Alþýðublaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 4
‘FÖSTUDAGUR 22. SEPT. 1939. HÍGAMLA BSÖ ES Heimfararleyfi gegffi drengskap- arorði (Urlaub r.rf Ehrenwort.) FramúrskaranJ i vel gerð og áhrifamiki 'a'ikmynd, er gerist á síðasta ári Iheimsstyrjaldarinnar. Að- alhlutverkin Ieika: Rolf Moeblus, Ingeborg Theek og Fritz Kampers. í 5MAAUGLYSINGAR ALÞÝÐUBLAÐSINS Húseignir til sölu. Mjög fallegt nýtízku steinhús á fallegum stað, ásamt mörgum öðrum húsum, stórum og smá- um. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B, heima kl. 6 síðdegis. Sími 2252. Smábarnaskóli minn byrjar 1. október á Ránargötu 12, sími 2024. Elín Jónsdóttir. NÝJA ESJA Frh. af 1. síðu. hylkjum, sem alls rúma 150 tonn. 38 tonna neyzluvatns- hylkjum er komið fyrir sam- hliða öxulgöngunum og í farm- rúmi nr. 2. Bilið milli ytra og innra byrðings er ásamt stafn- hylkjum skipsins notað sem „ballast“-hylki, er rúma sam- tals 175 tonn af sjó. Tvö hleraop eru á farmrúm- um skipsins og í sambandi við þau 3 bómur og 3 rafmagns- vindur. Akkersvinda, varp- vinda og stýrisvél ganga einnig fyrir raforku. í skipinu eru tvær Atlas Dieselvélar, hvor 1000 hö. Hraði þess er mestur ca. 15 mílur á klst. Hjálparvélarnar eru tvær 120 kw. Dieselvéla- samstæður, sem framleiða raf- orku fyrir aðalvélarnar og ljósakerfi skipsins. Vatnsþrýstikerfið saman- stendur af 2 þrýstivatnshylkj- um fyrir kaldan sjó og heitt og kalt vatn. Salernisdælur eru einnig fyrir salemi skipsins. Til þæginda fyrir farþega má með breytingum á vatnsmagni í háhylkjum og botnhylkjum breyta jafnvægishlutföllum skipsins og draga þannig úr veltingi þess. Undir bakkanum að framan eru vistarverur háseta, aðstoð- armanna í vél og matsveina, á- samt sérstakri borðstofu fyrir sömu menn. Borðsalur og setsalur I. far- rýmis eru miðskips, en borðsal- ur II. farrýmis aftur á skipinu. Á aðalþilfari eru farþegaher- bergi beggja farrýma, ásamt vistarverum þjóna og þerna. í- búðir vélstjóranna eru aftan- vert í þilfarsbyggingu mið- skips, en stýrimenn búa í öðr- um þilfarsherbergjum bak- borðsmegin á skipinu. Póstrúm er einnig á skipinu, ásamt geymsluklefa fyrir bögglapóst og sérstakt herbergi fyrir póstafgreiðslumann. Alls eru í skipinu klefar fyrir 160 farþega, flest tveggja manna klefar. Sérstök áherzla er lögð á, að rúmgott sé í sölum og anddyrum og að loftræsting sé þar sem bezt. A I. farrými eru klefar fyrir 88 farþega, með þægilegum „kojum“ úr chromuðu stáli. í kojunum eru gúmmídýnur. Þvottaskál er í hverjum klefa, ásamt heitu og köldu vatni. Gegnum sérstök op er dælt inn í klefana heitu lofti, sem stilla má eftir þörfum á hverj- um stað fyrir sig. Umgerðir allar eru úr chromuðu stáli, gluggatjöld og hengi ásamt gólfteppum og divanklæði eru úr smekklegum nýtízku efnum. Veggir í bbrðsalnum eru úr abaci-við, með Cubamahogni- listum. Stólar og bekkir eru klæddir í ljósum lit. Gólfið er lagt Ruboleum. Veggir setskál- ans eru að ofanverðu úr Syko- more-lön, en að neðan úr Cuba- mahogni og loftið úr pólsku birki. í setskálanum er píanó til notkunar fyrir farþega, skrifborð og innbyggður arinn. Þar er og sérstakur bar. Anddyrið er að aftanverðu klætt Rio Palisander, en að framan og til hliðanna ljósu ahorni. Breiður og þægilegur stigi liggur niður í borðsalinn og svefnklefana á milliþilfarinu. Beggja vegna á bátaþilfari eru luktar svalir með stórum glugg- um á, og geta farþegar setið þar í skjóli, þótt veður sé slæmt. Eldhúsið er mjög rúmgott og miðað við, að matreiða verði fyrir allt að 200 farþega. Elda- vélin er olíukynt og eldhúsið að öðru leyti búið öllum nýtízku þægindum. í búrinu, sem liggur inn af anddyri I. farrýmis. eru tveir kæliskápar. Eldhús og búr eru flísalögð og með rafmagnsloft- ræstingu. Á II. farrými eru klefar fyrir 72 farþega. Klefarnir eru hvít- málaðir og kojurnar úr chrom- uðu stáli. Svefnsófi er einnig 1 klefunum, sem fella má upp að veggnum. Þvottaskál er í hverj- um klefa með heitu og köldu vatni. Loftræsting skipsins er af nýtízku gerð. Gegnum sérstök göng er blásið fersku lofti, sem hita má upp eftir þörfum, og gegnum önnur göng er óhreinu lofti dælt út aftur. Á stjórnpalli eru bjartar og smekklegar íbúðir fyrir skip- stjóra, 1. stýrimann og loft- skeytamann. Skipið er búið öllum nútíma siglingatækjum, radiomiðunar- stöð, hljóðdýptarmæli o. s. frv. í því er og talstöð og loftskeyta- stöð, ásamt sérstöku viðtæki og radiogrammófón í sambandi við gjallarhorn víðs vegar um skipið. Verðhækbun á raf- magni ekbi strax. Tekjnr rafveitnnnar ank- ast mlktð við hina vax- andi netkun. AKVÖRÐUN um að hækka rafmagnsverðið var frest- að að taka á bæjarstjórnarfundi í gær. Verðhækkunin á raf- magninu var svo að segja eina umræðu,efnið á fundinum. Haraldur Guðmundsson og Soffía Ingvarsdóttir mæltu bæði gegn verðhækkuninni og töldu, að þar sem mikil aukn- ing væri þegar orðin á raf- magnsnotkun — og að sýnilegt væri, að aukningin yrði enn meiri, væri ástæðulaust að hækka verðið. Aðalatriðið er, að tekjur rafveitunnar vaxi og það með hinni miklu neytenda- fjölgun. Guðmundur ÁsbjörnsSon og fleiri töldu ekki líkur til, að hægt yrði að komast hjá verð- hækkun. Tekjur rafveitunnar yrðu að hækka verulega til að standast hin auknu útgjöld — vegna gengisbreytinganna á sænskri ,krónu. Þó var ákveðið að fresta mál- inu til næsta bæjarstjórnar- fundar, en þangað til verður athugað um það, hvort komizt verði hjá verðhækkun, sem telja verður líklegt. Þá bar Haraldur Guðmunds- son fram tillögur þess efnis, að bæjarstjórnin sæi um, að fólk gæti fengið raftæki með að- gengilegum greiðsluskilmálum. Sagði hann, að með slíkum ráð- stöfunum myndi verða hægt að auka enn að miklum mun notk- ( un rafmagnsins. I DA8 VARSJÁ Frh. af 1. síðu. vélbyssuskothríðin dyndi yfir þá úr öllum áttum. Nýrri árás Þjóðverja á Modlin- vígi við Varsjá hefir verið hrundið, og í Lublinhéraði er sagt, að Pólverjar hopi hvergi, þrátt fyrir gífurlegt mannfall í liði þeirra. Aðeiiis nokkrar hand tðknr í Tékkóslóva- kín segja Djóðverjar. BERLIN í gærkveldi. FO. Reutersfréttastofan í Englandi og Havasfréttastofan í Frakk- landi hafa undanfanð flutt fregn- ir 'um óeirðir og jafnvel upp- reisnir í hinum þýzku verndar- héruðum, Bæheimi og Mæri. Þessu er opinberlega mótmælt í Þýzkalandi og staðhæft, að fyrir þessum fregnum sé enginn fótur. Sé hér aðeins urn hinn vel þekkta andþýzka áróður að ræða. Umsjónarmaður sá með dag- blöðunum í Bæheimi og Mæri, sem verndarstjórnin hefir skip- að, hefir gefið yfirlýsingu þess efnis, að nokkrar handtökur hafi aðeins verið fyrirskipaðar í þess- um héruðum, og hafi hinir hand- teknu veríð fylgismenn Benes, fyrrverandi forseta. ÞEIR TREYSTA EKKI Á SIGUR ÞÝZKALANDS Frh. af 1. síðu. varðveizlu í eftirtöldum lönd- um: Suður-Ameriku, Japan, Egyptalandi, Luxemburg, Sviss- landi, Eistlandi, Lettlandi og Finnlandi. Nánara um, hversu miklu fé þetta nemur, hefir verið birt, og fer skýrslan hér á eftir, samkv. hinum amerísku blöðum: Ribbentrop hefir lagt 633 000 feterlingspund inn í bapka í Hol- landí og Svisslandi, auk þess sem hann hefir þar geymda liftrygg- ingu, að upphæð 1 Vr millj, stpd. Dr. Göbbels hefir falið bönkuin í Argentínu, Japan og Luxemburg til varðveizlu 927 000 stpd. í pen- ingum og verðbréfum. Göring O/2 millj. stpd., og er þar af 716 þús. stpd. í peningum. Hess dá- lítið undir 1 millj. í peningum og verðbréfum. Ley 378000 stpd. og Himmler 1/2 millj. stpd. Engar tölur eru birtar að því er Julius Streicher snertir. Birting þessara fregna hefir leitt til þess, að þýzka útvárpið birti fregn um það í morgun, að dr. Benes hafi tekið með sér 1 milljön sterlingspunda frá Prag, er hann fór frá Tékkóslóvakíu til London í fyrrahaust. 'ÁSTANDIÐ OG ÁFENGIÐ Frh. af 3. síðu. eyða fé til ills eins, í stað þess að tryggja sér og sínum viður- væri, hjálpar bæjarfélögunum í baráttunni við fátækt og at- vdnnuleysi. Hér hefir þó aðeins verið vikið að hinni fjárhagslegu hlið. En á tímum eins og nú standa yfir — og reyndar alltaf — myndi hið siðferðilega og félagslega líf hafa ómetanlegt gagn af þessari ráðstöfun. Krafa landsmanna til rikis- stjórnarinnar er því þessi: Lokið öllum áfengisverzlunum nú þegar. Krafan er almenn og því sjálf- sagðara og auðveldara að fram- kvæma hana, þar sem þjóðstjórn er við völd. x + y. Dansklúbburlnn Ctnderella heldur dansleik í Oddfellow' húsinu annað kvöld. Næturlæknir er Páll Sigurðs- son, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifreiða: Stein- dórsstöð- ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. Í9,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Lög leikin á hljióðpípu. 20.30 Iþróttaþáttur. 20,40 Píanókvartett útvarpsins leikur. 21,00 Hljömplötur: a) Islenzk lög. b) 21,15 Þjóðlög frá ýms- um löndum. c) 21,30 Har- móníkulög. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. MORÐIÐ I RÚMENIU Frh. af 1. síðu. ist til þess að stöðva bílinn. Samstundis var tveimur bílum ekið þarna að, og menn vopnað- ir skammbyssum þyrptust úr þeim, að bíi forsætisráðherra og hófu ákafa skothríð á hann og hæfðu hann með 11 skotum. Lögregluforingi, sem var í híln- um með Calinescu var einnig drepinn. Morðingjarnir óku því næst til útvarpsstöðvarinnar og tilkynntu, að forsætisráðherr- ann hefði verið myrtur, en yfir- völdin náðu hrátt stöðinni aftnr á sitt vaid, og ríkisstjórnin fyr- irskipaði (að [hætta öllum út- varpstilkynningum í bili. Hófst þá lögreglan handa að hand- taka leiðtoga Járnvarðarliðs- manna. Allra opinherra hygg- inga er stranglega gætt. Þýzka útvarpið skýrir frá því, að ellefu menn úr Járn- varðarliðinu, gmnaðir um þátt- töku í imorðinu, hafi verið skotnir kl. 10 í gærkveldi á staðnum, þar sem morðið var framið, til viðvörunar öllum þeim, sem hiynntir eru Járn- varðarliðinu eða í því. Undanfarna daga hefir lög- reglan í Rúmeníu verið athafna- söm og handtekið ýmsa menn af þýzka þjóðernisminnihlutan- um, þar sem upp hafði komizt um samsæri, sem hrinda átti í framkvæmd, er þýzki herinn kæmi til landamæra Rúmeníu. í Czernowitz fundust fyrirskip- anir á þýzku til manna af þýzk- um stofni, um hvað þeir skyldu gera, er Þjóðverjar kæmi að landamærunum. Mr. Howard Little flytur í haust 25 fyrirlestra um enskar bókmenntir, þjóðsiði og þjóðskipulag. Fyrirlestramir hefj- ast 2. n. m. og verða svo tvisvar á viku. Mr. Little hefir nú dvalið (þér í 15 ár og er flestum Reyk- víkingum kunnur að nafni, en of fáir hafa hlýtt á hann flytja er- indi, því að hann er sagður mjög málsnjall maður og auk þess einkar fjölfróður. Hann er svo skýrmæltur, að jafnvel þeir, sem óvanir em að heyra ensku talaða, hljóta að skilja hann, ef þeir hafa þá kunnáttu í ensku, áð þeir þekki orðin. Félag matvörukaupmanna auglýsir á öðrum stað hér í blaðinu, að vegna viðskiptaörð- ugleika, sem skapazt hafa, geti aðeins þau heimili, sem hafa ver- ið í mánaðarreikningi að mestu eða öllu leyti á sama stað, feng- ið að njóta sömu viðskiptavenju fyrst Um sinn. En greiðslu verð- ur að vera að fullu lokið fyrir 6. hvers mánaðar. öll önnur við- I skipti em háð staðgreiðslu. DANSLEIKDR (eingösp eldri dansar) verður í G.T.-húsinu næstkom- andi laugard. (23. sept.) kl. 9V2. e. h. Áskriftalisti og aðgöngu- miðar frá kl. 2 e. h. á sama stað. Sími 3355. Hljómsveit S. G. T. spilar. Dönsk samninganefnd er í þann veginn að leggja af §tað til Englands til +ess að semja við Breta um verð á dönskum landbúnaðarafurðum. FÚ. NÝJA Blð Hðfn þokunnar Frönsk stórmynd, er ger- ist í hafnarbænum Le Havre og vakið hefir heimsathygli fyrir frábært listgildi. — Aðalhlutverkin leika: Michele Morgan og Jean Gabin. Börn yngri en 16 ára fá 1 ekki aðgang. Okkar hjartkæra móðir og tengdamóðir, Margrét Jónsdóttir, andaðist 21. þ. m. að heimili sínu, Ásvallagötu 35. Kristín G. Samúelsdóttir. Elías E. Jónsson,. Systir mín, Sigríður Guðmundsdóttir, andaðist á Landakotsspítala að kvöldi hins 21. þ. m. Arnbjörg Guðmundsdóttir. Tllkynnlng frá Félagi matvðrukanpmanna nm tabmðrkun á lánsviðskiptnm. Vegna erviðleika þeirra sem skapast hafa í öllu viðskiptalífi út af styrjöld peirri, er nú geysar, hefir Félag matvörukaupmanna sampykkt, að frá 1, októ- ber geta aðeins þau heimili, sem hafa haft mánað- 1 arreiknings viðskipti að mestu eða öllu leyti á sama stað, fengið að njóta sömu viðskiptavenju FÝRST UM SINN, pó pví aðeins að greiðslu sé að fullu lokið fyrir 6. hvers mánaðar Öll önnur viðskipti miðast stranglega við stað- greiðslu. STJÓRN F. M. R. Bifreiðar brenna spirltus! --------♦------- Uppfynding dansks verkfræil^ ings, sem vekiir geysiatkygil. ... .. ■Ct' Það á að breyta 10 pús. hílnm strax. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KHÖFN 1 morgun. FÚ. ANSKUR MAÐUR — Ellehammer, að nafni, hefir gert uppgötvun, sem vekur geysilega athygli. Uppgötvun hans gengur út á það að breyta bifreiðum fljótt og með lítilli fyrirhöfn — svo að þær geti brennt spíritus í stað benzíns. Hin verkfræðilega rannsókn- ar+öð hersins 'hefir: lýst því yfir, að spíritusbifreiðar séu á gætar og eins gott að aka þeim og benzínbifreiðum. Félagsskapur hefir verið stofnaður í þeim tilgangi að hagnýta uppfinninguna, og hef- ir þessi félagsskapur ákveðið að breyta 10 þúsund bílum úr benzínbrennslu i »píritus- brennslu og er talið, að það þurfi ekki að taka nema nokkra daga. Ef það tekst að fá nægilegan spíritus, mun bifreiðaakstur, sem stöðvaður hafði verið, byrja aftur. Talað er um að minnka brennivínsframleiðsluna að miklum mun og nota spíritus- inn handa bifreiðunum. Svalt og bjart heitir nýjasta bók Jakobs Thor- arensen. Hún kom á bókamarkað- inn í dag. 1 hienni eru 8 smásöig- úr. Jakob Thorarensen er fyrir löngu orðinn vinsæll rithöfundur. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.