Alþýðublaðið - 02.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.10.1939, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 2. OKT. 1939. ALÞ?PWUflP ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1UTSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). 6ÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4006: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝDUPRENTSMISJAN Upplausa hlá kommúnistnm. K Kaupmannahöfn i skugga ófriðarins. ---------♦ Fréttabréf frá ísleadingi við Eyrarsund. OMMÚNISTAFLOKKUR- ■INN er nú í upplausnará- standi. Hinir óbreyttu meðlimir hans neita að verja svik Sovét-Rúss- lands við friðinn og lýðræðið og vináttusamning þess við þýzka nazismann. Uppsögnun- um rignir yfir afgreiðslu Þóð- viljans. Menn, sem í góðri trú hafa fylgt flokkinum frá því að hann var stofnaður, tala nú op- inberlega um það úti um allt, að hann sé í þann veginn að liðast sundur. Þegar Héðinn var innbyrtur í fyrráhaust var nafni flokksins breytt í „sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn“ til þess að véla sem flesta Alþýðu- flokksmenn yfir í herbúðir Moskvakommúnismans. Því var lýst yfir við þá, að flokkurinn yrði framvegis ,,sósíalistískur lýðræðisflokkur“ á sama grund velli og Alþýðuflokkurinn hér hefði áður verið og norski Al- þýðuflokkurinn væri enn í dag, rétt eins og einhver grundvall- armunur væri á stefnu Al- þýðuflokksins hér og í Noregi! Og til þess að blekkja Alþýðu- flokksmennina, sem með Héðni komu, enn betur, var Sigfús Sigurhjartarson gerður að með- ritstjóra Einars Olgeirssonar við Þjóðviljann og blað Héðins, Nýtt land, gert að flokksblaði undir ritstjórn Arnórs Sigur- jónssonar. En nú er gríman fallin. — Þjóðviljinn lofsyngur nú þrátt fyrir meðritstjórn Sigfús- ar svik Stalins við friðinn og lýðræðisríkin, hælist yfir hinni lævísu árás rauða hersins að baki Pólverjum og prísar hana sem sigur bolsévismans. Og útkoma Nýs lands hefir ver- ið stöðvuð í fleiri vikur vegna þess, að Arnór Sigurjónsson viidi ekki vera með í því að verja svikin við þá stefnu, sem lýst hafði verið yfir, að flokk- urinn ætlaði að fylgja. Þetta er þá árangurinn af „sameining- unni.“ Nú sjá menn, hvaða hlutskipti Alþýðuflokksmönn- unum hefir frá upphafi verið ætlað í sameiningarflokkinum/ Enda hafa þeir nú bersýnilega fengið nóg af sambúðinni við kommúnista í honum. Á síðustu stundu hefir Þjóð- viljinn reynt að lægja uppreisn- arölduna meðal flokksmann- anna með því að lofa skoðana- frelsi innan flokksins. Hann lýsti því yfir fyrir rúmri viku síðan, að hver flokksmaður hefði að sjálfsögðu rétt til þess að mynda sér hvaða skoðanir, sem honum sýndist, á þeim við- burðum, sem fram væru að fara úti í heimi, og lofaði jafn- framt, að flytja hlutlausar KAUPM.HÖFN 20. sept. Á ÖTTI, sem greip menn, þá er ófri'ðurinn brauzt út virð- ist nú að mestu horfinn. Almenn- ingur virðist nú hafa sætt sig við það ástand, sem ófriðurinn hiefir í för með sér fyrir hlut- lausa þjóð eins og Dani. Sú hugsun hefir gripið rnarga, og valdið öldugangi í tauga- og sálarlífi manna, að ef . til vill kæmist danska þjóðin ekki hjá því að taka beinan þátt í þeim hildarleik sem stórþjóðimar nú heyja þrátt fyrir fullyrðingar hinna herskáu þjóða um það, að hlutleysi dönsku þjéðarinnar skýldi engin hætta búin. En hvað þýða slíkar fullyrðingar við mann, sem óttinn hefir náð yfirtökum 4? Menn sofna frá þeirri ósk að kveldi, að þetta land megi kom- ast hjá því að lenda í eldinum, og menn vakna til sömu hugsun- ar að morgni hins nýja dags. Kaupmannahöfn hefir breytt út liti þessa síðustu 14 daga. Lífið innan dyra og utan hefir tekið stakkaskiptum. Götur borgarinn- ar era auðar 1 samanburði við það, sem áður var. Umferðin á götuntum er svo kyrlát síðan einkabílamir hættu umferð. Það er deyfð og dmngi yfir umferð- inni, sem sízt væri að lasta fyrir fótgangendur, væri ástæðan fyrir þessari kyrrð ekki sá sorgarat- burður, sem raun er á. Þegar sólin er gengin til viðar og rafljósin lýsa bæinn, minnir þetta einnig á hinn sorglega at- burð, sem krefst svo margra ungra (; hraustra dreugja. Það fréttir af stríðinu og veita mis- munandi sjónarmiðum rúm í blaðinu. En hvernig hafa þessi loforð verið haldin? Blaðið hef- ir eftir sem áður haldið áfram að flytja hinar ,,opinberu“ lyg- ar sovétstjórnarinnar í ,,einka- skeytum frá Moskva,“ svívirt lýðræðisríkin, sem nú hafa gripið til vopna gegn yfirgangi þýzka nazismans, og lofsungið liðveizlu sovétstjórnarinnar við hann, árásina að baki Pólverj- um og ofbeldið við Eistland sem sigur fyrir bolsévismann. Samtímis er hver sú rödd, sem vill tala máli lýðræðisins innan flokksins, bæld niður. Þegar Arnór Sigurjónsson sagði í Nýju landi það, sem ekki aðeins allir gömlu Alþýðu- flokksmennirnir í þessum svo- kallaða ,, sameiningarf lokki1 ‘, heldur og fjöldinn allur af kommúnistunum sjálfum hugsa, að það væri ekki sjáan. legt, hvernig vináttusamningur Stalins við Hitler ætti að geta orðið sósíalismanum í Vestur- Evrópu til styrktar, og vitan- lega væru það svik við allt þjóðfrelsi og alþýðurétt, ef það skyldi sannast að samið hefði verið um skíptingu Póllands, var útkoma Nýs lands tafar- laust stöðvuð af meirihluta flokksstjórnarinnar, sem í blindni sinni heimtar skilyrðis- lausa afstöðu með Sovét-Rúss- landi eftir sem áður, og síðan hefir blaðið ekki fengið að sjá dagsins ljós. Það er rödd gömlu Alþýðuflokksmannanna, sem þannig á að bæla niður í flokkn- um. Það er sannarlega engin furða þótt þeir séu nú loksins búnir að fá nóg af falsinu og svikunum. logar nú annar hver lampi á á götum og torgum, svo að telj ast má dimmt hjá því, sem áður var. Ljósaauglýsingamar, sem settu svo fagran svip á bæjarlíf- ið, og lýstu með öllum regnbog- ans litum, höfuðgötum borgarinn- ar, eru nú horinai' — og gleymd- ar. HiÖ lifandi fréttabiað „Politik- ens“ og rikisjámbrautanna er hætt „að koma út“, búðarglugg- arnir, sem áður juku á ljóshafið á götum úti, eru nú kolsvartir og draugategh' i eilifu myrkri. Vaxandlitin í gluggunum vekja hjá mér aðkenningu að myrk- fælni, eins og svartir steinar og aðrir dauðir hlutir gerðu á æsku- árum mínum i Reykjavík. Inni er olíulampinn kominn niður frá geymsluloftinu, stendur njú á miðju borði — aetztur í hásætið aftur, eftir mai-gra ára niöur- lægingu. Það er sparað á öllum sviðum, allt er gert til þess að halda ktilda- og hungursdraugnum burtu frá mannveranni eins lengi og frekast er kostur. Það sem mest minnir á nýtizku hervopnið — loftárásimar - eru sandpokamir, sem liggja í háum stökkum við Thorvaldsensafnið, i>g í garði ríkishallariinuar (Christ iansborg), þeir eru til taks, skyldi hið versta bera aÖ garði. Leikhús og gildaskálar vora fyrst framan af illa eða ekki sótt, en aðsóknin virðist nú vera að aukast aftur. Menn þrá breytingu, til þess að gleyma börmungun- um, sem viðundriö, útvarpið, og blöðin fær mönnum fregnir af daglega. Á fundi forsætis- og utanrikis- málaráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í utanríkismálaráðu- neytinu danska í kvöld, — sem fulltrúi forsætisráðherra Islands mætti Sveiim Bjömsson sendi- herra —, átti sú ósk dýpstar ræt- ur í ræðum ráðherranna, að Norðurlönd kæmust heilu og höldnu fram hjá eldi þeim, sem nú geisar yfir álfu vora, o.g eug- inn sér minnstu líkur til þess, að slökktur verði í nánustu fram- tíð. i Gefi það allar góðar vættir, að þessi ósk ráöherranna megi ræt- ast. Höfn, 20./9. Þorf. Kr. Innanfélagsmót I. R. fyrir drengi innan 19 ára. Á miorgun kl. 7 fer fram langstökk og spjótkast. Kl. 6,15 fer fram viðavangshlaup drengja innan 14 ára. Keppt um bikar. „Freyr“ 10. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Öryggi landbúnaðarins, Fóðurbætir og landbúnaður, Gerið skyldu ykkar, Harðindin og hrossin, Fyrir 20 árum og nú o. m. fl. Danstea sendlnefndin er nú lögð af stað til Eng- lands til þess að semja ura verzlunarviðskipti landanna og siglingar Dana til Bretlands. F.Ú. Ármenningar! Munið aðalfund félagsins í Oddfellowhúsinu (niðri) 1 kvöld kl, 8Va- Fjölmenmið og mætið réttstundis. Landmælingum Islands er nú að fuUu lokið. í suraa hafa alls verlð msldlr 8600 ferbilðmetrar. ¥ ANDMÆLINGUM Ís- lands er nú lokið, og var hið síðasta af landinu mælt í sumar af 4 dönskum landmælingamönnurþ og einum íslenzkum undir stjórn A. Bertelsen kapteins, sem einnig stjómaði land- mælingunum í fyrrasumar. Aðstoðarmenn landmælinga- mannanna vom 14, 8 ís- lenzkir og 6 danskir. í sumar hófust mælingarnar um miðjan júní, og er nú ný- lega lokið. Hefir sérstaklega verið mælt umhverfi Langjök- uls, innsveitir Húnavatnssýslu, Kjalvegur norðan Hvítárvatns og fjalllendið sunnan Langjök- uls að Hlöðufelli. Alls hafa í sumar verið mældir 8600 ferkílómetrar, og er það mjög mikið, miðað við það, sem verið hefir undanfarin sumur, og má fyrst og fremst þakka góða veðrinu í sumar fyrir. Koma 17 ferkm. á hvern ein- stakan mælingamann, en þeir hafa alls unnið í 100 daga í sumar. Hefir verið hægt að vinna 6 daga af hverjum 10 dögum, en í fyrra 4Vá af hverj- um 10 dögum. Þó svo að raunverulega sé landmælingunum lokið nú, þá telur Bertelsen kapteinn, að nauðsynlegt sé að fara yfir nokkra hluta landsins aftur og endurskoða fyrri mælingar, en á landmælingunum var byrjað árið 1900. Héldu þá mælingarn- ar áfram óslitið fram til ársins 1914, og hófust svo ekki aftur fyrr en 1930, nema hvað mælt var sumurin 1919 og 1920. Hafa þessar landmælingar verið kostaðar af íslandi og Danmörku í sameiningu, en verið undir stjórn dönsku land- mælingastofnunarinnar. Við mælingarnar í sumar á Langjökli og Hofsjökli hefir það komið í ljós, sem reyndar var vitað áður, að jöklarnir eru mikið minni en upp er gefið á eldri kortum. Þar sem Langjök- ull er mjóstur, er hann ekki nema 12 km. á breidd og Kjal- vegur 28 km. þar sem hann er mjóstur. Héðan fara hinir dönsku landmælingamenn í næstu viku með Drottningunni. Hjónaband. Á laugard. voru gefin sanian í hjónaband af séra Áma Sigurðs- syni Guðný Illaiugadóttir og Ein- ar Ingimundarson verzlunarmað- ur EirilksgötU 33. i : (i Áheit til Slysavamafélags Islands frá H. M. H. Stokksieyri, kr. 20,00. Nokkrir félagar úr „Nót“ Rvík, kr. 25,00. Guðrún Guðmtinds- dóttir, Sleggjulæk, kr. 10,00. Þor- kell Þorkelsson, Eyrarbakka, kr Þ20.00. Sigurður, kr. 5,00. A. A J., kr. 3,00 A. G- Eyrarbakka, kr. 5,00. A. A., kr. 15,00 Lina, kr. 10,00 — Kærar þakkir — J. E. B. Söngfélagið Harpa hieldur fund í Alþýðuhúsinu uppi þriðjudaginn 3. okt. kl. 8 að allir félagar komi á fundinn og mæti stundvíslega. Samlagsmenn þeir, sem réttinda njóta í Sjúkrasamlagi Áeykjavíkur, geta skipt um lækna, bæði heimilislækna og sérfræðinga í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum og augnsjúk- dómum, frá næstu áramótum. Þeir. sem nota vilja þennan rétt sinn, eiga að tilkynna það aðalskrifstofu samlagsins, Austurstræti 10, eða útibúinu, Bergstaðastræti 3, fyrir 1. nóvember n.k. Tilkynningar, er síðar berast, verða ekki teknar til greina. Tilkynningarnar skulu ritaðar á eyðublöð, er samlagið leggur til, og undirritaður af samlagsmanni sjálfum eða umboðsmanni hans. Læknaskipti geta því aðeins farið ‘ram/ að samlagsmaður sýni skírteini sitt, og skírteini >eggja, ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. í skrifstofum samlagsins geta merin fengið aðstoð til að útfylla eyðublöð þessi alla virka daga, í aðalskrifstofunni, Austurstræti 10, frá kl. 10 árd. til kl. 4 síðd., nema á laug- ardögum til kl. 12 á hádegi og í útibúinu, Bergstaðastræti 3, mánudaga og föstudaga frá kl. 1 til kl. 8 síðd., og aðra virka daga, nema laugardaga, kl. 1—6 síðdegis. Þessir læknar koma til greina sem samlagslæknar: Heimllislæknar 1. Alfreð Gíslason. 2. Árni Pétursson. 3. Axel Blöndal. 4. Bergsveinn Ólafsson. 5. Bjarni Bjarnason. 6. Björgvin Finnsson. 7. Björn Gunnlaugsson. 8. Daníel Fjeldsted. 9. Eyþór Gunnarsson. 10. Friðrik Björnsson. 11. Gísli Pálsson. 12. Gísli Fr. Petersen. 13. Grímur Magnússon. 14. Gunnlaugur Einarsson. 15. Halldór Hansen. 16. Halldór Stefánsson. 17. Hannes Guðmundsson. 18. Jón G. Nikulásson. 19. Jónas Kristjánsson. 20. Jónas Sveinsson. 21. Karl S. Jónasson. 22. Karl Jónsson. 23. Katrín Thoroddsen. 24. Kjartan Ólafsson. 25. Kristín Ólafsdóttir. 26. Kristinn Björnsson. 27. Kristján Grímsson. 28. Kristján Sveinsson. 29. M. Júl. Magnús. 30. Matthías Einarsson. 31. Ófeigur Ófeigsson. 32. Ólafur Helgason. 33. Ólafur Þorsteinsson. 34. Ólafur Þ. Þorsteinsson. 35. Óskar Þórðarson. 36. Páll Sigurðsson. 37. Sveinn Gunnarsson. 38. Sveinn Pétursson. 39. Valtýr Albertsson, 40. Þórarinn Sveinsson. 41. Þórður Thoroddsen. 42. Þórður Þórðarson. J Háls- nef- og eyrna- læknar: 1. Eyþór Gunnarsson. 3. Gunnlaugur Einarsson. 2. Friðrik Björnsson. 4. Jens Á. Jóhannesson. 5. Ólafur Þorsteinsson. Augnlæknar: 1. Bergsveinn Ólafsson. 2. Kjartan Ólafsson. 3. Kristján Sveinsson. 4. Sveinn Pétursson. Reykjavík, 28. sept. 1939. Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.