Alþýðublaðið - 30.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUS 3«. SEPT. 1938. ALÞYÐUBLAÐIÐ Kommúnistar boða stofnun ,óháðs‘ verkalýðssambands .. Það á að haia samvinnu við byltingarsinnaða verkalýðshreyfingu erlendis og hlýða boði og banni kommúnistamiðstöðvarinnar i Moskva. --— » . Eftir Finn Jónsson. ».-----------------------♦ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFSREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 490.2: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4(§jjB: Alþýðuprentsmiðjan. §6: Afgreiðsla. í Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------------♦ Þjéðhœttuley blaðaskrif. VIÐ íslendingar höfum nú orðið fyrir því eins og svo margar aðrar þjóðir, sem hlut- lausar eru 1 því stríði, sem nú sténdur yfir, að hlutleysi okk- ar hefir verið brotið af hernað- arflugvél ófriðarþjóðar. Því að á því getur enginn vafi leikið, að brottför hinnar brezku hernað- arflugvélar, sem varð að nauð- lenda á Raufarhöfn, var hlut- leysisbrot á okkur og athöfn, sem henni var algerlega óheim- il samkvæmt alþjóðalögum. Er illt til þess að vita, að slikt skyldi koma fyrir, því að alltaf er hætta á því, að hlutleysis- brot af hálfu eins ófriðaraðila hafi í för með sér hlutleysisbrot af hálfu hins, enda þótt við von- um það, að til þess komi ekki hér hjá okkur. Við erum vopnlaus þjóð og það eru því ekki nema mjög takmarkaðar ráðstafanir, sem við getum gert til þess að verja hlutleysi okkar. Við verðum því að minnsta kosti í flestum tilfellum að reiða okkur alveg á drengskap þeirra þjóða, sem 1 ófriði eiga, að þær virði hlut- leýsi okkar og fari 1 öllu að al- þjóðalögum hér við land. í það sihn, sem hér er um að ræða, vildi líka svo til, að hin brezka hérnaðarflugvél varð að nauð- lenda á einum útkjálka lands- ins, þar sem erfitt var að hafa nokkurt eftirlit með henni, hvað þá heldur kyrrsetja hana eða afvopna, ef einhver mót- spýrna hefði verið sýnd. Ríkis- stjórnin varð því að reiða sig á drengskaparheit hins brezka flúgforingja, og þegar hann, þrátt fyrir það, braut hlutleysi okkar og flaug á brott héðan, vár ekki annað fyrir hana að gerá en að mótmæla við hlutað- eigandi stjórn. Annað hafa rík- isstjórnir annarra þeirra landa, sem hlutleysi hefir verið brotið á í þessu stríði, ekki heldur gert, þótt þær hafi haft allt aðra og meiri möguleika á því að verja hlutleysi sitt en við. Þegar þannig er ástatt fyrir okkur og hitt þó vitað, hversu stórhættulegt það er, að vera grunaðir um nokkra hálfvelgju í hlutleysisvilja okkar, þá er það furðulegt, að nokkurt ís- lenzkt blað skuli leyfa sér að drótta því að ríkisstjórninni, að hún hafi á einn eða annan hátt átt nokkra sök á því hlutleysis- broti, sem framið var á okkuy af hinni brezku hernaðarflugvél. Það var þegar vítavert hugsun- arleysi, þegar Vísir lét sér þau orð um munn fara 1 fyrradag, að „afskipti ríkisstjórnarinnar af þessu máli“ hefðu verið „vægast sagt mjög óheppileg og yfirsjón h«nnar svo alvarleg, KOMMÚNISTAR hafa boðað til ráðstefnu 11. nóvem- ber næstkomandi og segjast ætla að stofna óháð verkalýðs- samband. Hvað meina kommúnistar þegar þeir tala um óháð verka- lýðssamband? Alþýða manna þarf að gera sér þetta vel ljóst, því að verkalýðssamtökin eru öflugasta vopn hennar og vel- farnaður hennar er undir því kominn, að þau séu voldug og sterk, og það skipulag haft á samtökunum, sem bezt hentar. Alþýðusambandið var stofn- að 1916. Félögin, sem að því stóðu, voru fá, en einhuga. Þetta breyttist þó nokkru eftir að b'yltingin varð í Rússlandi 1917. Ýmsir horfðu byltinguna aðdáunaraugum, og vildu gera verkalýðsfélögin að byltingar- félögum eins og í Rússlandi. Aðrir vildu halda starfsemi verkalýðsfélaganna á lýðræðis- grundvelli, bæði pólitíska starf- * m wmm að full ástæða væri til að kalla saman þingið til þess að það ætti þess kost að taka afstöðu til málsins“. En það stappar nærri fullum landráðum, þegar Þjóðviljinn leyfir sér að bera það blákalt fram í gær, að ,,höf- uðsökin liggi á herðum Her- manns Jónassonar forsætisráð- herra fyrir að hafa ekki reynt að kyrrsetja flugvélina“. Það er að vísu áður vitað, síðan annar ritstjóri Þjóðvilj- ans var svo smekklegur í sér að stinga upp á því á tuttugu ára fullveldisafmæli þjóðar- innar, að hún bæði um vernd Sovét-Rússlands, að hann met- ur hlutleysi okkar ekki mikils frekar en frelsi okkar og full- veldi. En það fer að verða nokk- uð grár leikur, ef blað, sem kallar sig íslenzkt og kemur út hér á landi, leyfir sér á ófriðar- tímum að drótta því í pólitísku æsingaskyni að ríkisstjórninni, að hún eigi ,,höfuðsök“ á hlut- leysisbroti, sem framið er hér af hernaðarflugvél einnar ó- friðarþjóðarinnar. Því að ef Þjóðviljinn þykist skilja það, að „aðfarir brezku flugvélar- innar“ geti, eins og hann segir, „haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar“ og orðið notaðar „sem afsökun til hvers konar hernað- arverka gegn íslandi og íslenzk- um siglingum“, þá ætti hann ekki að geta gengið þess dul- inn, hvað það þýðir, að bera íslenzku ríkisstjórninni það á brýn, að hún eigi „höfuðsök- ina“ á þessu hlutleysisbroti, og gefa þannig hinum ófriðaraðil- anum beinlínis átyllu til þess að efast um hlutleysi okkar og hefja þau „hernaðarverk gegn íslandi og íslenzkum sigling- um“, sem blaðið annars þykist vilja firra þjóðina. < Slík skrif og Þóðviljans um hlutleysisbrot hinnar brezku hernaðarflugvélar leyfir enginn sér á svo hættulegum tímum nema ábyrgðarlausir blaðrarar eða vísvitandi landráðamenn. inu og kaupgjaldsbaráttunni. Þessi ágreiningur fór vaxandi ár frá ári, og loks klufu komm- únistar sig út úr Alþýðusam bandinu árið 1930 og stofnuðu Kommúnistaflokkinn. Þeir stofnuðu Kommúnista- flokkinn sem byltingarflokk. Alþýðuflokkurinn var lýðræð- isflokkur, þess vegna gátu þeir ekki verið í honum lengur. Dag- inn sem kommúnistar sögðu sig úr lögum við lýðræðið, þ. 29. nóv. 1930, bárust þeim heilla- óskaskeyti frá kommúnista- flokkum Bretlands, Danmerk- ur, Svíþjóðar og Þýzkalands. Kveðjan frá Svþjóð var svo- hljóðandi: „Vér sendum forustuliði ís- lenzks verkalýðs, yngstu deild Alþjóðasambands kommúnista, kveðju vora. Lifi kommúnista- flokkur íslands." Kommúnistar í Danmörku sendu: „Byltingarsinnaða bar- áttukveðju“ o. s. frv. Kommúnistum nægði ekki að kljúfa hin pólitísku samtök, heldur hófu þeir jafnframt bar- áttu fyrir „óháðu“ verkalýðs- sambandi, sem þeir svo kölluðu. Þetta „óháða“ verkalýðssam- band töldu þeir þörf á að stofna vegna þess, að Alþýðusamband- ið væri of hægfara. Þeir deildu harðlega á stefnu Alþýðu- flokksins í verkalýðsfélögun- um. Þeir vildu ekki aðhyllast þá stefnu, að reyna samninga við atvinnurekendur í lengstu lög, eins og Alþýðuflokksmenn, heldur stofna til skyndiverk- falla í því skyni að gera verka- lýðinn byltingarsinnaðar, Verk föllin áttu að vera heræfingar til þess að ala upp í verkalýðn- um baráttuhug og blóðþorsta. Verkalýðsfélögin áttu ekki að bæta kjör verkalýðsins undir hinu ríkjandi skipulagi, heldur vera áróðurstæki fyrir komm- únismann. Kommúnistar vissu, að meðan verkalýðsfélögin voru í Alþýðusambandinu, yrði þeim ekkert ágengt með byltingarstarf sitt, og þess vegna stofnuðu þeir hið svo- nefnda óháða verkalýðssam- band sitt 1930. Fyrir þessu eru óteljandi sannanir úr baráttu kommún- ista, blöðum og ályktunum frá þessum árum. Gengu þeir svo langt í þessu, að á verkalýðs- ráðstefnu Alþýðusambandsins 22. nóv. 1930 lögðu þeir fram tillögu þar sem segir m. a.: 1. „Að stofnað verði verka- lýðssamband með öllum verkalýðsfélögum á land- inu. 2. Að verkalýðssambandið starfi á grundvelli rauða alþ j óðaverkamannasam- bandsins og í náinni sam- vinnu við byltingasinnaða verkalýðslireyfingu annarra landa.“ Enn fremur segir í ályktun kommúnista: „Verkalýðssambandið verður að styðja rússneska verkalýð- inn í viðreisnarstarfi hans." Kommúnistar stofnuðu síðan Verkalýðssamband Norður- lands. Fljótt á litið virtust þeir hafa mikinn liðstyrk, enda hugðu þeir á stórræði. Þeir höfðu stjórnina í Verkalýðs- sambandi Vestfjarða, flest fé- lögin á Norðurlandi og fulltrúa- ráð verkamanna í Vestmanna- eyjum. En þegar verkalýðurinn lærði að þekkja þá af verkum þeirra, sneri hann við þeim bakinu. Stjórn Verkalýðssam- bands Vestfjarða var tekin af þeim, þegar er heim kom af þinginu. Verkalýðsfélögin á Norðurlandi ýmist dóu útaf undir stjórn kommúnista eða sögðu sig úr sambandi þeirra, og verkalýðssamtökin í Vest- mannaeyjum urðu hordauða í höndunum á þeim. Alþýðan á íslandi var of þroskuð til þess að meðtaka byltingakenningarnar. Hið ,,ó- háða“ samband kommúnista dó út, en jafnhliða óx Alþýðusam- band íslands að þrótti og með- limafjölda. í skjóli þess þróað- ist jafnvel hinn veikasti ný- græðingur verkalýðshreyfing- arinnar í smáþorpum umhverf- is allt land, þrátt fyrir harða andspyrnu atvinnurekenda, jafnhliða og voldug félög, er kommúnistar höfðu tekið að sér, visnuðu upp og dóu. Þetta er reynsla verkalýðs- ins á íslandi af starfsemi kom- múnista í verkalýðshreyfing- unni. Þær fyrirætlanir þeirra að gerá alþýðuna byltingasinn- aða í gegnum hið svonefnda „ó- háða“ verkalýðssamband mis- tókust algerlega og þvínær öll félög þeirra gengu aftur inn í Alþýðusambandið. En kommúnistar eru ennþá ekki búnir að gefast upp. Enn eru þeir að reyna að kljúfa verkalýðssamtökin á íslandi undir því yfirskyni að þeir ætli að stofna ,,óháð“ verkalýðssam- band. Að þessu sinni ætluðu þeir að fara að öllu gætilega. Til þess að minna bæri á byltingarfyrir- ætlununum, stofnuðu þeir nýj- an flokk með Héðni Valdimars- syni. Þetta átti að vera eins konar lýðræðisflokkur, bæði fyrir byltingasinna og aðra, og Héðinn sem trygging fyrir lýð- ræðinu! En strax við stofnun- ina kom það sama í ljós og 1930. Flokkurinn fékk ham- ingjuóskir frá kommúniista- flokkunum á Norðurlöndum al- veg eins og 1930, þegar komm- únistaflokkurinn var stofnaður, og frá engum öðrum. Enn átti sagan frá 1930 að endurtaka sig. Eftir stofnun flokksins átti að stofna „óháð“ verkalýðssam- band alveg eins og þá, bara fara varlega og hampa ekki bylting- unni. Lýðræðishjúpurinn var lánaður til þess að lokka verka- menn úr Sj álfstæðisflokknum til fylgis við hið nýja óháða verkalýðssamband. En þó kom- múnistar fari að þessu sinni lágt með byltingarkenninguna, er auðséð, að ætlun þeirra með stofnun þessa nýja sambands er alveg hin sama og 1930. Kommúnistar vilja ekki láta verkalýðsfélögin vinna að bætt- um kjörum meðlima sinna. Á það leggja þeir enga áherzlu. Hins vegar vilja þeir nota verkalýðsfélögin til þess að ryðja einræðis(kenningunni rússnesku braut á íslandi. Þess- ari kenningu, sem að vísu virt- ist í fyrstu borin uppi af vold- ugum hugsjónamönnum, sem margir eru látnir, en þó fleiri myrtir af félögum sínum, og sjálfur kommúnisminn í andar- slitrunum i hinum svívirðilegu faðmlögum við nazistana. Hið endurnýjaða herbragð kommúnista um stofnun „ó- háðs“ verkalýðssambands, sem þeir létust ætla að stjórna á lýð- ræðisgrundvelli, hefir mistek- ist, áður en að stofndegi kom. Félagarnir í Rússlandi hafa heldur óþyrmilega svipt af sér lýðræðisgrímunni og þar með ó- nýtt plönin fyrir litla anganum hér úti á íslandi. Kommúnist- arnir í Rússlandi hafa sýnt sig sem svívirðilegan landráns og ofbeldisflokk við önnur ríki, sér minnimáttar. Þeir hafa svikið hinar gömlu hugsjónir Lenins — og allt, sem þeir hafa látist vera að berjast fyrir, Enginn getur mælt atferli þeirra bót, nema hann sé blindur af bylt- ingarofstopa. Jafnvel Þjóðvilj- inn virtist fyrst vera á báðum áttum. Héðinn Valdimarsson var ekki heima, og blaðið flækt- ist í línunni. En eftir heimkomu H. V. tók blaðið ,,línuna“ og nú ver málgagn hins nýja „lýðræð- isflokks“, „Sósíalistaflokks ís- lands, — sameiningarflokks al- þýðu“ sínu litla rúmi dag eftir dag til að verja níðingsverkin, sem bræðraflokkur þeirra í Rússlandi fremur þessa dagana, frammi fyrir augum og eyrum allra manna á jörðinni. Þjóð- viljinn þeirra kommúnistanna Sunnudagur: Yngri deild kl. 2 fyrir drengi á aldrinum 7—13 ára. Unglingadeild kl. 5 fyrir pilta á aldrinum 13—16 ára. Mánudagskvöld: Fundir í aðaldeild kl. 8.30 e. m. Allir karlmenn velkomn- ir. Sameiginleg samkoma á Allir velkomnir. hefir síðan stríðið hófst gefið hverja skýringuna aðra ótrú- legri á framferði flokksbræðra sinna í Moskva, en nú loks er blaðið búið að fá þá hreinu byltingarlínu. Nú telur það inn- rás milljónahersins, að baki þess minnimáttar, sem var að verjast ofurefli, hreina frelsun og góðverk. Múgmorð rauða hersins eru gerð „þegjandi og hljóðalaust“ eins og H. K. Laxness orðar það — og frelsis- ránið er vegsamað. Þjóðviljinn hefir með þessu — í nafni flokks síns tekið opin- berlega upp byltingarlínuna frá 1930, og það er af því auðséð hvers konar stofnun hið nýja „óháða“ samband er ætlað að vera. Það á að vera í „náinni samvinnu við byltingasinnaða verkalýðshreyfingu annarra landa,“ „starfa á sama grund- velli og rauða alþjóðaverka- mannasambandið“ og „styðja rússneska verkalýðinn í við- reisnarstarfi hans“!!! Verkalýðurinn á íslandi hefir fengið dýrkeypta reynslu af starfi kommúnista í verkalýðs- félögunum. Það væri ógæfa fyr- ir verkalýðinn í landinu, ef slíkt endurtæki sig, og fáir munu þeir, sem betur fer, vera í hópi verkamanna, er vilja stofna sér- stakt verkalýðssamband hér á landi, til þess að styðja rúss- neska verkalýðinn í þeim sví- virðilega verknaði, sem for- sprakkar hans eru að láta hann fremja þessa dagana. Finnur Jónsson. Hendrik J. S. Ottosson byrjar málaskóla sinn nú um mánaðamótin og veröur hann framvegis í Garðastræti 9 — Olsenshúsi. Þriðjudagskvöld: Saumafundur kl. 8.30 e. m. Föstudagskvöld: Fundur í aðaldeildinni kl. 8.30 e. m. Allt kvenfólk velkomið. hverju sunnudagskvöldi. GagnMaskóliDi i Reykjavik verðar settur mánnd. 2. okt. f Frakknesk* spftalanum. Nemendnr f 2. og 3 bekk mœtf kl. 2 sfOd. Nemendnr f 1. bekk mæti kl. 4 sfOd. INGIMAR JÓNSSGN HraOferðir Steindórs lil og frá Akureyri um Akranes eru alla miðvikudaga og laurfardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. AfgreiSsla ekkar á Akureyri er á Bifreiðasteð ©ddeyrar, Steindór - Slmi 1580 K.F.U.M. og K.F.U.K. Hafnarfirði. Vetrarstarfið byrjar 1. okt. og verður því hagað þannig: K.F.U.M. K.F.U.K. Sunnudagsskólinn sameiginlegur kl. 10 f. m. Öll börn velkomin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.