Alþýðublaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Um leið og sólin kom upp flugu svanirnir af stað með Lísu frá skerinu. Svaiiirnir. ■■............. wx •œai Í£>ý/& Wm® >•/ .... Þegar sólin kom hærra á himininn, sá Lísa fyrir framan sig háfjallaland með fannhvítum jöklum. Þar sá hún stóra höll með fallegum súhiagöngum. Kringum höllina voru pálma- skógar og blómabreiður. Lísa spurði, hvort þetta væri fyrirheitna landið, en svanirnir hristu höfuðin. Þetta var aðeins hillingaland. Lísa horfði á þetta land, en þá hrundi höllin, og skógarnir visnuðu. Henni fannst hún heyra orgelhljóm, en það var þá bara brim- niðurinn. Athugasemd. JÚLIUS BJÖRNSSON rafvirkja- meistari.gerir athugasemd og fyrirspurnir í „Vísi“ 18. þ. m. út af griein minni hér í blaðinu um raftækjaeinkasöluna og raftækja- sveinana. Hann virðist ekki skilja skil- greiningu mína á því, hvernig fara muni fyrir raftækjasveinum, er einkasalan sé hætt. Hann vill vita, hverjir hafi umboðin. Ég held, að. hann þurfi ekki að spyrja slíks, því það væri honum fullkunnugt sjálfum. Um það get- ur hann frætt almenning án minnar aðstoðar, ef hann langar til. Um verðlagið gefur reynslan svarið. Heimiidimar era eftirtekt mín og athuganir, er liggja að sjálfsögðu í sjálfu málefninu, sem um er rætt, og einnig ástæð- umar fyrir afskiptum mínum af því. Ég rifja upp tildrögín í greininni. Júlíus þarf að lesa bet- ur. — Það er margt fleira í þessu máli, sem segja þyrfti og koma honura í skilning um, ef unnt er, J. Á. Góður dómur um Ármann. Borgarstjórinn í Edinborg hefir sent danska ræðis- manninum í Leith bréf 25. ág- ust, þar sem lokið er miklu lofsorði á sýningu íþróttaflokks Ármanns, sem fram fór í Porto- bello 5. ágúst. Var ræðismað- urinn beðinn, í fyrrnefndu bréfi, að flytja Glímufélaginu Ármanni þakkir fyrir sýning- una, sem hafi vakið mikla hrifni almennings og fulltrúa borgarstjórnarinnar, sem við- staddir voru, og þeir, segir í bréfinu, „hafa beðið mig að segja yður, að þeir telja það beztu fimleikasýningu, sem þeir hafa nokkru sinni séð. Veitir það mér mikla ánægju að biðja yður að flytja Glímufé- laginu Ármanni þessa orðsend- ingu. (FB). Norska aðalkonsúlatið tilkynnir: Samkvæmt tilkynningum frá norska utanríkismálaráðuneytinu er nú krafizt vegabréfaáritunar (visum) að því er snertir alla útlendinga, sem koma til Noregs. Undanþegnir eru fyrst um sinn danskir, finnskir, íslenzkir og sænskir ríkisborgarar. — Áritun- i arumsóknir verða í hverju ein- stöku tilfelli sendar af aðalræðis- mannsskrifstofunni til aðalvega- bréfaskrifstofunnar í Oslo til fullnaðarafgreiðslu. FB. ----—..... Ferðabréf f rá Ásmundi Ásgeirssyni -------------- ■». ■ ;- ISLENZKU skákmennirn- ir fimm, sem fóru til Ar- gentínu til að taka þar þátt í alþjóðaskákmótinu, hafa sann- arlega orðið íslandi til sóma. Þeir hafa unnið annan bikar- inn, sem keppt var tun, Ar- gentínubikarinn. En hann var gefinn til að keppa í lægri flokknum. Áður höfðu farið fram kappskákir um það — í hvorum flokknum þjóðunum yrði skipað. íslendingar lentu í lægri flokknum, en urðu beztir í þeim flokki og unnu bikarinn, sem keppt var um. Þetta afrek hlýtur að vekja athygli um allan heim, miklu meiri athygli, en þó að íslend- ingar hefðu lent í efri flokknum og orðið neðarlega í vinninga- stiganum. Hinn kunni skákmaður, Ás- mundur Ásgeirsson, lofaði áður en hann fór að senda Alþýðu- blaðinu pistla frá þessu móti. Hann hefir haft nóg að gera á skákmótinu, enda er og fjar- lægðin mikil milli íslands og Argentínu, svo að fá bréf hafa borizt frá honum. Þegar hann kemur heim, mun hann hins vegar skrifa ferðasöguna og birta nokkrar skákir frá mót- inu. Vegna stríðsins kvíða skák- mennirnir nokkuð fyrir heim- ferðinni. Þeir eiga að leggja af stað frá Argentínu 28. þessa mánaðar og fara til Belgíu, en hingað heim koma þeir ekki fyrr en í nóvember. Hér fara á eftir tvö bréf, sem Alþýðublaðinu hafa borizt frá Ásmundi Ásgeirssyni. Þau eru bæði skrifuð, áður en úrslita- keppnin hófst: „Buenos Aires, 24. ágúst 1939. Ferðin hingað gekk ágætlega og var mjög skemmtileg. Aðbúð öll á skipinu var með afbrigð- um góð. Af og til voru haldnar smáskemmtanir fyrir farþeg- ana, en aðalskemmtunin var, þegar farið var yfir miðjarðar- baug. Þá voru allir skírðir, þeir sem ekki höfðu farið yfir þessa breiddargráðu áður. Var bleytt vel 1 flestum og sumir allhart leiknir, en frá því verður nánar sagt síðar. Á öllu ferðalaginu var teflt mjög mikið, og mátti segja, að menn væru síteflandi, bæði úti og inni — frá morgni til kvölds. Veður hafa verið góð og sólar gætti þægilega lítið. Síðasta sólarhringinn var sunn- an stormur og nístingskuldi. Um morguninn þann 21., þegar við komum hingað, var hitinn aðeins 0 stig. Þá var þoka, en þegar henni létti, kom i ljós hver stórbyggingin annarri fer- legri. Borgin Buenos Aires er hin stórkostlegasta og skrautleg mjög, svo að við höfum hvergi séð annað eins. í kvöld verður byrjað að tefla með því fyrir- komulagi, að þeim 27 þjóðum, sem þátt taka í mótinu, er skipt í 4 flokka, með 7 í þrem- ur og 6 í einum. Síðan verða valdar 4 þjóðir úr hverjum flokki, og þær keppa síðan um Hamilton Russel bikarinn. Hin- ar 11 keppa sér og verða þar einnig verðlaun veitt. Við erum í flokki með Hollandi, Dan- mörku, Argentínu, Lithauen, írlandi og Equador. í kvöld tefl um við við Holland, en á morg un við Argentínu, og mun það vekja nokkra eftirtekt, þar sem Argentína á frí í fyrstu umferð. Líðan okkar allra er góð og vígahugur allmikill, þó að möguleikarnir til að komast í úrslitaorustuna séu mjög tak- markaðir. Við búum ásamt öðr- um þátttakendum á Hotel Av- enida Palace Victoria 442. í gær var opinber móttaka, og var þar viðstaddur forseti argentinska lýðveldisins, Plaza Mayo, og fleira stórmenni. Um alla borgina má sjá stóreflis auglýsingar viðvíkjandi mót- inu, og virðist ekkert til sparað að gera það sem mest áber- andi.“ Hér á eftir fer seinna bréfið: „Buenos Aires, 1. sept. 1939. Fyrrihluta skákþingsins er nú lokið. Við fengum 13 vinn- inga af 24 mögulegum. Kom- umst þó ekki í úrslitakeppnina, en við keppum í þess stað um Argentínubikarinn. Af þeim þjóðum, sem ekki komust í úrslit, hlutum við flesta vinninga, eða 54,16% af tefldum skákum. Af þeim flokkum, sem í úrslit kom- ust, vor.u sumir með tiltölu- lega lægri vinningatölu en við. Okkar vinningar féllu þannig: Við Holland 1 Va, Argentínu IV2, Danmörk 2, Lithauen IV2, Equador 3 og írland 3Vz. Danir höfðu aðeins 13tá vinning, eða V2 vinning meira en við og komust því í sterkari flokkinn. Eftir öllum líkum höfum við mikla möguleika til að vinna þennan Argentínubikar, og ef svo færi væri það nokkur upp- bót, því að við áttum ótvírætt að vera meðal hinna 16, sem í úrslit komust, þó að við hins vegar hefðum ekki möguleika til að fá nein verðlaun þar. Þeir, sem keppa um Hamil- ton Russel bikarinn eru: Bæ- heimur og Mæri, Argentína, Þýzkaland, Lettland, Frakk- land, England, Danmörk, Cuba, Pólland, Chile, Palestína, Sví- þjóð, Holland, Eistland, Lithau- en og Brazilía. Um Argentínu- bikarinn keppa: Noregur, Búlg- aría, írland, Peru, ísland, Uru- guay, Guatemala, Canada, Pa- raguay, Bolevía, Equador. Við teflum í leikhúsi einu stóru, sem breytt hefir verið á þann hátt, að gólfi er slegið yfir sætin niðri. Þar er svo borðum raðað mjög haganlega, og yfir- leitt allt fyrirkomulag skák- þingsins með ágætum. Aðsókn hefir verið mjög mikil, hús- fyllir flest kvöldin og þröngin við dyrnar eins og þegar bezt lætur við bíó. Á hverjum morgni fáum við dagblað 8 síð- ur innheftar. Segir þar frá úr- slitum dagsins áður og ýmsu fleiru. Á hótelinu höfum við góða aðhlynningu. Dvelja flest- ir Evrópuflokkarnir á sama stað. Hótelið bauð okkur í nokkurs konar skemmtikeyrslu um bæinn í gær. Sannfærðumst við þá enn betur en áður um glæsileik borgarinnar, en að öðru leyti nutum við ferðalags- ins ekki fyrir kulda, og þegar heim kom, hlupu allir út úr bílunum fegnir og skjálfandi. Flesta daga síðan við komum hefir verið hér þræsings sunn- anátt og hráslagakuldi, enda bera hin blaðlausu tré ennþá merki vetrarins. Hér eru öll blöð full af stríðs- fréttum. Kl. 2 í nótt kom út einhvers konar hraðútgáfa af einu blaðinu með fyrstu frétt- irnar og síðan hefir hvert blað- ið rekið annað með feikna fyr- irsögnum. Flest blöðin með- höndla Hitler mjög óvægilega. Birta þau af honum hroðalegar Frh. á 4. s»u. GHARáLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. 77. Karl ísfeld íslenzkaði. til þess að heimsækja fangana. Hann var hræddur um, að þeir muni reyna að bjarga ykkur. — Og það er von, að hann óttist það, læknir. — Er það von? Hvers vegna? Ég vildi gjarnan komast hjá því að skýra frá því, sem Tehani hafði sagt mér, og hefði ég verið viss um, að Atuanui hætti við áform sitt, hefði ég ekki skýrt frá því. En ég þekkti kjark hans og ákefð, og hvorki hann né Téhani höfðu hugmynd um, hvað fallbyssurnar gátu áorkað. Þau höfðu aldrei séð skotið úr þeim, og það var meir en líklegt, að Atuanui vildi ekki hætta við áform sitt. Ég skýrði því lækninum frá ráða- gerðinni um að ráðast á freigátuna, og hvað ég hefði gert til þess að afstýra henni. Hann varð undrandi á þessari fregn. — Við höfðum ekki hugmynd um, að verið væri að undir- búa árás, sagði hann. Það var gott, að þér skýrðuð mér frá þessu. Ef þeir hefðu ráðizt á okkur, hefðum við drepið fjölda eyjarskeggja. — Edwards skipstjóri getur komizt hjá allri hættu. — Hann þarf ekki annað en að hafa sterk varðhöld í landi og neita eyjaskeggjum um að safnast saman í bátum umhverfis skipið. Því næst skýrði læknirinn mér frá því, að Tuahu hefði fært sér handritið að orðabókinni minni. —Ég hefi líka komizt yfir dagbókina yðar, sagði hann. Mig langar til þess að lesa hana við tækifæri, eða er eitt- hvað í henni, sem þér viljið ekki láta lesa? Ég sagði honum, að í bókinni væri ekki annað en frásagnir um daglega viðburði frá því ég fór frá Englandi, og þangað til Pandora kom, og að hann mætti gjarnan lesa dagbókina, ef hann vildi. — Það þykir mér vænt um, sagði hann. — Dagbók yðar getur orðið yður að miklu gagni á seinni árum. Ef þér viljið — skal ég geyma þessi plögg fyrir yður. Ég skal láta þau á botninn í meðalakistunni minni, og þar ættu þau ekki að glatast. En um orðabókina er það að segja, að Edwards skip- stjóri veit, hve Sir Joseph er það mikið áhugamál, að þér fáið að vinna að henni, og hann hefir því gefið leyfi til þess, að þér vinnið að henni á heimleiðinni. Þetta var mér mjög kærkomið. Ég hafði kviðið fyrir hinni löngu ferð. Ég minntist þess nú, að skipstjórinn hafði bannað okkur að tala saman á máli Tahitibúa. — Ef við fengjum leyfi til þess að tala saman mál Tahitibúa, þá gæti ég haft mikil not af samföngum mínum. Og um leið gæti ég haft ofan af fyrir þeim. Læknirinn lofaði því, að hann skyldi tala um þetta við skipstjórann. Og um leið o gPandora lagði úr höfn fengum við leyfi til þess að tala saman á tahitisku. Allan næsta dag voru skipverjar önnum kafnir við að flytja vistir um borð. Brytinn okkar, Jones Good skýrði okkur frá því, að skipið ætti að leggja úr höfn innan 24 klukkutíma. Edwards hafði engar upplýsingar fengið viðvíkjandi Christian eð« Bounty. Það virtist svo sem hann hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að við segðum satt viðvíkjandi Bounty. Um nótt- ina heyrði ég hróp varðmannanna á þilfari skipsins. Sem betur fór var ekki reynt að gera árás á freigátuna. Við léttum akk- erum um sólarupprás. Klukkan tíu um morguninn, þegar ég leit út um kvistgatið, sá ég ekkert annað en endalaust hafið. Nú hófst tilbreytingalaust tímabil fyrir okkur fjórtán, sem vorum byrgðir inni í „skríninu“ á Pandora. Það kom í ljós, að tíminn leið fljótar, þegar við höfðum eitthvað fyrir stafni. Daginn eftir að við lögðum af stað, færði Hamilton læknir mér handritið að orðabókinni. Hann hafði enn fremur rit- föng meðferðis, og hafði látið timburmeistarann smíða lítið borð, sem ég gat haft í fanginu. í þurrkinum gisnuðu þilj- urnar svo mikið, að nú var orðið vinnubjart inni hjá okkur. Nú máttum við tala saman á tahitisku, og samfangar mínir tóku drjúgan þátt í starfi mínu. Stewart, Morrison og Elli- son voru ágætir málamenn, og nærri því jafngóðir í tahitisku og ensku. Ég varð undrandi á Ellison. Hann talaði tahitisku með réttari áherzlu en nokkur okkar hinna, og virtist ekki hafa þurft að hafa neitt fyrir því að lær.a málið. Hann vakti athygli mína á ýmsu, sem ég hafði ekki tekið eftir. Þessi vesalings piltur hafði aldrei þekkt foreldra sína. Honum hafði verið sparkað frá bakborða til stjórnborða frá því hann mundi eftir sér, og honum hafði aldrei dottið í hug, að hann væri vel gefinn. Mér rann til rifja, að svona gáfaður piltur skyldi aldrei hafa fengið færi á því að menntast, enda þótt reynt væri að troða í aðra, sem enga hæfileika hefðu til náms. Fyrir kom það, að veður var svo vont, að ekki var hægt að skrifa. Fréigátan hjó stefninu í öldurnar og valt hræðilega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.