Alþýðublaðið - 03.10.1939, Page 1

Alþýðublaðið - 03.10.1939, Page 1
ALÞTÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1939. 227. TÖLUBLAÐ Skipverjarnir á Heklnfórníbjðm nnarbátana. Kafbáturinn hefur að líkind- um óttast árás skipsins. Á eitir dðnskn skipunum fjórum, sem voru tekin á laugar- daginn, og „Vendta“, sem sðkkt var, voru átta sænsk skip her~ tekin i gær, og pvi niunda, „Gun“, var sðkkt á sunnudaginn. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. T"^ ÝZKU KAFBÁTARNIR, sem í meira en heila viku * hefir ekki tekizt að sökkva einu einasta ensku skipi, gera nú hverja árásina eftir aðra á flutningaskip hinna hlutlausu Norðurlandaþjóða, og er ekki annað sýnilegt, en að ætlun þýzku flotastjórnarinnar sé að stöðva með öllu siglingar þeirra til Englands. Er skipunum ýmist sökkt eða þau hertekin og flutt til Þýzkalands, án nokkurs tillits íil þess, hvort þau hafa bannvöru innan borðs eða ekki. Á laugardaginn voru þannig fjögur dönsk skip, þar af þrjú með landbúnaðarafurðir til Englands, tekin og flutt til Þýzkalands, þar sem þau eru enn í haldi þrátt fyrir mótmæli dönsku stjórnarinnar, og því fimmta, „Vendia“, söklct fyrirvaralaust, þótt það hefði engan farm innan horðs. Og frá Stokkhólmi koma nú þær fréttir, að átta sænsk skip hafi í gær verið hertekin af þýzkum herskipum og flug- vélum, og það níunda, gufuskipið „Gun“ frá Gautaborg, sem var á leið til Antwerpen, verið skotið í kaf af þýzkum kafbáti í Skagerak á sunnudaginn. Skipshöfninni var þó bjargað. Danska stjórnin hefir þegar mótmælt því harðlega í Berlín, að hin fjögur dönsku skip voru flutt til Þýzkalands á laugar- daginn og „Vendia“ sökkt og skírskotað til þess, að Danmörk hafi samkvæmt hlutleysissamn- ingi sínum við Þýzkaland fulla heimild til þess að verzla við báða styrjaldaraðila. En í þýzk- um blöðum er því haldið fram, að ákvæði hlutleysissamnings- ihs um þetta séu að engu orðin fyrir hafnbann Breta. Vegna þeSs muni Þýzkaland nú stöðva alla matvælaflutninga til Eng- lands. 64 __________ átti segir Djzfca flota- stjórnin. Þá heldur þýzka flotastjórn- in því fram, að danska gufu- skipið „Vendia“, sem sökkt var af þýzkum kafbáti á laugardag- inn á leið til Englands, enda þótt það hefði engan farm inn- anborðs, hefði bæði gert tilraun til þess að flýja og ráðast á kafbátinn og að réttu lagi hefði * því átt að leiða skipshöfnina fyrir herrétt. Þeir sex menn af skipshöfn- inni, sem af komust, komu til Kaupmannahafnar á sunnu- dagskvöldið og hafa nú þver- neitað því fyrir sjórétti, að á- sakanir þýzku flotastjórnarinn- ar hafi við nokkuð að styðjast. Skipstjórinn fullyrðir, að ,,Vendia“ hafi þegar í stað gefið merki og blásið í eimpípuna, til þess að gefa til kynna, að það hefði veitt stöðvunarmerki kaf- bátsins athygli, en það hefði engum togum skipt, að tundur- skeytinu var skotið á skipið, en Frh. á 4. sí&u. Forsætisráðherrar og utanríkismálaráðherrar Norðurlanda á hinum sameiginlega fundi í Kaup- mannahöfn á dögunum, þar sem lýst var yfir rétti Norðurlanda til að reka öll lögleg viðskipti við báða styrjaldaraðila. Frá vinstri til hægri: Munch utanríkismálaráðherra Dana, Cajander forsætis- ráðherra Finna, á bak við hann Sandler utanríkismálaráðherra Svía, þá Koht utanríkismálaráð- herra Norðmanna, Erkko utanríkismálaráðherra Finna, Nygaardsvold forsætisráðherra Norð- manna, Stauning forsætisráðherra Dana og Per Albin Hansson forsætisráðherra Svía. Tvð stærstu pýzku vHruflutningaskipin féru burtu IJóslaus. „Lfllfeek** læddust út úr iiilfiiiiiiai kL 9,30 i gærkveldi T VÖ STÆRSTU þýzku vöruflutningaskipin, „Liibeck“ og „Ham“, sem hér hafa legið síðan í hyrj- un ófriðarins, fóru héðan í gærkveldi kl. tæplega 10. Fóru þau m«ð milrilJi leynd ut úr höfninni og voru ljóslaus. Eins og kunnugt er, hafði „Ham“ allmikið af kolum, er það koin hingað, Cn „Liibeck“ ekki, en hinsvegar tók „Lii- beck“ fyrir nokkru síðan kol úr Frh. á 4. sföu. Fulltrúar slómama svara bréli einskipaiélapnna. -----o---- Hanir liafa pegar samli um á- hættupékiniu strídstryggiugu á siglingum tii Ameriku. E IMSKIPAFÉLÖGIN hafa sent Alþýðublað- inu bréf um sjónarmið þeirra í deilunni við sjó- mannafélögin um áhættu- þóknun sjómanna og trygg- ingar. Reyndi sáttasemjari í gær að koma á samkomulagi, en það hefir enn ekki tekist. I bréfi Eimskipafélaganna segir meðal annars: „Hiran 9. f. m. var fyrir milli- göngu atvinrmmálará'ðhcrra gerð- ur br á'ð ab i rg'ða sanmingu r milli aðilja um það, að skipaeigendur skyldu kaupa stríðstryggingu fyr- ir skipshafnirnar eigi lægri en þar, sem hún er lægst á Nor&ur- Uindurn. Ennfremur skuldbundu skipa- eigendur sig til þess að hækka kaup skipshafna á siglingum um stríðshæltusvæði. Skyldi stríðs- áhaettuþóknun þessi vera „eigi lægri en hún er í því Norður- landanna, þar sem hún er Iægst.“ Sí’ðan hefir v*rið l«itað upplýs- inga um héraðlútandi sanminga á Norðurlöndum. Að því er stríðstrygginguna snertir, virðast báðir aðiljar iíta svo á, að ekki sé unnt, eins og nú stendur, án a&stoðar ríkis- stjórnarinnar að binda enda á það mál, meðal annars með til- liti til útlends gjaldeyris til ið- gjaldagreiðslu erlendis. En um kauphækkunina vegna siglinga á stríðsáhættusvæðUm hafa a&iljar reynt samininga und- anfarna daga, og nú að síðustu með milligöngu sáttasemjara rík- isins. En samfcomulag hefir ekki náðst. Aðalágreiningsatriðið er það, hvort greiða sbuli stríðsáhættu- þöknun S Amerlkuferðunum. Ekki er vitað, að samkvæmt gildandi samningum á Norðurlöndum sé greidd áhættuþóknun í slíkum siglingum, nema í Noregi, þar sem boi'gað er 100°/<> kauphækk- lun í siglingum milli Noregs og Ameríku. Skipaeigendur hafa boðið að gera um stríðsáhættu- þóknunina sams konar samning, seim nú gildir eða siðar kemst á hér að lútandi í Danmörku. En þessu bo&i hafa umboðs- menn skipshafna neita'ð. Btípatígendur líta svo á, að meðan ekkert Norðurlandanna, nema Noregur, hefir ákveðið stríðsáhættusvæði milli íslands og Ameríku, þá yrði kauphækkun fyrir siglingar á þessari leið ekki talin kaupUppbót vegna stríðs- hættu, heldur venjuleg launa- hækkun.“ Viðtal vlð Slgurjón Á. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir nú fengið staðfestingu á þeirri fregn, sem drepið var á hér í blaðinu í gær, að skipverj- ar á ílutningaskipinu „Heklu“ hefðu farið í björgunarbátana, þegar þýzkur kafbátur stöðvaði skipið í Norðursjónum. En þessu neitaði skrifstofa Faaberg & Jakobsson í viðtali við blaðið í gær. Þegar Hekla var stöðvuð, var hún á leið til Englands, en 3 önnur skip, sem þarna voru — voru á austur leið. Þegar kafbáturinn skaut fyrsta skotinu framan við Heklu, var skipið með háan damp uppi. Þeir héldu því á- leiðis til kafbátsins, en þá var skotið öðru skoti. Stöðvaðist skipið þá og skipverjar fóru í bátana, en í því hvarf kafbát- urinn — og er talið, að hann hafi haldið, að skipið myndi ætla að sigla á hann. Skip- verjar voru í bátunum góða stund, en fóru svo um borð í skipið aftur og biðu í klukku- tíma, en héldu svo áfram, án þess að fleira bæri við. Eins og kimnugt er, eiga öll félö:g sjómanna í deilu við út- Frh. á 4. síðu. Síldarverksniðjan á Akranesi hefir starf- að i tvð ðr. SILDARVERKSMIÐJAN á Akranesi hefir nú verið starfrækt í tvö ár. Hefir það veríð reynslutímabil, sem hún hefir staðizt með ágætum, og var verksmiðjan afhent síldar- verksmiðjustjórninni á Akranesi síðast liðinn laugardag, og var í því tilefni bankastjórum, for- manni Fiskimálanefndar, forseta Fiskifélagsins, mörgum útgerðar- mönnum og fleirum boðið að skoða verksmiðjuna. Öll vinnuafköst verksmiðjunn- ar hafa farið langt fram úr þvi, sem áætlað var, og getur hún unnið úr 8 þúsund málum síidar á sólarhring. Auk þess getur verksmiöjan um þorskveiðitímann unnið úr 25 þús. lítrum af lifur og 9 tonnuni af beinum. Er þetta eina síldarverksmiðjan hér á Suðurlandi, og leggja flestir bátar, sem reknetaveiðar Frh. á 4. síðu. ¥111 Mussollni ekkort lengur vtð Hitler eigaf ----«».. , --- Giano greifi tór heim til Róma» horgar strax aftur i morgun, LONDON í morgun. FÚ. CIANO GREIFI lagði af stað frá Berlín áleiðis til Rómaborgar í rnorgun. Áður en hann lagði af stað ræddi hann skamma stund við von Ribben- trop. Frá Kaupmannahöfn er sím- að, að þar sé litið svo á, að skýringin á hinni snöggu hrott- för Ciano greifa sé sú, að hann hafi neitað að verða við þeim tilmælum nazista, að stuðla að Frh. á 4. slðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.