Alþýðublaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. sept. 193« IH GAIVILA BÍG 381 fleimfararlejrfi gegn drengskap- arerði (Urlnub wuf Ehrenwort.) Framúrskarandi vel gerð og áhrifamikil kvikmynd, er gerist á siðasta ári heimsstyrjaldarinnar. Að- alhlutverkin leika: Rolf Moebius, Ingeborg Theek og Fritz Kampers. I. O. G. T. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Ýms félagsmál. — Hagskrá: a) Knútur kennari Arngrímsson: Erindi. b) Hafliði píanóleikari Jónsson: Einleikur á píanó. — Félagar, fjölmennið og mætið annaö kvöld kl. 8 stundvislega. SVEFNHERBERGISHOSGÖGN sem ný til sölu með tækifæris- verði, vegna brottflutnings. — Uppl- Njálsgötu 76, efstu hæð. Útbreiðið Alþýðublaðíð! SÍÐARI GREIN JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR Frh. af 3. síðu. dreymir um. En hún mun enda með falli kommúnismans og nazismans og upp af þeim rúst- um munu rísa ný lýðræðisriki, þar sem þjóðunum hefir lærzt að takmarka lýðræðið við það, sem samrýmanlegt er heill og velferð þjóðanna í stað hins ó- takmarkaða lýðræðis, sem leyft hefir slíkum eyðileggingar- stefnum sem kommúnisma og nazisma að þróazt innan sinna vébanda. * Hér úti á íslandi hefir starf- að flokkur kommúnista undan- farin ár. Með rógi og níði um menn og málefni hefir þessi flokkur unnið sér nokkurt fylgi hjá lítilsigldasta hluta þjóðar- innar. Svo að kalla mannhrök ein hafa safnazt saman til for- ystu í þessum fyrirlitlega flokki, sem stjórnað hefir ver- ið í öllum aðalatriðum austan frá Moskva af þeim mönnum, sem rekið hafa hernað í Asíu og lagt þar undir sig lönd Kin- verja, mönnunum, sem hjálp- uðu Mussolini með vopnum og öðrum hergögnum til þess að níðast á Abessiníu, mönnun- um, sem seldu ítölum vopn og vistir handa Franco til þess að hann gæti sigrað stjórnarher- inn, sem greiddi Rússum með gulli skemmd vopn og lélegar flugvélar, mönnunum, sem nú hafa gert vináttusamning við nazista bæði í Þýzkalandi og Japan og nú síðast hafa rekið rítinginn í bak hinni hugprúðu pólsku þjóð. Þessi „göfugmenni“ hafa fyrirskipað hinum halarófu- dinglandi kommúnistakindum hér úti á íslandi að rægja og ljúga á alla, sem þeim stóð ein- hver stuggur af. Rógs- og lyga- starfsemina hafa þeir skipulagt eftir fyrirmælum frá Moskva og ekki svifizt þess að ráðast á einkalíf manna, ef þeir voru sérlega hræddir við einhvern andstæðing, Af öllum rógnum og lyginni stafar hinni íslenzku þjóð ekki svo ýkja mikil hætta. Það hefn- ir sín sjálft, enda fást mest við þá starfsemi menn, sem ætt geng illgirnistilhneiging og meðfædd hundsnáttúra hafa gert að hreinum skítmennum. En henni stafar hætta af öðru. Henni stafar hætta af því, að þessi flokkur hefir komið kommúnistum inn í svo að kalla allar stofnanir og greinir íslenzks þjóðlífs. Menn, sem á sama hátt og kommúnistrnair rússnesku munu svíkja allt, sitja nú í mörgum trúnaðar- stöðum hér á landi og eru á hvaða augnabliki sem er boðnir og búnir til þess að reka ríting- inn í bak hinnar íslenzku þjóð- ar þegar þeir sjá sér færi eða verður fyrirskipað það af stjórnendum erlendrar þjóðar. Hvert sem litið er verða kom- múnistarnir fyrir. Þeir eru í hinni íslenzku tollgæzlu, í lög- reglunni, meðal dómara lands- ins, í læknastéttinni, í kenn- arastéttinni, í öllum opinberum stofnunum. Þeir hlusta á símtöl manna, sjá um fréttir handa al- menningi, starfa í bönkunum, eru jafnvel fulltrúar í lögreglu- og dómsmálum og starfa í flest- um eða öllum opinberum og hálfopinberum stofnunum og fyrjrtækjum. Inn í þessar stofnanir flestar hafa þeir smeygt sér eins og úlfar í sauð- argærum og margir starfa þar leynilega, þ. e. án þess vitað sé að þeir séu kommúnistar. Hvar er öryggi þeirrar þjóð- ar, sem hefir slíka menn í þeim trúnaðarstöðum þjóðfélagsins, sem mest getur reynt á, s. s. í lögregluliðinu eða dómarasæt- um? Það er skylda ráðamanna þjóðfélagsins að láta slíka menn tafarlaust víkja þaðan, ekki sízt á tímum eins og þeim, sem nú eru að renna upp. Hver þegn þjóðfélagsins á heimtingu á því að það sé tryggt, að það séu ekki föðurlandssvikarar og landráðamenn, sem sitja í trún- aðarstöðunum í þjóðfélaginu og hafa oft líf og velferð manna í hendi sér, en allir kommúnist- ar eru landráðamenn, hvort sem þeir gera sér það sjálfir Ijóst eða ekki. Þeir eru þess al- búnir að hlýða skipun frá stjórnendum erlendrar þjóðar, hversu örlagaríkt sem það kann að reynast íslandi og hinni ís- lenzku þjóð. Nú hafa stjórnend- ur þeirrar þjóðar, sem komm- únistarnir hér raunverulega til- heyra — Rússanna — sýnt full- komlega hvers af þeim má vænta, og því ber íslenzkum stjórnarvöldum og íslenzku þjóð inni að líta á allt það fólk, sem enn vill telja sig tií þessa fyr- irlitlega flokks, sem landráða- hyski, er útrýma beri úr opin- beru lífi þjóðarinnar. * Styrjöldin, sem nú geisar, er, eins og sýnt hefir verið fram á í þessari grein, styrjöld milli einræðisstefnanna annars veg- ar og lýðræðisins hins vegar. Bretar og Frakkar verða for- vígisþjóðirnar í þessari bar- áttu sem lýðræðisríki og vænt- anlega bætist þeim lið frá þeim þjóðum, sem svipaðar skoðanir hafa. Hins vegar standa nú und- ir merkjum hins sameinaða ein- ræðis Rússar og Þjóðverjar og Japan mun sýnilega brátt bæt- ast í þann hóp. Um Ítalíu og Spán er enn ekki hægt neinu að spá. Sú styrjöld, sem nú er hfain, mun verða löng, og hver ein- stök þjóð verður að gera það upp við sjálfa sig, hvorum meg- in hún verður í þessum hildar- leik, hvort hún verður með ein- ræðinu eða á móti því, um hlut- leysi verður tæplega að ræða þegar fram í sækir fyrir þær Dansleikor kveona- deiidar Slysavaroa- féi. annað kvðld. KVENNADEILD Slysavarna- félagsins heldur dansleik annað kvöld, fimmtudag, í Odd- fellowhúsinu, kl. 10 e. h. Eitt þeirra fáu mála, sem allir eru sammála um, er nauðsyn sem allra ví'ðtækastra slysavarna. — Margar eru hætturnar. Þó virðast hætturnar á sjónum vera mestar, og aukast þær nú stórnrn við hinn ægilega ófri'ð, sem nú geisar. Slysavarnir hafa mikinn kostn- pð í för með sér; er því eðlilegt, að reyndar séu.hinar ýmsu leiðir til að afla fjár til þessa þjóð- þrifastarfs. Áreiðanlega vill allur almenn- ingur styðja jafn göfuga starf- semi og Slysavamafélagið hefir með höndum. Gefst nú tækifæri til sliks með þvi að fjölmenna í Oddfellowhúsið annað kvöld. SAMÞYKKTIR ALÞÝÐU- FLOKKSFÉLAGSINS Frh .af 1. síðu. magns til hitunar og þar með auknum tekjum Rafveitunnar. Jafnframt skorar félagið á bæj- arstjórn að gera ráðstafanir til þess, að bæjarbúar geti fengið rafmagnsofna og smáar suðu- vélar keyptar gegn afborgana- greiðslum.“ Kaup nauðsynja úr skipum, sem hér liggja. „Alþýðuflokksféiag Reykja- víkur skorar á ríkisstjómina að gera ráðstafanir til þess að fá keyptar þær nauðsynjavörur, svo sem sykur og kol, er lands- menn þarfnast og skip ófriðar- þjóða, er hér liggja, hafa inn- anborðs.“ IÞRÓTTIR Frh. af 2. síðu. Kringlukast: 1. Reidar Sörlie, Noregi 48,53 m. 2. Gunnar Berg, Svíþj. 48,10 m. 3. Sigurd Sollid, Noregi 45,34 m. 400 m. grindahlaup: 1. Gotfred Holmvang, N. 54,1 sek. 2. Kjell Areskoug, S. 54,6 sek. 3. Ole D. Jensen, Dan. 54,9 sek. Langstökk: 1. Nils U. Hansen, Noregi 7,54 m. Norskt met og Norðurlandamet. 2. Káre Ström, Noregi 7,22 m. 100 m. hlaup: 1. Hákan Trandberg, N. 10,4 sek. 2. Fr. Andersen, Noregi 10,6 sek. þjóðir, sem á annað borð hafa hervarnir. Hver þjóð verð- ur og að gæta þess, að inn- anlandsdeilurnar verði kveðnar niður, og þeir flokkar, sem reyna að vekja sundrungu meðal þjóðarinnar á slík- um alvörutímum og þessum, verði tafarlaust bannaðir eða gerðir áhrifalausir á annan hátt. Ef það á að líðast, að hér í landi fái að starfa opinberlega flokk- ur landráðamanna eins og þeirra, sem standa að Þjóðvilj- anum, á þeim hættutímum, sem nú nálgast, er alveg víst að illa fer fyrir hinni íslenzku þjóð. Það eru ekki allir, sem geta þolað það til lengdar, að ríkis- stjórnin, sem öll þjóðin verður að treysta nú, sé svívirt og log- ið á hana dags daglega, að allar þær stofnanir í þjóðfélaginu, sem líf og afkoma almennings veltur á að bili ekki, séu sví- virtar og þeir menn ærumeidd- ir dag eftir dag, sem þeim stjórna. Slíka óþarfa árekstra er ekki æskilegt að skapa á þeim tímum, sem framundan eru, og því er sjálfsagt að taka nú í taumana — SÍÐAR KANN ÞAD AÐ VERÐA OF SEINT. I DA8 Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifreiða: Aðal- stöðin. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Ve'ðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Casals leikur á œlló. 20.30 Útvarpssagan. 21,00 Samleikur á orgel og píanó (Eggert Gilfer, Fritz Weis- shappel). 21.20 Hljómplötur: Tónverk eftir Tschaikowsky. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok- Goðafoss fer til Ameríku. Stjórn Eimskipafél. hefir ákveðið, að Goðafoss fari vest- ur til New York í þessum mán- uði með íslenzkar afurðir og taki þar farm af nauðsynjum. Nokkrir farþegar munu og verða með skipinu. Talið er, að skipið verði 10—11 daga vestur. Gaskolaskipið komið með tveggja ára birgðir. Skipið með kolin frá Eng- landi til Gasstöðvarinnar kom í gær. Hefir það kol, sem sagt er að muni endast Gasstöðinni í 2 ár. Skipið er danskt. Það kom rétt á eftir kafbátnum — og töldu margir í fyrstu, að það væri herskip, sem væri að elta kafbátinn. Málgagn ofbeldisrRcjanna. Blað sameiningarflokks nazista og kommúnista, Þjóðviljinn, eða „Þjóðverjinn“, eins og blaðiö er xíú kallað, er í dag að undirbúa lesendur sína undir það, að Rúss- ar ráðist á Eistland. Það skýrir frá því, að pólskur kafbátur hafi farið úr höfn í Tallin á Eistlandi, án þess að eistlenzka stjómin hafi gert nokkuð til að vama því. — Þessu var útvarpað frá Berlín í gær — og talið er, að þetta ætli Stal'in að nota til þess að rétt- læta árás á Eistland. Stjiórn Eistlands hefir hins vegar mót- mælt þessu sem algerlega til- hæfulausu. — En málga,gn Hit- lers og Stalins hér veit, hvað lærifeðrum þess hentar. Mexikanska stjómin hefir í huga að kaupa allmörg þýzk skip, sem kyrrsett hafa ver- i'ð í höfnum í Mexiko. FÚ. Féiknin öll af brenni eru nú send daglega til Oslo, vegna þess að nauðsyn krefur, að kolin séu spöru'ð. Mikil sala á rafmagnsofnum fer og fram. Frá því að stríðið byrjaði hafa verið seldir 10—12 þúsund raf- hiagnsofnar í Oslo. FB. Emil Telmányi og frú léku fyrir sjúklinga á Vífilsstö'ðum í gær. BiaðiÖ hefir verið beðið að færa þeim hjón- um kærar þakkir fyrir komuna. Gengið í dag: Sterlingspund kr. 25,22 Dollar — 6,50 100 þýzk mörk — 250,00 100 franskir frankar — 14,62 100 hollenzk gyllini — 346,61 100 sænskar krónur — 155,08 100 norskar krónur — 147,62 100 danskar krónur — 125,47 Málfundaflokkur AI þýðuflokksfél agsins hefir æf- ingu annað kvöld kl. 8,30 í AI- þýðuhúsinu, fundarsal Alþýðu- sambandsins, 6. hæð. Nýir þátt- takendur úr Alþýðuflokksfélaginu eru áminntir um að mæta sem fyrst. TónHstartélantð mm nvja biö Bmil Telmðnyi heldur Kvedjnhljómlelka i kvöid kl. 7 i Gamla Bió. Frú Telmányi og Hljómsveit Reykjavíkur aðstoða. Aðgöngumiðar hjá Eymund son, Sigr. Helgadóttur og Hljóðfærahúsið. Vélskipið Helgi hleður til Vestmannaeyja n.k. föstudag, Tekur einnig farþega. Losar við bryggju í Eyjum. Lúðrasveit Reykjavlkur leikur ekki úti í kvöld. 1 þess stað mun hún leika úti á sunnu- daginn. Útbreiðið Alþýðublaðið! Amerísk skemmtimynd frá Fox. Aðalhlutverkin leika fjórir vinsælustu leikarar Ameríku: LORETTA YOUNG, TYRONE POWER, DON AMECHE og skopleikarinn frægi: SLIM SUMMERVILLE. Skölafðtia úr Fatabiðinni. Ráðskona óskasí Yngri maður óskar eftir ráðskonu. Þarf að geta tekið að sér barn á öðru ári. Upp- lýsingar á Hótel Heklu, her- bergi númer 5 milli 7V2 og 8V2 í kvöld. Hraðferðir Steindérs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga ©g laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. Steindér - Sfml 1580 Dansleik heldur Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Odd- fellowhúsinu fimmtudaginn 21. þ. m. er hefst kl. 10 síðdegis. Dansmærin Bára Sigurjónsdóttir sýnir dans. Aðgöngumiðar verða seldir í veiðarfæraverzlunum O. Ellingsens, Geysi, Verðandi og við innganginn. Styðjið gott málefni með því að fyllá húsið. NEFNDIN. W ut umsóknum ýmissa skrifstofa og stofnana í bænum, um aukaskammt af kaffi og sykri vegna kaffidrykkju starfsfólksins, á vinnustaðnum, telur nefndin sig ekki hafa heimild til að veita slíkan aukaskammt og telur eðlilegt, að starfsfólkið leggi sjálft fram af sínum eig- in skammti. ÚTHLUTUNARNÉFND REYKJAVÍKUR. Emil Telmányi, fiðlusnillin.gorinn, sem hér hefir dvalið undanfarið, heldur kveðju- hljómleika í Garnla Bíó í kvöld kl. 7. Frú Telmányi og Hljóm- sveit Reykjavíkur aðstoða. Lyra fer héðan annað kvöld kl. 7 áleiðis til Bergen. Innanfélagsmót K. R. í fimmtarþraut fér fram í kvöld kl. 61/2. PÓLVERJAR Frh .af 1. síðu. kvörðun tekin eftir að það varð kunnugt, að pólskur kafbátur, sem s. 1. fimmtudag var kyrr- Isettur í Tallin á Eistlandi, hafði flúið þaðan. Þegar skotið var á kafbátinn af strandvirkjafallbyssum Eist- lendinga, biðu allmargir Eist- lendingar bana. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.