Alþýðublaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1939, »—------------------------f ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFOREI9SLA: ALÞÝÐUHÚSIN U (Innga»gur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttár). 4902: Ritstjóri. Í0Ö3: V. S. Vilhjálms (heima). 8: Alþýðuprentsmiðjan. : Afgreiðsla. Stéfán Pétursson (heima). ALÞÝHUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------—-----♦ í hverjn stendnr i Hafnarfirði? ER það bara tilviljun, að Morgunblaðið og Þjóð- viljinn blása nú bæði í sama hornið út af úrskurði Félags- dóms í Hafnarfjarðardeilunni? Eða er þar með verið að boða, að bandalag Sjálfstæðismanna við Moskóvíta á móti Alþýðu- fiokksmönnunum í Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði eigi að halda áfram, þrátt fyrir þá ömurlegu reynslu, sem þegar er fengin af því fyrir verkalýðshreyfinguna þar á staðnum? Enginn, sem þekkir tilgang og vinnubrögð kommúnista, mun efast um, að þeir vilji gjarnan halda illdeilunum inn- an verkalýðshreyfingarinnar í Hafnarfirði áfram. En það er erfitt að sjá, hvernig Sjálfstæð- isflokkurinn ætti að fara að því, að réttlæta frammi fyrir þjóðinni slíkt sundrungarstarf í verkalýðsfélögunum í banda- lagi við kommúnista, eftir allt það, sem blöð hans hafa sagt um þá undanfarnar vikur og eftir að hann hefir fyrir löngu gerzt samstarfsflokkur Alþýðu- flokksins í stjórn landsins. En hvað sem.því líður: Morg- unblaðið er í gær með sama harmagrátinn og Þjóðviljinn út áf þeim horfum, sem skapazt hafi í verkalýðshreyfingunni við úrskurð Félagsdóms í Hafn- arfjarðardeilunni, og telur þær niðurstöður hans, að verkalýðs- félög megi vera fleiri en eitt í sömu starfsgrein á sama stað og eigi að vera öllum verkamönn- um opin í þeirri starfsgrein, ,,kippa fótunum undan allri heilbrigðri verkalýðsstarfsemi“. Það er sannarlega ekki ósk Alþýðublaðsins, að samtök verkalýðsins séu þannig klofin eins og þau eru nú í Hafnar- firði. En það telur það koma úr ’nörðustu átt, þegar blöð Sjálf- stæðismanna og Moskóvíta, þeirra flokka, sem með ofbeldi sínu og lögleysum í Verka- mannafélaginu Hlíf hafa fram- kallað klofninginn, eru að slá sig til riddara á því, að hræsna einhverri sérstakri umhyggju fyrir einingu og framtíð verka lýðshreyfingarinnar. í þessu sambandi er nauðsyn- legt að taka fram, að það eru helber og vísvitandi ósann- indi, sem Morgunblaðið gerir 'sig sekt um, þegar það reynir að láta líta svo út sem stofnun Verkamannafél. Hafnarfjarðar hafi verið upphaf klofningsins og deilunnar í Hafnarfirði, og segir: „Þetta nýja verkalýðsfé- lag var sem kunnugt er stofnað í febrúar s.l., þegar Alþýðu flokksmenn misstu völdin í Hlíf“, Morgunblaðið veit betur, þótt það vilji ekki viðurkenna það. Hið nýja verkalýðsfélag var nefnilega alls ekki stofnað, ,,þegar Alþýðuflokksmenn misstu völdin í Hlíf“, né heldur þess vegna, heldur af hinu, að þeir voru, eftir að kommúnistar höfðu verið studdir til valda í Hlíf af Sjálfstæðismönnum, beittir gerræði og ofbeldi í fé- laginu og sviftir þar tólf sínum beztu forvígismönnum, sem reknir voru úr félaginu án nokkurra saka, eftir því, sem síðan er upplýst, eftir ireinu ng beinu samkomulagi Ijálfstæðísflokksforingjanna og kommúnistaforsprakkanna í Hafnarfirði. Þetta var upphaf klofningsins og deilunnar, sem við Hafnarfjörð er kennd. Það er ofur vel skiljanlegt, að Morgunblaðið vilji nú sem minnst um þetta tilefni Hafn- arfjarðardeilunnar tala og þann þátt, sem flokksmenn þess áttu í því. En það klingir nokkuð einkennilega í eyrum þegar það er að barma sér yfir því, að „kippt sé fótunum undan allri heilbrigðri verkalýðsstarf- semi“ með úrskurði Félags- dóms í deilunni, því að ef nokk- uð er til þess fallið að „kippa fótunum undan allri heilbrigðri verkalýðsstarfsemi“, þá eru það þau vinnubrögð, sem kommún- istar og Sjálfstæðismenn beittu í fyrravetur í verkamannafé- laginu Hlíf. Það er hvorki úrskurður Fé- lagsdóms í Hafnaúfjarðardeil- unni né lögin um stéttarfélög og vinnudeilur, sem þarf að breyta til þess að ráða bót á því ástandi, sem skapazt hefir í verkalýðshreyfingunni í Hafn- arfirði. Engin lög né lagabreyt- ingar geta yfirleitt tryggt heil- brigða þróun verkalýðshreyf- ingarinnar, ef þannig er troðið á lögum og rétti eins og komm- únistar og Sjálfstæðismenn hafa gert í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Það, sem þar þarf að gerast, er þetta: að Sjálfstæðismenn hætti að vinna saman við yfirlýsta fjandmenn laga og réttar í landinu, og þeir verkamenn, sem Sjálfstæðis- flokknum fylgja, taki höndum saman við Alþýðuflokksverka- mennina til þess að rétta við samtök sín á grundvelli sam- eiginlegra hagsmuna. Þá er engin hætta á þvi, að verka- lýðsfélögin í Hafnarfirði verði í framtiðinni fleiri en eitt í sömu starfsgrein. Það stendur bara á Sjálfstæðismönnum sjálfum. firslit aSiléðasfeák- mótsins í Argentínu. NÝKOMIN erlend blöð birta fullnaðarúrslit frá alþjóða- skákniötinu í Buenos Aires, er lauk 19. þ .ni. Úrslit urðu þau, að í efri flokknum varð Þýzka- land hlutslkarpast, hlaut 36 vinn- inga, og vann þar með Hamilton- Russel bikarinn, sem er farand- hikar. Nr. 2 varð Pólland með 35V2 vinning, þá Svíþjóð með 33, Arg- entína og Estland með 32^2 hvort, Bæheimur-Mæri 32, Holland og Lettland 3U/2 hvort, Palestína 26, Frakkland 241/2, Ohile og Lithau- en 22 hvort, Cuba 211/2. Brasiiía il og Danmörk 181/2- r neðrí flokknum, en þar var keppt um bikar, er forseti Arg- entínu hafði gefið, urðu ísland og Kanada hlutskörpust og hlutu 28 vinninga hvort. En þar sem Is- land vann Kanada og tapaði fyrir engri þjóð, var því dæmdur bik- ardnn, en Kanada hlaut. annað sæti. Noregur hlaut 27 vinninga, Uruguay 26, Búlgaría 251/2, Ecua- dor 21, Guatemala og írland 151/2 ALÞYÐUBLAÐID Hvi ekki að setja innflutn- inginn lika undir eina stjórn? f 8 „ - í I- ‘C1 G SÉ, að oft er talað um það í blöðunum, og þá einkum í „Tímanum", að til sé eitthvaö í þessu landi, sem heit- ir heildsalaklika, og sömuleiðis er talað um „heJidsalavald11. Er talið, að þessi „heildsalaklika" hafi ráð yfir ekki ómerkilegri málgögnunx en bæði Mgbl. og Vísi, og efast ég ekki urn, að svo sé. Að naípnsta kosti taka þessi blöð æfinlega svari heild- sala, þegar rætt er um innflutn- ing til landsins og of hátt vöru- verð heildsala. Ég fletti i gærkveldi upp Símaskránni, á bls. 286- Þar er listi yfir heildsölu- og umboðs- verzlanir i Reykjavík. Þær eru 62 talsins, flestar eign einstakra manna, nema Mjólkurfélag Reykjavíkur, Samband íslenzkra samvinnufélaga og fáeinar fleiri. I þennan lista vantar reyndar nokkrar heildverzlanir, sem ég kannast við. svo sem Hið ís- lénzka steinolíufélag, Oiíuverzlun tslandrs og Shell, pg kannske ein- hverjar fleiri. En líklega eru heildverzlanir varla yfir 70 tals- ins. Ég fór að athuga þennan lista, eftir þeirri litlu þekkingu, sem ég hefi, sem er bara venjiulegur neytandi, án verulegrar þekking- ar á verzlun eða pólitík í sam- bandi við hana. Af þessum ca. 70 verzlunum, vcrzla 10—12 eingöngu með ís- íenzkar framleiðsluvörur hér inn- an lands, 9—10 eru ekki kunnari en svo, að þaear hafa aðsetur sitt í íbúðum eigendanna, og þeirra hefi ég aldrei heyrt getið. Einar 29 kannaðist ég við sem þektar innflutningsheiidverzlanir. En af þessum 29 virðast mér einar 15 —16 geta tali'st sæmilega stór verzlunarfyrirtæki, og þar i eru talin olíufélögin, Mjólkurfélagið og S. I. S. — Nú, þetta er þá öll heild- salaklíkan, hugsaði ég með mér, og ber þó líklega að skilja S. 1. S. þar frá. Ég varð eiginlega steinhissa, hvaö mennirnir í „heildsalaklík- unni“ voru fáir, og margir þeirrS eru kunningjar mínir og beztu menn inni við beinið. II. 1 fyrravetur, minnir mig, var sett hér á laggirnar nefnd, sem Eiig minnlr að heiti verðlags- nefnd. Hún átti, að þvi er mér ^kiidist, að hafa það hlutverk, að passa upp á heildsalana, svo að þeir ekki féflettu almenning úr hófi fram. Nefndin setti upp skrifstofu, og frá henni koma svo öðru hvoru tilkynningar um, að heildsalar megi ekki leggja meira en 15—40°/o á nauÖsynjar almennings, og þykir nóg flest- um, sem eiga að borga þetta. ^Ég geri ráð fyrir, að blessaðir heildsalarnir (þessir 15—20) reyni ekki að fara í kring um þessi á- kvæði og leggi ekki meira á vöruna (því að eins og ég sagði áðan, eru þeir flestir kunningjar mínir, og' ég veit, að þetta eru heiðarlegir menn). En útkoman verður nú samt sú, að af öllu imiflutningsverð- mæti, flutningsgjöldum, vátrygg- ingu, uppskipunargjöldum og tollum (sem Mgbl. og Visir og Alþbl. eru öll sammála um að séu skrambi háir), greiðum við, veslings neytendurnir, í sjóð „heildsa]aklíkunnar“ og S. 1. S. líklega að meðaltali 20»/o. hvort, Bolivia 9i/2. F.Ú. 10 og Paraguay Nú man ég ekki í svipinn upp á hár, hvað innflutningurinn er mikill, og ég hefi ekkert heim- ildarrit til að fletta upp í, nerna Símaskrána. En mig minnir samt, að innflutningur erlendra vara háfi í fyrra numið eitthvað um 50 milljónum kr., að flutnings- gjöldum meðtöldum. En tollamir trúi ég að séu aldrei undir 10 milljónum. 50 + 10 = 60, og 20 °/o af 60 eru 12. Ef þessar tölur eru eitthvað nálægt vegi, virðist mér, að neyt- tsndur í landinu greiði til heild- salanna og S. I. S. mn 12 millj. króna fyrir að kjótla útlendu vörunum af hafnarbákkanum til smákaupmannanna. Nú eru tæp 120 þúsund manns á Islandi (að meðtöldum heild- sölum), og 12 milljónir deilt með 120 þúsundum eru 100. Hvert mannsbam greiðir því héildverzlunum og S. 5. S. 100 kr. skatt á ári, hvert meðal heim- ili 500 kr. Þegar ég hafði reiknað þetta dæmi, rann upp fyrir mér ljós. Nú fer ég að skilja tal Timans um heildsalavald; nú fer ég aÖ skiija togstreituna um innflutn- ingsleyfin í gjaldeyrisnefnd; nú fer ég að skilja talið um höfða- töluregluna, þ. e. a. s. hve roarga hausa hver heildsali eigi að fá til að plokka 100 kr. af. Ég veit ekki til, að neins stað- ar séu til skýrslur um það, hve mikinn hluta af innflutningnum þessir 15—20 menn í „heildsala- klíkunni“ hafa; en bezt gæti ég trúað, að það væri allt að því helmingur. En helmingur af 12 inillj. era 6 milljónir. Ef þetta er rétt, þá fengi „heildsalaklikan“ að minnsta kosti 6 milljónir kr. fyrir sig og sitt fólk, og allt er þetta skattur á mér og mínum líkum. Ja, það er ekki að furða, þó að það þurfi nefnd og skrifstofu til þess að passa upp á, að heild- salarnir taki ekki meira en góðu hófi gegnir af almenningi, fyrst þeir hafa samt vald til að taka þetta, þrátt fyrir 20 ára baráttu Tímans og Sambandsins, að ó- gleymdum blessuninni honum Jónasi frá Hriflu. IV. Nú er strið skollið á, og allir eru sammála um það, að allar vörur hafi hækkað á heimsmark- aðinum, og að flutningsgjöldin hafi margfaldast. Verðtollamir miÖast við innkaupsverð varanna, og þeir hljóta því að hækka, ef tollalögunum verður ekki breytt; það býst ég við að Alþingi verði tregt til. Margir telja, að ýmsar nauðsynjavörur, komnar á hafn- arbakkann, tvöfaldist í veröi, frá því sem nú er, og ef innflutn- ingur héldist svipaður og nú, sem varia þarf þó að vænta, tvö- faldast álagning heildsalanna og g. I. S. úr 12 millj. í 24 millj. En þá held ég nú að hann Guðjón ininn Teitsson, skrifstofustjóri eða formaður hjá verðlagsnefnd, fái nóg að gera, auk þess, sem hann hefir að starfa hjá Skipaút- gerðinni. Og þá held ég nú líka að bæði mig og aðra fari að verkja í hársvörðinn, þegar á að fara að reita úr honum 200 kr. í staðinn fyrir 100 kr. nú (auk þess sem bæði útlendingarnir og smákaupmennirnir og Kron taka). Ég er hræddur um, að margt fiöfuðið verði hárlaust og skín- andi blankt eftir. Og þá er ég hræddur um, að sumir þykist þurfa að fá hærra kaup fyrir sína vinnu, þrátt fyrir bannið gegn kauphœkkun í lögum nr. þetta og þetta frá í apríl' i vor. En hvað á að gera? V. Fyrir nokkrum dögum gaf okkár vísa þjóðstjóm út lög eða reglugerð um það, að allur út- flutningur skyldi fara í gegnum hendur einnar nefndar, sem í era þrír stólpa-verzlunarmenn, sinn úr hverjum þjóðstjórnarflokk- anna. Þessir menn eiga að passa upp á, að útlendingarnir fái ekki íslenzkar vörur of ódýrt, og að allur tilkostnaöur við útflutning- jnn verði ekki meiri en nauðsyn- legt er, auk þéss, sem þeir eiga að gæta þess, að ekki séu fluítar úr landi vörur, sem við þurfum sjálfir að nota. Allir virðast vera prýðilega á- nægðir með þetta, og skyldi maður þó halda, að þeir heild- salar, sem hafa grætt á því, að selja útlendingum íslenzka vöru, þætti þarna heft frjálsræði sitt. | En það vill svo vel til, að segja má, að Iangmestur hluti útflutn- Ingslns nafl verið I höndum fjögurra aðila að meira eða minna leyti: S. 1. S., S. 1. F., Síldarútvegsnefndar og stjórnar síldarverksmiðja ríkisins. En þetta eru alit hálfopinberar stofn- anir, og því hefir gengið prýði- lega að sameina þær undir einn hatt. VI. Nú er mér sagt, að allar lífcur séu til þess, að engar vörur fáist iengur í útlöndum, nema ,þær séu greiddar strax. Þar sé enga krít að fá. Ég hefi það líka fyrir satt, að ólíklegt sé, að útflutn- ingsvörur okkar muni hækka eins mikið og þær útlendu. Afleiðing þessa verður enn meiri gjáldeyr- isvandræði en áður og þar af leiðandi enn minni innflutningur og enn rneiri þörf þess, að ein- skorða vörukaup við nauðsynja- vörur einar og þá einikum þær vörur, sem nauðsynlegar eru tif þess, að atvinnuvegirnir geti þaldið í horfinu. En þegar inn- flutningurinn minkar, eykst rif- J'ildiö í gjaldeyrisnefnd. Eins og allir vita, stendur rif- rildið í öfugu hlutfalli við kvað- ratið af innflutningnum. Ogþeg- ar hver innflytjandi fær minni vörur, þarf hann að leggja meira í þær og vill helzt fá þær vör- ur, sem mest er hægt að leggja á- Og þá þarf verðlagsnefnd að tvöfalda mannahaldið á skrifstof* unni, þvi að þá veitir ekki af einum fílefldum skxifstofumannl á móti líverjum heildsala. Inn- flutningsnefnd verður að fara huldu höfði til þess að verða ekki barin niður fyrir framan livern banka og á hverju kaffi- húsi. Og höfðatölureglan reynist ónýt, því að öll höfuð verða orð- in fullreitt og sköllótt. Og hvert er þá ráðið við þess- um ófögnuði? Einasta skynsamlega ráðiö, hvað sem allir heildsalar og S-Í.S, segja, er að setja alla innflutn- ingsverzlun undir einn hatt, fela hana einni innflutningsnefnd, sem Istarfaði í ínániu sambandi við út- flutningsnefndina, og mætti reyndar gjarnan vera allt sama nefndin. Þá mætti leggja niður gja/deyrisnefnd og verðlagsnefnd, heildsaia og allt heila klabbiö. Nú eru heildsalarnir ekki nema 15—20 og flestir þeirra stórríkir menn, og þeim er því engin vor- kunn að finna sér aðra atvinnu, auk þess sem þeir gætu vitan- Iega fengið eitthvað að gera hjá innflutningsnefndinni, eftir því sem kunnátta þeirra, dugnaður og þékking næði til- — Það væri líka hugsanlegur sá möguleiki, að þeir störfuðu áfram sem umboðs- salar. Þegar nefndin þyrfti t. d. einn skipsfarm af hveiti, gætu þeir keppzt við að útvega nefnd- inni hann lægsta verði og fengju sín skikkanlegu umboðslaun fyrir. Þannig gætu þeirra góðu verzl- unarsambönd komið að gagni. Með þessu ehta móti væri það tryggt, að gjaldeyrir þjóðarinnar færi til þess að kaupa þá hluti, sem nauðsynlegir eru, en allt hitt mætti afgangi. En nú er sagt að gangurinn sé sá, eins og öllum er kúnnugt, að ýmislegur miður nauðsynlegur varningur sé fluttur inn, bara til þess að gera einhverjum og ein- hverjum innflytjanda úrlausn, auk þess sem gruwur er á, að stundum sé flutt inn allt annað en það, sem um var beðið og leyft. Viö þurfum ekki annað en að skoða í búðargluggana til þess að sjá allsendis , óþarft skran, þrátt fyrir margra ára inri- flutningshöft. Með því að láta innflutnings- nefnd annast innflutninginn er lí'ka hægt að hafa heildsöluálagn- inguna miklu minni, þegar allt væri á einni hendi. Og smásölu- \-er'öið mætti ákveða og skammta alveg eins og nú er gert t -d- á tóbaki Og smásöluálagniingin á ekki að vera hærri en svo, að Frh. á 4. síðu. Tilkpnið flntninga á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjarnargötu 12, sími 1222, vegna mæiaálesturs. Rafmagnsveita Reykjavíkuf. flafnarfjðrður. Tilkynnið flutninga á skrifstofu Rafveitunnar, Gunnarssundi 8, simi 9094, vegna mælaálesturs. Rafmagnsveita fiafnarfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.