Alþýðublaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 3
ALÞYBUBLABW Félagsdómur telur sig ekki hafa tekið réttarfri í sumar. ....+■.— Sbýriigar kaas i drættinnn á afgreiðslu nðla fjrir dóminnn. FÍMMTUDAGUR 28. SEPÍ. 1939 ♦-----------------——---- ALÞVÐUBLAÐIÐ HITSTJÓRI: F. R. VALBEMARSS@N. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AISMBSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inagangur frá Hverfisgntu). SÍMAR: 490i: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). tt||: Ritst-jóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýðuprentsmiSJan. ^06: Afgreiðsla. löfl Stefán Pétursson (heima). ALÞÝSUPRENTSMIÐJAN *-----------------------♦ Gerzka æv* intýrið. Halldór kiljan lax- NESS óttast bersýnilega, að hið óvænta bræðralag Sta- lins og Hitlers og hin sameig- inlega árás þeirra á Pólland muni verða til þess að þynna töluvert þann hóp hér á landi, sem hingað til hefir fylgt kom- múnistum í þeirri trú, að sovét- stjórnin í Moskva væri, eins og þeir segðu, brjóstvörn verka- lýðsins í „baráttunni gegn stríði og fasisma“. Það leynir sér ekki, að hann hefir eins og fleiri forsprakkar kommúnista orðið eitthvað óþægilega var við þau vonbrigði, sem banda- lag Sovét-Rússlands við Hitler- Þýzkaland og hin lævísa innrás þess í Pólland að baki Pólverj- um hefir vakið í hópi hinna trú- uðu. ,,Ég skil ekki almennilega," segir skáldið í grein, sem það skrifaði í Þjóðviljann í gær til þess að afsaka þátttöku Stalins í skiptingu Póllands, „hvernig bolsévíkar ættu að sjá nokkurt hneyksli í því, að 15 milljónir manna eru þegjandi og hljóða- laust innlimaðar undir bolsé- vismann. Mér skilst, að slíkt hljóti að vera bolsévíkum frem- ur fagnaðarefni en ástæða til hneykslunar." Við skulum 1 þetta sinn láta það liggja milli hluta, hversu „þegjandi og hljóðalaust“ það hefir verið gert. Sjálfsagt hefir svefnró Halldórs Kiljans Lax- ness hér norður á íslandi ekki verið raskað af ópi og andláts- stunum þeirra manna, sem særst hafa eða fallið fyrir vopn- um rauða hersins suður á Pól- landi. En hitt er aðalatriðið fyr- ir hann: að 15 milljónir manna skuli hafa verið innlimaðar í Sovét-Rússland. Og sem komm- únista er honum ómögulegt að skilja, hvernig hægt sé „að sjá nokkurt heneyksli í því“, jafn- vel þótt helmingur þess fólks séu Pólverjar. Sennilega ætti hann jafn erfitt með „að sjá nokkurt hneyksli í því“, jafn- landi væri skipt upp á milli Stalins og Hitlers og helmingur þjóðarinnar innlimaður í Sov- ét-Rússland, og er þó þeim, sem þetta ritar, ekki alveg grun- laust um, að Halldór Kiljan Laxness kynni ef til vill, þrátt fyrir þá ánægjulegu reynslu, sem hann hefir sjálfur haft af gerzka ævintýrinu, þegar allt kæmi til alls heldur kjósa að vera í hinum helmingnum. En þó að Halldór Kiljan Lax- ness skilji þannig ekki, „hvern- ig bolsévíkar ættu að sjá nokk- urt hneyksli í því“, að milljónir Pólverja séu innlimaðar í Sov- ét-Rússland, þá gat Lenin hins vegar á sínum tíma vel skilið það. En fyrir þær skoðanir, sem hann hafði á hlutunum, hefði hann líka áreiðanlega setið á sama bekk og Bukharin, Ry- kov, Rakovski og Krestinski, ef hann hefði þá enn verið á lífi, þegar Halldór Kiljan Laxness var sem gestur Stalins að skemmta sér við það, að horfa á þann þátt gerzka ævintýris- ins, sem fram fór í réttarsal sovétstjórnarinnar austur í Moskva í ágúst árið 1938. Lenin sagði árið 1917: „Enginn hefir undirokað Pól- verja eins og rússneska þjóðin. í höndum keisarans lét hún hafa sig til þess að gerast böðull hinnar pólsku þjóðar. . . . Hvers vegna eigum við Stóru-Rússar, sem undirokum fleiri þjóðir en nokkur önnur þjóð, að neita Póllandi, TJkraine og Finnlandi um réttinn til þess að ráða sér sjálf? . . . Ef Finnland, Pólland og Ukraine skilja við Rússland, þá er ekkert við það að athuga. Sá, sem er á öðru máli, er ekk- ert annað en þjóðrembingspost- uli.' . . . Á sínum tíma höfðu Alex- ander I. og Napoleon skipti á þjóðum. Á sínum tíma verzluðu keisararnir með Pólland. Og svo ættum við að halda þeirri pólitík áfram?! Hvað væri það annað en svik við stefnu al- þjóðahyggjunnar? Hvað annað en þjóðrembingsstefna af verstu tegund?“ Og við annað tækifæri sama ár (það var sumarið 1917, skömmu áður en bolsévíkar tóku við völdum og gerðu enda á heimsstyrjöldinni á austur- vígstöðvunum) sagði Lenin: „Ef verkamannaráðin taka völdin á morgun, þá segjum við við Þjóðverja: Burt með her- sveitjrnar úr Póllandi!“ En Stalin er á öðru , máli. Hann semur á laun við Hitler. um skiptingu Póllands, verzlar með það, eins og Lenin kallar það hjá keisurunum, og segir: „Inn í Pólland með hersveitirn- ar!“ Og svo kemur Halldór Kiljan Laxness og skrifar um þennan nýjasta þátt gerzka ævintýris- ins: „Mér er ekki ljóst, hvar „svik“ bolsévismans liggja. . .. Af grundvallaratriðum bolsév- ismans hefir . .. ekki stafkrók verið raskað.“ Fnnski Isomimiaista- flokkurinn bannaður. Franska stjómin hefir gefiö út tilskipun um upplausn kommún- istaflokksins í Frakklandi. F.Ú. ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borizt eftirfarandi bréf og afrit af bréfi frá Félagsdómi: „Reykjavík, 27. sept. 1939. Vegna marg endurtekinna blaðaummæla um meðferð mála í Félagsdómi sendum vér yð- ur, hr. ritstjóri, meðfylgjandi afrit af bréfi Félagsdóms til at- vinnumálaráðuneytisins, dags. 7. þ. m„ með tilmælum um að þér birtið það nú þegar í blaði yðar, ásamt bréf þessu. Virðingarfyllst. Hákon Guðmundsson. Sverrir Þorbjörnsson. Gunnl. E. Briem. Sigurjón Á. Ólafsson. Kjartan Thors.“ Reykjavík, 7. sept. 1939. Atvinnumálaráðuneytið hefir sent Félagsdómi til umsagnar erindi Alþýðusambands íslands dags. 29. júlí þ. á„ varðandi réttarfrí og afgreiðslu mála fyrir dóminum. Út af greindu erindi þykir á- stæða til þess að taka fram eft- irfarandi. Af 5 málum, sem málflutn- ingur hafði ekki farið fram í um mánaðamótin júní — júlí hafði- þremur, samkvæmt samkomu- lagi málsaðilja, verið frestað til 4. september. Að því er hin tvö snertir, sem sérstaklega eru gerð að umtalsefni í erindi Al- þýðusambandsins, þykir ástæða til að upplýsa eftirfarandi atr- iði: a) Málið: Alþýðusamband ís- lands f.h. Nótar, félags Neta- vinnufólks gegn Vinnuveit- endafélagi íslands f.h. Björns Benediktssonar. Það er rangt, sem stendur í erindi Alþýðu- sambandsins, að málið hafi verið þingfest 16. maí s.l. Þing- festing þess fór fram 16. júní s.l. En að gefnu tilefni þykir rétt að geta þess, að 10. maí sl. kom málaflutningsmaður Al- þýðusambandsins, Sigurgeir héraðsdómsmálaflutningsmað- ur Sigurjónsson með stefnu í máli þessu, til forseta dóms- xns, til útgáfu og var það aðeins stefnt Birni Benediktssyni. Að gefnu tilefni frá forseta dóms- • ins, kom í ljós, að málaflutn- ingsmaðurinn hafði ekki leitað upplýsinga um það, hvort hefndur Björn væri meðlimur í Vinnuveitendafélagi íslands, en í samtali er hann þá samstundis átti við skrifstofu Vinnuveit- endafélaginu í máli þessu, sbr. 45. gr. 1. nr, 80/1938. Leið síð- an fullur mánuður eða til 14. júní, að málaflutningsmaðurinn kom á ný til dómsins, með ósk um að stefna yrði gefin út í máli þessu. í þinghaldi 27. júní óskaði umboðsmaður stefnda eftir fresti til 4. september þ. á„ með því, að hann þyrfti að láta fara fram vitnaleiðslur í málinu á ísafirði, Akureyri og Siglufirði. Umboðsmaður stefn- anda samþykkti að frestur yrði veittur í einn mánuð, en mót- mælti lengri fresti. Gekk málið til úrskurðar dómsins, með þeim úrslitum, að stefnda var veittur umbeðinn frestur. Og þykir rétt að geta þess, að sam- kv. því, sem upplýst var í rétt- arhaldi 4. sept. höfðu endurrit af sumum þessara vitnaleiðslna ekki enn borizt hingað vegna f jarveru vitna frá heimilum sínum og réttarfrí héraðsdóm- ara úti á landi. b) Málið Sigmundur Björns- son gegn Verkamannafél. Hlíf. Mál þetta var þingfest 2. júní síðastliðinn, ekki 31. maí, eins og stendur í erindi Alþýðusam- bandsins. í þinghaldi 7. júní fékk umboðsmaður stefnanda frest til 12. júní og þann dag aftur framhaldsfrest til 19. júní, en í því þinghaldi var á- kveðið, að málflutningur skyldi fara fram 27. júní s.l. En er málið skyldi flytja var mála- flutningsmaður stefnda, hæsta- réttarmálaflutningsmaður Pét- ur Magnússon, veikur. Varð það þá að samkomulagi milli umboðsmanna málsaðilja, að málinu skyldi frestað fyrst um sinn. Lýsti umboðsmaður stefn- anda yfir því, að fullur vinnu- friður væri í Hafnarfirði, þrátt fyrir ágreining þann, sem mál þetta er risið út af, og lofaði hann að tilkynna dóminum, ef breyting yrði á ástandi, en kvartanir um slíkt hafa ekki en borizt dóminum. Var svo frá gengið í réttarhaldi þessu, að dómurinn ákvæði hvenær mál- ið skyldi flutt og því lýst yfir, af dómsins hálfu, að ef búast mætti við að til átaka kæmi milli málsaðila, yrði ekki hægt að taka tillit til veikindafor- falla málflutningsmanns stefnda og mundi málflutning- ur þá verða ákveðinn þegar í stað. Samkvæmt læknisvott- orði er dóminum hefir borizt, er málflutningsmaðurinn ekki enn heill heilsu. Hann býst hins vegar við að mega taka til starfa 20. þ. m. og hefir flutn- ingur málsins verið ákveðinn þann dag, í tilefni af ummælum í er- indi Alþýðusambandsins um meðferð dómsins í málinu Al- þýðusamband íslands f.h. verka- lýðsfélaginu Baldur gegn Hálf- dáni Hálfdánarsyni þykir á- stæða til að geta þess, að mál þetta var þingfest 27. júní s.l. Málflutningur í því fór fram 29. sama mánaðar og dómur var kveðinn upp 3. júlí s.l. Loks skal þess getið vegna ummæla í oftnefndu erindi Al- þýðusambandsins um réttarfrí dómsins, að hvert það mál, sem dóminum hefði borizt yfir sum- armánuðina hefði verið tekið strax til meðferðar svo sem á öðrum tímum, og það að sjálf- sögðu jafnt fyrir því þótt ein- hverjir af aðaldómurum dóms- ins væru fjarstaddir vegna sumarleyfa, enda hefði forseti dómsins áður en hann, fór í sumarleyfi sitt gert ráðstafanir til þess að dómurinn gæti ó- hindrað starfað í fjarveru hans. En til þess hefir ekki komið, þar sem ekki hefir verið beiðst útgáfu á neinni stefnu frá því 1 júnímánuði og til þessa dags. Með tilvísun til framanritaðs vísum vér algerlega á bug öll- um aðdróttunum í vorn garð um vítaverða meðferð mála í Félagsdómi. Erindi Alþýðusambandsins endursendist hér með. Hákon Guðmundsson. Gunnl. E. Briem. Sverrir Þorbjörnsson. Kjartan Thors.. Sigurjón Á. Ól- afsson. Freðýsa barin 1 kr. Vz kg. Saltfiskur 0,30 % kg. ísl. kartöflur. Úrvals gulrófur, Danskt rúgmjöl. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3379. xSr* icvSí ifVin rfvlinf'Pim Var voo Fritscta myrt- nr eios og Sctalelcher ? PARÍS í gær F.Ú. Þýzka frelsisútvarpið skýrirfrá [>ví, að Austurríkismenn hafi víða gert uppreisn gegn Þjóðverjuni og neiti að berjast gegn Póllandi. Útvarpsstöðin talar einnig um dauða von Fritsch hershöfðingja. Þykir henni rnjög athyglisvert, að hann skuli hafa fallið á at- hugunarferðalagi hjó framvörð- um við Varsjá, hví að hvenær t'ara stórskotaliðsforingjar í slík- ar ’athug'unarferðir? spyr stöðin. Urðu eklri öriög hans hin sömu og Schleichers forðum? Hamstrarinn, N Ý LJÓÐABÓKí SKRIÐUFÖLL eftir Guðm. E. Geirdal er komin í bókaverzlanir. Gagnfræðaskólinn i Reykjavík verður settur mánud. 2. okt. i Frakkneska spftalanum. Nemendur i 2. eg 3 bekk mæti kl. 2 siðd. Nemendur i 1. bekk mæti kl. 4 sfðd. INOIMAR JÓNSSON RIDER HAGGARD: \ , KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. f stóru broti. KOSTAR ÁÐEINS KR. 3,9«. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvííramannaíand, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Riáer Hagfarás. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvflc. Hraðferðlr Steindárs til og' frá Akureyri um Akranes eru alla miðvikudaga og lau^ardaga, Miðstöð ®g útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöf aááBgrar. Steindór - Sfimí 15S0 Maðorinn — sem hvarf. Þessi évenjuleg* skemmtilegft skálás«ga er skrifuð af 6 þekktustu skélás*g*a- höfundum Bandaríkjaaaa, eftir hug- mynd Franklin ». R»»sevtlts Baada- ríkjafftrseta. Kostar 2 krónur. — Fæst í Afgreiðslu Alþýiuhlaisias.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.