Alþýðublaðið - 26.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJéRI: F. R. VALDEMARSSON
UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN
XX. ÁRGANGUR
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1939
221. TÖLUBLAÐ
En Pólveriar hrlnda iSllum árásum Þjóðverja.
jöonstallorð
Fallbyssndrnnornar
heyrðnst tii Noregs.
OSLO í morgun. FÚ.
MIKIL sjóorusta virð-
ist hafa orðið í
Ncrðursjó í stefnu milli
Bergen og Shetlandseyja.
Varð vart við ákafa skot-
hríð, en þó langt utan
norskrar landhelgi.
Af Noregsströnd sást til
margra herskipa, en þjóð-
erni þeirra varð ekki
greint vegna mikillar
rigningar, og varðstöðvar
á ströndinni segjast hafa
séð herskip í orustu.
Mikið af matvðr-
iii ie§ 3 sfespii!
Gullfoss og Selfoss homu i
morgun, Ðrottningin í dag.
GULLFOSS kom hingað í
gærkveldi frá Kaupmanna-
höfn. Var skipið með margt far-
þega og allmikið af vörum, svo
að segja eingöngu matvörur.
Selfoss kom í morgun kl. 9
með 250 tonn af kolum og 611
tonn af matvörum, þar á með-
al sykur.
Selfoss fór frá Leith 20. þessa
mánaðar og Gullfoss frá Kaup-
mannahöfn sama dag.
Ferðin gekk vel. Gullfoss var
einu sinni stöðvaður af brezku
herskipi, sem athugaði hann.
Þegar Gullfoss var fyrir sunn-
an Færeyjar sendi þýzkt flutn-
ingaskip frá sér neyðarmerki,
og var Gullfoss þá um 90 sjó-
mílur frá skipinu. Það var
brezkur tundurspillir, sem
hafði skotið skipið í kaf. Rætt
var um, að Gullfoss snéri til
skipsins til að bjarga skips-
höfninni, en það var hætt við
það í þeirri von, að Selfoss, sem
var á eftir, myndi bjarga henni.
Til þess kom þó ekki, því að
tundurspillirinn tók skipshÖfn-
ina.
Alexandrína drottning kom
¦ «
til Véstmannaeyja í nótt um kl.
5 og fór þaðan kl. 8 í morgun.
Er hún væntanleg hingað um
, kl. 7 í kvöld. Skipið er með
margt farþega. Það er með mik-
ið af vörum, aðallega rúgmjöl,
en þó nokkuð af járnstöngum.
Málfsmdaflokkur
Alþyðuflokksfélagsins heldur
æfingu í Alþýbuhúsinu, 6. hæð
kl. 8V2 annað kvöld. MætiÖ stund
vislega.
Þýzkur herflutningavagn, sem hefir strandað í skurði við Varsjá.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun.
U REGNIR frá útvarpsstöðinni í Varsjá, sem stöðugt
*¦ heldur áfram sendingum sínum, segja, að miðbik
borgarinnar standi nú allt í björtu báli eftir hina ægilegu
stórskotahríð Þjóðverja, sem enn heldur áfram.
Eftir lýsingum útvarpsstöðvarinnar er ástandið í borg-
inni hroðalegt. Það er skortur á vatni og því ómögulegt
að slÖkkva eldinn. Hvert húsið hrynur eftir annað með
ógurlegu braki, og fjöldi fólks hefir farizt undir rústunum.
Utvarpsstöðin stendur þó enn, ög lýsir hún því stöðugt yf-
ir, að borgarbúar séu ráðnir í því að verjast þar til yfir
lýkur.
Þjóðverjar hafa gert hvert áhlaupið af öðru á varn-
arstöðvar pólska hersins Umhverfis borgina, það síðasta
í nótt. Það var barizt með brugðnum byssustingjum, en
viðureigninni lauk með því, að Þjóðverjar urðu að hörfa
undan. .
Pólverjar hafa komið sér mjög vel fyrir umhverfis
borgina og grafið djúpa skurði í kringum hana, þannig að
Þjóðverjar eiga mjög erfitt með að nota skriðdreka sína
í áhlaupunum. .
Stérskotahrið á vestnrvig-
stððvunnm eins og pegar
verstvaríheimsstyrjSldinni
———?
Frakkar hófu grimmilega sókn í gær.
LONDON í morgun. FÚ.
Franski herinn á vesturvíg-
stöðvunum hóf í gær skyndilegt
áhlaup á aðalvíggirðingar
Siegfriedlinunnar á 65 kíló-
metra löngu svæði suður af
Saarbrikken, eða suður fyrir
Wissemburg, þar sem skemmst
er á milli Maginotlínunnar og
Siegfriedlínunnar. Þjóðverjar
hafa misst fjölda af byssum, og
stórskotahríðin er sögð vera
eins og hún var áköfust í heims-
styrjóldinni.
Stórorustur eru líka sagðar
vera við Saarbrúcken og Zwei-
briicken. Á einum stað er sagt,
að þýzki herinn hafi sótt fram
spottakorn, en var innan
skamms knúinn til að hörfa. Sú
skyndilega sókn Þjóðverja er
talin standa í sambandi við
komu Hitlers og von Brau-
chitsch yfirhershöfðingja
Þjóðverja til vesturvígstöðv-
anna, en þangað eru þeir nú
komnir. Franskar flugsveitir,
sem gætt er af hraðskreiðum
eltiflugvélum, hafa nú nánar
gætur á öllum hreyfingum
Þjóðverja. Segir í fréttum frá
Frakklandi, að hverri tilraun
Þjóðverja til þess að vinna aft-
ur hið tapaða landsvæði muni
verða svarað með áhlaupi.
í franskri frétt segir enn
Sildarlýsið hækkar um
14®% sildarmjiSlið um
50°|„ og sild allverulega
övís.bvortW^uraö tyW*
glðrðum fyrirfpasnsamnínguiii^
fremur, að þýzki herinn. sé
hvorki eins mannmargur né
heldur séu hermennirnir eins
duglegir til hernaðarstarfa
eins og þeir voru í heimsstyrj-
öldinni, aftur á móti sé «véla-
útbúnaður hersins allur miklu
betri.
Loks segir í fréttum frá Par-
ís, að verið sé að draga saman
mikið þýzkt lið við landamæri
Sviss.
Loftðrðs á Zeppe-
llnstöðvarnar i
FriedriGhshafen.
LONDÖN í morgun. FÚ.
TC-RÁ Zttrich í'Sviss er sím-
* að á þessa leið:
Svissneska herforingjaráðið
tilkynnir, að fjöldi flugvéla
hafi varpað sprengjum á Zep-
peíinstöðvarnar í Friedrichs-
hafen á sunnudagsnótt. Urðu
margir Svisslendingar varir
við sprengingar og skothríð frá
loftvarnabyssum og heyrðu
einnig greinilega til flugvél-
anna.
Fólk á landamærasvæbinu seg-
ir, að tvisvar hafi verio gefib
merki um það í Konstanz, ab
loftárás væri í aosíigi. Áköf skot1-
hríð heyrðist frá loftvarnabyssum
og leitarljós sveiflubust um him-
inhvolfið.
Fréttaritari „Daily Telegraph"
segir frá þvi, ab íbúar í þorp-
inu Arbon, sem er beint á móti
Friedrichshafen, hafi orbib var-
ir vib fjórar sprengingar og séb
mikinn reyk í nánd vib Zeppe-
linstöbvarnar.
Jlé9ver|ar!Takiðe!tir!"
Brezkar flugvélasveitir flugu í
dag inn yfir Vestur- og Norð-
vestur-Pýzkaland og köstu'ðunib-
ur flugrituni'
í flugriti því, sem brezkar flug-
vélar vörpubu nibur yfir norban-
Frfa. á 4. siðu.
A LLMIKIL hækkun hefir
¦*¦¦ orðið á ýmsum útflutn-
ingsvörum okkar. Verð á
síldarlýsi hefir hækkað um
140%. Síldarmjöl hefir
hækkað um 50% og síld
hefir hækkað nokkuð mikið,
en þó ekki eins mikið og
síldarlýsi og síldarmjöl.
Allmikið af þessum fram-
leiðsluvörum okkar er þegar
selt, en þess ber að gæta, að
verulegur hluti hefir verið seld-
ur með fyrirframsamningum,
sem óvíst er, hvort hægt er að
uppfylla vegna stríðsástands-
ins — og ef ekki verður hægt
að framfylgja þeim, fáum við
miklu minna fyrir þessar út-
flutningsvörur en áður var vit-
að.
En þess ber að gæta, að f lutn-
ingsgjöld hafa stigið mikið. í
norska Arbejderbladet um
miðjan þennan mánuð er gert
að umtalsefni, hve miklu hækk-
unin nemur á ýmsum útflutn-
ingsvörum Norðmanna. Þar
segir meðal annars:
„Hvallýsi hefir hækkað frá
16 og upp í 36 sterlingspund
fyrir tonn, tunnan af gufu-
bræddu lýsi úr 55 norskum
krónum í 120. Eftirspurn er nú
ákaflega mikil eftir þessum
vörum.
Einnig má búast við, að verð
hækkun verði á fiskinum. í
Noregi eru nú miklar fisk-
birgðir, sem fram til þessa hef-
ir verið erfitt að selja. Útlit er
einnig fyrir, að ekki verði eins
hörð samkeppni við þýzka og
enska fiskiflota eins og verið
hefir.
í síðustu heimsstyrjöld
reyndist Norðmönnum mjög
auðvelt að selja saltfisk til ó-
friðarþjóðanria, og Norðmenn
vona, að ims verði nú.
Aðalfiskútflutningur Noregs
er til Ameríku, sem kaupir á-
kaflega mikið nú um þessar
mundir, að öllum líkindum í
gróðabrallsskyni. Til ófriðar-
þjóðanna er útflutningurinn
minni, aðallega vegna þess, hve
gjaldeyrir þeirra er óstöðugur
og vegna þeirra stríðsráðstaf-
ana, sem þær hafa gert til varn-
ar verðhækkun á aðfluttum
vörum."
Verksmiðjnfólk
segir npp sain-
inpm.
¥ÐJA, félag verksmlðjufólkshéít
*¦ fund í gærkvöldi og ræddi
um dýrtíoina og kaupgjaldið.
Var samþykkt að segja upp
kaupgjaldssamningum vib at-
vinnurekendur og 5 manna nefnd
kosin til ab hafa þau mél með
höndum. Þá var enn fremur sam-
þykkt svohljóbandi tillaga:
„Iðja, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík skorar á ríkisstjórnina
að afnema nú þegar, með bráða-
birgðalögium, ákvæði þau í lög-
um frá 4. apríl 1939 lum gengis-
skráningiu og ráðstafanir í því
sambandi, er banna launahækk-
anir".
Oðrn sænskn skipi sðkkt
i gær af pýzknm kafbátL
--------;—_—?_--------------
Svíar hóta að stöðva málminnfiutning
til Þýzkalands, ef árásirnar endurtaki sig
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins
KHÖFN í morgun.
UTGERÐARFÉLAGIÐ
SYLVIA í Gautaborg
fékk í gærkveldi símskeyti
frá skipstjóranum af sænska
flutningaskipinu „Silesia",
þess efnis, að skipið hefði
verið skotið í kaf af kafbáti
úti fyrir Stavanger í Noregi.
Allri skipshöfninni) nítj-
án manns, var bjargað af
öðru sænsku skipi, og f ór það
með hana inn til EgersundL
„Silesia" var með timbur-
farm og stykkjavörur á leið til
Englands.
Mikill uggur er í mönn-
um í Finnlandi og Svíþjóð
vegna þess, að tveim
finnskum og einu sænsku gufu-
skipi hefir verið sökkt af þýzk-
um kafbátum. Skipin voru öll á
leið til Englands með trjákvoðu.
f Stokkhólmi segir í blöðma
almennt, og er haft frá hæsta
stöðum, að ef Þýzkaland haldi
áfram að sökkva skipum hluí-
lausra þjóða, sem ekki séu að
flytja hernaðarbannvöru, þá
muni Svíþjóð stöðva útflutning
á járnmálmi til Þýzkalands. —•
Gæti þetta orðið mjög alvarlegt
áfall fyrir Þýzkaland, því að
það kaupir 6 millj. smálesta af
járnmálmi árlega frá Svíþjóð.
. í sömu fregn segir, að ef
Þýzkaland kynni að finna upp
á því að segja, að trjákvoða
væri hernaðarbannvara, gæti
það alveg eins vel fundið upp á
að segja, að smjör væri það.