Alþýðublaðið - 25.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. SEPT. 1939 ALÞYÐUBLAÐtÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREI©SLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima), 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 49Ó6: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hálsvarar kúg- unarinnar. ÞAÐ hefir lengi einkennt hugsunarhátt íslenzku þjóðarinnar, hve einlæga samúð hún hefir haft með öllum þjóð- um, ekki sízt smáþjóðum, sem órétti og kúgun hafa verið beittar. En fáar þjóðir hafa ver- ið okkur eins hjartfólgnar af þeim ástæðum og Finnar og Pólverjar. í marga áratugi hef- ir svo að segja hvert barn hér á landi lært og sungið söknuði þrungin ættjarðarljóð þessara tveggja þjóða, sem um langt skeið voru „lagðar í fjötra jafnt 1 borg sem hreysi“ af erlendri harðstjórn, en alltaf lifðu í von- inni um það að geta velt af sér okinu og eignazt ættjörð sína á ný, þangað til sú langþráða stund rann upp í lok heims- styrjaldarinnar 1914—1918, þegar hin gömlu keisaraveldi hrundu í rústir á Rússlandi, Þýzkalandi og í Austurríki. Þessi samúð okkar íslendinga með Finnum, Pólverjum og öll- um öðrum undirokuðum þjóð- um hefir verið fagur vottur drengilegs hugsunarháttar og það væri raunalegt tákn and- legrar úrkynjunar og spillingar á meðal okkar, ef það skyldi sannazt, að hér á landi væri kominn upp flokkur manna, sem hefði glatað svo gersam- lega öllum íslenzkum hugsun- arhætti, að hann gerðist nú málsvari kúgunarinnar, þegar verið er að undiroka á ný aðra þá þjóð, sem við höfum haft heitasta samúð með, vegna þess blóðuga ofbeldis, sem hún var beitt af voldugum nágrönnum og þeirrar hugprúðu baráttu, sem hún háði fyrir frelsi sínu. Þessi orð eru ekki sögð út í bláinn. Slík forsmán hefir aldr- ei heyrzt á íslandi fyrr en nú, að blóðug og ódrengileg árás stórveldis að baki smáþjóð, sem þar að auki þegar átti í vök að verjast gegn ofurefli annars stórveldis, væri lofsungin sem afreksverk, unnið í þágu frels- isins. En þannig lýsir Þjóðvilj- inn, blað kommúnista hér, nú dag eftir dag innrás Rússa í Pólland. Lesendum Þjóðvilj- ans er ætlað að trúa því, að hin nýja, svívirðilega undirokun og skipting Póllands, sem sovét- stjórnin í Moskva og nazista- stjórnin í Berlín komu sér sam- an um á laun í sumar og nú er verið að framkvæma með sam- eiginlegri árás á lítilmagnann, hafi einhvern arinan og háleit- ari tilgang af hálfu Rússlands en af hálfu Þýzkalands. Og þeim er skýrt frá því í einka- skeytum frá Moskva, að rauða hernum sé alls staðar tekið sem langþráðum gesti! Það er ná- kvæmlega sama fíflslega Béttarfrí og rokFélagsdóms Eftir Óskar Sæmandsson framkvæmda- stjóra Alþýðusambands íslands. OQ JÚLÍ s.l. ritaði Alþýðu- • sambandið Félagsdómi og mótmælti hinum óhæfilega drætti á afgreiðslu mála og því uppátæki dómsins að taka sér réttarfrí í tvo mánuði. Þrátt fyrir það, þótt liðnir séu nærri tveir mánuðir síðan bréf vort var sent hinum virðulega dómi, þá hefir hann þó enri ekki svarað því. Má af því nokkuð marka virðingu hans fyrir heildarsamtökum verkalýðsins. Samtímis var rík- isstjórninni ritað og þess farið á leit, að hún beitti sér fyrir skjótari vinnubrögðrim dóms- ins eftirleiðis. Ríkisstjórnin sendi Félaés- dómi bréf þetta til umsagnar og loks 7. þessa mánaðar hafa hin- ir virðulegu dómendur tíma til að svara bréfi ríkisstjórnarinn- ar og hefir Alþýðusambandið nú með bréfi atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytisins dags. 15. þ. m. fengið afrit af þessu merkilega plaggi. Reyna dómendurnir þar ,að réttlæta gerðir sínar á meðférð þeirra fimm mála, sem frestað var að óþörfu um fulla tvo mánuði. Um réttarfrí dómsins er gef- ið í skyn, að það hafi áð- eins verið sumarleyfi einstakra dómenda, en ekki réttarfrí, og að hvert það mál, sem borizt hefði yfir sumarmánuðina, hefði verið tekið til meðferðár, en að til þess hefði ekki komið. Það kann að vera að dómerid- urnir geti blekkt sjálfa sig með því, að einhverjir taki þessá út- listun á réttarfríi því, sem dóm- urinn tók sér, án nokkurrar heimildar, trúanlega, en það er áreiðanlegt, að enginn verka- maður eða. verkakona mun láta blekkjast af slíku. Hafi dómur- inn átt að starfa óhindrað yfir sumarmánuðina, verður það sem sé með öllu óskiljanlegt, hvers vegna 5 málum er frestað í rúma 2 mánuði gersamlega að tilefnislausu. En til þess að taka af allan vafa um, hverriig á þessum fresti stendur, er rétt að birta hér úrskurð dómsins í einu þessara mála (allar leturbreyt- ingar eru gerðar af mér): „ÚTSKRIFT úr þingbók Fé- lagsdóms: skrumið og í fréttaskeytunum frá Berlín, þar sem því er hald- ið fram, að þýzka hernum sé á Póllandi hvarvetna tekið sem frelsara! Aldrei hefir hugsjón frelsis- ins og sósíalismans verið gerð meiri svívirða, en að hafa hana að yfirvarpi fyrir hina lubbalegu árás Rússa að baki Pólverjum. Látum það vera, að rússneska þjóðin sé svo óupp- lýst og kúguð, að hægt sé að telja henni trú um, að undir- okun og skipting Póllands sé sigur fyrir sósíalismann og framkvæmd hans sé í því falin, að taka fasta eða drepa alla þá, sem ekki vilja falla fram og til- biðja myndir af Stalin. En okk- ur íslendingum þarf ekki að bjóða upp á slíkt trúboð. Mál- svarar kúgunarinnar hafa aldr- ei átt upp á pallborðið hjá okk- ur og eiga það ekki heldur nú. Það munu kommúnistar kom- ast að raun um. Árið 1939, fimmtudaginn 29. júní, var í Félagsdómi í málinu nr. 9/1939 Alþýðusamband íslands f. h. Nótar, félags netavinnufólks, gegn Vinnuveitendafélagi ís- lands, f. h. Björns Benedikts- sonar, uppkveðinn svohljóðandi úrskurður: Mál þetta var þingfest 16. þ. m. og fékk ftefndur þá frest til 27. þ. m. í þinghaldi þann dag óskaði hann eftir framhalds- fresti til 4, september næstkom- andi eða fram yfir réttarfrí, með .því að hann þyrfti að láta fara fram vitnaleiðslu í málinu á ísafirði, Akureyri og Siglu- firði. Stefnandi mótmælti lengri fresti en í einn riiáhuð, og lögðu aðilar þetta atriði undir úrskurð. Með því að ekki er útilokað að framangreindar vitnaleiðsl- ur geti haft þýðingu fyrir úr- slit málsins hér fyrir dómi og með því að réttarfrí er nú að hefjast, þykir ekki verða hjá því komizt að veita hinn um- beðna frest. Því úrskurðast: Stefndi fær frest í máli þessu til 4. september næstkom- andi. Hákon Guðmundsson. Gunnl. E. Briem. Sverrir Þorbjörnsson. Kjartan Thors. Sigurjón Á. Ól- afsson. Rétta útskrift staðfestir: Gunnl. E. Briem (sign).“ Vænti ég þess, að þessi út- skrift úr þingbók Félagsdóms sé næg sönnun þess, að dómur- inn tók sér réttarfrí og lagði á- hilluna 5 aðkallandi mál, þar til þeirri hvíld væri lokið. Um þau tvö mál, sem dóm- urinn sérstaklega reynir að af- saka, hve óhæfilega langir frest- ir hafa verið veittir í, skal þetta tekið fram: a) Málið: Alþýðusamband ís- lands f. h. Nótar, félags neta- vinnufólks, gegn Vinnuveit- endafélagi íslands f. h. Björns Benediktssonar. Dómurinn hyggst að réttlæta fresti þá, sem veittir hafa verið í því máli, með því að hætt var við að þingfesta það í maí s.l., og það fyrst þingfest 16. júní. Tel ég því rétt að skýra frá því, hvernig á þessum drætti stóð, þótt það komi ekki afgreiðslu Félagsdóms á máli þessu við. — Mál þetta er höfðað vegna ósamræmis í kaupgreiðslum at- vinnurekenda við nótabæting- ar á Siglufirði sumarið 1938. Verkstjóri Björns Benedikts- sonar og meðeigandi í fyrirtæki hans, Sveinn Sveinsson, greiddi því fólki,- sem hjá honum vann, 10 F/c lægra kaup en aðrir at- vinnurekendur héðan úr Reykjavík og af Norðurlandi, sem störfuðu á Siglufirði 1938, þrátt fyrir það, þótt á sameigin- legum fundi atvinnurekenda úr Reykjavík og af Akureyri hefði verið ákveðið að greiða sama kaup og svo væri um samið milli félagsins Nót og Félags netaverkstæðiseigenda í Reykja vík, að kaup það, sem Norðlend- ingar greiddu yfir sumartím- ann, skyldi gilda þar á staðnum fyrir meðlimi Nótar. Þessu gat félagið ekki unað og fól Al- þýðusambandinu að reyna að fá friðsamlega leiðréttingu, ef þess væri kostur. Kom þá x ljós, að Sveinn Sveinsson hafði upp á sitt ein- dæmi ákveðið þetta, án þess að tala við meðeiganda sinn, Björn Benediktsson, og í samtali við mig lofaði hann að reyna vin- samlega lausn þessa máls, eða að málið yrði útkljáð annað- hvort með úrskurði Félags- dóms, sem við báðir bæðum um sameiginlega, eða með gerðar- dómi. Leið svo allt fram í maí s.l., að Sveinn gerði ekkert til þess að uppfylla þessi loforð sín, þratt fyrir það þótt með- eigandi hans, Björn Benedikts- son, sem talinn er fyrir at- vinnurekstri þeirra félaga, ósk- aði einskis frekar en friðsam- legrar lausnar, Þegar svo Sveinn frétti, að búið væri að afhenda málið málafærslu- rrianni Alþýðusambandsins, lét hárin 1 veðri vaka, að hann ósk- aði viðtals við hann áður en málið yrði þingfest. Kom þó síðar í ljós, að hér var um sömu vífilengjur að ræða og áður, og neyddist Alþýðusambandið því að lokum til þess að höfða mál- ið fyrir Félagsdómi með stefnu útgefinni 14. júní s.l, Málið var svo tekið fyrir 16. s. m. og fékk umboðsmaður stefnda frest í 11 daga, eða til 27. júní, en þá vill hann fá frest enn á ný og nú hvorki meira né minna en í 69 daga, eða 'til 4. þ. m. ,,með því að hann þyrfti að láta fara fram vitnaleiðslu í málinu á ísafirði, Akureyri og Siglufirði“, Þrátt fyrir það þótt umboðs- maður Alþýðusambandsins mótmælti þessum óhæfilega langa fresti, en vildi þó til sam- komulags ganga inn á mánaðar- frest, þá úrskurðaði dómurinn, með atkvæði allra 5 dómerid- anna, frest í 69 daga til viðbót- ar þeim 11 dögum, setn áður höfðu farið til ónýtis við af- greiðslu málsins. Og þessi dæmalausi úrskurður er byggð- ur á því, ,,að ekki sé útilokað, að framangreindar vitnaleiðsl- ur geti haft þýðingu fyrir úr- slit málsins“ og „að réttarfrí er nú að hefjast“. í varnarskjali sínu til ríkis- stjórnarinnar leyfir svo dómur- inn sér að segja um þessar „vitnaleiðslur”, að það hafi upplýstst í réttarhaldi 4. þ. m., að „endurrit af sumum þessara vitnaleiðslna" hefðu enn ekki borizt, þrátt fyrir það þótt víst sé, að engin vitnaleiðsla hefir farið fram af hendi stefnda, þrátt fyrir nærri þriggja mán- aða umhugsunartíma. Virðist því svo sem umboðsmaður stefnda hafi krafizt frests þessa fyrst og fremst til þess að tefja málið, og er þess að vænta, að hinn virðulegi dómur ekki að- eins víti slíkt, heldur sjái um, að frekari tyllifrestir endurtaki sig ekki. Um hina röksemdina, að réttarfrí sé að hefjast, tel ég nægja að vísa til meðferðar dómsins á öllum málum, sem fyrir lágu, þeim var að óþörfu frestað í 69 daga minnst, ein- mitt til þess, að dómendurnir gætu hvílt sig, tekið sér réttar- frí, um háannatímann. b) Málið: Sigmundur Björns- son gegn Verkamannafélaginu Hlíf. Þótt mál þetta sé ekki rek- ið af Alþýðusambandinu og ég því ekki eins kunnugur þeirri meðferð, sem það hefir fengið, þá verður ekki hjá því komizt að varpa þeirri spurningu fram, hvort Félagsdómur á að bíða með að taka mál fyrir, þangað til útséð er um, að til átaka komi, en óneitanlega virðist skilningur Félagsdóms, ef marka má varnarskjal hans, vera eitthvað í þá átt, því helzta afsökunin fyrir þeim óheyrilega drætti, sem orðið hefir á þessu máli, virðist vera sú, „að fullur vinnufriður væri í Hafnar- firði". Þá er loks minnzt á mál Verkalýðsfélagsins Baldur á ísafirði gegn Hálfdáni Hálf- dánarsyni, og á það víst að vera tif að sanna, hve dómurinn get- ur verið fljótur að dæma í mál- um, ef hann vill. Vil ég í því sambandi benda mönnum á grein Hannibals Valdimarsson- ar í Skutli 2. sept. s.l., sem eft- irminnilega sviptir helgihjúpn- um af þessum eina dómi, sem Félagsdómur virðist hafa get- að dæmt á skömmum tíma. í því sambandi er þó vert að veita því athygli, að enda þótt málið væri ekki þing- fest fyrr en 27. júní s.l., þá mun þó stefna hafa verið gefin út 24. maí s.l. Hvað skyldi hafa Stríðsguðinn Marz:. Betur gátu þeir ekki haldið upp á 25 ára afmæli heimsstyrjaldarinnar. tafið um meir en mánuð, að málið yrði þingfest? Sú staðreynd, að Félagsdóm- ur í varnarskjali sínu til ríkis- stjórnarinnar hefir m, a. gefið upplýsingar, sem ekki fá stað- izt, sagzt bíða eftir endurritum af vitnaleiðslum, sem aldrei hafa farið fram, gefur fyllstu ástæðu til vantrausts á hinum þreyttu dómendum. Óskar Sæmundsson. Leikfélagið byrjar vetrarstarfsemina. Það tebur til meðferðar ðrjú islenzk leibrit i vetur. T EIKFÉLAG REYKJAVIKUR byrjar starfsemi sína urn næstu mánaðamót. Hefir pað undanfarið æft af kappi og und- irbúið vetrarstarfsemina. Alþýðu- blaðið hefir snúið sér til Brynj- ólfs Jóhannessonar og spurt hann frétta um leikstarfsemina á kom- andi vetri. Brynjólfur sagði m. a.: Fyrsta yiðfangsefnið er ísienzkt leikrit, sem heitir „Brimhljóð“, eftir Loft Guðmundsson, kennara í Vestmannaeyjum. Flest íslenzk leikrit, sem Leik- félag Reykjavíkúr hefir sýnt und- anfarin ár, hafa gerzt til sveita, en þetta leikrit er að því leyti ólíkt, að það gerist við sjávar- síðuna, eins og nafn leiksins ber með sér, eða í Vestmannaeyjum, og byrjar á þjóðhátíð eyja- skeggja. Indriði Waage hefir leikstjórn á hendi, en aðalleikendur eru Alda Möller, Gesfur Pálsson, Valur Gíslason og lngibjörg Steinsdóttir, en svo er fjöldi smá- hlutverka. Næsta viðfangsefni hefir veriö ákveðiið, og er það mjög spenn- andii leikur, saminn úr sögu eftir Conan Doyle, sem heitir Sherlook Holmes. Það var leikið kér fyrst 1905—6, og lék þá Jens B- Waa.ge aðalhlutverkið, en síðar var það leikið 1911—12, með Bjarna Björnssyni senx Sherlock Holmes, og hefir ha’nn það hlutverk á hendi nú. — Æfingar á þessum leik eru byrjaðar, og er Brynj- ólfur Jóhannesson leikstjóri. Þriðja viðfangsefnið er íslenzkt leikrit, sem heitir „Á heimleið". Lárus Sigurbjörnsson hefir um nokkurt skeið unnið að því að breyta skáldsögunni „Á heimleið11 eftir móður síma, frú Guðrúnu Lámsdóttur, í leikrit, og verður þaT) sýnt undir stjórn íhans í byrjun nóvember. Enn erum við ekki búnir ab á- kveða jólaleikritið, en fyrsta við- fangsefni eftir jól verður að öllu forfallalausu nýtt islenzkt leik- rit eftir séra Gunnar 'Benedikts- son, sem heitir „Að elska og að ]ifa“, svo að þú sérð, að íslenzk- ir rithöfundar eru í meiri hluta á lelkskrá okkar. Við gerum okkur góðar vonir um, að íslenzku leikritumum verði vel tekið og að þau verði vel sótt, svo að þaÖ geti orðið til þess, að skáldin okkar skrifi fleiri leikrit, því bezt er að búa að sínu — ekki sízt á styrjaldar- tímum. Heimilið og Kron, 9. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Ný við- horf, Samvinnuvömr, Verðurfjall ið að þúfu í þokunni? eftir E. J. B., Útsæðiskartöfiur og kart- öflugeymsla, eftir Steingrím Stein þórsson, Grænmeti eftir Jónas Jónas Kristjánsson, Ber oggræn- meti, eftir Guðbjörgu Birkis,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.