Alþýðublaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUB 23. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐfÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALÐWMARSSON. í íjarveru hana: SMFÁN PÉTURSS0N. AF«REI®SLA: ALÞÝÐUHÖSINU (InBgaiigur frá Hverfisgétu). SlMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjérn (innl. fréttir). 4902: Ritstjéri. 4|03: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýðuprentsmiSjan. 4.0.00: Afgreiðsla. 5021 Stéfán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTS»H©JAN Síríðið ^sjðnnm ALLIR hafa það á tilfinn- ingunni, að stríðið á vest- urvígstöðvunum sé í raun og veru ekki byrjað enn, enda þótt Frakkar hafi á öllu svæðinu frá Luxemburg og suðaustur að Rín farið yfir þýzku landamær- in og átt þar í vopnaviðskipt- um við Þjóðverja í meira en hálfan mánuð. Það virðist svo, að herstjórn bandamanna búist ekki við neinum sérstaklega þýðingarmiklum viðburðum á vesturvígstöðvunum fyrst um sinn, að minnsta kosti ekki á þessum slóðum. Skyndileg breyting yrði hins vegar að sjálfsögðu á stríðinu á vestur- vígstöðvunum, ef Þjóðverjar skyldu nú, eftir sigur sinn á Póllandi, gera tilraun til þess að knýja þar fram úrslit með árás á Frakkland í gegnum Holland eða Belgíu, en Frakk- ar og Englendingar virðast fyr- ir sitt leyti vilja draga stríðið á landi sem mest á langinn. Aftur á móti er stríðið á sjónum nú þegar í fullum gangi af hálfu beggja aðila. Hafnbann Breta og kafbátahernaður Þjóðverja var strax viku eftir að stríðið byrjaði hvorttveggja komið á stig, sem ekki þekktist í heimsstyrjöldinni 1914—1918 fyrr en hún hafði staðið í hart nær þrjú ár. Það hefir verið talað og ritað tölúvert um það, á hvern hátt hið stóra enska farþegaskip „Athenia“ hafi sokkið. En strax næstu daga á eftir þeim við- burði var svo mörgum enskum skipum sökkt af þýzkum kaf- bátum, að enginn vafi getur verið á því, að þýzku kafbát- arnir hafa haft fyrirskipun um það að ráðast miskunnarlaust á skip Breta og bandamanna þeirra strax frá stríðsbyrjun. En hafnbann Breta, sem á að útiloka Þýzkaland frá öllum að- flutningum á þeim vörum, sem að haldi gætu komið í hernað- inum, lét heldur ekki á sér standa. Það er augljóst, að bandamenn vænta sér meiri árangurs af því, þegar til lengdar lætur, en af blóðugum áhlaupum á hinar sterku víg- girðingar Þjóðverja á vestur- landamærum þeirra strax í upphafi stríðsins. í Lundúnablaðinu „Daily Telegraph" hefir sérfræðingur á sviði flotamálanna nýlega gefið mjög eftirtektarverðar upplýsingar um styrkleika stríðsaðilanna á sjónum. Hann segir, að Þýzkaland hafi árið 1914, þegar heimsstyrjöldin hófst, átt 40 orustuskip og 50 beitiskip, en eigi nú ekki nema 5 af þeim fyrrnefndu og 8 af þeim síðarnefndu. Og hann bendir einnig á það, að þýzk herskip hafi getað lagzt í vík- ing úti um öll höf árið 1914, en nú sé ekkert einasta þýzkt her- skip annars staðar en inni í Eystrasalti eða í þýzku höfn- unum við Norðursjóinn, Hugs- anlegt væri, að einstök þýzk kaupför yrðu vopnuð og send út til sjórána. En um veruleg- an sjóhernað geti ekki verið að ræða af hálfu Þýzkalands nema með kafbátum. Samkvæmt upplýsingum þessa flotamálasérfræðings eiga Þjóðverjar sem stendur 10 kaf- báta 750 smálesta stóra, sem ætlaðir eru til hernaðar úti á heimshöfunum. Sennilega eru það þeir, sem hafa gert vart við sig alla leið vestur að aust- urströnd Ameríku. En auk þeirra eiga Þjóðverjar 20 kaf- báta, sem eru 500 smálestir að stærð, og 32, sem eru 250 smá- lestir. Það eru þessir minni kafbátar, sem eru hér við strendur Evrópu. Til saman- burðar má geta þess, að Þjóð- verjar áttu árið 1914 ekki nema 29 kafbáta, og þá mjög ófull- komna. Hinn brezki flotamálasér- fræðingur telur þó ekki ástæðu til þess að óttast, að þýzku kaf- bátunum takist að stöðva að- flutninga til Englands. En knýjandi nauðsyn sé þó á því, að veita kaupförum Breta her- skipafylgd. Það eru Bretar nú líka að undirbúa, en í stríðs- byrjun gat vitanlega ekki verið um neina slíka fylgd að ræða, meðan kaupförin voru dreifð úti um öll höf. Þá er þess og vænzt, að með tíð og tíma tak- ist að elta kafbátana uppi og sökkva þeim, og fullyrt, að nokkrir þeirra hafi þegar verið gerðir óskaðlegir. Að vísu fylla Þjóðverjar skörðin með smíði nýrra kafbáta. En þá kemur hin spurningin: hvort Bretum tekst á hinn bóg- inn með hafnbanni sínu að lama framleiðslu og atvinnulíf Þýzkalands. Þeirri spumingu hefir nýlega einnig verið reynt að svara í „Daily Telegraph.“ Það er viðurkennt þar, að bandalag Þjóðverja og Rússa geri aðstöðu Breta til þess miklu erfiðari, enda þótt þeir verði eftir sem áður öllu ráð- andi á heimshöfunum. Blaðið gerir ráð fyrir því sem sjálf- sögðu, að Þýzkaland reyni að afla sér hráefna og matvæla frá Rússlandi, en efast hins vegar um, að Rússar hafi af svo miklu að veita eins og sumir ætla. Og jafnvel þótt Þýzkaland hafi nú í stríðsbyrjun allmiklar birgðir af hvoru tveggja, þá muni þær skammt hrökkva og þeir að- flutningar, sem kostur verði á frá Rússlandi, hvergi nærri nægja til þess, að Þýzkaland geti haldið stríðinu áfram af fullum krafti. Blaðið kemst því að þeirri niðurstöðu, að sá, sem hefir yfirráðin á sjónum, muni, jafnvel þótt seint verði, vinna þetta stríð eins og Napoleons- styrjaldirnar forðum. „Það verður sama sagan og um skylmingamanninn með kvísl- ina og netið, sem sigraðist á skylmingamanninum með sverðið." Landsnefnd Hallgrímskirkju. Sú breyOng hefir or&ið á nefndínni, að Snæbjöm Jónsson er genginn úr henni. 'Ekki er enn kunnugt, hver muni taka sæti hans þar. Undir Brooklynbrúnni iheitir amerisk stórmyird frá skuggahverfum New York borg- ar, sem Gamla Bíó sýnir núna. Myndin er gerð eftir sakamála- leikritinu „Winterset“ eftir ame- ríska rithöfundinn Maxwell An- derson. Aðalhlutverkin leika Bur- gers Meredith og Eduardo Cia- nelli. , sen níi berst íannað sinn ar sinnar. 'VT'FIR ævifarli Benes hvílir ekki jafn rónMrntiskur blær og yfir æviferli sumra annarra þekktra stjórnmála- manna. Fram að heimsstyrj- öldinni lifði hann fábreyttu og tilbreytingasnauðu lífi vísinda- mannsins, en því næst hóf hann hatramman áróður fyrir því að vekja athygli helztu stjóm- málamanna á lítilli þjóð, sem margir höfðu ekki hugmynd um, að væri til. En eftir árið 1918 hóf hann markvísa bar- áttu ráðherrans fyrir að halda því, sem þegar var fengið, þangað til á hinum örlagaríku dögum í september árið 1938, að það kom á daginn að allt var unnið fyrir gýg, vegna þess að nokkrir hinna voldugu vina hans fómuðu sjálfstæði og lífs- skilyrðum þessarar litlu þjóðar. Eduard Benes fæddist 28, maí 1884 í litla sveitaþorpinu Korlany. Hann var yngstur af átta börnum fátæks bónda og hann átti við þröngan kóst að búa í æsku. í æsku varð hann að vinna fyrir sér, og hann hafði lítinn tíma til skemmtana. Á unga aldri vaknaði áhugi hans á bóknámi. Einkum hafði hann mikinn áhuga á sagn- fræði. Ellefu ára gamall orti hann kvæði tíl Zizka, hetjukon- ungs Bæheims. Faðir hans sá þá, að ófært var áð halda drengnum frá námi, og honum var útveguð ókeypis skólavist í menntaskóla í Prag. Benes var ekki eftirbreytnis- verður lærisveinn. f sumum námsgreinum, svo sem sögu, bókmenntum, heimspeki og frönsku, las hann miklu meira en krafizt var til prófs, en það kom aftur niður á þeim náms- greínum, sem hann bar ekki sérlega mikla virðingu fyrir. Áður en hann varð stúdent, vaknaði áhugi hans á jafnaðar- stefnunni, og hann byrjaði að þýða eitt af skáldritum franska rithöfundarins Emil Zola. Hann byrjaði háskólanám sitt, sem var rómönsk og ger- mönsk málfræði, við tékkneska háskólann í Prag. En í ágúst- mánuði 1935 ferðaðist hann til Parísar til þess að halda áfram háskólanámi við Sorbonnehá- skólann. Þar lagði hann einkum stund á hagfræði og þjóðfélags- fræði, án þess þó að hætta við málanám sitt. Hann lærði frönsku til fullnustu, tók því næst að nema ítölsku og rúss- nesku og las rússneskar bók- menntir af kappi. Á skólaárum sínum átti Benes fáar frístund- ir, því að jafnframt náminu varð hann að vinna fyrir sér, og hann varð að skrifa margar greinar fyrir hin fátæku jafn- aðarmannablöð í Prag, sem hann var fréttaritari fyrir, áð- ur en hann var búinn að vinna sér fyrir þeim 100 frönkum, sem hann þurfti til að lifa á mánaðarlega. Er hann hafði dvalið 4 mán- uði í London, þar sem hann lærði ensku og þjóðfélagsfræði, hélt hann áfram námi sínu í Parísarborg og síðan í Dijon, þar sem hann tók doktorspróf í lögfræði í júnímánuði 1908. Doktorsritgeðrin hét „Aust- urríska vandamálið og Tékk- arnir.“ Er hann hafði dvalið ár í Berlín, fór hann til Prag og tók þar doktorspróf í heim- DUARD BENES. sem lagði niður forsetatign í Tékkó- slóvakíu eftir að Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Sú- detaliéruðin og svift landið öllu raunverulegu sjálfstæði í fyrrahaust, dvelur nú í London og skipuleggur þaðan frels- isbaráttu Tékka gegn hinum þýzku, nazistisku kúgurum. Það er í annað sinn, sem Benes hefir orðið að flýja land sitt til þess að berjast fyrir frelsi þess. J fyrra skiptið var það í heimsstyrjöldinni, þegar landið var hluti hins gamla Austurríkis. Þá vann hann m.eð Thomas Masaryk að því að fá Tékkóslóvakíu viðurkennda sem sjálfstætt ríki og tók ásamt Masaryk við stjórn heima í Prag að stríðinu loknu, Nú berst hann með yngri kynslóðinni fyrir því að bjarga ættlandi sínú úr klóm þýzka nazistaríkisins. speki, og um haustið 1909 var hann, aðeins 25 ára gamall, gerður að prófessor við verzl- unarháskólann í Prag. Hinn langi námsferill hans hafði gért hann að heimsborg- ara, en áður var hann orðinn eldheitur lýðræðissinni. Á stúd- entgárum sínum hafði hann tengzt vináttuböndum við einn af prófessorunum, sem kenndu honum, Thomas G. Masaryk, og þeir héldu vináttu og samstarfi upp frá því. Bæði sem vísinda- maður og stjórnmálamaður hefir Benes alltaf haft nána samvinnu við hinn gamla heim- speking, sem þegar fyrir síðasta stríð naut virðingar sem einn af hleztu gáfu- og menntamönnum Tékka. En þetta var ekki eini vinurinn, sem Benes átti. Strax þegar hann var orðinn prófess- or, giftist hann skólasystur sinni frá Parísardvölinni, Önnu Vlcková, sem hafði orðið einka- ritari hans og nánasta sam- starfskona og er það enn í dag. Aðfaranótt 3. september 1915 . f erðaðist dökkhærður maður lágur og grannvaxinn gegnum Þýzkaland til svissnesku landa- mæranna. Landamæraverðirnir skoðuðu nákvæmlega vegabréf hans, en á því stóð nafnið Me- roslav Sicha, en fundu ekkert grunsamlegt við þenna náunga, sem þóttist vera farandsali, og slepptu honum yfir landamær- in. Það var heppilegt fyrir hann, því að hann hét alls ekki þessu nafni, heldur Eduard Benes. Strax eftir að stríðið brauzt út hafði hann ásamt fleiri tékk- neskum skoðanabræðrum sín- um myndað leynilegan félags- skap. Benes var einn af þeim örfáu Tékkum á þeim árum, sem álitu að heimsstyrjöldin væri einstætt tækifæri fyrir Tékka til að losna við Austur- ríki og mynda sjálfstætt ríki eftir hrun miðveldanna, sem þeir þóttust sjá fyrir. Aðal- verkefni leynifélagáskaparins var að flytja Masaryk, sem starfaði erlendis, fregnir um viðburðina heima. En nú brann jörðin undir fótum Benes, og hann varð að flýja land, svo að hann yrði ekki tekinn fastur fyrir drottinsvik. í þrjú ár starfaði Benes í Englandi, Sviss og ítalíu með járnvilja og dugnaði að því að sannfæra stjórnmálamenn bandamanna um nauðsyn þess, að mola Austurríki og Ung- verjaland. Hann skrifaði flug- rit, stjórnaði tímaritum og ræddi við fjölda stjórnmála- manna og herforingja. Hann eyddi í þetta öllu sínu fé, og áður en vopnahlé var samið, fékk hann stjómir bandamanna Benes. til þess að viðurkenna Tékkó- slóvaka sem stríðsaðila, og þeg- ar friðarsamningarnir voru undirritaðir, skrifaði hann und- ir þá sem utanríkismálaráð- herra hins nýja tékkóslóvak- iska lýðveldis. Það var að all- verulegu leyti dugnaði Benes að þakka, að landamæri Tékkó- slóvakíu voru færð svo mjög út, sem raun varð á, og það vakti bræði Hitlers. í 17 áí var Benes utanríkis- málaráðherra Tékkóslóvakíu, og er þ&ð met á þessari öld. Það var ekki hægt að komast af án hans. Fáir Tékkar voru jafn kunnugir í Evrópu og hann, og enginn þekkti jafnvel hina er- lendu stjórnmálamenn. Og síð- ast en ekk.i sízt: enginn Tékki var jafnfrægur og hann, því að hann var einn aðalmaðurinn í Genf, og að lokum: enginn hafði til að bera jafnmikla stjórnkænsku og hann. Hann leiddi að öllu leyti ut- anríkispólitík Tékka í 20 ár, frá 1918 til 1938. Hans verk er: bandalagið við Frakkland, bandalagið við Jugóslavíu og Rúmeníu, hið svokallaða Litla- bandalag. Hann var hinn mikli talsmaður þjóðasamvinnunnar og hins gagnkvæma skilnings þjóða í milli. Sem eftirmaður Masaryks í forsetaembættinu fetaði hann í fótspor lærimeistara síns. Eink- um reyndi hann, á sama hátt og Masaryk, að sætta þjóðernis- legu minnihlutana í Tékkósló- vakíu og tókst það svo vel, að allir greiddu honum atkvæði við forsetakosninguna, nema fulltrúar Henleinsflokksins, sem þorðu þó ekki að greiða at- kvæði á móti honum. Það ef ekki hægt að saka hann um það, að allt hans starf og stríð hefir verið unnið fyrir gýg, og hann hefir orðið að lifa það, að sjá hina traustu byggingu sína hrynja í rústir. Þar hafa verið að verki sterkari utanaðkom- andi öfl, hinum megin við landamærin, sem hann gat ekki ráðið við, og enginn getur furð- að sig á því, að hann dró sig í hlé. En nú er hann aftur farinn að láta til sín heyra á líkan hátt og í heimsstyrjöldinni, og þó að svo hefði ekki verið, myndi hans samt hafa verið getið í sögunni sem eins af mestu mönnunum, sem þjóð hans hef- ir alið. Kaupið AlþýðublaðiS! og @@ Umsækjendur ern ámlnntir nm að hafa skilað umsóknum sfinnm fyrir lok pessa mánaðar hingað á skrfifstof una, eða í Gootemplarahásfð, par sem aðstoð við útfylllngu er veltt kl. 2—5 hvern dag. Borgarstjórinn í Reykjavfik, 22. sept. 1030. Pétur HaUdérsson. Engin skömmtun og enginn skortur er á mjólk, skyri, ostum og öðrum mjólkurafurðum, en svo sem kunnugt er, eru þetta einhverjar þær allra hollustu og nær- ingarríkustu fæðutegundir, sem vér íslendingar eigum völ á. Þetta ættu bæjarbúar og landsmenn í heild að hafa hug- fast, og þá jafnframt hitt, að hér er um að ræða íslenzkar fram- leiðsluvörur í þess orðs beztu merkingu, — en það eitt ætti að vera nægileg ástæða til þess, eins og nú er ástatt, að hver og einn yki stórlega neyzlu sína á þessum fæðutegundum og spar- aði í þess stað kaup á erlendum vörum eftir því sem frekast væri unnt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.