Alþýðublaðið - 04.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.10.1939, Blaðsíða 3
 MIÐVIKUDAOUR 4. OKT. 1839. ALÞTÐUBUÐ1Ð ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: alþýðuhúsinu (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, augjýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN llitleysi m málfrelsið. ÞAÐ er meira en óviðkunn- anlegt, að heyra og sjá ís- lenzka menn og' íslenzk blöð halda þeirri fjarstæðu fram, eins og fyrir hefir komið, að við megum hlutleysis okkar vegna ekki láta í ljósi skoðanir hvort heldur er í ræðu eða riti á þeim viðburðum, sem nú eru að fara fram úti í heimi. Og það er ekki n$ma tvennt til: Annað hvort misskilja þeir menn og þau blöð, sem slíku halda fram, mjög herfilega hugtak hlutleys- isins, eða skírskotun þeirra til hlutleysisins er aðeins skálka- skjól til þess að fá bældar niður skoðanir og almenningsálit hér á landi, sem þeim er illa við. Þó að íslenzka ríkið hafi lýst yfir ævarandi hlutleysi og í samræmi við það fullkomnu af- skiptaleysi af þeirri styrjöld, sem nú er háð, þá kemur það . styrjaldaraðilunum vitanlega ekkert við, hvaða skoðanir blöð og einstaklingar Mta í ljósi hér innanlands á styrjöldinni og þeim, sem að henni standa. Það eru að vísu til refsiákvæði við því í hegningarlögum okkar, að viðhafa óviðurkvæmileg orð um þjóðhöfðingja vinveittra ríkja, en það er algért innanlandsmál okkar, hvenær þeim skuli beitt. Þeir, sem reynt hafa að leggja hlutleysið þannig út, að við mættum ekki hispurslaust láta í ljósi skoðanir okkar á mönnum og málefnum í þessu stríði eins og hverju öðru, eru því annaðhvort vitandi eða óaf- vitandi að halda því að okkur, að við eigum af hræðslu við eitt eða fleiri erlend ríki eða til þess að þóknast þeim, að bæla að meira eða minna leyti . niður bæði málfrelsi og ritfrelsi hér á landi, að minnsta kosti meðan á stríðinu stendur, án þess að nokkur minnsta átylla sé fyrir slíka kröfu í alþjóðalogum um hlutleysi í stríði. — Ef slík krafa kæmi fram af hálfu er- lends ríkis, þá væri það ekkert annað en íhlutun um innan- landsmál hér, sem hiklaust bæri að vísa á bug. En því aum- ari er frammistaða þeirra ís- lenzkra blaða og einstaklinga, sem gerast talsmenn þess, að við bælum niður málfrelsi og ritfrelsi hér innanlands án þess að til nokkurrar slíkrar í- hlutunar hafi komið. Það er minnst á þetta hér af því, að minnsta kosti tvö blöð hér á landi, Vísir og Þjóðvilj- inn, hafa leyft sér að túlka hlutleysið fyrir okkur á þennan hátt, enda þótt full ástæða sé til að álíta, að þau viti betur, og umhyggja þeirra fyrir hlut- leysinu sé hvergi nærri eins mikil eins og löngunin til þess Viðtal við Þorvald Brynjólfsson form. Féiags járniðnaðarmanna Þorvaldur brynj- ÓLFSSON formaður Félags járniðnaðarmanna fór til Danmerkur 18. maí í vor og kom aftur heim fyrir nokkrum dögum. Hann fór utan til að vinna að iðn sinni og kynna sér hana, sérstak- lega allt það, sem snertir skipasmíði. Alþýðublaðið hafði tal af Þorvaldi í gær og spurði hann um ferðina. ,,Ég vann samtals í 4 mán- uði hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, en það er eins og kunnugt er, stærsta skipasmíðastöð á Norðurlönd- um. í skipasmíðastöðinni vinna 3600 manns, en alls vinna hjá Burmeister & Wain um 8 þús- undir manna. Fyrirtækið borg- ar vikulega í vinnulaun um XA milljón króna. Öll vinna er unnin með vaktaskiptum og eru tví- og þrí- skiptar vaktir. Vinnuvikan er 48 klukkustundir. Öryggi er ákaflega gott við vinnuna og telja starfsmennirnir varla mögulegt að fá það betra. Hins vegar kostaði það mikla baráttu fyrir járniðnaðarmennina í Danmörku að fá öryggið full- komnað og það fékkst ekki fyrr en hvert stórslysið öðru meira hafði orðið og Alþýðuflokkur- inn var orðinn svo öflugur, að honum tókst með löggjöf að gera öryggið fullkomið. Atvinnuleysið er mjög lítið, rríeðal járniðnaðarmanna, og þegar ég var úti, komst það riiður fyrir 8%. Kaup er yfír- leitt mjög gott, en flest störf eru unnin í akkorðum. Meðal- kaup mun vera um 82 krónur á viku. Allir sveinar og full- numa menn hafa að vísu all- miklu hærra kaup, en í meðal- talinu er tekið með kaup byrj- enda og hálflærðra manna. Yf- að bæla niður þær skoðanir, sem fara í bága við þeirra eig- iri pólitísku trú. Þannig hefir Vísir, sem er allt of kunnur af lofsöng sínum um þýzka naz- ismann til þess að vera tekinn alvarlega í þessu máli, hvað eft- ir annað verið að reyna að koma þeirri hjátrú inn hjá fólki hér, að það væri ekki samrým- anlegt hlutleysi landsins að segja hispurslaust meiningu sína um þá stefnu og forystu- menn hennar. En þó má segja, að skörin fari þá fyrst að fær- ast upp í bekkinn, þegar Hall- dór Kiljan Laxness hótar okkur í Þjóðviljanum í gær beinlínis með íhlutun Sovét-Rússlands, ef menn leyfi sér að láta í ljósi þær skoðanir hér á þætti þess ríkis í yfirstandandi stríði, sem ekki falla í hans geð eða félaga hans, Stalins. Það er að vísu ó- kunnugt, hvaðan skáldinu kem- ur ,,heimild“ til þess að bera fram þær hótanir. Má vera, að það álykti aðeins af þeirri vernd, sem nokkur hluti Pól- lands og Eistland hafa nýlega orðið aðnjótandi af hálfu Sovét- Rússlands. En um „siðferðis- þroska“ væri áreiðanlega við- kunnanlegast áð tála sem minnst í sambandi við slíka tilraun til skoðanakúgunar hér á landi. irleitt eru járniðnaðarmenn í Danmörku ánægðir.“ maana. — Þú kynntist samtökum j ár niðnaðarmanna ? ,,Já, eftir föngum. Ég kom oft í skrifstofu Dansk Smede- og Maskin-arbejderforbund. Þar er sannarlega gott skipu- lag á öllum hlutum, enda eng- in æfintýrapólitík rekin þar. — Járniðnaðarmennirnir bera líka fullt trarist til samtaka sinna og aldrei heyrði ég meðal starfs bræðra minna á skipasmíða- stöðinni annað en allt hið bezta um samtökin og forystu- menn þeirra, enda skilja dansk- ir verkamenn, að árásir á for- ystumenn þeirra, eru árásir á verkamennina sjálfa. Ég veitti því og sérstaka at- hygli, að ég heyrði aldrei í samtali járniðnaðarmanna gerð an nokkurn greinarmun á fag- legu samtökunum og Alþýðu- flokknum. — Flokkurinn var samtökin og samtökin flokkur- inn. — Það myndi ekki verða vinsælt meðal, danskra verkamanna, að tala um það, að draga úr samstarfi flokksins og verkalýðsfélaganna. Þó eru faglegu samtökin og Alþýðuflokkurinn tvær skipu- lagslegar aðskildar heildir — og það virðast verkamennirnir einnig telja sjáífsagt. Þorvaldur Brynjólfsson, í „Dansk Smede og Maskiri- arbejderforbund“ eru nú um 40 þúsundir meðlima, árlega koma inn í iðnina um 1800 lærlingar. Við íslenzkir verkamenn höf- um mikið að læra af stéttar- bræðrum okkar á Norðurlönd- um — og okkar starf og bar- átta kemur ekki að haldi fyrr en við skiljum það, að samtök- in og Alþýðuflokkurinn eiga að vinna f,aman, verkalýðssamtök- in eiga að hafa flokkinn að vopni, ef þau geta það ekki, nær barátta þeirra ekki tilgangi sínum. Þetta er hægt, þó að sam- bándið milli verkalýðssamtak- anna og Alþýðuflokksins verði öðruvísi en það er nú, sem ég tel heppilegt bæði fyrir verka- lýðssamtökin og Alþýðuflokk- inn. En klofningur út ur Alþýðu- sambandinu væri glæpur, sem hlyti að verða til stórkostlegs tjóns fyrir íslenzkan verkalýð.11 stjóri er sjðtagir i dag. IDAG á sjötugsafmæli einn af mestu athafna- og dugn- aðarmönnum þessa bæjar, Þor- steinn Þorsteinsson skipstjóri í Þórshamri. Sú kynslóð sægarpa og fengsælla fiskimanna, sem skóp stórútgerðarbæinn Reykja vík. er nú komin á efri aldur. Hin hvíta mjöll áranna er far- in að setjast á hár þeirra, og þeir hafa flestir ráðið skipum sínum í naust. En þeir geta margir hverjir litið yfir at- hafnasamari starfsdag en nokkurri kynslóð íslendinga hafði áður auðnast að lifa. Með- al þessara manna er Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson. Þorsteinn Þorsteinsson er fæddur að Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu 4. okt. 1869. Foreldr- ar hans voru Þorsteinn Helga- son og Guðný Bjarnadóttir frá Straumfirði á Mýrum. Bjuggu þau að Mel í 18 ár, en síðar á Kjalarnesi. Var Þorsteinn sjó- sóknari mikill og afburða for- maður og aflamaður, en Guðný skörungur að viti. Þeim varð 13 barna auðið, er öll urðu hinir merkustu menn. Elztur þeirra systkina var prófessor Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglu- firði, yngstur Kolbeinn Þor- steinsson skipstjóri í Reykja- vík. Þau Bjarni og Griðný munu lengst af hafa verið fátæk, sem ekki var undarlegt með slíka ómegð. Tók Þorsteinn því korn- Þorsteinn Þorsteinsson. ungur að stunda róðra með föð- ur sínum. Segist honum svo sjálfum frá, að harin hafi fyrst í stað verið bæði sjóveikur og sjóhræddur, Sjóhræðslunni sigraðist Þorsteinn þó fljótt á, og mun enginn, er með honum var á langri skipstjóratíð, minn- ast þess að hafa heyrt hann mæla æðruorð á sjó. En sjó- veikina losriaði hann aldrei við. þó að skipstjórn yrði aðalæfi- starf hans. Þorsteinn nam á unga aldri bátasmíði hjá Brynjólfi Bjarna- syni skipasmið í Engey. Hugð- Nokkrar verðbreytingar á verðskrá vorri frá 17 okt. 1938. Smásðlu- Verð verð REYKTÖBAK Kr. au. Kr. au. Aromatischer Shag pr. kg. 22,50 27,00 Feinriechender Shag . — —- 24,10 29,00 Dills Best (í Ibs. blikkdósum). . — Ibs. 15,00 18,00 do. (í V* — — ). . — — 15,20 18,25 CIGARETTUR Camel (í 20 stk. bréfaumbúðum) pr. mille 75,00 90,00 ELDSPÝTUR Svea Garanti 5E (i lOstokka búntum) — — 36,00 45,00 do. 32C (í stöium stokkum) — — 40,00 50,00 do. litlar 4 (í lOstokka búntum) — — 32,00 40,00 VINDLINGAPAPPÍR RIZ LAX(Kassi með 100 pk. hver pk. 50blöð) 20,00 25,00 do. ( — — 50 — 100 — ) 18,00 22,50 Reykjavík, 29. september 1939. Tóbakseinkasala rikisins. ist hann að gera þá iðn að æfi- starfi til þess að losna við dvöl- ina á sjónum. En það fór allt á annan veg. Bátaútgerð og skipasmíði fór hnignandi, en sjómennska varð aðalstarf Þor- steins, Seytján ára gamall réðist Þor- steinn í fyrsta sinni háseti á þil- skip. Var það kútter, er þeir Engeyjarbændur áttu. Kveðst hann hafa verið lægstur í drætti það sumar, en síðan jafnan hæstur í fjögur úthalds- ár. Haustið 1891 fór Þorsteinn í Stýrimannaskólann og lauk skipstjóraprófi í marz 1893. Sýnir það traust manna á Þor- steini, að þá þegar beið hans stýrimannsstaða á þilskipinu Sleipni. Var hann svo stýrimað- ur til vors, en tók þá við skip- stjórn og var skipstjóri ætíð síðan til 1925, er hann hætti sjómennsku, að undanteknum árunum 1901—1906, er hann stundaði útgerð og verzlun hér 1 bænum. Átti Þorsteinn á þeim árum sæti í bæjarstjórn Reykja víkur og niðurjöfnunarnefnd. Árið 1897 byrjaði Þorsteinn útgerð þilskipa í félagi við Tryggva heitinn Gunnarsson og Bjarna Jónsson trésmið. Var hann aflasæll með afbrigðum og heppinn skipstjóri. Var hann einn af forgöngumönnum tog- araútgerðar hér. Kynnti hann sér allt, er laut að slíkum veið- um í Englandi og tók enskt stýrimannspróf. Gerðist hann síðan skipstjóri á togaranum Marz og fleiri togurum og var enn sem fyrr heppinn og afla- sæll. Þorsteinn hefir ekki einung- is verið duglegur athafnamaður og prýðilegur skipstjóri. Hann hefir verið einn hinn ágætasti félagsmaður, þótt hann hafi hægt um sig, og hefir verið einn hinn ötulasti brautryðjandi í björgunarmálum sjómanna hér á landi. Árið 1899 komst Þor- steinn í hann svo krappan á skipi þeirra félaga Georg, að hann kveðst aldrei í aðra eins hættu og raun hafa komizt á sjó. Hét hann því þá, ef honum tækist að bjarga skipi og mönn- um, að hann skyldi einhvern tíma síðar vinna að bættu ör- yggi sjómanna, og hefir efnt það drengilega síðan. Átti Þor- steinn ásamt þeim Guðmundi Björnssyni landlækni og Krist- jáni Bergssyni manna mestan þátt 1 stofnun Slysavarnafélags íslands. Var félagið stofnað 29. janúar 1928. Þorsteinn var kos- inn varaforseti þegar í stað, og forseti félagsins frá 1931 þang- að til 1938. Þorsteinn Þorsteins- son lagði fram stórmikið starf í þágu þessa félagsskapar, og meðal annars gáfu þau hjónin verð fyrsta björgunarbátsins, sem hingað var aflað, og mun þáð hafa verið um 12 000 kr. Auk þess átti Þorsteinn afar mikinn þátt 1 því að björgunar- skútan Sæbjörg var fengin hingað til lands, og hefir hún síðan hún byrjaði störf hér við land bjargað, hjálpað og aðstoð- að um 300 sjómenn og bjargað mörgum mótorbátum og vél- bátum frá eyðileggingu. Er þetta nægilegt til að sýna, að hraksþár þeirra manna hafa átt við lítið að styðjast, sem spáðu illa fyrir skipinu. Þorsteinn Þorsteinsson er kvæntur Guðrúnu Brynjólfs- dóttur frá Engey, hinni ágæt- ustu konu. Er það ekki ofmælí, að hún hafi verið manni sínum hin samhentasta í öllu og fram- úrskarandi húsmóðir. Og þá hefir hún ekki síður unnið að áhugamálum manns síns, til dæmis í slysavarnafélagsskapn- um. Hafa þau hjón bæði haft brennandi áhuga fyrir fram- gangi þeirra mála og ósleitilega unnið 1 þágu þess félagsskapar. Fjöldi manna í þessum bæ og víðs vegar um land mun senda Þorsteini hugheilar ham- ingjuóskir á þessum merkisdegi í æfi hans. Menn munu minn- ast hans sem hins þrekmikla athafnamanns, hins farsæla og úrræðagóða skipstjóra, og síðast en ekki sízt, sem góðs drengs og karlmennis í hverri raun, hvort sem heldur er á sjó eða landi. SigurSur Einarsson, Útbreiðið AlþýðublaðÍð! j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.