékk til þess lánaða tvo Ár- menninga, mig og annan. Ég hafði staðið mig sæmilega vel í undan- förnum hlaupum, en svo brá við, að ég varð næst síðastur — að mig minnir, af 10—20 manns. Ármenningum þótti ekki meiri sómi af þessum lánaða hlaupa- garpi en svo, að þeir sögðu, að K.R. gæti haft þennan skussa á- fram. í 17. júní mótinu sama ár vildu Ármenningar svo ekkert með mig hafa, og þá fyrst byrjaði ég að ,,að vera með á nótunum“, og síðan hef ég allt af hlaupið fyrir K.R.“ —> Hefurðu aldrei iðkað aðrar íþróttir en hlaup? „Nei, ekki svo talizt geti. Þegar Magnús Guðbjörnsson með nokkuð af verðlaunagripum sínum. ég var unglingur, lenti ég í sjáv- arháska og mátti upp frá því ekki synda í sjó. Þá fóru öll kappsund fram í sjó, svo að ég gat ekki lagt það frekar fyrir mig.“ — Var það fyrir það, sém þú fékkst Carnegie verðlaunin? „Já, segir Magnús, en vill sem minnst um það tala. Þó dregur hann fram bók og sýnir oss. Við nánari athugun kemur í ljós, að þetta er aragrúi af úrklippum úr íþróttablöðum, sem Magnús á af- armikið af. í Reykvíking, nóv. 1928 skrifar Ól. Friðriksson ýtar- lega lýsingu á því, er Magnús bjarg aði 2 unglingum frá drukknun í Reykjarfirði 1919. Fékk hann að launum gullverðlaun Carnegie- sjóðsins og 1300 kr. í peningum.“ — Hverju þakkar þú aðallega getu þína í hlaupunum? „Engu nema þreki, sem mikil vinna í æsku hefir látið eftir sig. Ég hefi orðið að vinna fyrir mér frá því ég man fyrst eftir mér.“ — Hvernig stóð á því, að þú kallaðir þig Magnús G. Björnsson um tíma? „Það var af því, að faðir minn, sálugi, hafði framan af mikið á móti þessum hlaupum mínum •— og taldi þau draga úr vinnukrafti mínum. Tók ég þá upp á því, að geyma hlaupaklæði mín hjá konu Merkilegt mót í Gautaborg. Merkilegt íþróttamót var hald- ið í Gautaborg s.l. sunnudag. Kepptu þar aðallega norskir og sænskir íþrótamenn, en þó voru þátttakendur víðar að. Helztu úr- slit urðu þessi: 4X1500 m. boðhlaup: 1. Finnland 15:54,8 mín. Nýtt heimsmet. 2. Svíþjóð 16:07,4 mín. 3. Noregur 16:07,6 mín. Þrístökk: 1. Kaare Ström, Noregi 15.82 m. einni í Bergstaðastræti, en hljóp á mótum undir nafninu Magnús G. Björnsson. Vissi faðir minn faðir minn þannig í heilt ár ekkert um að ég væri að hlaupa. Síðar lagaðist þetta — og hann horfði á hvert hlaup, sem ég tók þátt í.“ Að svo búnu kveðjum vér Magnþs Guðbjörnsson, þennan elzta íþróttamann, sem hefir tek- ið þátt í meistaramóti hér á landi, og óskum honum til hamingju með f er tugsaf mælið. B. Norskt met og Norð- urlandamet. 2. Bert. Jonsson, Svíþj. 15,09 m. 110 m. grindahlaup: 1. Hákan Lidman, Svíþj. 14,5 sek. Kringlukast: 1. Reidar Sörlie, Noregi 47,67 m. 2. Gunnar Berg, Svíþj. Hástökk: 1. Lauri Kalima, Finnland 1,94 m. 2. Áke Ödmark, Svíþj. 1,94 m. Kúluvarp: 1. Bj. Thoresen, Noregi 15,15 m. 2. Gunnar Berg', Svíþj. 14,73 m. 3. Reidar Sörlie, Noregi 14,73 m. Langstökki: 1. Bertil Jonsson, Svíþj. 7,31 m. 2. Áke Stenquist. Svíþj. 7,28 m. 100 m. hlaup: 1. Hákon Trandberg, Nor. 10,4 sek. 2. Henning Nilson, Svíþj. 10,8 sek. 3. Ivar Nilson, Svíþj. 10,8 sek. 3000 m. hindrunarhlaup: 1. Lars Larson, Svíþj. 9:22.0 mín. 400 m. grindahlaup: 1. Virta, Finnland 53,6 mín. Spjótkast: 1. Matti Jarvinen, Finnl. 75,67 m. 2. Lenn. Atterwall, Svíþj. 69,30 m. Sleggjukast: 1. Veirilá, Finnl. 53,81 m. Svípjóð vann Noreg í báðum leikunum. í Norðurlandakeppninni í knattspyrnu voru leiknir tveir leikir s.l. sunnudag. Svíþjóð vann Noreg' í Oslo með 3—2 og Dan- mörk vann Finnland með 8—1(1!) B-lið Svía vann B-lið Norð- manna með 4—1. Eftir þessa leiki er staðan í Norðurlandakeppninni þessi: Noregur 11 stig eftir 8 leiki Svíþjóð 10 stig eftir 8 leiki Danmörk 9 stig eftir 7 leiki Finnland 2 stig eftir 9 leiki. í leiknum milli Svía og Norð- manna skoruðu Norðmenn fyrsta markið úr vítisspyrnu, þegar 8 mín. voru af leik. Þegar 20 mín. eru liðnar, kvittar Johannensen, og staðan helzt þannig, þar til 18 mín. eru af seinni hálfleik. Þá skorar Svíinn Nyberg, annað mark. Þegar 36 mín. eru liðnar, skora Svíar enn, hið þriðja í röð- inni, en Norðmenn setja sitt ann- að mark, þegar 5 mín. voru eftir. Danir eru almennt taldir hafa bezt lið í ár, og sennilega vinna þeir keppnina. í október fara þessir leikir fram: Svíar — Danir í Stokkhólmi, og Danir — Norð- menn í Kaupmannahöfn. Norðmenn. Norski kúluvarparinn Bjarne Thoresen hefir nýlega sett norskt met í kúluvarpi. Kastaði hann 15,43 m. Norski stangarstökkvarinn Er- ling Kaas hefir nýlega stokkið 4,18 m. í stangarstökki. 400 m. hlaupið á meistaramótinu. —o— Þessi mynd sýnir fyrri riðil 400 m, hlaupsins á meistaramótinu um síðustu mánaðamóta. Sigurgeir Ár- sælsson kemur fyrstur í mark á undan Sveini Ingvarssyni. Tími Sigurgeirs var 53,2 sek., en tími Sveins 53,6 sek. íslenzka metið, 52,6 sek., setti Sveinn í fyrra. Þetta var lang mest spennandi keppni mótsins, því að í boðhlaupi áður á mótinu hafði Sigurgeir sýnt, að hann gæti einnig látið til sín taka á 400 m., en aðal vega- lengdir hans hafa verið 800 og 1500 m. Tími Sigurgeirs í þessu hlaupi er sá bezti, sem náðst hefir af íslending, að undanskildu meti Sveins. Þriðji maður í riðlinum var Ólafur Símonarson. Hann sést ekki á myndinni. Maki setur enn heimsmet. Síðastliðinn Jsunnudag setti Taisto Máki í Helsinki nýtt heims- met í 10 000 m. hlaupi. Hljóp hann á 29:52,6 mín. Fyrra metið átti hann sjálfur, 30:02.0 mín. Er hann þannig fyrst- ur manna til þess að hlaupa þessa vegalengd undir 30 mín. á . opin- beru móti. Taisto Máki er finnsk- ur hlaupagarpur, sem í sumar hefir slegið því föstu, að hann er mesti afreksmaður í lengri hlaup- unum. Þótt ekki hafi hann hlotið þá frægð, sem Nurmi, konungur hlauparanna, hlaut, hefir hann hlaupið á betri tímum en Nurmi gerði á sínum tíma. Frá móti 1 Oslo. -—o--- Laugardaginn 9. og sunnudag'- inn 10. þ. m. hélt íþróttasamband Noregs alþjóða mót í Oslo. Náðust margir góðrir árangrar, sem sýna, að Noregur er að vinna sig fram í fremstu röð í frjálsum íþróttum. Mótið í Gautaborg s.l. sunnudag sannar það svo enn betur. 110 m. grindahlaup: 1. Hákan Lidman, Svíþj. 14,6 selc. Frh. á 4. *fbu. GHAB&Bff NORDHOFF eg JAMES NORMAN HALL: UpprelsiBin á Bounty. 74. Karl ísfeld íslenzkaði. handjárnin, ef þér viljið endilega eiga þau, en þér náið þeim aldrei á þennan hátt. Parkins svaraði þessu ekki með öðru en því að sleppa hlekkjunum snöggt, svo að Ellison datt og sló höfðinu í gólfið. Augu Parkins ljómuðu af ánægju, þegar Ellison settist upp og néri höfuðið. Hann skipaði Ellison að rétta aftur fram hendurnar. En í þetta sinn var Ellison viðbúinn. Þegar Park- ins sleppti hlekkjunum, datt hann á öxlina, en kom ekki við með höfuðið. —• Þarna lék ég á yður, sagði Ellison brosandi. Liðsforinginn stundi þungan — ekki vegna erfiðisins, heldur af reiði. Hann þoldi það ekki, að óbreyttur háseti, og auk þess uppreisnarmaður og sjóræningi, ávarpaði hann. — Leggizt niður, skipaði harn. Óttinn var sýnilegur í augum Ellisons, en hann hlýddi þó. Hann réttí fram hendurnar og bjóst við því, að Parkins ætlaði að reyna hlekkina ennþá einu sinni. En í þess stað sparkaði Parkins i gíðuna á honum. Það var grimmdarlega gert við varnarlausap mann. — Ég skal kenna yður, hvernig á að ávarpa liðsforingja, sagði hann, meS sinni mjúku, blíðu rödd. Ryðmeistarinn var vottur að þessari grimmdarlegu meðferð. í hamingju bænum, liðsforingi, hrópaði hann. Það vildi svo til, að Parkins stóð ná- lægt Morrison. Hann hóf upp hlekkjaða höndina og sló Parkins svo að hann reikaði í áttina til mín. Ég gat komið á hann öðru höggi, svo að hann féll við. Höfuð hans lenti á eínum járnboltanum. Parkins stóð hægt á fætur og horfði á okkur þegjandi. Loks snéri hann sér að ryðmeistaranum: — Þér megið fara, Jackson, sagði hann. — Ég veit, hvernig á að temja þessa pilta, Ryðmeistarinn gekk upp stigann, og Parkins horfði á Elli- son, sem lá á grúfu og þrýsti höndunum að síðunum. — Fyrirlitlegu þorparar, sagði hann, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Ég gæti látið hýða ykkur til bana fyrir þetta, en ég vil ekki neita mér um að fá að sjá ykkur dingla — munið það! Hann klifraði upp stigann, og hlerinn var opn- aður fyrir honum. Hefði ryðmeistarinn ekki verið vitni að meðferð þeirri, sem Ellison sætti, . er ég sannfærður um, að okkur hefði verið refsað fyrir famkomu okkar. En Parkir^s var bersýnilega hræddur um, að sannleikurinn kæmi í ljós, ef hann kærði fyrir skipstjóranum. Að minnsta kosti var okkur ekki refsað, og við sáum ekki liðsforingjann í nokkra daga. Ellison fann til mikilla þrauta, en lífsfjör hans var svo mikið, að hann náði sér mjög fljótt. Strax þegar liðsforinginn var farinn, skýrði Morrison okkur frá því, hvernig skútan hefði verið tekin. Þeir höfðu komið við á Papora, til þess að taka Mc Intosh, Hilbrandt og Mill- ward. Þar ætluðu þeir enn fremur að salta niður nokkrar tunnur af svínakjöti. Þeir höfðu dvalið þarna 1 nokkra daga við þetta starf. Síðasta morguninn, sem þeir ætluðu að dvelja á Tahiti, höfðu þeir tekið sér ferð á hendur langt inn í Papuadalinn til þess að útvega sér birgðir. Morrison, Ellison og Norman urðu eftir við skonnortuna. Um hádegið fréttist um sveitina, að skip væri komið til Matavai. Áður en nokkuð væri hægt að gera, var kominn þangað skipsbátur fullur af hermönnum. — Við Normann dönsuðum af gleði, þegar við sáum ensku einkennisbúningana, hélt Morrison áfram. — En þegar við hugsuðum til hinna, féll skuggi á gleði okkar. Það var áreið- anlegt, að þeir yrðu teknir, og ég hafði engan tíma til þess að gera þeim aðvart. Skipsbáturinn var kominn til okkar fimm mínútum eftir að hann fór fyrir oddann, Hann renndi upp að hliðinni á okkur, og þið getið hugsað ykkur, hvað við vorum undrandi, þegar við sáum að Thomas Hayward stjórn- aði bátnum og var í liðsforingjabúningi. — Þið hafið sennilega faðmazt, Morrison, skaut Stewart inn í, — Hann vildi ekki einu sinni tala við mig, heldur skipaði hann mönnum sínum að leggja mig í járn. Hann varð eftir í skonnortunni ásamt flestum mönnum sínum. Við vorum sendir út 1 skipsbátnum. — Hayward á erfiða aðstöðu, við verðum að minnast þess, sagði Coleman. — Hann virðist una vel sínu hlutverki, þorparinn, sagði Stewart. — Hann veit, að við erum jafn-saklausir og hann. — Munið þér, hvernig hann kjökraði, þegar Christian skip- aði honum að fara í bátinn? spurði Morrison. — Já, hann kjökraði, sagði Coleman. Bæði hann og herra Hallet grátbáðu um, að fá að vera kyrrir um borð. Það gerð- um við ekki. Dramb Haywards gerði okkur öllum illt í skapi, sem ekki höfðum tekið þátt í uppreisninni. Enda þótt við tækjum allt til athugunar, fundum við enga afsökun. Brátt var komið með hina frá Papua. Þeir voru sjö: Mc- Intosh, Hillbrandt, Burkitt, Millward, Sumner, Muspratt og Byrne. Nú var fangaklefinn ekki orðinn of stór. Ég var í krók aftur í, og Muspratt var vinstra megin við mig. Ég var heppinn að lenda á þessum stað. Nokkrum dögum eftir að ég var fluttur á þennan stað, varð ég var við kvist, sem var að losna í veggnum. Ég reyndi í nokkrar nætur að ná út kvist- inum, án þess það heppnaðist. James Good, brytinn okkar, kom mér til hjálpar. Hann ýtti inn til mín kvistinum, og eftir það gat ég séð út á sjóinn og horft á himininn. Stundum gat ég komið auga á hús Stewarts og sá fólkið, sem gekk þar um. Ég sá ekki, hverjir það voru, en ég gat vel hugsað mér, hverjir það væru. Ég sá, að bátum var róið fram og aftur. Ég þekkti marga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.