Alþýðublaðið - 03.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.10.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1939. ih vf IB GAMLA BSð i Eldflagaa. Framúrskarandi skemmti leg og spennandi amerísk söngmynd, er gerist á tímum Napóleons-styrjald anna. -— Aöalhlutverkið leikur hin vinsæla söng- kona Jeannette Mac Donald. Enn fremur leika: Allan Jones og Warren William. Börn fá ekki aðgang. SMÁAUOLYilHGAR ALÞÝflUBLAÐSIHS Kennum alls konar útsaum og einnig að mála á silki og flauel. Bæði dag'- og kvöldtím- ar. Systurnar frá Brimnesi, Þingholtsstræti 15 (steinhúsið). Sníð alls konar kvennfatnað og barnafatnað. — Kjartan Brandsson, Strandgötu 33. Sími 9039. Hafnarfirði. ER ÞAÐ HLUTLEYSISBROT? • Frh. af 3. síöu. að spyrja sjálfan sig hvar Ev- rópa myndi nú ef til vill vera ef manni hefði ekki fyrir 5 ár- um tekizt að koma á þessu sam- komulagi, sem 1 sannleika var frelsandi." Þennan sama dag, 30. janúar 1939, sagði Hitler í sömu ræðu: „Ég trúi á langt friðartímabil." 1. seistember gaf hann fyrirskipun um að ráðast á Pólland. Ég hefi, eins og þegar er tekið fram, álitið réttmætt að þessi skoðun herra Adolfs Hitlers á sambandinu milli Póllands og Þýzkalands og tilefnisleysis þess að í styrjöld lenti milli þessara aðila, fengi að koma fram í íslenzka útvarpinu. Ég býst við að einhverjum myndi finnast að það væri að draga heldur óþyrmilega taum Pól- lands að mæla á þessa leið, ef einhver annar hefði látið svo um mælt. En ég vona að þeir sömu menn trúi Adolf Hitler, því að raunverulega er enginn þessum hnútum kunnugri en hann, og að minnsta kosti er ekki nokkur stafur í Encyclo- pedia Britannica, sem er nánd- ar nærri önnur eins viðurkenn- ing á réttindum Pólverja eins og þessi margendurteknu um- mæli Hitlers á öllu árabilinu frá 1932 til 1939. ÞÝZKU SKIPIN Frh. af 1. síÖu. ,Ham“ til að geta kynnt upp, eins og sagt var.. í gær tók „Lubeck“ vatn. Það skal tekið fram, að skip þessi eru algerlega frjáls allra ferða úr íslenzkri höfn, en með- an þau eru hér, eru þau ekki frjáls og vitanlega er það brot á lögum, að sigla ljóslaus út úr höfninni. „Lubeck“ var, eins og kunn- ugt er með 4 þúsund tonn af kaffi, sykri, rommi o. fl., en ”Ham“ var með stykkjavöru, sem átti að fara til Ástralíu. F erðafélag Islands heldur skemmtifund að Hótel Borg þriöjudagskvöldiö 3. okt. n. k. Húsið opnað kl. 8,15. Skúli Skúlason ritstjóri flytur erindi um hæstu tinda Norðurlanda og sýnir skuggamyndir. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og bókaverzlun Isafoldar- prentsmiðju til kl. 6 á þriðjudag. N.s. Dronning Mexandrine fer miðvikudaginn 4. þ. m. kl. 6 síðd. til Kaupmanna- hafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zimsen. Tryggvagötu. — Sími 3025. Auglýsið í Alþýðublaðinu! KAFBÁTAHERNAÐURINN. Frh. af 1. síðu. það hæfði vélarrúmið og varð ellefu manns af skipshöfninni að bana. Einn skipsmanna af skipi því, sem bjargaði hinum skipverj- unum ,sex af „Vendia“ segir, að bæði þeim og áhöfninni á björg unarskipinu, hafi verið sagt af foringja kafbátsins, að ekkert mætti tilkynna um að ,,Vendia“ hefði verið sökkt, fyrr en komið væri í höfn. Ef það væri gert, skyldu þeim aldrei komast heil- ir að landi. Blaðið „Berlingske Tidende“ segir um þennam atburð, að það hafi verið misgáningi að kenna, að loftárásin var gerð á Esbjerg, en atburðurinn s. I. laugardajg sé eins og hnefahögg framan í dönsku þjóðina. „Nationaltidende“ segja, að Þýzkaland sé að neyða hlutlausu þjóðirnar til þess að hætta sigl- ingum til Englands. Afleiðing þess yrði eyðiiegging allra við- skipta Norðurlandaþjóðanna við Bretland, einkum Dana. EaMtaárásin á „Gnn“. Sænska gufuskipinu „Gun“, sem var eign Vinga-útgerðarfé- (lagsins í Gauíaborg og á leiðinni ti| Antwerpen í Belgíu, var sökkt af þýzfcum kafbát í Ska,gerak á sunnudaginn. Áhöfninni, átján manns, var bjargað af dönsku skipi. Nénari fregnir af sænsku skip- unurn átta, sem voru hertekin í gær og flutt til Þýzkalands, eru ókomnar enn, nema af einu þeirra. Það var „Algeria", sem var á leið til Genúa á Ítalíu með járn og trjákvoðu. Skipið var flutt til Kiel. Að endingu kemur frétt um það frá Stokkhóimi, að finnska skonnortan „Baltici“ sem var á leið þangað, hafi í gær rekist á þýzkt tundurdufl sunnan við Eyr- arsund og sokkið- Áhöfninni var þó bjargað af þýzku skipi. Ármann Halldórsson magister flytur erindi kl. 20.30 í kvöld í útvarpið er hann nefnir: Þroskaskeið barnssálarinnar. Marysa heitir tékknesk kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Aðalhlutverkin leika Jirina Stepnikow og Vladimir Borsky. SJÓMENNIRNIR OG EIM- SKIPAFÉLÖGIN. Frh. af 1. síðu. gerðarfélögin um þetta mál. Alþýðublaðið hafði í morgun tal af Sigurjóni Á Ólafssyni, for- manni Sjómannafélags Reykja- víkur, og sýndi honum bréf eimskipafélaganna. Hann sagði m. a.: „Sjómannafélögin hafa gert kröfu til að á siglingum á höf- unum yrði greidd ekki lakari áhættuþóknun en frændur vorir á Norðurlöndum fá greátt, og á- hættusvæðin séu í samræmi við þeirra ákvarðanir. Á fundi með sáttasemjara í gær upplýstu fulltrúar sjó- manna, að Danir hefðu samið 26./9. á sama hátt og Norðmenn 20./6. um áhættusvæðin til Ameríku með þeirri breytingu, að Norðmenn miða við 74. gr. n. br., en Danir við 65 gr. n.br. í gær barst Vélstjórafélagi ís- lands skeyti, sem staðfestir þetta, og í símtali við Dan- mörku í gær upplýstist, að und- irmenn fá 125% í stað 100% hjá yfirmönnum. Skeytið hljóðar svo: „Köbenhavn R 84 61/60 1602 2 = 100% 65 Grader Nord 20 Gra- der Vest 70 Grader Vest 10 G’rader Nord og Fart paa cana- diske Oestkysthavne stop Ophold i irske belgiske og hollandske Havne 200% stop 200o/° í Nord- soeen som Aftalen af 6/9 dog Graense Skagen Vinga hvortil og fra Tillaeget er 100% Stop Af taler Gaelder fra 26. 9 =“ Á íslenzku: „100% 65. gráðu norðlægrar breiddar, 20. gráðu vestlægrar lengdar 70. gráðu vestlægrar lengdar 10. gráðu norðlcegrar breiddar og á siglingum til hafna á austurströnd Canada. 200% dvöl í írsKum, belgiskum og hollenzkum höfnum. 200% í Norðursjónum, eins óg í samn- ingnum frá 6-/9. takmörkin þó Skagen Vinga, en þangað og þaðan er uppbótin 100%. Samn- inigurinn gildir frá 26- 9.“ Sjómannafélögin vilja gera samning nú þegar með hliðsjón til bráðabirgðasamkomulagsins og hafa hvergi lengra gengið í kröfum sínum en vitað er að gildir á Norðurlöndum. Fxekara svar við bréfi útgerð- ariélaganna verður að bíða.“ AKR ANES S VERKSMIÐ J AN. Frh. af 1. síðu. stunda, afla sinn upp þar. Er mjög hentugt fyrir síldveiðibát- ana að hafa söltunarstöðvar sín- ar á Akranesi, því að á þann hátt nýtist aflinn mikið betur, heldur en þar, sem kasta verður allri síld, sem ekki er söltuinar- hæf, auk þess sem útgerðarmenn freistast frekar til aÖ salta slæma síld, heldur en að kasta henni. Hlutafjársöfnun til verksmiðj- unnar hefir gengið mjög vel, og hefir Akraneshreppur, síldveiði- bátamir og einstaklingar lagt fram hlutaféð. Þegar gestirnir héÖan úr Reykjavík komu til Akraness, var þegar gengið til síldarverk- smiðjunnar, sem liggur norðan- megin við bryggjuna, en þar lágu nokkur síldveiðiskip. Var fjöldi manns við vlnnu í verksmiðjunni, en frekar lítil sild var í þrónum. Löndunarskilyrði eru þarna mjög góð, og er síldinni ekið upp bryggjuna og hún sett í smáþró, en þaðan er hún flutt til verk- smiðjunnar með vélum. Þegar síldarverksmiðjan hafði verið skoðuð, var gestunum boð- ið til samsætis, og voru við það tækifæri margar ræður fluttar, en aðralræðuna hélt formaður síldarvtrksmiðjustjómarinnar, ól- I DAO Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifreiða: Litla- bílastöðin. afur B. Björnsson, og skýrði hann nokkuð sögu þessa óska- þarns þeirra Akranesinganna, síldarverksmiðjunnar. MUSSOLINI OG HITLER. Frh. af 1. síðu. þ ýzk-r ússnesk-í tölsku-her naðar bandalagi. Þýzku blöðin forðast nú vand- lega að minnast á það, að Mussolini muni bera fram frið- arboðskap, og segja blöðin, að viðræðurnar við Ciano greifa muni hafa snúizt um allt ann- að. Af þessu þykir mega ráða, að Mussolini muni ekki vilja fara eins langt og Hitler ósk- aði. Rómaborgarútvarpið flutti í gær stutta greinargerð um ferð Ciano greifa, utanríkismálaráö- herra ítaliu, til Berlínar. 1 gneinargerðinni var komizt svo að orði, að förin hafi verið farin til þess að gefa von Rib- bentrop tækifæri til þess að skýra fyrir Ciano greifa í hvaða anda þýzk-rússneski sáttmálinn hefði verið gerður, og einnig til þess að skapa tækifæri til þess að skiptast á skoðunum um al- þjóðamál. Úthlutun matvælaseðla. Flestallir hafa nú sótt mat- vælaseðia sína til úthlutunar- skrifstofu bæjarins, en þó eru nokkrir eftir. Menn eru minntir á, |að í dag er síÖasti dagurinn. — Skrifstofain er opin tii kl. 7 í kvöld. Einar Jónsson frá Grund á Eyrarbakka er 82 ára í dag. Hann á nú heima að Þver- götu 40 í Skerjafirði. Einar Jóns- son er fæddur að Ásólfsstöðum í Ámessýslu 3. október 1857, en fluttist síðan til Eyrarbakka og stundaði þar margs konar vinnu í fjöldamörg ár, meðal annars smíðar á járn og tré, enda var hann vel hagur maður. Einar fluttist til Reykjaviíkur 1925. Nú er hann orðinn næstum blindur 0g á því erfitt um gaing. — Hann hefir alla tíð verið mikill félags maður og yfirleitt látið félags- mál sig miklu skipta. Helming ævi sinnar hefir hann veriðígóð- templarareglunni eða í 41 ár, og fólagi í verkamannaféJaginu Bár- an var hann, meðan hann dvaldi á Eyrarbakka. — Hann hefir alla tíð verið góður Alþýðuflokksi- maður, og hann fylgist enn af lifandi áhuga með öllu, er snertir málefni flokksins. Mynd af Ein- ari er í hinni miklu ihyndabók: „island“. Hefir þessi mynd af honum birzt í fjöldamörgum blöðum og tíma- ritum um allan heim; — er hún sýnd erlendis tíl að gefa mönn- um hugmynd um íslenzkan gamlan mann; — og Einar Jóns- son er þjóðinni til sóma, fallegur og gáfulegur. — Alþýðublaðið Öskar Einari til hamingju með afmælið. Saumastofan á Laugavegi 12 er nú opnuð aftur eftir sumarfríin. Samtíðin, 8. hefti yfirstandandi árg. er nýkomið út. Efni: Niðursuðu- verksmiðja SÍF, Málmsölt, Svo mælti Hitler, Frægir samtíðar- menn, Promeþevs, smásaga eft- ir Gerald Kersh, Ölkollan, kvæði eftir Atla Má, o. m. fl. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands. Fundur miðvikudaginn 4. þ. m. kl. 8Vz í Oddfellowhúsinu, niðri. STJÓRNIN. Eldflugan heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna, Er það snögva- mynd, gerð samkvæmt söng- leiknum ,,The Firefly.“ Aðal- hlutverkið leikur söngkonan Jeanette Mac Donald. 55 ára er í dag Elías Jóhannsson, Óðinsg. 23. 3 NÝJA BIÖ S Harysa Stórmerkileg og fróðleg tékknesk kvikmynd. Aðal- hlutverkin leika: Jirina Stepnikowa, Vladimir Borsky o. fl. í myndinni spilar symfó- níuhljómsveitin í Prag, banjó-tríó og bænda- hljómsveit frá Vlenov. AUKAMYND: Þjóðsagan um Arethusg- lindina, sem kvikmynd og || hljómlist. Börn fá ekki aðgang. 1 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður, tengdamóður og ömmu okkar, Margrétar Jónsdóttur. Kristín G. Samúelsdóttir. Elías E. Jónsson og börn, Þingvalla ferlir fjérar ferðir I viiui Sunnudaga-Þriðjudaga-Fimtudaga- Laugar daga Til Þingvalla klukkan 11. árdegis Frá Þingvöllum klukkan 6. síðd. Stelndór. Loytsk* Eftir krðfa bæjargjaldkera iteykjavlk- ur og að undangengnum drskurði verðnr lögtak láfið fara fram fyrir égrelddum úísvörum ársins 19S9, með gJaMdögum 1. júní, 1. júli, 1. ágúst, 1. september og 1. október p. á., ásamt dráttarvöxt- um, að átta dögum liðnum frá birfingu pessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Heykjavík, 2. október 1999. Björu Þórðarson. HAFNFIRÐINGAR! Mý hárgreiðslustofa opnuð í Gunnarssundi 5. Permanent-hárliðuBi, lagning og járna- krullun. — Dömu og barnaklipping. Opið frá klukkan 9—7. — Sfmi IS. Saumastof an LAUGAVEG 12, er nú tekin til staria aftur. — Saumað verður eins og áður: Dömukápur, Dragtir, Samkvæmiskjóiar, Dagkjólar og allskonar barnaföt. Einnig verður sniðið og mátað. — Stúlk- ur, sem vilja læra, geta fengið pláss, Sírnar 2264 og 5464.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.