Alþýðublaðið - 26.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Svanirnir. — Ó, að mig dreymdi nú hvernig ég ætti að fara að því að frelsa ykkur, sagði hún. Og þessi hugsun gagntók hana svo, að hún bað guð að hjálpa sér. Og jafnvel í svefni hélt hún áfram að biðja guð. Þá dreymdi hana, að hún væri að fljúga til Hillingalandsins. Og þar kom blómadísin á móti henni, fögur og tignarleg, og þó líktist hún gömlu kon- unni, sem gaf henni ber í skóginum og sagði henni frá svönunum með gullkórónurnar. — Það er hægt að bjarga bræðrum þínum, sagði hún. En ertu hugrökk og þolinmóð? Reyndar er hafið mýkra en hendur þínar og getur þó breytt útliti steinsins, en það er ekki tilfinninganæmt, eins og hendur þínar. Það er hjartalaust og finnur því ekki til neinna þjáninga. Sérðu brenninetluna, sem ég held á í hendi minni? Það spretta margar brenninetlur umhverfis gjána, sem þú sefur í. Mundu það, að einung- is er hægt að nota þær brenninetlur og brenninetlurnar, sem spretta á gröfunum í kirkju- garðinum! Ný bók; í IjósaskiptHm eftir Friðgeir SL Berg. I T^TÝKOMIN er á markaðinn bók ^ með þessu nafni. 1 bókinni eru 14 dulrænar sögur. Segja þær frá skyggnisýnum höfundarins, draumum og öðrum dulrænum fyrirburðum, sem fátíðir eru á hinu hversdagslega reynslusviði flestra manna. — Sögur þess- ar eru vel og sennilega sagðar á látlausu máli en skýrar og skor- inorðar. Mun höfundurinn vera hugsandi maður og athugull um margt. Sögurnar: „Þeir siegjaþað sé hann Þorgeirsboli“ og „Ó- venjulegur andstæðingur“ eru einna dulmagnaðastar. Ég fagna þessari bók. Hér er á ferðinni dulrænn maður, sem er sýnilega vitrænn um leið, en það fer því miður ekki alltaf saman. — En þegar svo er, hlýt- ur éhjákvæmilega að verða meira tómahljóð í „hjátrúar'-hrópum skynfæratrúmannanna, ef þeir velja sér ekki þann kostinn að þegja! — Og í þeim ægilega hildárleik, sem nú er háður í heiminum, er gott að vita til þess, að við og við getur rofað fyrir þeim sannleika, að tilver- an sé auðugri en svo, að hið jarðneska tilverusvið, sem stund- um er svo ömurlegt, sé eini vemleikinn. — Bókin á skilið að vera keypt og lesin. Gretar Fells. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Tapa Djéðverjar striðinn vegaa skarts á benzíni? AOKKAR tímum er jafn- nauðsynlégt áð hafa ben- zín handa vélum, eins og nauð- synlegt var að hafa fóður handa hestum riddaranna í styrjöld- um áður fyrr. Þetta er öllum hernaðarsérfræðingum ljóst. Ef Hitler hefði tekið tillit til á- lyktana þeirra, hefði hann sennilega aldrei hrundið styrj- öldinni af stað. Ef þetta mál er rannsakað ofan í kjölinn, þá er það nærri því víst, að Þýzka- land hlýtur að tapa. DjAðverjar parfoast 35 millj. tonia af vélaelds- Samkvæmt þýzku opinberu mati þurfa Þjóðverjar 35 millj- ónir tonna af vélaeldsneyti á 1000 km. víglínu. Það er ekkert nærri því, að Þjóðverjar fram- leiði svo mikið, því að þeir framleiða ekki einu sinni nóg handa sér á friðartímum. Árið 1938 t. d. eyddu Þjóðverjar 7 milljónum tonna af vélaelds- neyti. Þar af framleiddu þeir sjálfir 0,55 milljónir tonna af olíu og 1,7 milljónir önnur brenniefni. Þjóðverjar urðu því að flytja inn um 5 milljónir tonna, Hvaðan fluttu þeir þetta inn? 37% komu frá írak og Suð ur-Ameríku, einkum frá Vene- zuela, 30% frá Evrópu, einkum Rúmeníu, og 28% frá Norður- Ameríku. Það er bersýnilegt, að þetta fengju Þjóðverjar ekki flutt inn á ófriðartímum, m. a. vegna þess, að bandamenn eru ofjarl- ar þeirra á hafinu. Rilssar geta ekki Og hvaðan ætla þá Þjóðverj- ar að fá benzín og olíu? Svarið hlýtur að verða: Rúss- land. En Rússar geta þó ekki framleitt nóg handa Þjóðverj- um. Sovét-Rússland hefir fram að þessu framleitt um 29 millj- ónir tonna vélaeldsneytis á ári. Til þess að fullnægja þörfum sínum yrðu þá Þjóðverjar að fá allt, sem Rússar framleiða. En það mun vera mjög takmarkað, sem Rússar geta flutt út af vélaeldsneyti. Útflutnings- vandamálið er með engri þjóð jafnflókið og hjá Rússum. Rúss- nesku járnbrautirnar eru í mjög slæmu ástandi og flutn- ingskostnaður er mjög mikill. Ef flytja á benzín eða olíu sjó- leiðis, er nauðsynlegt að hafa til þess tankskip. Þjóðverjar eiga 31 og Rússar 27 tankskip. Aftur á móti eiga Englendingar 410 tankskip. Allar rússneskar olíuleiðslur enda við Svartahafið eða Kas- píahaf. Það yrði því að flytja þessa vöru frá Suður-Rússlandi til baltisku hafnanna, áður en hægt er að flytja þær til Þýzka- lands. Eins og nú standa sakir virðast því Rússar ekki geta birgt Þjóðverja upp að véla- eldsneyti. Bandaríkin framleiða um 175 milljónir tonna árlega af véla- eldsneyti. Ef svo vildi verkast gætu þeir fullnægt þörfum Vorosjilov for ð fnnd Hitlers. LONDON í gærkv. FÚ. TILKYNNT hefir ver- ið í Moskva, að Voro- sjilov, hermálaráðherra Sovétstjórnarinnar og yf- irmaður rauða hersins, sé væntanlegur til Berlínar þ. 29. þ. m. Breta, Frakka og bandamanna þeirra í stríði. Þjóðverjar eiga því það á hættu, að þeir verði orðnir ger- samlega eldsneytislausir fyrir vélar sínar fáeinum mánuðum eftir að þeir hafa hleypt styrj- öldinni af stað. Samkvæmt tilkynntngu frá sænska utanríkismáiaráðu- neytinu er nú krafizt vegabréfa- áritunar, að því er snertir alla útlendinga, sem koma til Svíþjóð- ar. Undanþegnir eru fyrst um sinn danskir, finnskir, íslenzkir og norskir ríkisborgarar. lafnvel ungt fólk eykur vellíðan sína með því að nota hárvðtn og llmvðtn. Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 3,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ; ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn. — Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því > til okkar, þegar þær þurfa á þessum vörum að halda. Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunar- dropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr réitum efnum. — Fást alls staðar. Áfengfesverzlins rikisfns. (3HABLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. Karl ísfeíd íslenzkaði. þegar hann nálgaðist. Þegar ég var orðinn sannfærður um, að Christian væri ekki í bátnum, hrópaði Ellison húrra og klappaði saman höndunum. Við óskuðum allir eftir því, að Christian slyppi. Upp frá því sáum við ekki Aitutaki. Stundum sáum við Resolution á hverjum degi og stundum ekki nema annan hvern dag. Við vissum, að skonnortan elti okkur, án afláts. Hún ko mupp að freigátunni og tók vatn og vistir. Svo stefndi hún til lands. Daginn eftir kom James Good með miklar fréttir. Mennirnir, sem fóru í land með bátnum, höfðu fundið rá, sem var merkt Bounty. Um þetta var mikið rætt, bæði í fangaklefanum og káetu skipstjórans. Edwards skipstjóri áleit þetta auðvitað sönnun þess, að Bounty hefði komið við á þessari ey, eða farið þar fram hjá. En við vissum betur. Samt gættum við þess, að gera vit- neskju okkar ekki uppskáa. Þessi rá hafði vafalaust fallið fyrir borð, þegar við vorum hjá Tupuai, og stormur og straumur höfðu borið hana þessa löngu leið. Næstu tvo mánuði var siglt suður og norður og allir eyja- klasar rannsakaðir nákvæmlega. Aðfaranótt 21. júní var svo dimm þoka, að við misstum sjónar á Resolution. Freigátan sveimaði um í nokkra daga, en skonnortan fannst ekki. Edwards skipstjóri sigldi til Namuka, en þar áttu skipin að hittast, ef þau yrðu viðskila. Eins og menn muna, hafði Bounty komið við á Namuka á sínum tíma til þess að taka vatn og vistir. Pandora varpaði akkérum, þar sem Bounty hafði legið og í gegnum kvistgatið sá ég húsin, sem ég hafði áður séð, og villimennina, sem hópuðust ofan að ströndinni og létu ófriðlega, ýttu bátum á flot og komu út að skipinu. Pandora beið þarna í fjóra daga eftir Resolution. Náð var í vatn úr landi og gekk það ekki slysalaust. Þegar skonnortan kom ekki, var álitið, að hún hefði farizt. Edwards skipstjóri ákvað nú að hraða sér heim. Nú fórum við frá Namuka og fórum fram hjá Tofoa á sama stað og uppeisnin hafði verið gerð mörgum mánuðum áður. Það er hægt að hugsa sér, hvernig okkur var innan brjósts, þegar við gægðumst út um kvistgatið og sprungurnar á veggnum — og sáum móta fyrir Tofoa í bláleitri móðu. XVIII. PANDORA FERST. Ég fer fljótt yfir sögu í ágústmánuði. En það, sem við bar, hefir máske verið tilbreytingasamt fyrir skipverjana. Hjá okkur föngunum var hver dagurinn öðrum líkur. Við komum til eyja og fórum frá eyjum og smám saman nálguðumst við Endea- voursundið. Við fórum að mestu sömu leið og Bligh, þegar hann fór á opnum báti til Timor. Nú fyrst skildi ég, hvílíkt þrek- virki Bligh hafði unnið. Það virtist ganga kraftaverki næst, að hann skyldi komast heilu og höldnu með seytján menn vopn- lausa í vályndum veðrum 4000 mílna vegalengd. Þetta þrek- virki var aðalumræðuefnið í fangaklefanum. Enda þótt við hötuðum Bligh allir, vorum við þó hreyknir af því, að það skyldi hafa verið Englendingur, sem vann þetta þrekvirki. Við sáum Edwards sjaldan. Hann hafði aðeins þrisvar eða fjórum sinnum komið í eftirlitsferð. Hann hafði þá aðeins stanzað neðst í stiganum, horft kuldalega á okkur og farið því næst aftur. Við vorum lagðir á vald dutlungum Parkins — og hann eitraði okkur lífið að svo miklu leyti, sem hann þorði. Þegar við nálguðumst Endeavoursundið, hætti Parkins líka að koma til okkar, en lét liðþjálfann líta til okkar. Bæði skipstjórinn og liðsforinginn voru önnum kafnir við að stjórna skipinu. Á hverjum degi voru bátar sendir á undan freygát- unni. Við höfðum nú náð norðurhluta kóralrifsins, sem liggur fram með austurströnd Ástralíu. Þetta er einhver sú hættu- legasta siglingaleið, sem til er á heimshöfunum. Við fórum stórar krókaleiðir. Alltaf varð að skásigla milli kóralrifja og sandbakka. Allan daginn heyrðum við hróp skipverjanna, sem voru að mæla dýpið. Tuttugasti og áttundi ágúst var ömurlegur dagur. Það gekk á með svörtum éljum og stórhættulegt var að sigla. í birtingu um morguninn sáum við, að umhverfis okkur var krökt af sandbökkum og kóralrifjum og rauk sjórinn yfir skerin. Frei- gátan hafði legið kyrr um nóttina og Corner liðsforingi fór í báti á undan, til þess að reyna að finna leið út úr skerjunum. Við sáum lítið af því, sem gerðist, en af orðum þeim, sem hróp- uð voru frá stórnpalli, varð okkur það ljóst, að skipið var í mikilli hættu statt. Þannig leið dagurinn, og um kvöldið var það bersýnilegt, að við vorum í meiri hættu en nokkru sinni áður. Skipsbátur- inn var kominn langt á undan okkur, og nú var hleypt af fall- byssu til merkis um, að hann ætti að snúa við. Myrkrið datt á. Eldar voru kynntir og skotið var úr byssum, til þess að gefa mÖnnunum í bátunum til kynna, hvar við værum. Skotunum var svarað frá bátnum með skothríð, og okkur var það ljóst, að báturinn nálgaðist. Allt af var verið að stika dýpið. Við heyrðum hrópað 110 faðmar, 50 faðmar, 36 faðmar, 22 faðmar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.