Alþýðublaðið - 04.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.10.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 1939. mi GAMLA Bíé Eldflngan. Framúrskarandi skemmti leg og spennandi amerísk söngmynd, er gerist á tímum Napóleons-styrjald anna. — Aðalhlutverkið leikur hin vinsæla söng- kona Jeannette Mac Donald. Enn fremur leika: Allan Jones og Warren William. Börn fá ekki aðgang. Kennum alls konar útsaum og einnig að mála á silki og flauel. Bæði dag- og kvöldtím- ar. Systurnar frá Brimnesi, Þingholtsstræti 15 (steinhúsið). DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn • smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3094. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. BRIMHLJÓÐ sjónleikur í 4 þáttum eftir Loft Guðmundsson. Sýning á morgnn kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. gss NÝJA BfÖ Ráðleggingarstöð „Líknar“ fyrir barnshafandi konur, Templarasundi 3, er opin fyrsta miÖvikudag í hverjum mánuði kl. 3—4. Peder Tabor ritstjóri Socal-Demokraien í Kaupmannahöfn hefir ritað langa og mjiög vinsamlega grein um iísland í blað sitt. Hann var með- al dönsku blaðamannanna, er hér voru í s. f, ’ágústmánuði. Alpýðuskóllnn tekur til starfa um miðjan þennan mánuð. Námsgreinar sömu og áður: Tungumál, reikningur og bókfærsla. — Skólastjórinn, dr. Símon Jóh. Ágústsson, tekur við um- sóknum á Víðimel 31, (sími 4330), og í Stýrimannaskólan- um kl. 9—10 síðdegis, (sími 3194). Auglýsing um dráttarvexti Samkvæmt ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9. jan. 1935, og úrskurði samkvæmt téðri lagagrein falla dráttarvextir á allan tekju- og eignarskatt, sem féll í gjalddaga á manntalsþingi Reykjavíkur 30. júní 1939 og ekki hefir verið greiddur í síðasta lagi hinn 6. október næstkomandi. Á það, sem greitt verður eftir þann dag, falla dráttarvextir frá 30. júní 1939 að telja. Skattinn ber að greiða á tollstjóraskrifstofunni, sem er á 1. hæð í Hafnarstræti 5, húsi Mjólkur- félagsins. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10— 12 og 1—4, nema laugardaga kl. 10—12. Tollstjórinn í Reykjavík, 27. septbr. 1939. Jén Hermannsson. Tilkynnlng. Samkvæmt samþykkt 1 félagi voru, seljum vér aðeins gegn staðgreiðslu frá deginum í dag að telja. Eldri viðskiptamenn geta þó haldið mánaðarvið- skiptum eins og áður, með því skilyrði, að reikningar séu að fullu greiddir fyrir 10. næsta mánaðar eftir úttekt. Reykjavík, 3. okt. 1939. FÉLAG VEFNAÐARVÖRUKAUPMANNA í REYKJAVÍK. BIRGÐASÖFNUN BORIN Á RÁÐHERRANA Frh. af 1. síðu. Meðan ráðherramir, sem eiga að hafa forystu á hendi gegn birgðasöfnun, ekki sanna það op- inberlega, að hér séu vísvitandi lyigar bornar fram, mega þeir elga von á því, að grunur um birgðasöfnun hvíli á þeim. Ekkert nema málssókn tafar- laust getur komið í veg fyrir það, að þessi áburður verði til þess, að rógur kommúnista beri tilætlaðan árangur og verði til þess að grafa undan ráðstöfunum rík sstjórnarinnar til þess að hin Ira birgðasöfnun einstakra ma. ma og miðla nauðsynjum sem faffi.vst meðal almennings. Þevta mál ,sem hér um ræðir, ©r ái aflega viðkvæmt, og al- mennii gur hefir alltaf tilhneig- ingu tli að trúa sögum um það, að einstakir menn safni vörum að sér. Ef ekki eru gerðar á- kveðnar ráðstafanir til þess að afsanna slíkan áburð og þann, sem hér hefir verið gerður að umtalsefni, er meiri hætta á ferð- um en menn gera sér almennt gnein fyrir, því að þó að blað- sinepill kommúnista sé yfirleitt fyrirlitinn, þá má þó gera ráð fyrir, að einhverjir menn glæp- ist til að trúa einhverjum sögum hans, ef þeim er ekki mótmælt á svo kröftugan hátt, að þar sé ekki um að villast. Ef slíkur áburður kæmi fram annars staðar á Norðurlöndum gegn ráðherrum eða öðrum þeim, sem eiga að hafa stjórn á málum á slíkum tímum, sem nú eru, þá myndi það alls ekki vera látið nægja að senda frá sér yfirlýs- ingar. Almenningur hér mun og bíða eftir því, að héyra frá ráðherr- lunum í þessu máli. Áburðinum er stefnt að þeim öllum, þó að hann sé stílaður að hætti hims sam- vizkulausa og vísvitandi rógbera. RÆÐA CHAMBERLAINS Frh. af 1. síðu. bragð þýzku stjórnarinínar. Það eru þeir, sem fylgt hafa þeirri stefnu, sagði Chamberlain, að koma fram með ofbeldi og á- gengni í garð annara þjóða æ öfan í æ, sem bera ábyrgðina á upptökum styrjaldarinnar. Það er ékki hægt, sagði hann, að færa neitt fram þessari stefnu til af- sökunar, né heldur að skjóta sér luindan ábyrgðinni á henni. Brezka stjórnin getur ekki tekið gild loforðin ein frá þeirri stjórn, sem nú fer með völd í Þýzka- landi, því að í hvert sikifti, sem samkomulag hefir náðst við hana, hefir það reynzt einskis virði. Þegar hinar svo kölluðu friðar- tillögur hafa verið lagðar fram, verða þær teknar til athugunar, sagði Chamberlain. Enginn vill, að styrjöldin standi degi lengur en nauðsynlegt er, en rikisstjórnii' Bretlands og Frakklands og al- menningur í þessum löndum halda til streitu þeirri stefnu, ein- arðlega og ákveðið, að allt of- beldi i viðskiftum þjóða milli verði að liða undir lok, og að hátíðlega gefin loforð ríkisstjórna verði haldin. Málfundaflokkur AlþýÖuflokks- félagsins. FundUr í ikvöld kl. 8V2 í fund- arsal Alþýðusambandsins. Martib stundvislega. Geri við saumavélar, alls konar heámilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11, sími 3635. Útbreiðið Alþýðublaðið! I DAi æ. «... f?Pj ;«■■'[ ’ f?[ j Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Aust'urstræti 4, sími 3232. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifreiða: B. S. R. Austurstræti 22, símá 1720. 3 mðnaða fanplsi og 3000 krðna sebt fyrir ieynivínsölu. IMORGUN var leynivínsali dæmdur í lögreglurétti Reykjavíkur. Var það Ásgeir Ásmundsson, Fishersundi 3. Fékk hann þriggja mánaða fangelsi og 3000 króna sekt. BINDINDISMÁLAVIKAN Frh. af 1. síðu. Ávörp flytja: Jakob Möller fjármálaráðherra, Sigurgeir Sig- urðsson biskup, Jakob Kristins- son fræðslumálastjóri og dr. Helgi Tómasson skátahöföingi. Karlakór Reykjavikur syngur nokkur Iög og Páll ísólfsson leikur einleik á orgel. Verða samkomur og fundir alla daga vikunnar í einhverju af stærstu samkomuihúsum bæj- arins, og lýkur bindindismála- vikunni með fundi í Iðnó, sem helgaður verður sérstaklega í- þróttamönnum. SIGLINGAR VIB SVIÞJÓÐ ■ Frh. af 1. síðu. væn. Sænska stjórnin hefir mót mælt því, að lettneska skipinu „Imante“ var sökkt, en skip- stjórinn á því var sænskur. — Einnig hefir því verið mótmælt, að þýzkar flugvélar hafa flogið yfir sænska landhelgi. Sænsk blöð birta í dag frá sögn skipstjórans á sænska skipinu ,,Gun“, sem þýzkur kaf- bátur sökkti. Segir skipstjóri, að skömmu eftir að skipinu var sökkt, hafi brezkur kafbátur komið á vettvang, og hafi hann ekki viljað nota djúpsprengjur til árása á þýzka kafbátinn, er honum hafði verið tjáð, að hin ir þýzku kafbátsmenn hefði flutt 3 sænska sjómenn af „Gun“ yfir í kafbátinn. I. O. C. T. ST. EININGIN nr. 14. Fundur í kvöld kl. 8V2- Spilakvöld. Æt. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl .8. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Ýms mál. Hagskrá: a) Jónas læknir Sveinsson: Erindi. b) Frú Björg Guðnadóttir: Einsöngur, c) Frú Ingibjörg Steinsdóttir: Upp- lestur. Að loknum fundi hefst dans fyrir Reglufélaga þá, sem fundinn sitja. Félagar, fjöl- mennið og mætið annað kvöld kl. 8 stundvíslega. Trúlofun. ■ Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Bíbí Halldórsdóttir iiárgrei'ðslukona og Þorvaldur h 1 jóðf æraleikari Steingrimsson S. R. F. Í. Sálarrannsóknarfélagið heldur fund í Guðspekihúsinu fimmtu- dagskvöld kl. 81/2- Séra Jón Auðuns: MÆRIN FRÁ ORLEANS, erindi. Sálmakver séra Haralds. Gaml- ir og nýir félagar fá skírteini í bókaverzlun Snæbjarnar og viö innganginn. STJÓRNIN Útbreiðið Alþýðublaðið! Marysa Stómierkileg og fróðleg tékknesk kvikmynd. Aðal- hlutverkin leika: Jlrlna Stepnikowa, Ítadlmir Borsky o. fl. I myndinni spilar symfó- níuhljómsveitin í Prag, banjó-tríó og bænda- hljómsveit frá VLenov. AUKAMYND: Þjóðsagan um Arethuse- llndlna, sem kvikmynd og hljómlist. Böm fá ekki aðgang. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Sigurveigar Einarsdóttur frá Skáholti. Börn og tengdabörn. Einar Markan, heldur Konsert í Gamla Bíó, fimtudaginn 5, þ. m. kl. 7,15 e. h. ðll lögin eru eftir hann sjálfan. Við hljóðfærið: Carl Billich. Aðgöngumiðar fást í hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- Helgadóttir og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Bindindismálavikan, sem stendur yfir dagana 5.—11. okt., n. k. hefst fimmtudags- kvöldið 5. okt. klukkan 8V2 í fríkirkjunni. Friðrik Á. Brekkan bindindismálaráðunautur setur samkomuna. Ávörp flytja: Fjármálaráðherra, biskupinn, fræðslumálastjóri og Dr. Helgi Tómason. Karlakór Reykja- víkur syngur. Páll ísólfsson leikur einleik á orgel. Inngangur ókeypis. ökaupíélac|id mm Vegna bruna, hafa búðir vorar í Bankastræti 2 verið lokaðar í nokkra daga. I DAG opnum vér Skóbúðina og seljum þaðan einnig nauðsynlegustu búsáhöld. Eftir nokkra daga getum vér einnig opnað Búsáhalda- og Gler- vöru-búðina. Vér höfum tekið frá aliar skemdar og gallaðar vörur og verða þær seldar með niður- settu verði á sérstakri brunaútsölu, sem nánar verður auglýst. u <,ROi 6. oktöber. Allir reikningar fyrir septembermánuð verða að greiðast upp ffyrir Eldri skuldir ber að semja um fyrir sama tíma. Félag matvðrukaupmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.